Morgunblaðið - 16.03.1954, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 16.03.1954, Blaðsíða 8
MORGIJTSBLAÐIÐ Þriðjudagur 16. marz 1954 ittiMðfrifr Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Stjórnmálaritstjóri: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Lesbók: Árni Óla, sími 3043. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla: Austurstræti 8. — Sími 1600, Áskriftargjald kr. 20.00 á mánuði innanlands. í lausasölu 1 krónu eintakið. Úk DAGLEGA LÍFINU Bankarnir og flokkarnir SÍÐAN að lánsfjárskortur varð tilfinnanlegur hjá íslenzkum bönkum og lánastofnunum hafa Framsóknarmenn lagt á það hið mesta kapp, að sanna þjóðinni, að Sjálfstæðisflokkurinn væri svo að segja einráður í öllum bönkum iandsins. Tilgangurinn meg þessum furðulegu staðhæf- ingum hefur að sjálfsögðu verið sá, að koma óvinsældunum af lánsfjárskortinum á Sjálfstæðis- menn. Hinn mikli fjöldi lands- manna, sem skort hefur lánsfé til húsabygginga og fjölmargra annara nauðsynlegra fram- kvæmda hefur þannig átt að snúa reiði sinni upp á stærsta stjórn- málaflokk þjóðarinnar, og kenna honum erfiðleika sína. Þjóðin hefur séð gegn um þennan lítilmótlega og fjar- stæðukennda áróður. Fylgi Sjálfstæðisflokksins hefur aukizt og stendur nú traustari fótum en nokkru sinni fyrr. Almenningur veit, að engir hafa unnið drengilegar að því en einmitt SjálfStæðismenn að leysa úr erfiðleikum, sem lánsfjárskorturinn hefur bak- að honum, ekki sízt í sam- bandi við íbúðabyggingar í sveitum, kaupstöðum og kaup- túnum. En það er engu að síður ómaks- ins vert að litast lítillega um í bönkum landsins og athuga, hvort það sé rétt, að Sjálfstæðis- menn séu þar gjörsamlega ein- ráðir. Við skulum fyrst ganga við í þjóðbankanum, Landsbanka ís- lands. Þar eru tveir af þremur bankastjórum Sjálfstæðismenn. En í bankaráði hans eru tveir Sjálfstæðismenn af fimm. Auk þess hefur einn bankastjóri neit- unarvald þegar um lánveitingar er að ræða. Þannig er málum þá háttað í þjóðbankanum. Sjálfstæðismenn eru í minnihluta í bankaráði hans og hver einstakur banka- stjóri hefur neitunarvald gagn- vart lánveitingum. Ekki virðist Sjálfstæðisflokkurinn því vera „alráður" í þessari lánastofnun. Þá er komið að Útvegsbank- anum. Þar hefur Sjálfstæðis- flokkurinn til skamms tíma eng- an bankestjóra haft. Einn af þremur bankastjórum hans er nú Sjálfstæðismaður. En þar ræður meirihluti bankastjórnar- innar ákvörðunum um lánveit- ingar. Fjarri fer því, að Sjálf- stæðismenn hafi yfirtökin í þess- um banka. Þá er komið að lánastofnun landbúnaðarins, Búnaðarbankan- um. Þar er einn bankastjóri, sem er einn af leiðtogum Framsóknar flokksins og hefur verið í kjöri fyrir hann eins lengi og elztu menn muna í fjölda kjördæma. Formaður bankaráðs Búnaðar- bankans er svo formaður Fram- sóknarflokksins. llla horfir því með yfirráð Sjálfstæðismanna í þeirri lána- stofnun, sem bændur eiga mest undir að sækja. Fjórði bankinn er Iðnaðar- banki íslands, sem nýlega hefur verið stofnaður. Þar er einn bankastjó’-i, sem ér í Sjál'fstæðis- flokknum. En því miður er þessi lánastofnun iðnaðarins ennþá fé- lítil og veik. Sjálfstæðismenn höfðu for- göngu um stofnun hennar en Framsóknarmenn börðust gegn henni eins lengi og þeir gátu. Ber mikla nauðsyn til þess að efla hana og bæta þar með að- stöðu íslenzks iðnaðar, sem á við mikla lánserfiðleika að etja. Af þessari upptalningu má marka, hvílík fjarstæða það er, að Sjálfstæðismenn ráði að mestu einir yfir lánsfjár- stofnunum þjóðarinnar. Þeir