Morgunblaðið - 01.12.1953, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 01.12.1953, Blaðsíða 8
8 MORGVNBLAÐIÐ Þriðiudagur 1. desember 1953 Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Stiórnmálaritstjóri: Sigurður Bjarnason fr& Vigur. Lesbók: Árni Óla, sími 3043. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla: Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald kr. 20.00 á mánuði innanlands. í lausasölu 1 krónu eintakið. ÞINGFERILL Þjóðvarnarmanna er að vísu ekki langur enn sem komið er, en þó nógu langur til þess að þeir hafa hvað eftir ann- að orðið sér til háðungar í þing- sölunum fyrir frámunalegt þekk- ingarleysi sitt á þjóðmálum, en jafnframt framhleypni sína og sjálfsánægju. Öll framkoma þeirra á Alþingi hefur svarið sig í ætt kommúnista, enda er það ekki að undra því að menn þess- ir hafa fengið hið pólitíska upp- eldi sitt við kné kommúnista- forkólfanna. Sjaldan eða aldrei hefur til nokkurs stjórnmálaflokks verið stofnað með meira yfirlæti og þjóðernisrembingi, en þegar hin- um svokallaða Þjóðvarnarfl. var hleypt af stokkunum af þessum flugumönnum kommúnista fyrir síðustu alþingiskosningar. For- göngumenn þessa flokks töldu sjálfum sér trú um það í ein- feldrni sinni, að þeir hefðu feng- ið svo mikinn byr og hlotið svo miklar almennar vinsældir, að sjálfsdýrkun þeirra og stærilæti átti sér engin takmörk. Við út- varpsumræðurnar á dögunum um varnarsamninginn, sem fram fóru að tilhlutan Þjóðvarnar- manna, tók aðeins annar þing- maður flokksins, Gils Guðmunds- son, þátt í umræðunum. Leyndi sér ekki að fagnaðarvíman yfir hinu ímyndaða gengi Þjóðvarnar flokksins var ekki ennþá runnin af þingmanninum. Talaði hann af miklum móð og belgingi og brýndi raustina því meir sem vaðallinn varð efnisminni og þekkingarsnauðari. En þegar að því kom að „foringinn“ var af mestu hógværð spurður um það hver væri hinn raunverulegi til- gangur og stefnuskrá flokks hans, varð honum svara fátt. Og þegar hann síðar í um- ræðunum var beðinn um að svara því afdráttarlaust, hvort flokkur hans væri því fylgj- andi að lýðræðisþjóðir Vestur Evrópu fengju hér samskonar aðstöðu og þær höfðu í síð- asta stríði, ef til styrjaldar kæmi að nýju milli stórveld- anna, þá kvaðst Gils ekki geta svarað því, enda væri nógur tími til að tala um það þegar styrjöld væri skoll- in á! | M. ö. o.: Flokkurinn sem þyk- ist þess umkominn öðrum stjórn málaflokkum fremur að marka stefnu þjóðarinnar í örlagarík- ustu málum hennar. reyndist er á hólminn kom gersamlega ófær um að bera fram nokkra raunhæfa stefnu og sannaði með því svo for-- takslaust að ekki verður um deilt, að hann er ekkert annað en verkfæri í hendi kommún- ista, meðhjálpari þeirra manna, er hafa þá yfirlýstu og aðfengnu stefnu að vilja fyrir hvern mun vinna að því af fremsta megni, að hinn aust ræni kommúnismi fái tæki- færi til þess að leggja undir sig ísland og íslenzku þjéðina. Þjóðvarnarflokkurimr er áreið anlega orðinn þess fyllilega á- skynja nú að hann hefur þegar bakað sér fyrirlitningu allra hugsandi og ábyrgra manna í landinu og hann á vissulega eftir að verða betur var þeirrar staðreyndar áður en lýkur. Hifaveiían 10 ára UM þessi mánaðamót fyrir 10 árum byrjuðu verkfræðingar bæjarins að tengja hina nýju hitaveitu frá Reykjum í Mos- fellssveit við íbúðarhúsin í bæn- um, svo að þetta mikla og vin- sæla