Morgunblaðið - 05.02.1950, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 05.02.1950, Blaðsíða 9
Sunnudagur 5 febrúar 1950. MORGUIVBLAÐIÐ a REYKJAVÍKURBRJEF Úrslit kosninganna SÍÐAN úrslitin í bæjar- og sveitarst j órnarkosningunum urðu kunn, hefur mönnum orð- ið tíðrætt um þau. Sem eðli- legt er. Mesta athygli og umtal hafa úrslitin vakið hjer í Reykjavík. Svo mikla áherslu lögðu andstæðingaflokkar Sjálf stæðismanna á það, að hnekkja meirihlutanum hjer í höfuð- staðnum. Þeim mun snarpari, sem hin þrefalda árás var, gegn Sjálf- stæðisflokknum hjer í bæ, þeim mun meiri var sigur flokksins, þegar árásinni var hrundið. í þrem kaupstöðum landsins hefur einn flokkur hreinan meirihluta í bæjarstjórn, sinn flokkur á hvorum stað. Sjálf- stæðisflokkurinn hjer, Alþýðu- fiokkurinn í Hafnarfirði, og kommúnistar á Norðfirði. Þar höfðu þeir fyrir kosningarnar 5 fulltrúa af 9, en fengu við þess- ar kosningar 6, á móti þrem er kosnir voru af sameiginlegum lista hinna flokkanna þriggja. Dómur blaðanna MÁLGÖGN minnihlutaflokk- anna drógu enga dul á það eftir kosningarnar, að sigur Sjálf- stæðisflokksins hjer í Reykja- vík hefði verið mikill. Enda jókst atkvæðamagn flokksins frá því í haust, um 1377 at- kvæði og um rúml. 2500 frá síðustu bæjarstjórnarkosning- um. Við alþingiskosningarnar þ. 23. okt. hlaut Sjálfstæðisflokk- urinn hjer í Reykjavík ekki nema 45,5% atkvæða. Enda- þótt hann hefði haldið meiri- hluta sínum í bæjarstjórninni, gátu menn að óreyndu búist við að flokkurinn fengi að þessu sinni innan við helming allra greiddra atkvæða. En af 28.285 atkvæðum sem greidd voru, fjekk Sjálfstæðisflokkurinn 14367, eða 50,8%. Samtímis sem Sjálfstæðis- flokknum jókst fylgi um 1377 atkvæði, frá því í haustkosn- ingunum, gekk af öllum hinum flokkunum hjer í Reykjavík. Kommúnistar töpuðu mest, 632 atkvæðum. Framsókn álíka miklu, eða 622 atkvæðum. En það tap var að sjálfsögðu til- finnanlegra fyrir Framsókn vegna þess, að sá flokkur hefur aldrei haft af miklum manni að má hjer í bæ. Alþýðuflokk- urinn tapaði 373 atkvæðum frá haustkosningunum. Fylgisaukning Sjálf- stæðisflokksins Iangmest í KAUPSTÖÐUNUM tíu, þar sem var hrein flokkakosning, toættist Sjálfstæðisflokknum langmest fylgi frá bæjarstjórn- arkosningunum 1946, eða sam- tals 3,247 atkvæði. Framsókn- arflokknum bættust alls 1,434 atkvæði frá því við bæjarstjórn arkosningarnar 1946. En Al- þýðuflokkurinn og kommúnist- ar rjett ríflega bættu við sig því utan Reykjavíkur, sem þeir töpuðu hjer. Svo útkoman: hjá Alþýðuflokknum var 129 at- kvæða viðbót, og hjá kommún- . istum 162 atkv. Erfið ganga. ÞEGAR litið er yfir 20 ára fer- il Framsóknar hjer í Reykjavík, sýnist manni að forj7stumenn flokksins hljóti að fara að sjá, að Framsókn á ekki meira en svo heima hjer í bæ. í fyrsta áhlaupinu, sem Fram sókn gerði. til þess að ná áhrif um á stjórn bæjarmálefnanna, í bæjarstjórnarkosningunum 1930, fjekk flokkurinn 12% at kvæða og tvo fulltrúa kjörna. En þetta var líka hámark. I næsta sinn f jekk Framsókn hjer um 7% atkvæðanna. Og árið 1938, varð það 8%. Fjekk árið 1942 ekki nema 5,6% at- kvæða og hvarf alveg úr bæj- arstjórninni, fjekk engann full- trúa kosinn. Árið 1946 skreið einn fulltrúi aftur í bæjarstjórn frá Framsókn. Nú