hafa þar þvert á móti miklu minni áhrif en þeim her sem langsamlega stærsta flokki þjóðarinnar. Það er líka vitað, að sá aðiii, sem Framsóknar- menn bera helzt fyrir brjósti, samvinnufélögin í landinu, hafa sízt farið varhiuta við skiptingu þess lánsfjármagns, sem þjóðin hefur yfir að ráða. Þvæla Tímans og Dags á Akur- eyri um vfirdrottnan Sjálfstæðis- manna í bönkum landsins er því gersamlega rakalaus. Hún ber að eins vott sjúklegri minnimáttar- kennd og tilraunum til þess að koma óvinsældum af lánsfjár- skortinum, sem bitnað hefur harkalega á mörgum landsmönn- um, yfir á pólitíska andstæðinga. Ákvörðun „sósíalída ALMAR skriíar: Frábært útvarpserindi. SUNNUDAGINN 7. þ.m. flutti Rannveig Tómasdóttir erindi í út- varpið um Bahamaeyjar. Var það fyrsta erindið í irindaflokki, er aún mun flyta í útvarpið á næst- | unni og hún hef-! ur nefnt: Fjar- * æg lönd og fram andi þjóðir. — Rannveig hefur I nokkrum sinn- um áður flutt er- indi í útvarpið, er öll hafa vakið athygli hlustenda fyrir það hversu vel þau hafa verið samin og flutt og hversu gáfulega höf- undurinn hefur tekið á efninu. — Fyrirlestur Rannveigar um Bahamaeyjar átti sammerkt með fyrri erindum hennar í þessu efni. Hann var afbragðsvel sam- inn, á góðu og vönduðu máli og Jrá áti'an Rannveig rpma L óíJuóta uiLu svo vel fluttur að til fyrirmyndár var. En eftirtektarverðastur var fyrirlesturinn þó fyrir það, að hann bar vott um óvenjulega þroskaða athyglisgáfu höfundar- ins, glöggan skilning hans á því sem fyrir hann bar á þessum fjarlægu slóðum og heilbrigt lífs viðhorf hans. Margir hlustendur munu bíða með tilhlökkun eftir þeim erind- um sem eítir eru af þessum er- indaflokki Rannveigar og er ég þeirra á meðal. Handritamálið o. fl. SÉRA JAKOB Jónsson ræddi við hlustendur um daginn og veginn mánudaginn 8. þ.m. Var hér ekki um neitt hégómlegt rabb að ræða, \Jetualzaruli áhrifar: j i félagsins „ÞJÓÐVILJINN“ hefur skýrt frá því undanfarið að „Sósíalistafé- lag Reykjavíkur“ hafi „ákveðið“ að fjölga kaupendum hans um 200 fyrir 1. maí. Já, ekki þarf að að spyrja. — Félag kommúnista „ákveður" að kaupendum blaðs þeirra skuli fjölga um 200. Hvað sem fólkið svo vill skal þeim fjölga um þessa tölu. — Það hefur verið I ,,ákveðið“ af æðsta ráðinu á Þórsgötu 1 og þá hlýtur það að verða. Hér er að sjálfsögðu um að ræða þátt í venjulegum skrípa- leik kommúnista. Allir vita, að útgáfukostnaður blaðs þeirra er fyrst og fremst borgaður af rúss- nesku fé. íslenzkur almenningur fæst ekki til að kaupa blaðið og borga það. En kommúnistum finnst þeir öðru hverju þurfa að setja á svið smá sjónleik til þess að breiða yfir þetta lystarleysi fólksins á blað þeirra. Þá er efnt til safnana, „samskotasúla“ reist í „Þjóðviljanum". Hún er síðan látin hækka dag frá degi, rétt eins og peningar séu raunveru- lega að koma úr „Bolladeild” eða Grímsstaðaholtinu. Sannleikur- inn er hins vegar sá að eini mað- urinn, sem eitthvað verulega spýtir í byssuna er félagi Malen- kov. Það er þess vegna hann, sem á að borga hin fyrirhuguðu 200 viðbótareintök, sem „sósíalistafé- lagið“ hefur „ákveðið" að prent- uð skuli af „Þjóðviljanum" eftir 1. maí. Um það þarf enginn fs- lendingur að fara í grafgötur. Þetta er líka mjög eðlilegt. — „Þjóðviljinn“ er ekki fyrst og fremst íslenzkt blað. Hann er málgagn Rússa á íslandi. Það eru fyrst og fremst rússneskir hags- munir, sem hann berst fyrir. Það er sannariega ekkert að furða þótt Malenkov hafi lof- að að borga f jölgun slíks blaðs um ein lítil 200 