Morgunblaðið - 13.07.1951, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 13.07.1951, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ Föstudagur 13. júlí 1951 BRJEF SEIMB MORGIilMBLAÐINU Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson. Lesbók: Árni Óla, sími 3045. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla: Austurstræti 8. — Sími 1600. Askriftargjald kr. 16.00 á mánuði, innanlands. í lausasölu 75 aura eintakið. } króna með Lesbók. Friðarsamningar við Japan HINAR löngu og flóknu viðræ'ð- ur um friðarsamninga við Japan liafa nú náð lengi þráðri niður- stöðu. Ákveðið hefur verið að þeir skuli undirritaðir í San Francisco í fyrstu viku septem- ber á komandi hausti. Mun öll- um þeim þjóðum, sem tóku þátt í styrjöldinni við Japan verða boðið að undirrita þcssa friðar- samninga. Ekki er þó gert ráð íyrir að Sovjet Rússland og lepp- ríki þess þiggi það boð. Þessir væntanlegu friðarsamn- ingar við Japan eru ekki plagg, sem eingöngu hefur verið samið um á milli Bandaríkjamanna og Japana. Mjög miklum tíma hefur 1 þvert á móti verið varið til við- ræðna milli Bretlands og Banda- ríkjanna um samningsuppkastið. Aðrar þjóðir hafa einnig tekið þátt í þeim. Það, sem að var stefnt var samkomulag milli þeirra þjóða, sem þetta mál varð- aði. Því samkomulagi hefur síð- an verið ætlað að leggja grund- völlinn að framtíðarþátttöku Japana í samstarfi þjóðanna. Friðarsamningarnir eru þess- vegna ekki fyrst og fremst endir ófriðarástandsins heldur upphaf að nýju tímabili friðar og ör- yggis við Kyrrahaf. Vitað er að mikill áhugi ríkir fyrir stofnun varnarbandalags frjálsra þjóða í þessum heims- hluta. Bandaríkin hafa þegar til- kynnt að þau ynnu að gagnkvæm um varnarsáttmála milli þeirra og Ástralíu og Nýja Sjálands. Má gera ráð fyrir að Filippseyingar taki þátt i þeim samtökum. Ekk- ert er heldur eðlilegra en að þær þjóðir, sem fyrst og fremst er ógnað af útþennslustefnu kommúnista í Asíu leiti þar einn ig skjóls. Ber þar fyrst og fremst að nefna Suður-Kóreu, Thailand, Indonesíu og Malayalönd. Ind- land, Burma og Pakistan eiga einnig í vök að verjast gagn- vart þessari sömu hættu. Það mun vera almennt álit þeirra, sem þekkja til Asíumála, að því aðeins nái friðarsamning- arnir við Japan tilgangi sínum að þeir opni nýjar leiðir til auk- ins öryggis fyrir þessar þjóðir. Þjóðum Asíu stafar ekki lengur hætta frá herveldi Japana eins og fyrir síðustu heimstyrjöld. Japanska þjóð- in galt mikið afhroð fyrir árás arhneigð ofstækisfullra hern- aðarsinna. Það hefur gert hana friðsamari og beint hug henn- ar að öðrum verkefnum en landvinningum og hernaðar- frægð. Sú hætta, sem nú steðjar að friðsömum þjóðum í Asiu er frá heimsveldisstefnu kommunista og Sovjet Rúss- Iands. Það er þessvegna óhugs andi að Rússland eða nokkurt af Icppríkjum þess vilji eða , geti tekið þátt í varnarbanda- \ lagi Kyrrahafsþjóðanna. Óþarfi er að gera ráð fyrir því ; að stofnun Kyrrahafsbandalags- með svipuðu sniði og tilgangi og Atlantshafsbandalag vestrænna lýðræðisþjóða takist eins skjótt og auðveldlega og hið síðar- nefnda. Þjóðir þær, sem búa við ; Kyrrahaf eru mjög fjarskyldar og ósamstæðar að fjölmörgu leyti j Meðal þeirra ríkir margháttaður ! ' skoðanamismunur á þeirri hættu \ ' sem þær horfast i augu við. En ’friðarsamningarnir við Japan ■ ’hljóta þrátt fyrir það að vera ■ ■ þýðingarmikið skref i þá átt að færa þær saman og skapa gagn- kvæman skilning meðal þeirra. Framhjá þeirri staðreynd verður ekki gengið að Japanar eru sú þjóð Asíu, sem lengst er komin áleiðis á fjölmörgum sviðum. Þeir eiga þróttmikinn iðnað, stór an verslunarflota og framleiðslu- afköst þeirra eru mjög mikil. Þegar þessi iðná og sparsama þjóð hefur einbeitt kröftum sín- um að friðsamlegu starfi í náinni samvinnu við vestrænar lýðræðis þjóðir og aðrar frjálsar þjóðir má vænta drjúgs skerfs frá henni til uppbyggingar þeirrar heimsálfu, sem hún tilheyrir. Þá má einnig gera ráð fyrir að þáttur hennar í eflingu friðar og öryggis í heim inum geti orðið verulegur. Stefna hinna vestrænu þjóða gagnvart Asíu hlýtur í framtíðinni að verða sú að styðja þjóðir hennar til sjálf- stæðis og efnalegrar uppbygg- ingar. Nýlenduskipulagið hef- ur gengið sjer til húðar. Það á sjer enga framtíð lengur, hvorki í Asíu nje annarsstað- ar. En það þýðir að sjálfsögðu ekki það að hinar frumstæðu þjóðir eigi að verða kúgun kommúnismans að bráð. Það er hlutverk væntanlegra varn- arsamtaka við Kyrrahaf að koma í veg fyrir að slíkt hendi. Gamlar lummur ÞAÐ eru gamlar lummur þegar Tíminn er að tala um fjandskap Sjálfstæðisflokksins við sveitirn ar og landbúnaðinn. Framsóknar menn ættu að gera sjer það Ijóst að þessi áróður þeirra er löngu orðinn gatslitinn. Það er líka þannig að þeim er sjálfum orðið ljóst að fullyrðingar þeirra um óvild Sjálfstæðismanna gagnvart bændum og málum landbúnaðar ins eru uppspuni einskær. Ekki alls fyrir löngu bar Tíminn t. d. þann „sannleik" á borð fyrir les endur sína að í núverandi ríkis- stjórn hefðu ráðherrar Sjálfstæð- ismanna reynt að þvælast fyrir sanngjörnum framfaramálum bænda. Hjer í blaðinu var þó skorað á Tímann að geta heim- i!da fyrir þessum staðhæfingum og benda jafnframt á, hvaða mál bænda það væru, sem Sjálfstæð- isflokkurinn hefði þannig átt að leggjast gegn. Síðan hefur ek'ki eitt orð heyrst um þetta í mál- gagni Framsóknarflokksins. Engr ar heimildar hefur verið getið fyrir söguburðinum, ekkert dæmi hefur verið nefnt honum til stuðn ings. Ástæða þess er einfaldlega sú, að þarna var um alger ósann- indi að ræða. Þessi ósannsögli Tímans um mál Iandbúnaðarins er mjög andstæð hagsmunum bænda- stjettarinnar. Það er mjög þýð ingarmikið fyrir landbúnaðinn að sameina sem flest öfl um þau stórátök, sem hann þarfn- ast til þess að geta rækt hið mikla og veglega hlutverk sitt með þjóðinni. I Sjálfstæðis- flokknum og Framsókn eru flestir þeim menn, sem best vilja og mest geta að gert í þessum efnum. Bændur þurfa á sameiningu krafta þeirra aff halda en ekki sundrung þeirra. Það ætti Tíminn að gera sjer betur ljóst framvegis en hing- að til. „Kommur" JEG HEF verið