Morgunblaðið - 02.03.1957, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 02.03.1957, Blaðsíða 20
Veðrið NA-hvassviðri. Skýjað. 51. tbl. Laugardagur 2. marz 1958 GH AN A Sjá bls. 11. Aðalsalthúsið við höfnina stói’skemmdist af eldi UM KLUKKAN 10 í gærmorog- un lagðist yfir mestan hluta bæj- arins svo mikinn reyk, að alveg dró fyrir sólu og varð dimmt, sem í þoku væri. Reyk þenna lagði frá höfninni, þar sem marg- ir óttuðust fyrst í stað, að orðið hefði stór bruni. En eldur hafði komið upp í bílaverkstæði Kol og Salt við Kalkofnsveg og lagði ótrúlega mikinn reyk frá hinu skúrbyggða verkstæði. Áður en slökkviliðinu tókst að kæfa eld- inn, hafði hann læst sig í salt hús fyr'irtækisins og stórskemmd ist húsið, en á saltbirgðum, um 2000 tonnum, virðist ekki hafa orðið teljandi skemmdir, upp- lýsti Geir Borg, forstjóri í gær kvöldi. . Bílaverkstæði fyrirtækisins er í hinu stóra kolaporti við höfn ina. f>ar höfðu menn verið að vinnu iítilli stur.du áður. Voru þeir að fá sér morgunkaffið, er einn starfsmannanna í portinu tók eítir því, að reyk lagði út úr verkstæðinu. Gerði hann verk- stæðismönnum þegar aðvart. Er þeir komu þangað, var þar allt orðið fullt af reyk og töluverður eldur. Þar inni var geymdur skriðbíll og tókst að ná honum út lítt skemmdum. Slökkviliðinu var gert aðvart í snatri og var það komið á.vett- vang að lítilli stundu liðinni. Var þá þegar orðinn svo mikill reyk- ur frá bílaverkstæðinu, að á Kalk ofnsveginum sá varla handa skil. Mikinn fjölda fólks dreif að, því að engu var líkara en stórbruni væri, svo mikið var reykhafið. Allhvast var á norðan og var eldurinn fyrr en varði kominn í austurgafl saltgeymslunnar, sem er mjög stórt hús. Læsti eld urinn sig upp eftir gafli þess, upp í mæni, og var farið að loga í þakinu, áður en varði. Börðust slökkviliðsmenn við eldinn á tveim „vígstöðvum": í bílaverk- stæðinu, sem var lágreistur skúr og í þaki saltskemmunar. Þakplöt urnar voru tjörubornar að innan til þess að þétta gegn rigningu, en nú læsti eldurinn sig eftir þakinu öllu. Hifu slökkviliðs- menn um helging þess upp að meira og minna leyti, því húsið var fullt af salti. Miklu minna af vatni fór í salt- ið en ætla hefði mátt, því slökkvi liðsmenn beittu aðeins háþrýsti- slökkvitækjum við eldinn í salt- geymslunni, en þau þurfá miklu minna vatnsmagn en venjuleg tæki. Er slökkvistarfi var lokið, nokkru eftir kl. 12 á hád., var bílaverkstæðið að mestu brunnið og verkfæri þar inni skemmd og eyðilögð. Þakið yfir salthús- DAG kl. 3 e.h. heldur skák- :ennsla Heimdallar F.U.S. áfram Valhöll við Suðurgötu. Friðrik Hafss., skákmeistari mun annast ænnslura að þessu sinni. Á eftir :eta þeir sem vilja teflt saman >g cru þvi ámiantir um að taka neð sér töfl. Aðgangur er öllum ungum ijálfstæðismönnum heimill. — »eir, sem hug hafa á að koma :ru eindregið hvattir til þess að næta stundvíslega. inu eyðilagðist. Um helmingur þaksins stóð opinn fyrir veðri og vindum. Mjög hafði saltpoka- stafli, sem var við austurgafl húss ins, þar sem bílaverkstæðið var áfast við, hlíft saltfjallinu inni í húsinu. Sagði Geir Borg frkv. stj. Kol & Salt Mbl. í gærkv., a, horfur væru á því, að litlar skemmdir hefðu orðið á saltbirgð unum í húsinu. Við austurgaflinn var gamalt salt og utan um það komin skel, sem vatnið hefir tæp- lega unnið á. Þá hefir allvíða verið grafið ofan í saltfjallið og er ekki að sjá að neinar skemmd- ir hafi orðið á því. Vestar í hús- inu, sem eldurinn komst lítil- lega í, hafa ekki orðið teljandi skemmdir á saltbirgðum. Voru í húsinu um 2000 tonn og munu það vera aðalsaltbirgðirnar hér í Reykjavík. Er húsið mjög stórt um sig. Að sjálfsögðu voru. húsin og saltið vátryggt. Rannsóknarlög- reglan sagði í gærkvöldi, að lík- ur bentu til að eldsupptök hafi orðið út frá rafmagni. Hið stóra salthús Kol & Salt brennur. — Til þess að ná þessari mynd fór Ijósmyndari blaðsins upp í kolakranann. Eins og sjá má af myndinni, þá er húsið mjög stórt um sig. Fyrsta loðoon ú vertíðinni í FYRRADAG veiddist fyrsta loðnan á vertíðinni. M.s. Fann- ey frá Reykjavík og 3 bátar úr Vestmannaeyjum fcngu loðnuna við Dyrhólaey. Fann- ey íékk 175 tunnur, en hinlr bátarnir frá 30 til 60 tunnur, en það voru bátarnir Guð- björg og Hersteinn