eintök. Þess er e.t.v. adrei meiri þörf en nú. Um málfar sveitamanna og Reykvíkinga. MÉR hefur borizt bréf austan úr Biskupstungum, sem hljóðar svo: „Velvakandi sæll! Okkur ber öllum saman um, að íslendingar tali eitt og hið sama mál, hér þekkist engar mállýzk- ur svo sem í flestum öðrum lönd- um. Ég er fæddur og uppalinn í Reykjavík, en allmörg hin síðari ár hefur hlutskipti mitt verið að búa í sveit, fyrst nokkur ár á Norðurlar.di en síðasta áratug- inn á Suðurlandi. — Það veldur mér stöðugt meiri furðu, hve | ólíkf hið daglega mál sveita- j mannsins annars vegar og Reyk- víkingsins hins vegar, er í raun og veru. Hér er ekki tækifæri til j að koma nánar inn á þetta, en ég vil þó benda hér á eitt: Taktu eftir, þegar innfæddur Reykvík- ingur og sveitamaður tala saman ! um veðrið Reykvíkingurinn hef- ur nóg með að fylgjast með og sum orð sveitamannsins skilur hann vart, hvað þá, að honum [ mundi nokkurn tíma detta í hug að taka þau sér í munn. Mál sveitamannsins fegurra. EG GET ekki að því gert, að mér finnst mál sveitamanns- ins fyllra og fegurra, þó að ég verði jafnframt að játa, að mér finnst málskrúð það, sem ýmsir sveitamenn temja sér í ræðu og riti og ýmis orðatiltæki stund- um orka tvímælis. Dæmi: sveit- ungi minn einn, sem er mjög vel menntaður á bænda vísu, sérlega vel að sér í fornsögum vorum og prýðilega hagmæltur, sagði á dögunum: „Það er nú alveg af- slok“ (ekki afslag eða neitt ann- að orð). Reykvíkingurinn hefði sagt „— alveg útilokað“. — Nú langar mig til að spyrja þig hvort þú hefur heyrt þetta orð. Þetta er aðeins eitt dæmi, en ég hef skrifað niður allmörg slík orð, sem alþýða manna mælir hér um slóðir en sem ég held, að fæstir Reykvíkingar mundu kannast við. í þessu sambandi dettur mér oft í hug, að við mun- um í framtíðinni eignast tvö mál eða mállýzkur, þ.e.a.s. reykvisku og „landsmál". Hvert er þitt álit? — „Útsofinn". „TafIslok“ og „tapslok“. EG ÞAKKA „útsofnum" fyrir gott bréf. Hann drepur hér á mál, sem alltaf er skemmtilegt að ræða am og hugleiða. — Ég hef aldrei heyrt orðið „afslok", og Sunnlendingar, sem ég hef spurt um það kannast heldur ekki við það. Hins vegar þekki ég orðið „taflslok" og ennfremur „tapslok", sem í meðförum máls- ins virðist vera til orðið úr tafls- lok. „Það eru tapslok með það“ — það er útilokað. ,Það eru taflslok* — það er útséð um það. Orðabók Blöndals gefur bæði þessi orð en hins vegar alls ekki orðið „afs- lok“. Gæti ekki verið, að bréfrit- ara mínum hafi misheyrzt? — að umræddur bóndi hafi notað ann- að hvort þessara orða? Síðari hluta spurningar „út- sofins“ — um reykvískuna og landsmálið gefst mér því miður ekki rúm til að svara í dag — læt það bíða morgundagsins. Þótti út yfir taka. SKÓLASTÚLKA skrifar: „Kæn Velvakandi! Ég kom fyrir nokkrum dögum inn á veitingahús eitt hér í bæn- um með nokkrum félögum mín- um og við settum okkur niður til að fá okkur hressingu. — Á meðan við vorum að bíða eftir afgreiðslu varð mér í rælni á að strjúka með hendinni undir plöt- una á borðinu, sem við sátum við. Mér varð dálítið ónotalega við, þegar ég fann, að hún var þakin með gömlum tyggigúmmí- klessum. Hvílíkur dómadags sóða skapur! hugsaði ég. En svo datt mér í hug, að ég hafði víst stund- um gert eitthvað álíka, sjálf heima hjá mér og það var ekki laust við, að ég minnkaðist mín ofurlítið, þó að ég viti, að þetta er ekki annað en allir gera — jafnvel fullorðið fólk líka. En það rann þarna allt í einu upp fyrir mér, hve Ijótur og ógeðs- legur siður þetta er — og að