mannvirki, Hitaveitan, hef- ur verið rekið í áratug. Mönnum er i fersku minni hvaða vandkvæði voru á því að koma þessu mannvirki á fót á styrjaldarárum og í þeirri flutn- ingateppu er stóð þá yfir. Mikið af efni til Hitaveitunnar er hafði verið keypt í Danmörku og Þýzkalandi komst aldrei leiðar sinnar og varð að fá það vestan hafs fyrir ærið fé. Tafirnar sem af þessu leiddu urðu m. a. til þess að rennurnar sem grafnar voru í götur bæjarins varð að fylla að nýju áður en pípurnar komu á sinn stað. — Var það mikil mildi, að ekki hlauzt af þessu umróti stórfelldari slys og tjón en raun varð á. Þegar undirbúningi verksins var svo langt komið, að þáver- andi borgarstjóri, Pétur heitinn Halldórsson, hafði fengið kostn- aðaráætlun yfir verkið og leitaði til erlendra lánsstofnana eftir lánsfé til framkvæmdanna, þótti erlendum bankamönnum fyrir- tækið svo álitlegt að þeir naum- ast trúðu sínum eigin augum og töldu sumir hverjir, að eitthvað mundi vera bogið við þessa út- reikninga. En svo reyndist ekki vera, því eins og kunnugt er hef- ur þetta einstæða fyrirtæki upp- fyllt allar björtustu vonirnar er við það voru tengdar í upphafi. En síðan hefur bærinn stækk- að ört eins og kunnugt er. Og þörfin fyrir upphitun húsa með hveravatni farið sífellt vaxandi. Þegar hitaveitan hóf starfsemi sína voru fyrir hendi um 200 lítr- ar á sekúndu af hveravatni. En með sífelldum borunum síðan hefur það tekizt að auka vatnið jafnt og þétt svo það er nú um 360 sekúndulítrar. Og til þess að drýgja vatnið eða auka notaigldi þess er nú hægt að skerpa á því í hinni nýju vararafstöð við Elliðaárnar. j Tvímælalaust er Hitaveita i Reykjavíkur nafntogaðasta mann virki sem íslendingar hafa gert, * því jafnvel í fjarlægum löndum er hafa lítil sambönd við ísland. og þar sem almenningur þekkir j sáralítið til þjóðhags okkar, geta menn nú fyrirhitt meðal alþýðu manna talsverða vitneskju um j jarðhitann hér á landi og þá eink um í sambandi við Hitaveituna. En Hitaveita Reykjavíkur hefur leitt af sér meiri bjartsýni á hag- nýtingu jarðhitans hér á landi en áður var. Góð nýting hennar og farsæll rekstur hefur orðið til þess að nú er rætt um hitaveitur víða um land og menn hugleiða og rannsaka hvernig hægt er að hagnýta sér heitar uppsprettur í basalthéruðum landsins, en þar eru'heitat uppsprettur að sjálf- sögðu takmarkaðri en i eldfjalla- héruðum. I ALMAR skrifar: HJÁLMARS KJARTANSSONAR * MÁNUDAGSKV ÖLDIÐ 23. f. m. söng Hjálmar Kjartans- son nokkur lög í útvarpið, en Weisshappel lék undir á píanó. ! Hjálmar er ungur maður um þrítugt, bróðir bassasöngvarans Jóns Kjartanssonar, er oft hefur sungið í útvarpið og margir hlustenda munu því kannast við. Hjálmar er bass-bariton með töluvert mikla raddfyllingu en nokkuð hrjúfa rödd. Hann fór fremur laglega með viðfangsefn- in, en einna bezt með „Jætten“ eftir Wennerberg og ariuna úr óperunni „Simon Boccanegra" eftir Verdi. TÓNLEIKAR SINFÓNÍU- HLJÓMSVEITARINNAR ★ sem útvarpað var frá Þjóð- Jrá átuarpmu ^uóta ul Im í óí leikhúsinu þriðjudaginn 24. nóv. voru hinir glæsilegustu, enda viðfangsefnin ekki af verri endanum: Sinfonía í Es-dúr eftir Mozart og Eroica eftir Beethov- en. — Sérstaklega var sinfónia Beethovens áhrifamikil og vel flutt undir frábærri stjórn meist- arans Kiellands. Þessi mikilhæfi hljómsveitarstjóri hefur unnið íslenzkri tónmenningu ómetan- iegt gagn