og einn bátur auk þeirra. Loðnan sem bátarnir veiddu nam alls um 300 tunnum og var henni að mestu beitt í Vestmannaeyj- um, en lííils háttar var sent til Keflavíkur, Hafnarfjarðar* og Reykjavíkur. í gær var aftur góð loðnu- veiði hjá þessum sömu bát- um. Fékk Fanney 200 tunnur, en bátarnir Guðbjörg, Her- steinn og Lundi fengu 50—60 tunnur hver. M.b. Maí fékk 200 tunnur, sem hann fór með til Grindavíkur. Fanney veiðir loðnuna í „trawl“, en Maí veiðir hana í loðnunót, en hinir bátarnir munu veiða aðallega með loðnuháfum. Eigendaskipti eftir nauð- ungaruppboð á bv Isólfi Seyðisfirði, 1. marz. OGARINN ísólfur, eign hlutafélagsins Bjólfs hér í bænum, var dag sleginn á nauðungaruppboði eftir lcröfu Stofnlánasjóðs, fyrir kr. 5.705.000.00. Kaupandinn er Fiskiðjuver Seyðisfjarðar, sem ákveðið hefur að skíra skipið upp. TT Aili að glæðost í Vestmannaeyjuin EINS OG kunnugt er hefur verið í Vestmannaeyjum og annars staðar í verstöðvum sunnanlands mikil aflatregða, en í dag brá til hins betra þar sem afli var yfirleitt góður hjá bátunum hér í Eyjum. — Flesíir þeirra voru með 12 til 13 tonna afla og nokkrir með 16—17 tonn, og einstaka kom- ust yfir 20 tonn. Það sern gerði þennan mismun er að allir bátarnir beittu loðnu, en mis- jafnlega mikið. — Loðnuna veiddi Fanney og íleiri bátar út af Dyrhólaey. Loðnan kom hingað til Eyja um 8 leytið í Lisfkynning Morgunbiabsins Þessi mynd er af einu málverka Valtýs Péturssonar listmálara, sem verið hafa á gluggasýningu Mbl. þessa viku. Heitir hún „Sam- stilling á svörtum grunni“ og er máluð árið 1951. — Þess má geta að myndir af þessu málverki hafa áður verið birtar með greinum um íslenzka myndlist í sænskum og frönskum tímaritum. gærkvöldi, en þar sem bát- arnir fóru í róður kl. 2 í nótt vannst flestum ekki tími til að beita nema takmarkaðan hluta af línunni með loðnu eins og fyrr er sagt. f dag barst nægilega mikil loðna fyrir alla bátana og munu þeir því allir róa í nótt með línuna beitta loðnu. BjÖrgunarafrekið KVIKMYNDIN „Björgunarafrek- ið við Látrabjarg“ verður sýnd vegna fjÖlda áskorana í dag, laugard., kl. 3 e.h. í Gamla bíói. Þegar myndin var sýnd fyrir hálfum mánuði var aðsókn að henni svo mikil a. m. k. 100 manns urðu frá að hverfa. — Síðan hefur fjöldi áskorana bor- izt um að sýna hana að nýju en húsið hefur ekki fengizt fyrr en nú. Myndin, sem nú er sýnd, er ný þýzk og endurbætt gerð af eldri myndinni. Sýning Látrabjargs- myndarinnar tekur 1 klst., en auk hennar verða tvær stuttar auka- myndir sýndar. Uppboði þessu á togaranum hafði verið frestað nokkrum sinnum, þar sem verið var að ganga endanlega frá eigenda- skiptum og öllu því viðkomandi. Kom hingað austur vegna upp- boðs þessa, fulltrúi frá fjármála- ráðuneytinu, Sigurður Ólason hæstaréttarmálaflutningsmaður. Sem fyrr segir, var togarinn sleginn Fiskiðjuveri bæjarins fyr ir 5,7 milljónir kr. Fáir voru við- staddir uppbfltðið, en það fór fram í skrifstofu bæjarfógetans. Forstjóri Fiskiðjuversins er Þórð ur Sigurðsson skipstjóri. Var hann um skeið með ísólf, en síð- ast með Austfirðing. Hætti hann skipstjórn er hann var beðinn að taka að sér rekstur Fiskiðjuvers- ins. Er Þórður af öllum talinn hinn hæfasti maður til starfsins. Hann hefur ákveðið að skíra togarann Brimnes, eftir nesi einu sem hér er í utanverðum firðin- um. Þá hefur hann einnig ákveð- ið að skipið fari ekki á veiðar fyrr en lokið er nauðsynlegri við- gerð á vélum þess, en áætlað er að hún muni kosta um 300 þús. kr., og er búið að tryggja pen- inga til þess. Kvikmynda- sýning STJÓRN Heimdallar F.U.S. og Stefnis í Hafnarfirði hafa tryggt öllum þátttakendum í stjórnmálanámskeiðum þeim, sem haldin eru á vegum þeirra, aðgöngumiða að kvikmyndasýningu þeirri, er Landsmálafélagið Vörður efnir til í Nýja Bíói kl. 2 e. h. í dag. Myndin, sem sýnd verður, er gerð eftir hinni bráðskemmtilegu ádeilu „Félagi Napo- leon“ (The Animal Farm) eftir George Oswell. Á undan sýningunni mun Guðmundur G. Hagalín flytja stutt erindi um boðskap myndarinnar. Þeir þátttakendur stjórnmálanámskeiðanna, sem áhuga hafa á að sjá myndina geta sótt aðgöngumiða í skrifstofu Sjálfstæðisflokksins í Sjálfstæðishúsinu fyrir hádegi í dag.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.