leyfa sér slíkt inni á almennum veit- ingahúsum finnst mér út yfir taka. — Skólastúlka". heldur tók presturinn til með- ferðar tvö athyglisverðustu, eða réttara, merkustu og vandasöm- ustu málin, sem nú hafa verið á döfinni með þjóð vorri: hand- ritamálið og ástand og horfur f áfengismálunum hér á landi. Flest af því sem séra Jakob sagði um handritamálið var satt og rétt og hygg ég að hver góður Islendingur geti fallist á sjónar- mið hans og tekið undir þau orð sem hann lét falla um málið. Hann benti réttilega á það, að enda þótt tillögur ríkisstjórnar- innar dönsku væru bornar fram af góðum vilja til þess að leysa þetta viðkvæma vandamál, þá sýndu þær svo takmarkalausan skilningsskort Dana á málstað okkar íslendinga, að undrun sætti (og á hugarfari og skapgerð ís- lenzku þjóðarinnar, sem þeir ættu þó að fara nærri um eftir . allt það sem Dönum og íslend- , ingum hefur á milli farið um alda j raðir, vildi ég mega bæta við). Og séra Jakob benti ennfremur á þá staðreynd, sem er eitt veiga- mesta atíiði í þessu máli og aldrei verður lögð ofmikil áherzla á, að íslenzku handritunum verður ekki skift án þess að af hljótist stórtjón, frekar en barninu, sem dómur Salomons fjallaði um, því að þau eru lífræn heild, „af- j sprengi íslenzkrar þjóðarsálar", eins og presturinn komst að orði. J Séra Jakob hélt í ræðu sinni I drengilega og skörulega á mál- stað íslendinga í handritamálinu, en þegar hann fór að tala um áfengismálin sló mjög út í fyrir hinum mæta klerki. Sannaðist þar sem svo oft áður að góðtempl- , urum, — jafnvel hinum greind- ustu meðal þeirra, — hættir við að varpa frá sér almennri skyn- semi er rætt er við þá um ástand- ið hér í áfengismálunum. Af máli séra Jakobs varð ekki annað ráð- ið, en að hófsmennirnir á vin væru honum verstur þyrnir í aug um og að hann vildi helzt út- rýma þeim. „Ofdrykkjumennirn- ir vilja ekki áfengið“ sagði prest- urinn „og ekki heldur bindindis- mennirnir. Nei, það eru hófs- mennirnir sem vilja það, og það er fyrir þá, sem allar þessar fórn- ir eru færðar.“ — Vig þá menn, sem þannig hugsa er ekki hægt að ræða um áfengismálin. — Nú veit þó hvert mannsbarn í þessu landi, að þrátt fyrir sterkan áróð- ur templara gegn áfengisnautn og þrátt fyrir margskonar höft og bönn við neyzlu áfengis, sem sett hafa verið á að tilhluta góðtempl- ara, hefur árangurinn orðið svo sorglega neikvæður, að aldrei hef ur ástandið í áfengismálunum hér verið hörmulegra en nú, aldrei niðurlægingin í þeim málum meiri og ógeðslegri en einmitt nú. — Þegar þannig er komið skyldi maður ætla að greidir og gegnir menn innan góðtemplarareglunn ar, sem sjá hvert stefnir í þess- um málum, væru viðmælandi um að reyna nýjar leiðir, ef ske kynni að þær hjálpuðu þjóðinni út úr ógöngunum. Ástandið er nú svo slæmt, að það getur tæpast verra orðið. Hér er því allt að vinna, en engu að tapa — Nei, góðtemplarar standa að heita má sem einn maður og hrópa: „Við viljum enga breytingu, það er bezt eins og það hefur verið hing- að til “ — Slík afstaða virðist mér benda á svo alvarlegt ábyrgðar- leysi að engu tali tekur. Þessir góðu menn vita þó að ágætis menningarþjóðir, svo sem t. d. Svíar, er að undanförnu hafa búið við margskonar höft og hömlur í áfengismálunum, eru nú að falla frá öllu slíku, gefa allt frjálst og leyfa bruggun og sölu áfengs öls, af því að höftin og hömlurnar hafa reynzt þeim til bölvunar. Svíar eru þeir mann- dómsmenn að viðurkenna þetta Frh. á bls. 11.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.