Morgunblaðið - 02.03.1957, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 02.03.1957, Blaðsíða 8
8 MORCUNBLAÐ!Ð Laugardagur 2. marz 1957 „Við erum á æfingu hjá Hafnarfjarðarliðinu" I SUMAR bíða knattspyrnu- manna stór og mikil verkefni. Mikið er undir því komið, að þeir búi sig vel undir sum- arið. Til þess hafa þeir verið óspart hvattir að auka aefing- arnar og: ná lengra í íþrótt sinni. Öll félögin hafa íyrir löngu hafið æfingar, en misjafnlega mikið æfa liðsmcnn félaganna. Athygli manna beinisí fyrst og fremst að 1. deildarliðun- um, og þá ekki síst aS ný- liðunum þar, hinum lítt þekktu Hafnfirðingum. En það er skemmst frá að segja, að þeir hafa tekið hlutverk sitt mjög alvarlega. Þeir voru komnir í þjálfun strax um áramót og tóku þá að reyna að fá önnur 1. deildarlið til ae. 'galeikja, en það tókst ekki, því Hafnfirðingar höfðu byrjað fyrr en aðrir. Fyrir nær hálfum mánuði fór ég að fylgjast með eínni æfingu þeirra. Það var sólbjartur en kaldur sunnudagsmorgun. Þeir voru msettir 18 talsins kl. 10 til- búnir í æfingagöllunum, þegar Albert Guðmundsson þjálfari þeirra blés flautu sína. Hann gaf þeim fyrirskipun um að hlaupa af stað að ákveðnu marki sem hann sýndi þeim. Hópurinn fjarlægðist og við horfðum á eftir honum. •— Ég læt þá hlaupa styttra nú en venjulega, því þeir eiga núna að taka erfiðari æfingar hér á vellinum, sagði Albert. Styttra hugsaði ég og leit til hópsins sem nú var kominn að minnsta kosti 1 km frá vellinum á háls í nágrenninu og var að snúa við í áttina að vellinum aftur. •— Hlaupa þeir lengra en þetta venjulega? — Já, þeir hiaupa oftast í þrí- hyrning hérna eftir nýja og gamla veginum, um þriðjungi lengri leið en þetta. En það er barnaleikur fyrir þú, því þeir eru komnir í allgóða æfingu, eins og sjá má af því að það greiðist Þetta eru nýliðarnir í 1. deild. Það er ákveðinn hópur sem gaman verður að fylgjast með. aldrei úr hópnum. Þeir eru allir á svipuðu þjálfunarstigi. armsveiflur, bolvindur o. fl. o. fl. Nú komu drengirnir eftir skamma stund. Samstundis tóku við ýmsar æfingar, sprettlilaup, Það var vel æft. Síðan var skipt liði og leikið á hjarninu! Það var enginn hægð- arleikur. Það var glerhált á köfl- um holótt og erfitt yfir ferðar. En drengirnir léku af íullum krafti >g oft sáust nákvæmar sendingar, hraðar skiptingar og góður leikur þó aðstæðurnar væru svona erfiðar. Kl. 11,30 blés Albert í flautu sína og gaf merki um að æfingu væri lokið. Þeir voru búnir að æfa stíft án hvíldar i IV2 tíma. En þeir báðu um leyfi til að leika lengur og fengu það með- an Albert sýndi mér skálann við völlinn. Við gengum inn, en drengirnir héldu áfram allir sem einn á fullum hraða úti á hjarn- inu. SKÁLINN Skáli knattspymumannanna er stórglæsilegur. Þar er forstofa og herbergi skálavarðar, sem er Guðsveinn Þorbjörnsson. Innaf henni er geymsla fyrir knatt- spyrnuskó, og þangað mega þeir ekki fara nema hreinir og vel útlítandi. Þá eru tveir búnings- klefar, sem hver um sig rúmar 20 manns. Þá er rúmgott bað og klefi einn bíður ónotaður ennþá. Þar kemur innan tíðar ofn svo sjóðheitt gufubað bíður knatt- spyrnupiannanna að æfingu lok- inni. Þá er og væntanleg þvotta- vél og þurrkari fyrir búninga þeirra, og þá munu búningarnir bíða knattspyrnumannanna heit ir og þurrir. Búningsskálinn er mesta íyrir- myndarbygging. Þar er vel geng- ið frá öllu og allt með miklum snyrtibrag. Það er sómi að því fyrir drengina að hafa unnið að skála þessum í sjálfboðavinnu og aflað nokkurs fé úl hans, þó þeir hafi fengið góðan styrk hjá Hafnarfjarðarbæ til byggingar- innar. FÉLAGSHEIMILIÐ þeir eru góðir knattspyrnumenn — en hvort sem þeir vinna eða tapa í sumar sem nýliðar í 1. deild, þá hafa þeir með foringja sínum Alberti Guðmundssyni, kveikt neista knattspyrnuáhuga og neista félagsjífs í Hafnarfirði sem vart mun deyja á næstu ár- um, og getur orðið að báli, jafn- vel fyrr en nokkurn