þann tíma sem hann hefur dvalizt hér. Hann er nú nýfarinn héðan af landi, en mun koma aftur í marzmánuði næstk. og dveljast hér til aprílloka. — VeU andi ólnj^ar: 1. desember. FYRSTI desember er í dag. — íslendingar minnast með há- tíðahöldum um allt land eins merkasta áfangans í sögu sinni, sem náðist fyrir 35 árum síðan, er Island var viðurkennt sjálf- stætt og fullvalda ríki. 1. desem- ber ári§ 1918 var mikill gleðidag- ur og þessi dagur á að halda á- fram að vera fagnaðar og hátíðis- dagur meðal íslendinga. Ýmsar raddir hafa komið fram í þá átt, að 1. des. sé orðið of- aukið sem þjóðhátíðisdegi, síðan íslenzka lýðveldið var stofnað, hinn 17. júní 1944. Ég tel þetta fl '7W skakkt athugað. Að vísu er 17. júní að öllu leyti betur fallinn til almennrar þjóðhátíðar á íslandi, að því er árstíðina snertir, og sér- staklega er hann hugfólginn ís- lenzku þjóðinni, sem fæðingar- dagur Jóns Sigurðssonar, frelsis- hetjunnar góðu. Má ekki falla í skugga. EN HVERSU mikill ljómi sem hvílir yfir minningu Jóns Sigurðssonar og 17. júní, má þó 1. des. ekki og þeir menn aðrir sem mest og bezt unnu að endur- heimtu sjálfstæðis okkar, falla i skuggann. Þeir voru margir, sem þar lögðu hönd á plóginn af stór- hug og þrautseigju, sem verða ætti okkur, sem á eftir höfum komið, fordæmi og hvatning. Ættum við ekki að gera 1. des. að „sögudegi“ okkar? Er við höld um þjóðhátíðina 17. júní leitar hugurinn állur út á við, það er, ys og þys á hlutunum, gleðskap- ur okkár og fagnaðarlæti eru í að senn söguhátíð og vorhátíð hinum langa vetri loknum. 1. des. gæti hins vegar orðið sannkallaður „sögudagur“, sem við notuðum til að hugsa, lesa og fræðast í góðu tómi um atburði þá, sem við minnumst í sambandi við þennan dag. Villandi nafngift. KÆRI Velvakandi! Fyrir nokkru var fluttur í útvarpið búnaðarþáttur er nefnd ist, „Úr Austurvegi". Bjóst ég við eftir nafninu að dæma, að þátt- urinn fjallaði eitthvað um bú- skap í löndunum austan Eystra- salts, en er til kom, voru þetta aðeins frásagnir úr Skaftafells- sýslu. Nafnið Austurvegur merkir löndin austan Eystrasalts (Eist- land, Lettland, Lithauen og Rúss- land), en ekki Skaftafellssýsla, og Úr Austurvegi gefur því til kynna eitthvað, sem þaðan kem- ur. Mér finnst full ástæða til að víta þá, sem þættinum réðu fyrir nafngift þessa og mælast til þess að Ríkisútvarpið láti ekki fávizku sem þessa heyrast í dagskrá þess. — Þ“. Atliugasemd frá kaupmanpi. ÍA AUPMAÐUR einn hér í bæn- ». um hefur í tilefni bréfs frá „Húsmóður í Reykjavík“, sem birtist hér í dálkunum hinn 28. þ. m., vakið athygli á athuga- semd, sem birtist í síðasta júní- hefti Verzlunartiðinda, en það er sent til allflestra kaupmanna — Þar segir svo: „Það er oft skrifað um það í dálkum blaðanna, að afgreiðslu- fólk, sérstaklega stúlkur, væru tyggjandi togleður við afgreiðsl- una, jafnvel teygjandi þessar ó- geðslegu tuggur út úr sér. Sem betur fer mun hér um algerar undantekningar að ræða. Á ekki heima innan við búðarborðið. 