ætlaði flokk urinn að sigla háan vind, og fá tvo kosna. Og það með þeim ráðum, að hafa í öðru sæti lista síns, konu, sem sagðist ekki vera í flokknum en sem hafði nýlega stutt kommúnista. Á- rangurinn varð sá, sem mun verða Framsókn eftirminnileg- ur, að rúmlega fimti hver kjós- andi flokksins, sem kaus með Framsókn í október s.l., hvarf frá honum. Frámsókn á ekki heima í Reykjavík allra síst þegar hún hyggst að koma sjer í mjúkinn hjá Reykyíkingum með komma dekri. Kommúnistar á niðurleið ÞÓ KOMMÚNISTAR hafi við þessar kosningar fengið sam- tals 162 atkvæðum fleira nú, en við bæjarstjórnarkosningarn ar fyrir 4 árum, táknar sú tala fylgishrun hjá hinum f jarstýrða flokki, þegar tillit er tekið til þess, hvað fólki hefur fjölgað í hinum umræddu kaupstöðum. Sjest það best á útkomunni hjer í Reykjavík að fylgi þeirra er á niðurleið, þar sem þeir hafa á síðustu þrem mánuðum mist 632 atkvæði. Enda er Þjóðvilj- inn úrillur þessa daga. í fyrsta blaði Þjóðviljans, sem út kom eftir kosningarnar segir svo í forystugrein, að ósigur minnihlutaflokkanna i Reykja vík sje því einu að kenna, að forystumenn Alþýðu- og Fram- sóknarflokksins vildu ekki gera samfylkingu við kommúnista í þessum kosningum. Fá þessir flokkar tveir eða forystumenn þeirra talsvert óþvegin orð fyr- ir þessa óhlýðni við Moskva- valdið. Fróðlegt væri að heyra hjá Þjóðviljamönnum hvar í lýðfrjálsum löndum lýðræðis- flokkar hafa á síðasta ári tekið höndum saman við kommúnista í kosningum, í álíka stórum bæ og Reykjavík? Eða hvernig lýð- ræðisflokkum hefur yfirleitt gefist samvinna við Fimtuher- deildir Moskvavaldsins? Spaugilegt er að sjá Þjóð- viljann halda því fram, að þriggja flokka samvinnan, sem beint var gegn kommúnisj;um á Norðfirði, hafi verið mjög misráðin af þeim. En þessir Möskváblindu rnehn telja, að engir meinbugir sjeu á því, að vestrænir lýðræðisflokkar taki upp samstarf við Fimtuherdeild ir, ög gángi þannig beinlínis í lið með mönnum, sem hafa geng ið erlendu stórveldi á hönd, er vinnur að því, að koma öllu lýðfrelsi í heiminum fyrir katt- arnef. „Alþýðan vinnur stríðið“ NÆSTA dag segir Þjóðviljinn með miklum rosta, að hvað sem Alþýðu- og Framsóknarflokk- urinn geri, þá sje eitt víst, að „alþj'ðan vinni stríðið.“ Þegar litið er á málvenju kommúnista, mun hjer helst vera átt við það stríð, sem háð yrði með öðrum vopnum en kjörseðlinum. Þá menn kallar Þjóðviljinn fyrst og fremst „al- jýðu“, sem horfin er frá vegum lýðræðisins, og inn á dimmar leiðir einræðis og kúgunar þar sem vopnað handaflið er látið skera úr um það, hver hafi yf- irráðin í hverju landi. íslendingar utan flokksdeild- ar kommúnistaflokksins, hugsa sjer ekki að taka þátt í styrjöld um heimsyfirráðin og óska þess af alhug, að til þeirra úrslita- átaka komi aldrei. En fylgismenn Moskvastjórn- arinnar, sem af íslensku bergi eru brotnir, renna sem kunnugt er vonaraugum austur á sljett- ur Síberíu, þar sem 300.000 manns í þrem borgum eru látn- ir vinna, nótt með degi, að fram leiðslu á ægivopnum kjarnorku sprengjanna. Þegar Þjóðviljinn talar um, að ,,alþýðan“ skuli „vinna stríð- ið“ á hann við það stríð, sem þar er undirbúið. En jafnt hin íslenska flokksdeild kommún- istaflokksins sem deildir hans í öðrum löndum standa