Morgunblaðið - 10.03.1950, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 10.03.1950, Blaðsíða 1
16 síður 0mgtttfrlfibi& 37. árgangur 58. tbl. — Föstudagur 10. mars 1950. Prentsmiðja Morgunblaðsins lona fannst örend á Hríngbraut í gærkveldi Bersýnileg!, að ésvífinn ökoníðingur hefur verlð þar að verki. SÁ HRYLLILEGI atburður skeði í gærkveldi á Hringbraut, rjett fyrir sunnan Laufásveg, að bifreið ók þar á konu, Ingi- björgu L. Ásmundsdóttur, Bjarnarstíg 1, með þeim afleiðing- um, að hún beið þegar bana. Eftir þennan verknað hefir bíl- stjórinn ekið burtu án þess að skeyta nokkuð um konuna, því að hcnn var horfinn, þegar að var komið og konan fannst ör- end á götunni. Lögreglunni var tilkynnt um! þennan atburð nokkuru fyrir klukkan 10 í gærkvöldi. Maður, serh átti þarna leið um í bifreið sinni, varð konunnar var, og gerði lögreglunni þegar aðvart. Fór lögreglan strax á staðinn, og hóf rannsókn : málinu. Líkið var flutt í Landsspítalann. Ekki var blaðinu kunnugt um í gærkvöldi. hvort rannsóknar- lögreglan hefur haft upp á öku- níðingnum, sem hjer var að verki. en ef einhverjir geta gef- ið lögreglunni upplýsingar, er kunna að vorða s.'ysið. ættu þeir að gera það. sem fyrst í dag. Ingibjörg Ásmundsdóttir var 56 ára gömul, saumakona að atvinnu. Hveilikaup fyrir Marshall fje í Bandaríkjunum WASHINGTON, 8. mars. — Efnahagssamvinnustofnunin samþykkti í dag að heimila Grikkjum og ítölum kaup á Bandaríkjahveiti fyrir nær því 16 milljónir dala af Marshallfje. — Jafnframt var Hollandi og Austurríki heimilað að kaupa baðmull fyrir meira en 11 milj. dala. — Reuter. Ungfrú Coplon fær 15 ára fangelsi NEW YORK, 9. mars: — Dóm- ur var í dag kveðinn upp yfir bandarísku skrifstofustúlkunni, ungfrú Coplon, sem reyndist sek um að hafa afhent Rússan- um Gubichev þýðingarmikil skjöl. Var ungfrú Coplon dæmd í 15 ára fangelsi. Hún hefir á- frýjað dómnum til æðri rjett- ar. Gubichev var einnig dæmd- ur í 15 ára fangelsi, en sleppt við refsingu með því skilyrði, að hann fari hið fyrsta burt frá Bandaríkjunum. — Reuter. Krafisf breskra slarfsmanna BUDAPEST, 9 mars: — Ung- verska kommúnistastjórnin sendi bresku stjórninni í dag orðsendingu, þar sem þess er krafist, að Bretar kalli heim tvo af starfsmönnum sendiráðs síns í Budapest og auk þess verði skrifstofum British Coun- cil í Ungverjalandi lokað. HÖRB ÁTÖK Á ÞINGI BRETA VARÐANBI ÞJÓÐNÝTINGUNA -S* Harold (. Utey IIAROLD C. UREY prófessor, einn af kunnustu atomvísinda- mönnum Bandaríkjanna. Hann hefir leyst af hendi mikilvægar rannsóknir í sambandi við vænt anlega smíði vatnsefnissprengj unnar. Traustsyiirlýsing með 14 atkvæða meiribiuta Stjórnin ætlar r ábyrgðarleysi að þvinna fram áframhaldandi þjéðnýlingu. Einkaskeyti til Mbl. frá Reuter. LONDON, 9. mars: — í dag voru heitar umræður í neðri mál- stofu breska þingsins vegna ályktunartillögu frá íhaldsflokkn- um um að fresta skyldi þjóðnýtingu járn- og stáliðnaðarins á Bretlandi þar til níu mánuðum eftir næstu kosningar. Verka- mannaflokksstjórnin leit á atkvæðagreiðsluna um málið sem traustsyfirlýsingu. Frjálslyndi flokkurinn greiddi atkvæði gegn stjórninni en hún fjekk meirihluta, 310 atkv. gegn 296. -9 VINARBORG, 9. mars: — I dag var undirritaður hjer viðskipta- samningur milli Austurríkis og Grikklands. í samningnum er gert ráð fyrir clearing viðskipt- um að upphæð 8 milljóri dollur- um á ári. ilonn stjórnin vill: Itkvæðagreiðslu um framtíð Saarhjeraðs Einkaskeyti til Mbl. frá Reuter. 1 BONN, 9. mars. — Þýska sambandsstjórnin hefur krafist þess ; i tillöguskjali, sem var birt í dag, að íbúum Saar-hjerðsins verði gefin kostur á að láta í,ljósi vilja sinn um framtíð Saar-hjeraðs- ins, með almennri atkvæðagreiðslu. Jafnframt mótmælir stjórnin leigusamningi þeim, sem gerður var fyrir skömmu miíli Frakklands og stjórnar Saar-hjeraðsins. ASTAND FRAMLEIDSLUNNAR RÆDUR MESTU UM LÍFSKJÖR FÓLKSINS „ÞEGAR til lengdar lætur. ráða ástand framleiðslutækj- anna og skipulag framleiðslunnar, þar með afköstin, mestu um lífskjör vinnandi fólks. Hlutföllin milli kaup- gjalds annars vegar og verðlags hins vegar, ákveðast af afkastamætti framleiðsluaflanna, vinnuafls og tækja. Það er því auðsjeð, að þegar til lengdar lætur, er afkoma verkamannsins mest undir framförum í atvinnulífinu komin, enda mega íslendingar muna tvenna tímana í þeim efnum. Það, sem launþcgar telja liagsmuni sína í sambandi við kaupgjald og skatta getur því rekist á hagsmuni þá, sem launþegarnir hafa af framförum í at- * vinnulífinu. Óeðlilega hátt kaupgjald dregur úr atvinn- unni. Háir skattar á atvinnurekstri og óheppilegt fyrir- komulag skatta dregur úr eðlilegum vexti atvinnulífs- ins.“ Þannig komast þeir Benjamín Eiríksson og Ólafur Björnsson að orði í þeim kafla álitsgerðar sinnar, sem birtist í blaðinu í dag. í þessum kafla er rætt um gengis- lækkun og launabætur, álagningu og kaupgjald og af- komu launþega. Óþolandi rjettarbrot. í skjali þessu segir Bonn- stjórnin það vera skoðun sína, að samningurinn um leigu á kolanámum Saar-hjeraðsins sje óþolandi rjettarbrot og geti orð ið til þess að Þjóðverjar hafni þátttöku í samstarfi Evrópu- þjóðanna. Engin heimild til að skilja Saar frá Þýskalandi. Er bent á það, að með samn- ingnum sjeu Frahkar í rauninni að innlima efnahagskerfi Saar- hjeraðsins í efnahagskerfi sitt, til þess hafi þeir enga heim- ild. Frökkum hafi verið falin hernámsstjórn yfir Saar njer- aðinu, ásamt nokkrufn öðrum hlutum Þýskalands, en ongir samningar hafí Verið gerðir, sem heimili þeim að skilja lánd svæði frá Þýskalandi. Vilja þjóðaratkvæði. Bonn stjórnin stingur upp á því, að Saarbúar fái að greiða atkvæði. um það, hvort þeir vilji, að land þeirra verði í svo nánum tengslum við Frakkland, eins og franska stjórnin hefur nú ákveðið, eða hvort hjeraðið fái líka rjettarstöðu og Ruhr- hjeraðið, þannig að stjórn þess verði falin alþjóðanefnd. Engar lakmarkanir á bú- seiu íloiiamanna LONDON, 9. mars: — Chuter Ede innanríkismálaráðherra Bretlands lýsti því yfir í breska þinginu,; að þrátt fyrir Fuchs- málið, hefði breska stjórnin ekki í hyggju, að takmarka leyfi pólitískra flóttamanna frá Ev- rópu til’ að setjast að á Bret- landi. Kjarnorkufræðingurinn Klaus Fuchs, sem varð sekur um að Selja kjarnorkuleyndar- mál Breta, var pólitískur flótta maður frá Þýskalandi, er hann settist að á Bretlandi 1933. Þakkarávarp tl konungs Tilefni þess, að umræður hóf ust um þetta mál var sú þing- venja, að neðri málstofan sendi konungi þakkarávarp fyrir há- sætisræðu þá, er hann flytur við setningu þingsins. Breytingartillaga um þjóðnýtingu Ihaldsflokkurinn gerði breyt- ingartillögu við ávarp það sem verkamannaflokkui inn hafði samið, þess efnis, að þingið væri mótfallið því að þjóðnýt- ing á stáliðnaðinum kæmi til framkvæmda. Vilja fresta þjóðnýtingu Umræður um breytingartil- lögu þessa stóðu yíir í margar klst. Oliver Lyttelton talaði fyrstur fyrir hönd íhaldsflokkS ins. Lagði hann áherslu á, að breytingartillaga þessi væri fram komin til þess að fá lof- orð frá verkamannaflokksstjóm inni um að þjóðnýtingunni yrði ekki haldið áfram og að þjóð- nýtirig á járn- og stáliðnaði Bretlands skyldi ekki koma til framkvæmda fyrr en níu mánuðum eftir næsru kosning- ar. Traustsyfirlýsing George Strauss birgðamála- ráðherra kom næst iram til and svara. Hann sagði að verka- mannaflokkurinn myndi með meirihluta sínum á þingi þröngva þjóðnýtingunni i gegn. Auk þess lýsti hann yfir, að stjórnin hefði ákveðið. að taka atkvæðagreiðslu um þetta mál sem traustyíirlýsingu, þannig að ef tillagan yrði sam- þykkt myndi verkamannaflokks stjórnin segja af sjer. Ábyrgðarleysi verkamannaflokksins Að lokum tók til máls Ant- Frh. á bls. 12.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.