Morgunblaðið - 16.03.1954, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 16.03.1954, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 16. marz 1954 ÐT 11 SÆGÆ FORSYTÆNNÆ - RÍKI MAÐURINN - Eítir John Galsworthy — Magnús Magnusson íslenzkaði Framhaldssagan 78 Var hyggilegt að Iáta skríða til skarar? Var það hyggilegt að eiga það á hættunni að þurfa að eta allt ofan í sig? Dómurinn hlaut að gera Bosinney gjald- þrota. Og gjaldþrota menn eru til alls búnir. En hvað gat hann gert? Farið úr landi. Það var hátt ur eignalausra manna. Það var iikynsamlegra að bíða og sjá hvert stefndi. Ef nauðsyn bæri til gat hann njósnað um hana. Enn logaði afbrýðissemin upp í hon- um og kvaldi hann eins og tann- pína. Honum lá við að æpa hátt. En hann varð að taka ákvörðun, vita hvaða leið hann ætlaði að fara áður en heim kæmi. En hann hafði ekki gert það, þegar vagn- inn nam staðar við dyrnar hjá iionum. Hann gekki inn, fölur og hend urnar þvalar af svita, hræddur við áð mæta henni, án þess að vita, hvað hann ætti að segja eða gera, og óskaði þó einskis heitar en að sjá hana. Þernan var í forstofunni. Og þegar hann spurði: „Er frúin heima?“ svaraði hún, að konan hans hefði farið út um hádegis- ieytið og tekið með sér koffort og handtösku. Hann reif ermina á loðfrakk- anum sínum út úr höndunum á henni. „Hvað“, hrópaði hann, „hvað &agðirðu?“ „Allt í einu minntist hann þess að hann mætti ekki sýna neina greðshræringu og bætti við: „Bað frá Forsyte fyrir nokkur skilaboð?“ Skelfdur veitti hann athygli undrunarsvipnum á stúlkunni. ,Nei, frú Forsyte bað mig ekki fyrir nein skilaboð." „Engin, jæja, þökk fyrir, það er ágætt. Ég ætla ekki að snæða heima.“ Stúlkan gekk út, en hann stóð grafkyrr, hélt á loðfrakkanum, og blaðaði í nafnspjöldunum í postulínsskálinni, sem stóð á eik- arkistunni í forstofunni. Herra og frú Bareham Culcher. Frú Septimus Small. Frú Baynes. Herra Salomon Thornworthy. Frú Bellis. Ungfrú Hermione Bellis. Ungfrú Winifred Bellis. Ungfrú Ella Bellis. Hverskonar lýður var þetta? A þessari stundu hafði honum liðið allt hversdagslegt úr minni. Orðin: „Engin skilaboð — koff- ort og handtaska", hringsóluðu í huga hans. Það var óhugsanlegt annað en hún hefði skilið eftir einhver boð .tii hans. Hann hélt alltaf á frakkanum og nú tók liann undir sig stökk og hentist upp stigann, tók tvær tröppur í einu, eins og ungur, nýkvæntur maður, sem hleypur upp í her- bergi konu sinnar. Inni hjá henni var allt snyrti- legt og ilmur í lofti. Á stóra rúm- inu með bláu silkiábreiðunni lá náttfatapokinn, sem hún hafði sjálf saumað í. Inniskórnir henn- ar voru við fótgaflinn á rúminu. Á borðinu lágu silfurburstarn- ir milli silíurflaskanna úr ferða- veskinu hennar, sem hann hafði gefið henni. Eitthvað alvarlegt hlaut að vera á seiði. Hvaða tösku liafði hún haft með sér? Hann gekk að klukkunni til þess að hringja á stúlkuna, en gætti þess nægiiega snemma, að hann varð að iáta svo sem Irena hefði sagt honum hvar hún væri. Hann .varð að taka þessu öliu rólega og reyna að grafast fyrir, hvernig í öllu lægi. Hann læsti dyrunum og reyndi að hugsa, en fann, að allt hring- snerist fyrir honum — og allt í einu og vöknaði honum um augu. Hann lagði frá sér frakkann og leit í spegil. Hann var fölur, andlitið allt bleikgrátt. Hann lét vatnið renna og fór að þvo sér órór og eirðarlaus. Silfurburstarnir hennar ang- uðu af ilmvatninu, sem hún bar í hárið. Þessi angan vakti aftur hjá honum kveljandi afbrýðis- semina. Hann fór með erfiðismunum í frakkann, hljóp niður stigann og út á götuna. Hann hafði þó ekki misst alla stjórn á sjálfum sér, og á leiðinni eftir Sloam Street bjó hann til sögu, ef svo bæri við, að hann fyndi hana ekki hjá Bosinney. En ef hún væri nú þar? Enn varð hann reikull í ráði og gat ekki ráðið við sig, hvað hann ætti þá að gera, og hann var jafn óákveð- inn, þegar hann kom að húsinu. Þetta var eftir skrifstofutíma og gangadyrnar voru lokaðar. Hann varð að hringja. Konan, sem kom til dyra, vissi ekki, hvort Bosinney væri heima. Hún hafði ekki séð hann í nokkra daga — hún tæki ekki lengur til í herberginu hans — hann hefði enga aðstoð, hann — Soames tók fram í fyrir henni. Hann sagðist ætla að fara upp og vita hvort hann væri heima. Fölur gekk hann upp stigann. Á efstu hæð var ekkert Ijós, dyrnar voru lokaðar, ekkert hljóð heyrðist og enginn svar- aði, þegar hann hringdi. Það var ekki um annað að ræða en að fara. Úti á götunni kallaði hann á vagn og bað ekelinn að aka til Park Lane. Á leiðinni þangað reyndi hann að rifja það upp fyrir sér, hvenær hann hefði síðast látið hana fá ávísun — hún gat, ekki átt meira en þrjú eða fjögur pund, en svo voru það gimstein- arnir hennar og það kvaldi hann, er hann hugsaði til þess, hversu mikið fé hún gæti fengið fyrir þá. Þeir mundu nægja til þess, að hún og Bosinney gætu farið úr landi og lifað á þeim nokkra mánuði. Hann reyndi að meta þá til fjár. Vagninn nam staðar, hann var kominn á ákvörðunar- staðinn og hafði ekki lokið út- reikningum sínum. Þjónninn spurði hann, hvort frú Soames sæti í vagninum. Húsbóndinn hefði sagt að hann vænti þeirra beggja til miðdegis- verðar. „Nei, frú Soames er lasin“. Þjónninn harmaði það. Soames fannst, að hann liti rannsakandi á hann, og minntist þess, að hann hefði ekki skipft um föt. Hann spurði: „Eru nokkrir gestir kornnir?" „Ekki aðrir en herra Dartie og kona hans“. Soames fannst enn, að þjónn- inn horfði forvitnislega á sig, og gat nú ekki stjórnað sér lengur. „Á hvað eruð þér að horfa? Er nokkuð athugavert við mig?“ Þjónnirm roðnaði, hengdi upp frakkann og tautaði eitthvað líkt þessu: „Ekkert, auðvitað ekkert, herra Forsyte". Soames gekk upp, hann gekk í gegn um dagstofuna, án þess að líta til hægri né vinstri og beint upp í svefnherbergi for- eldra sinna. James var að krækja efstu krókunum á treyju konu sinnar. Hann stóð álútur og íboginn á skyrtunni, augun voru starandi og varirner teygðar fram í totu. Soames nam staðar, honum fannst hann ætla að kafna, hvort sem það var af því, að hann hafði gengið of hratt upp stigann, eða einhverju öðru. Aldrei hefði hann — hann verið beðinn um — Hann heyrði rödd föður síns, það var eins og hann hefði títu- Gillctte Handhægu liylkin ERU HENTUGUSTU UMBÚÐIKNAR BLÖÐIN ERU ALGERLEGA OLÍUVARIN Engin tímatöf að taka blöðin í notkun. Kngin gömul blöð á ílækinf i. Sérstakt hólf fyrir notuð blöð. 10 BLÁ GILLETTE BLÖÐ í HYLKJUM KR. 13.25 Dagurinn byrjar vel með GILLETTE (JMBIJÐAPAPPÍR 40 og 57 cm. breiður. A. J. BERTELSEN & CO. h.f. Hafnarstræti 11 — Sími 3834 UTILEGUMAÐURIIMN 3. Svo rótgróinn kærleikur var á milli okkar, að við máttum r.álega aldrei skilja. Við mæltum ckkur mót við smala- mennsku og aðra snúninga. Við riðum hlið við hlið, þegar farið var til kirkju. Eftir fermingu gátum við sjaldan fundizt — en ást okkar var hin sama. Þegar við vorum á tvítugsaldri, var allt fólkið hjá mér við heyskap nema ég, sem átti að færa því matinn. Þá kom Björn til mín. Hann stóð við lengi dags. — Nokkru eftir það fann ég, að ég var ekki einsömul. Eg var ófrísk og vissi að Björn átti barnið, sem ég gekk með. Líka vissi ég, að faðir minn yrði æfur af reiði, þegar hann vissi þetta. Seint um veturinn kom faðir minn að máli við mig og segir: „Því ert þú svo gild undir belti og sein í gangi. Ég hefi ekki séð þig svo gilda fyrr. Ertu nokkuð veik. Eða á ég kannske að trúa því að þú sért vanfær?“ Ég játaði því nokkuð lágt. Þá segir hann: „Er það strák- urinn, sem hefir verið að dingla með þér undanfarin ár? Það er rétt eftir að svo sé. Þegar barnið er fætt, verður þú að fara héðan alfarin og láta mig aldrei sjá þig meir. — Líka verður þú að fara í þann stað, sem ég frétti ekki til þín. — Aldrei mun strákur þessi verða nefndur faðir barnsins. Ég mun finna upp föðurnafn til fullorðinsára. En þá mun ég senda það út í heiminn og aldrei sinna því meir.“ „Ég sá, að faðir minn var afar reiður, en stillti sig vel. Eftir það talaði hann aldrei við mig orð og ég ekki við hann. Tímaritið EIMREIÐIN er nú að hefja sextugasta útkomuárið, og hinn 1. september síðastl. voru 30 ár síðan núverandi útgefandi og ritstjóri tók við útgáfu j Þess °8 ritstjó.rn. Nú gefst tækifæri til að eignast þessa 30 árganga á mjög hagstæðu verði, þar sem enn eru fáein „complet“ eintök til af þeim. Verðið fyrir þessa 30 árganga ásamt Efnisskrá Eimreiðar- innar 1895—1945, samin af dr. Stefáni Einarssyni, er kr. 700,00 Og fá þeir, sem láta greiðslu fylgja pöntun, árgangana, ásamt Efnis- skránni, senda í pósti burðargjaldsfrítt. — Verði nokkuð eftir óselt um næstu áramót, hækkar verðið um helming, eða í kr. 1400,00. í þessum 30 árgöngum er fjöldi ágætra ritgerða, smásagna Og kvæða eftir ágætustu skáld og rithöfunda, innlenda og erlenda, j ennfremur þýdd skáldrit, svo sem Kreutzer-sónatan eftir Leo Tólstoj, Hlutafélagið Episcöpo eftir Gabriele d’Annunzio, Hrikaleg örlög eftir Joseph Conrad, þýddar bækur um sannsögulega viðburði, svo sem Flóttinn úr kvennabúrinu eftir Áróru Nilsson, Rauða danz- niærin eftir Thomas Coulson, ennfremur hinar eftirsóttu bækur dr. Alexanders Cannons, sem hvergi er annarsstaðar að fá, um dular- öfl' mannsins: Máttarvöldin, Ósýnileg áhrifaöfl, Svefnfarir, Örlög og endurgjald, Máttur mannsandans, o. fl., o. fl. Janúar—marzheftið af Eimreiðinni kemur út innan skamms, f jöl- breytt mjög að efni. Meðal annars verða í heftinu þýddar smásögur úr rJþjóða-smásögusamkeppni þeirri, sem nú stendur yfir, 0. s. frv., o. s. frv. Nýir áskrifendur fá tvo eldri árganga í kaupbæti. Áskrift- argjaldið er óbreytt, kr. 50,00, og greiðist fyrirfram. Ef þér hafið enn ekki gerzt áskrifandi að Eimreiðinni, þá fyllið út pöntunar- seðilinn, sem fylgir, klippið hann úr blaðinu og sendið BÓKASTÖÐ EIMREIÐARINNAR LÆKJARGÖTU 2 — — REYKJAVÍK Ég undirr....... óska að gerast áskrifandi að Eimreiðinni, frá siSustu áramótum að telja, og áskil mér kaupbæti svo sem auglýst er hér að Ofan. . í Ég óska einnig að fá árgangana 1923—1953, þ. e. 30 árganga „complet“ af sama riti, samkvæmt ofanrituðu tilboði. [Strikið út það, sem ekki á að gilda]. Nafn Heimilisfang........................................... Greiðsla fylgir. Greiðsla óskast innheimt með póstkröfu. ■ ■•■ « ■ • • ■■■■•••■•■■■■■■■■■■■■mm ■ lU

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.