grunar. Af þeim sökum má búast við miklu af þessum nýliðum í fyrstu deild. Þessar myndir eru teknar í félagsheimili liðsins við Strandgötu. Efri myndin er tekin inn eftir salnum, hin fram eftir honum. Félags- heimilið er mjög snyrtilegt og smekklegt og að því unnu drengirnir sjálfir. (Myndirnar allar tók Gunnar Rúnar). En nýliðarnir í 1. deild hafa af meira að státa en aðeins bún- ingsskálanum, þó hann einn væri glæsilegur árangur af ekki lengra starfi en knattspyrnuflokkurinn í Hafnarfirði á að baki. Þeir hafa drengimir einir, undir forystu Alberts, komið upp vísi að félags heimili, að vísu ekki stóru um sig, en þeim mun vistlegra og hlýlegra er þetta annað heimili se þeirra. Það er í húsi Jóns Matt- híesen við Strandgötuna — saiur 36 ferm að stærð. Þar hafa þeir sjálfir unnið að óllu, unnu á kvöldin fyrir jólin við að sauma gluggatjöld, mála og annað er gera þurfti, smíða stólagrindur og stoppa o. s. frv. Síðan að þetta heimili var sett á stofn hefur það verið mikið notað. Þar sitja strákarnir við töfl og spil, leika „bob“ og lesa knattspyrnubækur og blöð, ræða áhugamálin sumarið og keppni þess o. s. frv. Þar halda þeir fræðslu- og skemmtifundi, fá gesti til sín er flytja fræðandi fyrirlestra um eitt og annað, sýna kvikmyndir o. fl. Við þessi verkefni og við það að njóta þeirra hefur skapasc í Hafnarfjarðarliðinu góður og öfl- ugur félagsandi og félagsþroski, sem nauðsynlegur er hverju liði, sem vill ná árangri. Það er eitt- hvað sérstakt við það að heim- sækja Hafnarfjarðarliðið, hitta svo marga unga menn, svo upp- fulla af áhuga, svo samstillta að félagsandi þeirra og vilji er einn megnugur til að lyfta miklu hlassi, þó ekki kæmi annað til, en þar við bætist að þeir hafa tekið æfingarnar alvarlega mjög, Ég er ánægður með drengina, sagði Albert Guðmundsson. Þeir eru hlýðnir og vilja taka tilsögn, en það er fyrsta skilyrði sem knattspyrnumaður verður að upp fylla. Þeir hafa æft vel. Við byrj- uðum að æfa reglulega úti í ágúst 1955 og hafa æfingar verið stöð- ugt síðan. Við komum upp ljós- kösturum við völlinn, sem nægði okkur til æfinganna, sem hafa verið á hverjum degi. Æfingum hefir verið hagað á þann hátt, að þær eru daglega frá kl. 6—8 e. h., þannig ef derngirnir eru uppteknir einn daginn, þá geta þeir komið næsta dag. — Sumir mæta alltaf en allir hafa að minnsta kosti fjórar æfingar í viku. Á sunnudögum éru aðaiæfingar vikunnar. Það er ekki hætt við æfingar þó v—S- ur sé vont. Það er orðið svo að ég get ekki stöðvað strákana frá því að fara út á völlinn þó hríð Þeir eru harðari en ég, sem þyki allstrangur þjálfari. Og svona þarf það að vera. Og þetta samtal okkar Alberts varð ekki lengra, en ég set hér fram sögu sem einn vegfarandi um Keflavíkurveg sagði mér. Hún gerðist þegar veðrið var sem verst hér í janúar, síðdegisbylji á hverjum degi svo að ófært varð á öllum vegum og jafnvel göt- um í Reykjavík og víðar. Bíla- lest var föst í snjó á Keflavík- urvegi rétt sunnan Hafnaríjarð- ar. Meðal bílanna voru áætlunar- bílar frá Keflavík. Bílstjórarnir voru að reyna að komast áfram en allt var fast enda iðulaus hríð og rok. Allt í einu komu menn hlaupandi utan úr myrkr- inu. Þeir hlupu í röð og fóru all- geyst. Þeir voru vel gallaðir, með trefla Vafða um háls og höfuð. Hvað er nú þetta hugsuðu þeir sem í bílalestinni sátu fastir, og spurðu mennina, hvaðan þeir kæmu. „Við erum á æfingu hjá Hafn- arfjarðarliðinu“ var svarið. Þeir Albert Guðmundsson, reyndastur allra ísl. knattspyrnumanna er þjálfari nýliðanna í 1. deild. hurfu út í myrkrið og hríðina. Þetta var einn liður æfingarinnar að hlaupa um 3 km leið. — A. St. Það voru ýmsar æfingar á leikvellinum áður en liði var skipt og leikur hafiiut. í baksýn er hinn myndarlcgi búningsskáli Hafnar- fjarðarliðsins. Neðri myndin sýnir 3 af nýliðunum í fyrstu deild í baði að æfingu lokinni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.