ánægður með störf landsprófsnefndar í vor. — Sjerstaklega voru verkefnin til unglingaprófsins vel unnin. Þar kom glöggt fram, að höfundarn- ir höfðu gjört sjer urein fyrir, að þeir voru að búa í hendur böni- um, sem hafa sinn rjett til að vera börn. Ekki voru þó prófin of auðveld. Kröfurnar til hinna bestu voru býsna miklar eins og vera ber. En mjer fannst bygðar á sanneirni og miklu til- liti til þess, sem best er vitað um sál og hugsunargetu barnanna, ef þau og kennarar þeirra hafa unnið vel við námið. Sama má yfirleitt segja um verkefnin, sem jeg hef sjeð, og ætluð voru il miðskólaprófs. Þó þar megi enda- laust deila um rjettmæti Dg sanngimi í kröfum. Þó er þar ein undantekning. Og vildi jeg eins gera það strax eins og síðar í þessum orðum, að benda nefndinni á, að þar ríkir enn algjör misskilningur vart aðalatriðuin móðurmáls- kennslunnar. Það er greinarmerkja verkefn- ið, sem hjer er um að ræða. Satt best að segja virðast kröfurnar sem eru auðvitað dugleg en eng- ir snillingar. Snilldin er hefnilePa eilífrar ættar og um hana verður í raun- inni ekki dæmt á fullkominn hátt. Jafnvel landsins sniðugustu korhmufræðingar standa þar , höllum fæti. Os þeir, sem lóta slíka smá- muni skyggja á snilld þeirra barna, sem annars gera greinar- merkjum venjuleg skil til skiln- jings á rituðu máli, þeir fara að eins og sá, sem vildi fela perluna bak við glerbrotið. Auðvitað er , auðvelt að taka augnablikið fram jyfir eilífðina, hjegómann fram , ,yfir skíragull, kommurnar fram yfir málsnilldina. En þeir, sem það gjöra eru yfirleitt ekki tald- jir með, kallaðir kjánar á öðrum sviðum lífsbaráttunnar og í leit-, inni að sannleikanum. Og að lokum þetta, kommu- setning má ekki vera meira en tiundi partur af útreiknaðri eink- unn nemanda í skriflegri ís- lensku. Og jeg skora á lands- prófsnefnd ,að láta dæma grein- jarmerkin framvegis í ritgerðum barnanna sjálfra. Það þarf ekk- ert sjerstakt greinarmerkjaverk- efni haus og halalaust. Það er gerðu nákvæmle^R sömu skil, jafnvel ekki í prófi, hyað þá held ur í blöðum, bókum, brjefum og ritum, sem samin eru af frjálsri hupsun. Það er sjálfsagt að kenna greinarmerki, en vei þeim skóla, sem lætur kröfur um þau skyggja á frábæra leikni í stafsetningu ov snilld í meðferð málsins. Eyrarbakka, 24. maí 1951. Árelíus Níelsson. BERLÍN, 12. júlí —- Sjö þýskir námumenn ljetu lífið og 28 særð ust í námaslysi sem varö í Kalí- námum í borginni Sondershausén í Thúringen, að því að austur- þýska frjettastofan tilkynnir. Reuter. Flækingur fór inn í Bueking- ham höll LONDON — Flækingur gsrði sig nýlega heimakominn í Bucking- ham-höllinni, sem er bústaður breska konungsins. Menn urðu var ir við hann um miðja nótt og var hann handtekinn. Svo virðist sem um kunnáttu o" leikni í allskon- ar afbrigðum málfræði og staf- setningar ganga svo langt, að þar sje ekki viðbætandi. Kröfurnar í málfræði verða of oft að skyggja á sólskin hinnar sönnu snilldar í íslenskunni. En jeg benti á það í fyrra, og er þakk- látur fyrir þá viðleitni, sem nefndin virðist hafa sýnt í vor til að jafna metin og leggja meiri áherslu á hið lesna í ljóðum og sögum. Svo vil jeg til skýringar á máli mínu nú, segja frá, hvernig prófið varð í skriflegri islensku við skólann, sem jeg kenndi. Tel jeg líklegt að hliðstæð saga hafi gerst við flestar landsprófsdeild- irnar að einhverju leyti. I bekknum voru 15 nemendur. Þriðjungur þeirra hafði hreina 10 í einkunn fyrir rjettritun, en öll náðu þar prófi. Má telja það góða útkomu, því að rjettritunar- kröfurnar eru geysistrangar nú á dögum. Auk þess fengu þrjú ágætiseinkunn fyrir ritgerð, þar sem þau höfðu sett fiest eða öll greinarmerki á viðeigandi staði, svo að ekki varð misskilið, hvorki mál nje frásögn. Bæði jeg og prófdómarinn vor- um mjög ánægðir með árangur námsins og dugnað barnanna. En — greinarmerkja verkefnið var eftir. Það virtist meinleysisleg endaleysa í þjóðsagnastíl, ein- hver afbökun án endis og upp- hafs. Nú setjast allir við, börnin, kennararnir o-’ prófdómarinn, hver með sitt blað, og þarna eru settir punktar, kommur. gæsar- lappir og upphafsstafir. En, viti menn, þegar farið er að athuga úrlausnirnar ber engum saman. Jú, sannleikurinn er einn í hverju máli, og lykillinn að honum var í huga landsprófnefndar. Þangað var hringt og úrlausnin, hin eina rjetta, fjekkst með næstu ferð. Og — nú kemur dómurinn á hendur skræfunum. Enginn af hópnum hafði gert rjett. Til að afsaka frekjuna, að við skyldum þó dirfast að fóst við þetta vil jeg geta þess með steigurlæti, að prófdómarinn minn er „dúx“ i íslensku við stúdentspróf frá Akureyrarskóla og jeg man ekki betur en eins væri með mig á sínum tíma. Sagan er svo ekki mikið lengri, en kommusetningin lækkaði öll börnin og felldi sum. Mjer fannst þó eitt grætilegast í þessu sam- bandi, þau börnin, sem aldrei höfðu farið niður fyrir ágætis- einkunn allan veturinn í rjettrit- un og ritgerð fengu nú aðeins sæmilega fyrstu einkunn, allt fyrir þessar kommukröfur. Sjer- staklega er mjer þar í huga ein stúlkan eða janfvel tvær, sem skrifa ritgerðir, sem flestir, já allir, sem sjeð hafa viðurkenna sem hreinustu perlur, hún eða þær fá nú ekkert meira en hin, skrípaleikur að senda börnum Vil hann hafi ekki komið í þeim til- úrlausnar verkefni, sem senni- gangi að stela, heldur aðeins til lega engir tveir menn í landinu að fá sjer blund. —Yíkverji skriíarr —------------ l3R DAGLEGA LÍFIIMIi ■f Smásálarháttur ÞAÐ er ekki langt síðan, að öll íslenksa þjóðin fylltist stolti af frammistöðu íþróttamanna sinna á erlendum vettvangi. — En samt er nógu langt liðið til þess, að slúðursögur eru komnar á kreik um framkomu og frammi stöðu einstakra manna, sem á að vera þeim til hnjóðs. Þannig gengur það fjöllunum hærra ,að einn af bestu og fræg- ustu íþróttamönnum okkar hafi átt að draga af sjer viljandi í keppni vegna þess að hann hafi sjeð fyrir að hann gat ekki orðið fyrstur. Smásálarlegur getur hugsunar- háttur sumra manna verið á stundum hjá okkur. Ekki einung- is þeirra, sem breiða út slúður- sögur eins og þessa, heldur og hinna, sem leggja trúngð á slúðr- ið. — Trúgjarnt