Morgunblaðið - 01.05.1957, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 01.05.1957, Blaðsíða 2
2 MORCVNBLAÐIÐ Miðvikudagtir 1. maí 1957 \ A. Þessi launþegasamtök hafa sagt upp EFTIRTAIIN launasamtök hafa nú sagt upp samningum sinum við vinnuveitendur: Hið íslenzka prentaraféiag', Bókbindarafélag íslands, Offset-prentarafélagið, Félag framreiðslumanna, Sveinafélag pípulagningarmanna, Trésmiðafélag Reykjavíkur, Málarasveinafélag Reykjavíkur, Bakarasveinafélag íslands, Verzlunarmannafélag Reykjavíkur, Stýrimannaféiag fslands, Vélstjórafélag íslands, Félag íslenzkra loftskeytamanna, Stéttarfélag verkfræðinga, Félag matreiðslumanna, Félag starfsfólks í veitingahúsum. Tvö félög, Flugfreyjufélagið og Félag bryta, eru að gera nýja samninga. Múrarafélag Reykjavíkur og Verkakvennafélagið Fram- sókn hafa fengið frest til 15. mai nk. til athugunar á að segja upp samningum. Freuchen hyggst dvelja hér við ritstörf síðsumars Vill koma á íslands- Crœnlandsferðum amerískra ferðamanna RITHÖFUNDURINN og landkönnuðurinn Peter Freuchen sagði tíðindamanni Mbl. það í símtali í gærkvöldi, að hann hefði ákveðið að koma hingað næsta haust, og hafa hér nokkra viðdvöl og nota tímann hér til skrifta. Freuchen var í gærkvöldi stadd ur suður á Keflavíkurflugvelli, meðal farþega með Loftleiðaflug- vél, sem kom frá New York og átti að halda áfram um klukkan 10,30 áleiðis til Ósló. För mín hefur tafizt vegna slæmra flugskilyrða. Sannast sagna átti ég að tala á kvöldliá- tíð mikilli í Ósló núna í kvöld (þriðjudagskvöldið) til ágóða fyr ir berklavarnasamtök þar í borg- inni. En ég mun einnig fara til Stokkhólms og tala þar, síðan snúa til Bergen og svo verð ég að hraða för minni til New York aftur, því ég hef mikið að starfa núna. Næsta haust hef ég ákveðið að koma hingað til þess að geta í næði, þar sem mér þykir svo gott hér að vera, unnið að skriftum. Ætla ég sennilega að fara norður í land til þess að fá sem mest næði til starfa og geri ráð fyrir að hafa hér nokkra viðdvöl. Þá sagði hann frá því að hann hefði ákveðið að beita sér fyrir því að kynna mönnum í Banda- ríkjunum, sem áhuga hafa á ferðalögum til norðurslóða, að slíku ferðalagi má auðveldlega ljúka á svo sem þriggja vikna tíma. Koma hingað flugieiðis, ferðast nokkuð um landið, en fljúga síðan til Grænlands. Kem- ur mér þá til hugar að þið gætuð fengið ærið verkefni fyrir flug- bátinn ykkar til þess að flytja þessa ferðamenn á milli. í Græn- Akvöiðun V.R. í SAMBANDI við þá ákvörðun Verzlunarmannafélags Reykja víkur að taka ekki þátt í hátíða- höldum 1. maí vill félagið taka eftirfarandi fram: Höfuðástæðan til þess að Verzl- unarmannafélag Reykjavíkur tek ur ekki þátt í hátíðahöidunum 1. maí er sú ákvörðun kommúnista að krefjast þess í ávarpi dagsins að framfylgt verði ályktun Al- þingis frá 26. marz 1956 um brott rekstur varnarliðsins frá íslandi, enda þótt forsendur þeirrar álykt una séu að fullu og öllu bostnar. í þessu máli hafði félagið al- gjöra samstöðu með öðrum lýð- ræðissinnuðum verkalýðsfélög- um. landi hefur nú verið stofnuð ferðaskrifstofa og með samstarfi milli íslendinga og Grænlend- inga, þá ætti þetta að vera auð- leyst, sagði Freuchen, en nú var blásið til brottfara í Loftleiða- flugvélinni og símtalið var ekki lengra. Peningar og hvíía- gullshrmgur TIL rannsóknarlögreglunnar hef ur verið kærður þjófnaður á dömuveski úr forstofu í húsi einu í Vesturbænum. Telur lögreglan sennilegt að börn hafi hér verið að verki og biður rannsóknar- lögreglan þá er uppl. gætu gefið, að gera sér viðvart. Dömuveskið var á borði í innri forstofu, en hurðin að henni úr gangi ólæst. í veskinu var pen- ingabudda með 600 krónum i peningum, og í henni var einnig hringur úr hvítagulli, talinn 3—4000 kr. virði, settur þrem demöntum, og loks húslykill. Var veskið meðalstórt brúnt að lit með silkifóðri. 1. maí í Hafnarlirði HAFNARFIRÐI, 30. apríl. — 1. maí-nefndin hér í bænum hefur birt ávarp í tilefni af 1 maí, sem undirritað er af öllum nefndar- mönnum. Eru þar bornar fram ýmsar kröfur verkalýðsins um atvinnuöryggi, um að dýrtíðinni verði haldið í skefjum og kaup- máttur launanna aukinn og að færð verði út landhelgislínan. Hátíðahöldin hefjast hér klukkan 1,30 síðd. og verður farin kröfuganga um bæinn og síðan hefst útifundur við Vestur- götuna, þar sem ræðui verða fluttar. