Morgunblaðið - 23.12.1956, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 23.12.1956, Blaðsíða 15
Sunnudagur 23. dns. 1956 MOnr.lJTSBL 4Ð1Ð 15 ÞANNIG VILDI ÉG HAFA MATINN 3 karlmenn fá orðið um mat Kvennasíða Morgunblaðs- ins óskar öllum lesendum Vilhjólmur Einursson st. nrk.: Egilsstöðum, 16. des. ’56. Til Kvennasíðu Morgunblaðsins. ÉG VIL byrja á því að þakka bréfið, og það traust sem mér hefúr verið sýnt, þar sem ætlað er að ég geti á einhvern hátt veitt aðstoð í sambandi við að „kynna nýjar hliðar á þessum málum“. Þegár ég las bréfið, varð mér á að brosa. Það var nefmiega svo, að í nýafstaðinni Olympíuferð var mér mikið strítt af ferðafélögun- um á því hve mikill mat-maður ég væri. Þeim fannst furðulegt hve ánægjulegur ég væri yfir matnum, og hve miklu ég gæti raðað í mig af svo til hverju sem væri. Þótt mér fyndist stundum þeir gengju of langt, gat ekki hjá því farið að þeir hefðu að einhverju leyti rétt fyrir sér. Nú er hins vegar þrautin þyngri, þegar ég er beðinn að „lýsa í stuttu máli, þeim mat, sem þér helzt kjósið og beztur þykir, hvernig hann skal fram- leiðast til að fullnægja smekk yðar, hvað skal framreiðast með þeim mat . .. . á undan, eftir eða samtímis.....“ Það fer nú fyrir mér eins og kettinum, sem stjákl- ar í kringum heitan graut. Hversu mjög sem mig kynni að langa til að gera þessu efni rækileg skil, verð ég sakir vankunnáttu í mat- argerð að snúa mig út úr því að svara þessu beint. Þó er það svo, að ég hefi verið á matreiðslu námskeiði. Ég var víst þrettán ára, og það eina sem ég man, er að slægja fisk með mik- illi hníf-breddu, og svc, að ég var sakaður um að hafa stolið eggi og fékk fyrir það löðrung hjá kennslukonunni. Seinna kom í ljós að aðrir strák- ar höfðu álpað einu eggi of mik- ið í einhverja köku-uppskrift. Þá bað kennslukonan mig afsökunar, og kyssti mig fyrir framan hóp- inn, og mátti ekki á milli sjá hvort kossinn eða löðrungurinn væri sárari. Nú færast jólin í hönd, og það er ekki lítið, sem maturinn eykur á hátíðleik þeirra. Á mínu heimili hafa skapazt fastar venjur um hátíða-matinn: aðfangadagskvöld: rjúpur, stoppaðar með svínafleski, rjómasósa, steiktar kartöflur, grænmeti og sulta, hrísgrjóna- grautur með möndlu í á undan. Jóladagur: hangikjöt. Gamlárs- kvöld: Svið. Nýársdagur: hangi- kjöt. Til þess að auka á hátíð- leikann er varast að hafa þennan jnat um hönd fyrir jólin. Sérstakur þáttur í jóla-undir- búningnum er bökun laufabrauðs. Það er öruggur vottur þess, að nú séu jólin fyrir alvöru farin að nálgast. Ég hefi oft fengið þann starfa að skera út ýmsar myndir og munstur í brauðin. Þeim er svo staflað á jólaborðið í háan bunka, sem síðan smá-minnkar yfir hátíðarnar. Ég hefi stundum verið að velta því fyrir mér, sem reyndar skipt- ir engu máli, hvort það séu há- tíðarnar, sem gera matinn svo ljúf fengan, eða hvort maturinn geri hátíðarnar svo hátíðlegar. Vízt er að ef ég ekki fengi rjúpur á að- fangadagskvöld, myndi ég sakna þeirra, og þegar ég fæ rjúpur endra nær, finnst mér háífvegis jólin vera komin. Til að gera einhver skil, sþurn ingunni um matargerðina, vil ég kalla Helgu og Jónínu mér til hjálpar og benda á að matreiðslu- bækur þeirra eru ómetanlegar (einkum fyrir byrjendur), bezt er þó að lofa sér svolítið frjálsræði t.d. í að mæla salt og flbira „á hnífsoddi“, til þess að fá mömmu- bragð af matnum. Maturinn er orkugjafi líkam- ans. Það hefur því höfuð-þýðingu fyrir alla, sér í lagi fyrir íþrótta- menn, sem í erfiðum keppnum þurfa að beita vöðvunum til hins ýtrasta, að borða hollt fæði. En því miður vill það allt of oft fara svo, að því betri mat sem við borðum, því óhollari er hann. Margir eru þeir, sem eru hálf miður sín eftir hátíðarnar. Ég Guðm. Jonsson, Það er tóm vitleysa að spyrja hvaða matur manni þykir beztur. Eins og allir matmenn, sem það heiti eiga skilið, vita, þá er eng- inn einn matur beztur allt árið um kring. Á vetrarvertíð kemst ekkert í hálfkvist við hrogn og lifur, að ég nú ekki nefni bless- aða kútmagana. f sláturtíðinni er það auðvitað blóðmörinn, sviðin, nýja kjötsúpan og allt það, sem , þeim tíma tilheyrir. Kauðmaginn og signa grásleppan eiga Uka sinn tíma, og svona er þetta allt árið, eitthvað skemmtilegt og sér- stakt alla tíð. Hitt er svo annað mál, að ég get vel látið ykkur hafa „uppskrift“ að rétti, sem e- mjög góður, en er auk þess mjög þægilegt fyrir húsmæður að eiga, ef einhver „rekur inn hausinn“. Það er, skal ég segja ykkur, létt- saltað stykki af svínslæri. Fyrst er það soðið. Síðan eru skornar rákir í ,,puruna“ og sinnepi (helzt sænsku, en það er örlítið sætt) smurt utaná. Þar á er sett brauð- mylsna, og bitinn síðan steiktur í ofni. Þetta er forláta bragðgott; má borða með eplamauki, steikt- um eggjum, eða sem álegg á brauð. Sem sagt, þetta er afar hentugur réttur fyrir húsmæður að eiga, og sérlega góður. Annars skil ég ekki hvers vegna kvennasíðunni detfcur i hug að leita til mín í þessum efnum. Ekki lít ég þó svoleiðis út! Líklega hafa þessar elskur, sem síðunni stjórna, frétt af hon- um. — Magnús hét hann, og var uppi einhverntíma á 19. öld. Hann átti heinia í Hvalíirði, en reri ÞAÐ VAR SNEMMA á jólaföstunni, að kvennasíðan skrifaði 12 merkismönnum og bað þá nú koma til liðs við húsmæð- urnar og benda á þann mat, sem þeir myndu helzt kjósa sér við hátíðlegt tækifæri eða segja sína skoðun í stuttu máli á matartilbúningi. Það er svo oft, sem biessaðir karlarnir eru að kvarta og segja, að það sé nú vandalítið að velja almennilegan mat frá degi til dags. Það að velja, og kaupa í matinn, er hins vegar eitt erfiðasta og leiðinlegasta starf húsmóðurinnar að dómi margra þeirra. Ætlunin var að breyta nú vel til á jólunum, og láta karl- mennina hafa orðið á kvennasíðunni í stað okkar kvenna. En það tókst ver en vonir stóðu til. Það svöruðu aðeins 3 bréfinu. Við getum því spurt, eins og forðum var spurt: — Hvar eru hinir níu? En hér eru svör sómamannanna þriggja: sínum, nær og fjær, og farsæls komandi árs, og ósk um að matartilbúning- ur og heimilishald á öllum heimilum landsins megi, takast vel á komandi árum. ósk uin að matartilreiðsla og heimilishald á ölluni held, að það væri mikil gæfa ef ] menn í auknum mæli lærðu að borða, og kynnu að meta einfald- an hollan mat. Með tímanum fer mönnum svo að finnast hann ljúf- fengur. Mataræði er meira en nokkuð annað ávani. Þetta hefi ég fur.d- ið bezt við langdvalir erlendis. Ég hefi eiginlega tekið mér rott- una til fyrir myndar, og sagt við sjálfan' mig „éttu allt!“. Erfitt hefur það oft verið, en ólíklegustu hlutir hafa með tímanum vanizt svo, að þeir hafa þótt lostæti Húsfreyjur! Leggið ylrkur eft- ir hollum mat, og matreiðið hann á sem heilsusamlegastan hátt, þá leggið þið hornsteininn að því að eignast hrausta og heilbrigða fjöl- skyldu, Góð og gleðileg jól. Vilhjálmur Einarssnn. dperusöngvori: á vertíð á Suðurnesjum. Einu sinni, þegar hann ásamt fleirum, var á leið í verið, gerði á þá of- boðslegt verður, og þeir héldu all ir að nú hlyti báturinn að sökkva undir þeim. Magnús minn tók þá upp skrínu sína og át úr henni alla kæfuna, sem átti annars að duga til vertíðarinnar. Hann ætlaði sko fjandakornið ekki að láta kæfuna fara til spillis, þó hann þyrfti að drukkna. Þeir komust þó af, og þess vegna frétt- ist sagan. — Ég held að karlinn hafi verið einn af forfeðrum mín- um. — En þar með er ekki sagt, að ég myndi éta fleiri kíló af kæfu, þó ég lenti í sjávarháska. Gleðileg jól. Guðmundur Jónsson söngvari. Albert Guimundsson, sto'rkuupm: Kæra kvennasíða! Ég þakka bréf þitt, en hvort svar mitt verður nothæft, eða kemur að gagni veit ég ekki. Þegar ég á að fara að svara spurningu um það, hvaða matur mér þykir beztur, kemst ég í nokkurn vanda. Ég tek því þann kostinn, að taka fram úr fórum mínum matseðil franskan, sem ég á til minning&r um matar- veizlu er ég sat eitt sinn í Nice. Ég hef miklar mætur á þessum matseðli, því ég minnist þess ekki að hafa setið við borð og notið máltíðar, sem var jafnvel saman sett. Fór þar saman ágæt- is matur og ljúffeng borðvín. Þennan matseðil sendi ég sem svar mitt. En þetta er veizlumat- ur, sem ekki á alltaf við. En svona er matseðillinn. Ostrur (með sítrónusafa. Hvít- vin borið með, vel kalt. Síðan kom lauksúpa. Út í henni var rifinn ostur, og hafði osturinn og súpan verið látin .amlagast við vægan ofnhita. Ekkert vín var með súpunni fram borið. Þá komu hvítar pylsur, en þær voru gerðar úr fugla- og svínablóði. Hvítvín var þá aftur borið. Síð- an kom steiktur kalkún með kastaníumús. Fylgdi þeirri steik Bourgogne rauðvín, og þess vel gætt að hitastigið væri rétt (hita- stig herbergisins) en það er á- kaflega þýðingarmikið atriði þeg ar borðvín eru framreidd. Þá kom og fram á borðin grænt salat með sósu. Loks kom fram jóla- kaka, nokkuð öðruvísi en við þekkjum. Þetta var rúlluterta með rjóma eða smjöri og var kakan formuð eins og trjábútur. Með var borið kaffi, en að kaffi- drykkju lokinni var borið kampa vín. Þetta er matseðillinn, kæra kvennas.óa, sem ég man einna bezt eftir. Ilann verður mitt svar að þessu sinni. Hvort það svar er nothæft eða kemur að gagni, veit ég ekki, enda er vont að svara spurningu eins og send var á einn ákveðinn veg. En að síðustu langar mig til þess, að biðja þig að flytja öllum húsmæðrum óskir un gleðileg jól. Albert Guðmundssoa.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.