einangr- aðar með þesskonar óskir. Norðfjarðar- „fjöðrin“ SIGUR kommúnista á Norðfirði var eina huggun þeirra í kosn- ingunum, eina huggun þeirra í vonbrigðunum. Enda urðu þeir þessari „skrautfjöður“ svo fegn ir, að þeir gerðu hana að um- talsefni í hinu danska flokks- blaði sínu „Land og Folk“. Þar segir í áberandi fyrirsögn: „Kommúnistar fengu meiri hluta í íslensku sveitarfjelagi“. Frá þessu er sagt, eins og fregn- in vekji undrun meðal lesend- anna. Að kommúnistar skuli nokkurs staðar geta á einum stað verið svo öflugir, að þeir einir geti haft meirihluta í sveitarfjelagi, í þessu tilfelli í íslenskum kaupstað. Kommúnistar eiga sannarlega ekki slíku að venjast hjer um slóðir. Skyldi þeir nokkurs stað ar hafa meirihluta í nokkru dönsku sveitar- eða bæjarfje- lagi? í þessu efni stendur Norð- fjörður sem nokkuð einstakt fyrirbrigði á Norðurlöndum. — Skyldi þeim detta í hug þar eystra, að þeir sjeu „vaxtar- broddur“ hinnar íslensku menn ingar, sem vísi veginn inn í framtíðina, undir handleiðslu hinnar fjarstýrðu flokksdeild- ar? Eða skyldi þeim ekki óra fýrir því, ag þeír aðhyliíst 'þinn hverfandi flökk, ‘sem allar írjáls ár þjóðir snúa baki við, af því flokkur sá á ekki heima meðai frjálsra og sjálfstæðra manna? Andlegir leiðtogar HINAR vestrænu deildir nins alþjóðlega kommúnistáííokks eru vissulega ákaflega einkenni leg fyrirbrigði í frjálsum þjóð- fjelögum. Leiðtogar þeirra er- indrekar Moskvastjórnarinnar virðast líta svo á, að engir utan- flökksmenn geti gert sjer grein fyrir því, hvað þeir eru að gera, og hversu afkáralega þeir hegða sjer. íslenska flokksdeildin lætur t.d. svo sem hún viti ekki hvað hún heitir. í mörg ár hafa hinir íslensku kommúnistar verið að burðast með gerfinafn á flokks- deild sinni, hafa kallað hana, sem kunnugt er, „Sameiningar- flokk alþýðu — Sósíalistaflokk- inn“. En ekki þarf annað en ejnhver flokksmannanna sendi frjettaskeyti til aðalmálgagns hinnar dönsku flokksdeildar, eins og þetta um kosningasigur- inn á Norðfirði, þá færir hið erlenda bróðurblað nafn flokks- deildarinnar til rjetts vegar, og kallar „Sameiningarflokk sós- íalista“ blátt áfram kommún- ista. Hjer heima fyrir nefna Moskvamenn flokk sinn aldrei rjettu nafni. Rjett eins og það sje bannað, ellegar hinir ó- breyttu flokksmenn viti ekki hvað flokkur þeirra heitir(!) Slíkur sauðarháttur gæti hvergi átt sjer stað,. nema meðal manna, sem hafa fengið þá „uppgáfu", að „losa sig við persónuleikann“ eins og Þór- bergur Þórðarson hefur vendi- lega lýst, og gera sig að vilja- lausum verkfærum eða skyn- lausum skepnum. Óttinn við að hafa stjálfstæða skoðun FYRIR nokkrum dögum var Moskvu -ferðasaga Halldórs Kiljan í síðasta hefti Tímarits Máls og menningar gerð að um- talsefni í aðalmálgangi danskra jafnaðarmanna „Social-Demo- kraten“. Þar er á það minst, að hið íslenska skáld leyfi sjer að benda á misfellur í menn- ingarmálum Moskvastjórnarinn ar Kiljan skýrir t.d. frá því, að kjör verkafólks sjeu þar naum- ast eftirsóknarverð, frá sjónar- miði íslendinga. Nýlega hefur danskur ritnöf- undur, sem fylgt hefur komm- únistum fast, misstigið sig, með því að minna á griðasáttmálann sem Stalin gerði við Adolf Hitl- er. Þ. e. a. s. þetta frávik frá línu undirlægjuháttar og