4FGREIÐSLUFÓLK, sem hag- ar sér á þennan hátt, á ekki heima innan við búðarborðið og kaupmenn ættu að láta slíkt fólk hætta störfum tafarlaust, ef það lætur sér ekki segjast við fyrstu aðvörun. Þess hefur einnig orðið vart, að unglingsstúlkur í verzl- unum hangi í símanum eða spjalla við kunningja sína við borðið og sinna þá viðskiptavin- inum lítið. Þetta á náttúrlega ekki stað, nema stjórnandi verzl- unarinnar sé fjarverandi. Afgreiðslufólk verður að gera sér ljóst, að verzlunarstörf eru eins: og hver önnur vinna og krefst þess sérstaklega, að við- skiptavininum sé sinnt af fullri háttprýði“. Mun hann þá undirbúa nýja tón- leika hljómsveitarinnar. JÓHANNA FAGRA ★ SÉRA BENJAMÍN Kristjáns son flutti á föstudaginn er var í útvarpið frá Akureyri, er- indi um íslenzka konu, Kristjönu I Jóhönnu Briem, er á öðrum *ug aldarinnar sem leið fór utan og , ól aldur sinn í Þýzkalandi. Hún | var dóttir Gunnlaugs Briems, | er var sýslum. í Eyjafjarðarsýslu frá 1805 til dauðadags 17. febr. j 1834. Var hún því föðursystir Eiríks Briems prófessors, Egg- erts hæstaréttardómara og þeirra mörgu og merku systkina. Jó- hanna sigldi fyrst til Kaupmanna hafnar og dvaldist um hríð á heimili móðurbróður síns, Páls Árnasonar (Arnesens), hins j kunna orðabókahöfundar, en síð- ar á hinu glæsilega heimili Birgis Thorlaciusar, prófessors þar í borg.Vakti Jóhanna athygli, hvar sem hún fór fyrir sakir frábærr- ar fegurðar, gáfna og glæsileiks. Umgekkst hún mjög tigið fólk þar ytra, ferðaðist víða um lönd og kynntist meðal annarra Thor- valdsen í Rómaborg. Hún giftist dr. Carl Wilhelm Schiitz, skóla- kennara í Bielefeld í Þýzkalandi og er mikill ættbálkur frá þeim kominn þar í landi. Erindi séra Benjamíns var fróðlegt og skemmtilegt, en því miður ekki nógu áheyrilega fiutt. ÉG ER TECH ★ LOFTUR Guðmundsson, rit- höfundur, hefur sem kunnugt er samið mörg leikrit, sum skop- leg, en önnur alvarlegs efnis, en öll um líf manna á vettvangi dagsins. Nú hefur hann brugðið vana sínum í þessu efni og samið útvarpsleikrit er bregður upp mynd af lífi mannanna eins og hann hugsar sér það eftir nokkur hundruð ár, ef tækni og ofskipu- lagning verður alls ráðandi í heiminum. Maðurinn er þá ekki lengur sjálfstæð vera með til- finningar og ástríður. Hann hat- ar ekki og elskar ekki, gleðst ekki né hryggist, hlær ekki né grætur. Hann er aðeins „agnar lítil tönn í agnarlitlu hjóli“ i hinni margbrotnu og voldugu vél skipulagsins. Hér er ekki rúm til að gera nánari grein fyrir þessu leikriti Lofts, sem hann hefur gefið titilinn „Ég er Tech“ og flutt var í útvarpið s.l. laugard. En það eru engar ýkjur þó sagt sé að efni þess sé óvenjulegt og beri vott um mikið hugmynda- flug höfundarins. Auðvitað er Loftur það bjartsýnn á framtíð mannkynsins og sigur hinna já- kvæðu afla í tilverunni, að hann lætur í leikslok þessa tækni- og skipulagsmenningu bíða lægri hlut fyrir heilbrigðri og áskap- aðri þörf mannanna til að lifa eins og skyni gæddar verur og njóta sem ábyrgir einstaklingar þeirra forréttinda sem lífið veitir og bera þær byrðar sem það leggur mönnum á herðar. Leikendurnir fóru allir vel með hlutverk sín, en mjög dró það úr áhrifum leiksins hversu ógreinileg var framsögn Indriða Waage, er sagði söguna milli at- riða. __________________ Strætisvagn veltur — Ettgiii meiddist KLUKKAN rúmlega eitt í gær fór einn strætisvagnanna, sem aka milli Reykjavíkur og Hafn- arfjarðar, út af veginum í Foss- vogi, skammt fyrir neðan kirkju- garðinrj. Slys varð ekki á farþeg- um eða vagnstjóra. Vagnstjórinn telur vagninn hafa runnið til hliðar á flughállri götunni, er snörp vindkviða skall á honum. Vagninn mun hafa orð- ið fyrir nokkrum skemmdum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.