fólk EF DÆMA má eftir hve lífseig- ar sumar slúðursögur eru hjer í bænum, þá erum við furð- anlega trúgjarnt fólk — allt að því börn í þeim efnum. Það er ekki langt síðan, að birt var um það gréin í blaði, að frægasta leikkona okkar hefði svikið skatt og farið úr landi með 30,000 króna skautbúning í töskunni sinni. Saga þessi fjekk fljótt vængi og falug um bæinn, sem heilagur sannleiki. Það rjetta var, að leikkonan fjekk að láni þjóðbúning til að koma fram í hönum fyrir íslands hönd á erlendu móti, þar sem hún varð, eins og vænta mátti landi og þjóð til sóma. Enginn má njóta sannmælis ÞAÐ er eins og það sjeu ein- hver álög á íslendingum, að þeir geti aldrei látið sína bestu menn njóta sannmælis. Og þetta er ekki ný bóla. Hvað sagði ekki Eggert Ólafsson: „Öfund knýr og eltir mig. ..." Margir kenna smæð okkar um, aðrir kotungshætti. Nú vill víst enginn kannast við að hann sje kotungur í lund. En á meðan við getum ekki lótið bestu menn okkar njóta sannmælis þá loðir nafnið við og er þjóðarhneysa. Óorð af „Svartadauffa“ ÁAR framleiðsluvörur ís- lenskar hafa hlotið aðra eins frægð og hinn svonefndi „svarti- dauði“, eða brennivínið íslenska. (Erlendir menn, sem hingað koma j furða sig á nafninu og breiða það j út. Blaðamenn hafa skrifað heil- !ar greinar um svaradauðan og jdrykkjusiði íslendinga. Fæstir jhafa þeir hinsvegar bragðað drykkínn af ótta við, að enginn þoli hann nema jötnar. Norðmenn, Svíar og Danir völdu aðrar leiðir er þeir gáfu brennivínsframleiðslu sinni nafn, enda eru brennivin þessara þjóða fræg fyrir ágæti sitt um víða veröld. Afncitim gófftemplara AÐ hefur löngum verið talið, að það hafi verið góðtemplar- ar, sem rjeðu þvi, að svartur og Ijótur miði var settur á brenni- vínsflöskurnar íslensku og að undan ryjum þeirra sje runnið nafnið „svarti dauði“. Merkur og háttsettur góðtempl ari segir mjer, að þetta sje rangt. Góðtemplarar hafi engan þátt átt í nafngiftirini. Ef þetta er rjett, væri þá ekki ími til að fara að breyta til um „nafn og númer?“ , Samtal í „Austurríki“ ¥ TILEFNI af því, að „Austur- I ríki er nú að flytja í ný húsa- kynni detíur mjer í hug samtal, sem átti sjer stað í gömlu húsa- kynnunum fyrir skömmu. Tveir náungar lcomu inn í vínbúðina: — Eina af brer.nivíni! segír annar. Taktu hana upp, sagði hinn við afgreiðslumanninn, sem neitar því, þar scm það er ekki leyfilegt. — Þú ert skepna! sagði þá annar viðskiptavinurinn. — Hvað kostar þessi peli? spurði annar viðskiptavinurinn og bendir í hillu eina. — 80 krón- ur, svaraði afgreiðslumaðurinn. — Hvur dj........, segir mað- urinn. 170 krónur flaskan! —- Hvernig reiknar þú þá? spyr afgreiðslumaðurinn. — Nú er ekki tvisvar 80 170? ____ Þú ert vitlaus, segir fjelagi hans. Það eru vitanlega 180 krónur. * — Þetta er ekki hálf flaska, sagði afgreiðslumaðurinn, það er nærri hálfur líter á pelanum. — Nú, það er þá upp undir þriggja pela flaska, segir annar viðskiptavinurinn. Og með það fóru vinirnir út með sína brennivínsflösku óupp- tekna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.