Morgunblaðið - 13.07.1951, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 13.07.1951, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ Föstudagur 13. júlí 1951 Framhaldssagan 11 itiniiitntiitMiiitititiiiiiitiiiiiiiiiiiiiiiittitimitmimttiimr • STÚLKAN 0G MUSINN = í Það var ómögulegt að sjá hvort Trant þættu þetta merkilegar upplýsingar eða ekki. „Hvers vegna höfðuð þjer svona mikinn áhuga á Grace Hough?“. Það var eitthvað gremjufullt í rödd Trants og Marcia svaraði með nokkrum þótta: „Það er ekkert undarlegt við það þó að jeg hafi tekið eftir henni í síórum sal þar sem allt í kring um mann er fólk, sem maður þekkir ekki. Auk þess undraðist jeg að hinar ungu stúlk urnar voru ekki með henni. Jeg U „Jeg skil“. Trant greip fram í fyrir henni. Hann leit í minnis- bókina og sneri sjer síðan að Appel, umsjónarmanni drengja- deildarinnar við skólann. „Sáuð þjer Grace. herra Appel?" Rauðar kinnar Appel urðu enn- þá rauðari. „Nei, jeg sá ekki ungfrú Hough í leikhúsinu“. Hann ræksti sig og gaut augunum hikandi til Hud- nutt. „En Hudnutt og jeg hittum hana fyrr um daginn, undir væg- ast sagt undarlegum kringum- stæðum. Það er kannske betra að Hudnutt segi frá þvi, en jeg“. Jeg sá að Marcia Parson hreifði sig. Hendur hennar fjellu mátt- lausar niður með hliöunum. Jeg tók eftir því að Trant sá það líka. „Nú?“, sagði hann rólega. Maður Penelope yppti öxlum og reyndi að brosa. ,,Úr því að Appel finnst ástæða til að minn- ast á það, þá held jeg að það sje best að hann segi sjálfur frá“. „Það skal jeg gjarnan gera“. Rödd Appels var dálitið gremju- leg. „Við Hudnutt eigum sæti í nefnd, sem hefur það verkefni að sjá um byggingu nýrrar rann- sóknarstofu fyrir skólann. Við höfum komist að þejrri niður- stöðu að við gætum sparað skól- anum aukaútgjöld með því að notfæra gamla grjótnámu, sem er í nokkurra kílómetra fjarlægð hjeðan á leiðinni til New York. í gær gekk jeg þangað út eftir eftir hádegisverðinn og rakst þar á Hudnutt. Hann sagðist einmitt vera að koma úr grjótnámunni og sagðist hafa athugað ástandið þar. Er þetta ekki rjett með farið, Hudnutt?" Þegar Hudnutt kinkaði kolli, fór mjer ekki að verða um sel. Kvöldið áður hafði hann minnst á grjótnámuna, þegar hann tal- aði við Grace í leikhúsinu. Harold Appel hjelt áfram: „Mjer fannst gott að við kæm- umst að samkomulagi um þetta atriði, svo jeg bað Hudnutt að koma með mjer. Þá sáum við ungfrú Hough. Hún sat inni í grjótnámunni og var auðsjáan- lega miður sín. Ef jeg á að segja eins og er, var hún hágrátandi. Mjer fannst að hún mundi hafa talað við Hudnutt rjett áður....“ „Trant, lögreglufulltrúi, fær ef til vill rjettari skýríngu á þessu, ef jeg held áfram með söguna“, sagði Hudnutt með óblandinni kaldhæðni. „Appel hefur, finnst mjer, gert úlfalda úr mýflugu, en i öllum aðalatriðum fer hann með rjett mál. Grace Hough sat og grjet og að vissu leyti var mjer um að kenna“. „Á jeg a ðskilja það sem svo að þjer hafið átt gteínumót með Grace Hough í grjótnámunni?“ „Nei, hreint ekki“. Hudnutt beit saman vörunum. „Ef jeg þarf að tala einslega við nemend- urna, þá geri jeg það á skrifstof- unni, en þangað geta þeir alltaf komið. Ungfrú Hough elti mig niður í grjótnámuna. Jeg get ekki fundið aðra skýringu á því, en þá að hún hafi komist úr jafnvægi vegna prófanna, sem nú standa fyrir dyrum. Það, sem hún sagði styrkti mig líka í þeirri trú“. Jeg tók eftir því að hann horfði á konu sína og leit ekki af henni á meðan hann talaði. „Hún var með bæði siðustu skriflegu verk- Skáldsaga eftir Quentin Patrick ■iiiiiiiiititiiiiiiiii'S ofnin, sem hún hafði fengið hjá mjer, og sem jeg hafði neyðst til að gefa henni frekar