rjett- trúnaðarins kom fram í skáld- sögu. Mannauminginn vissi enga skömm upp á sig, og ætlaði nokkru síðar að bregða sjer austur fyrir Járntjald, sem ó- flekkaður kommúnisti. En þeg- ar hann kemur að landamærum einræðis og lýðræðis, þá fær hann ekki að fara lengra. Reynd ist vera fordæmdur, útskúfaður úr ríki Stalins. Það varð að end- ursenda hann til hinna dönsku föðurhúsa. Svo ekkert er sýnna en hánn verði að hýrast, það sem eftir er ævinnar í hinu vestræna andrúmslofti, þar sem mönnum er leyft, að hafa skoð- anir á stjórnmálum og öðru, al- veg eins og þeim sýnist. . h LaiigárdaguF 4. feferúar 4 - -4- — Viðbragð Kiljans Guðjónssonar UM LEIÐ og rithöfundurirfv Kiljan frjetti það upp í MosfeHs sveit, að einhver orðasveimtiF hafði_ borist um það í „Social'- Demokraten“, að hann hefðk verið „griþinn villu“, og kynnV að vera grunaður um einhvers- konar frávik frá línu hinr.% sanp,trúuðu, og þeirra sem haí* afklæðst persónuleikanum eir » og Þórbergur hefir orðað þsð» þá sendir hann hinu danskf* blaði skeyti, og býður væntan- leg ritlaun sín í verðlaun, «- * fundin yrðu ummæli í gre:rv hans, sem bentu á, að ham% hefði ásakað Moskvamenn unv gyðingaofsóknir. Nú hafði eitt orð í frjetta- skeyti hingað skolast til.- 'ÞðP sem Soc.-Dem. hafði haft eftir Kiljan var, að hann hefði orðiti var við gyðinga-andúð austur í ríki Stalins. En í frjett hjer í blaðinu hafði verið nefnd gyð- ingaofsókn. Hið snögga viðbragð Kiljans, til að senda hinu danska blaðl skeyti, að lítt athuguðu máli, og tilboð hans um verðlaun, bend- ir til þess, að hann sje alvar- lega smeykur ef einhver skuggi af grun kynni að falla á hamv um það að hann sje ekki alveg laus við persónulega skoðun, ;V því sem hann sjer og heyrir um vini sína í Rússlandi og það sem þeir þar aðhafast. Viðkvæmni hans gagnvart því, sem sagt er um hina um- ræddu tímaritsgrein er næsta kynleg. Austrænir yfirboðarar hans geta aldrei dæmt haníi fyrir annað en það, sem í grein hans stendur. „Rókstafurinn blífur“ eins og máltækið segir. Vonandi er að hann hafi hug- leitt það, áður en hann Ijet greinina frá sjer fara, hvað honum sem flokksbundnum kommúnista og fylgismanni Stalins er óhætt að segja, áh sess að hann „fengi bágt“ fyrir hjá forráðamönnum Fimtuher- deildanna, Engrar undankomu auðið? ÞEGAR litið er á starfsemi kommúnistaflokksins beggja megin Járntjalds fer ekki hjá aví, að almenningur undrast stórum, að enn í dag, eða nán- ar tilgreint þ. 29. janúar siðast- liðinn, skuli hafa verið 7500* kjósendur hjer í Reykjavík, sem- greiddu hinni íslensku flokks- deild kommúnista atkvæði sitt. Það er öllum ljóst. að einræð- isflokkur þessi stefnir að þvi, að leggja f jötra alræðisvalds og kúgunar á hverja þjóðina at annari og heimtar það, að hver einstaklingur fari eins að og Þór bergur Þórðarson að þurka út persónuleika sinn, frjálsa skoð- un sína og frjálsan vilja til eina og annars. Að allir sem vilja lífi halda og limum verði vilja- laus verkfæri eða lítill nagli %■ hendi þeirra, sem méð alræðis- valdið fer. FIokksdeíldirnar, sem i Vest- úr-Evróþu stahfá, éiga áð gera þjóðfjelögúm sínum alla þá bölvuh sem þær[ geta til þess &ð undirbúa jarðveginn fyrir Framh. á bls. 12,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.