lága eink- unn fyrir. í fyrstunni hafði Grace; Hough verið mjög duglegur nem- andi. Jeg hafði meira að segja hvatt hana til að taka hærra próf. En henni hafði farið mjög aftur upp á síðkastið. Og um það vildi hún tala við mig. Hún vildi vita hvers vegna jeg hafði gefið henni svo lága einkunn og hún sakaði mig um órjettlæti í sinn garð“. Hann strauk hendinni þreytu- lega yfir vangann þar sem hár hans var farið að grána lítið eitt. „Mjer ferst aldrei vel að tala við ungar stúlkur, sem hafa kom- ist úr jafnvægi. Jeg reyndi að skýra það fyrir henni að henni hefði farið aftur og það stafaði kannske af ofþreytu. En hún varð þeim mun erfiðari. Jeg kenndi í brjósti um hana, en þegar jeg sá að gangslaust var að tala frekar við hana, áleit jeg að best væri að yfirgefa hana. Það var þess vegna, sem hún grjet, þegar jeg og Appel komum aftur“. Næsta spurning Trants var vægas sagt óvænt: „Vissi Grace að þjer ætluðuð að fara í leikhúsið um kvöidið?“ „Það getur verið að jeg hafi minnst á það við hana. Mjer er ómögulegt að muna það“. „En þjer töluðuð við hana í fyrsta hljeinú*. • Þarna vorum við aftúr komin að merginum málsins .... hvort sem Trant vissi það eða ekki. Robert Hudnutt leit á mig. Mar- cia gekk út að glugganum. Pene- lope kveikti á eldspýtu. Jeg fann hvernig loftið var þrungið eftirvæntingu og mjer! fannst ótrúlegt að Trant yrði ekki var við það. „Já, jeg talaði við Grace í fyrsta hljeinu", sagði Hudnutt undarlega hljómlaus í röddu. „Hjclt hún áfram þar sem hún hafði hætt í grjótnámunni?“ Hudnutt vætti varirnar með tungubroddinum. „Nei. Við töluðum um leikrit- ið, eins og ungfrú Lovering sagði. Mig minnir að hún hafi beðið mig að þýða fyrir sig setningu á ensku“. Jeg vissi að hann sagði ósatt. Jeg mundi eftir því, sem jeg hafði heyrt hann segja: „Mjer þykir það mjög leitt, en þjer hafið mis- skilið algerlega það sem jeg sagði í grjótnámunni í dag. Þetta er allt tómur misskilningur. Skiljið þjer ekki að þjer getið eyðilagt hamingju sjálfrar yðar og mína líka“. Þó að jeg hefði ekki sjeð „Phédre", þá hafði jeg lesið leik- ritið. Þessa setningu hafði ekki Racine skrifað. „Það gæti verið gaman að vita, hvaða setning það var sem hún bað yður að þýða“, sagði Trant kæruleysislega. „Jeg .... jeg held að jeg muni hana ekki. Jeg á erfitt með að muna smáatriði". Hudnutt var greinilega skelfdur á svip. Hann leit á mig. „Jeg held að ungfrú Lovering hafi heyrt samtal okk- ar. Ef til vill munið þjer eftir setningunni?" Auðvitað skildi jeg hvers vegna hann sneri sjer að mjer. Hann vissi að jeg vissi að hann hafði logið. Hann gerði örvæntingar- fulla tilraun til að fá mig til að hjálpa sjer. ~ Þótt undarlegt megi virðast, kom ekki hið minnsta hik á mig. Jeg hugsaði mig um augnablik, þangað til jeg mundi eftir setn- ingu frá „Phédre“. Eins og af guðlegum innblæstir mundi jeg eftir setningu eir.ni, þekktustu setningunni úr leikritinu. Jeg þekkti varla mína eigin rödd þeg- ar jeg sagði: „C’est Vénus tout entiere á sa proie attachée". Andlit Hudnutt ljómaði eins og sól í hádegisstað. UPPREISN I AFRÍKU EFTIR J. BOSTOCK 14. að vita, að Portugalarnir hefðu verið yfirbugaðir svo skyndi- lega og auðveldlega. Þeir sáu því ekki aðra leið auðveldari í þetta skipti en að taka til fótanna og flýja út í skógana. Upp- íeisn Osarianna hafði verið bæld niður. Alexander trúboði og Housa-hermennirnir voru nú komnir yfir fljótið. Portugalarnir tveir voru handteknir og bundnir íamgerlega á höndum og fótum. Magambo kom nú í ljós út úr skógarþykkninu og Merrill gekk móti honum, tók í hendina á honum og klappaði á öxlina. — Þetta var vel og samviskusamlega gert hjá þjer Magambo. Það leysti úr öllum vandanum, þegar þjer tókst að kveikja í þorpinu og allt komst í uppnám með svertingjana. Jeg mun sjá um það, að Maitland höfuðsmaður fái að vita um hetjudáð þína. — Jæja, en svo að maður snúi sjer að efninu. Hvernig skyldi ástandið vera meðal Osarissvertingjanna. Líklegast er öll mót- spyrna þeirra þrotin. Það var líka orð að sönnu. Osariarnir gátu ekki slökkt eldinn í húsum sínum og þegar þeir urðu þess áskynja, að vjelbyssu- skothríðinni var beint gegn þeim sjálfum, hljóp allur hópurinn ýmist inn í skóginn eða út á fljótsbakkann, þar sem þeir tóku að berjast innbyrðis um það að komast í báta. Eina hugsunin rikjandi hjá þeim var að komast aðeins burt, komast sem allra iengst frá þessum ógurlegu atburðum. Þá rauf björt Ijóskeila myrkrið. Það var frá Ijóskastara skips, am færðist upp eftir fljótinu. Það var vafalaust, að þarna kom „Ljónið“ svamlandi upp fljótið. Blessuðum karlinum honum Abikou hafði þá tekist að losa það af grunni og með komu skips- ins hlaut þessum óeirðum að vera lokið. Þá myndi Osariarnir ekkert frekar geta aðhafst. Það fór líka svo. Osariarnir voru nú milli tveggja elda, á landj var vjelbyssan og á fljótinu „Ljónið“, sem vopnað var Ijettri fallbyssu og fleiri vopnum. Það var því ekkert annað fyrir' þá að gera en að gefast upp. Og samtímis var Bawali settur af og ákveðið að Osariarnir greiddu allháa sekt. Það síðasta gat von- andi orðið tU þess að þeir skildu, ð það borgaði eig ekki að vera njeð neinn uppsteit. SÖGULOK PAN AMERICAN WORLD AIRWAYS SYSTEM NÝ ÁÆTLUN FRÁ 15. JÚLÍ: ÞRIÐJUDAGA Keflavík — Oslo — Stockholm — Ilelsinki MSÐVIKUDÁGA Keflavík — Gander — Boston — New York AÐALUMBOÐSMENN: (j. ^Jdelyaóon (J Hafnarstræti 19 — Sími 80275 • *!OnVOTSreKttBanrnriraaa»BaBa«aa«a««0aaa»a ••■■■■ ■■«•■■■■ nnmikiua DEOSAN þvotta- og sótthreinsunarefni á erindi til allra veitingastaða og inn á hvert heimili. Þegar leir og borðbúnaður er þveginn, nægir einn hlut- ur, bolli eða gaffall, til að sýkja uppþvottarvatnið. Næstu hlutir eru því þvegnir upp úr sýktu vatni. En sýklar eru ósýnilegir, og jafnvel alheilbrigður maður getur verið smitberi. Þannig er algengt, ,að leir og borðbúnaður sje þakinn þúsundum og jafnvel milljónum sýkla, og getur lítil veitingastofa eða heimili átt þát't í útbiæiðslu um- ferðarsjúkdóma. Með því að nota DEOSAN þvotta- og sótthreinsun- arefni, sem er ódýrt, auðvelt í notkun og algerlega skað- laust, er tryggt hið fullkomlegasta hreinlæti, sem á'Verð- ur kosið. Við gerlarannsókn, sem nýlega var gerð á vegum borgarlæknis, kom í Ijós, að aðeins 22—32 gerlar fundust á borðbúnaði, sem þveginn hafði verið upp úr DEOSAN, og verður tæplega lengra komist. Önnur tegund DEOSAN leysir á undraverðan hátt óhreinindabletti, sem vilja setjast t. d. innan á kaffi- könnur, á vinnuborð, gólf o. s. frv., og skemmir efnið þó hvorki málm, gler, trje eða málningu hið minnsta. Pantanir veitingastaða og verslana má senda neðan- skráðum einkaumboðsmönnum eða Sambandi veitinga- og gistihúsaeigenda, Laugavegi 10. Skrifleg umsögn borgarlæknis um Deosan er fyrir hendi. , EINK AUMBOÐSMENN: s/ YlÁaffnl CjaÁmundóion Laugaveg 28 — Sími 167C Áætlunaríerðir að Jaðri Áætlunarferðir að JAÐRI verða framvegis frá B.S.R eihs og hjer segir: DAGFERffHR: KVÖLDFERÐIR: Frá Reykjavík kl. 1,30 e. h. Frá Reykjavík kl. 8,00 e. h. Frá Jaðri kl. 2,00 e. h. Frá Jaðri kl. 8,30 e. h. Frá Reykjavík kl. 6,15 e. h. Frá Reykjavík kl. 10,30 e. h. Frá Jaðri kl. 7,00 e. h. Frá Jaðri kl. 11,00 e. h. Aukaferóir eftir þörfum. J Nánari upplýsingar í síma 80334. *i viunUDffliiu^M>i»ii)iMiHUHiuuuuufj»»»>Mraaiu.iMn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.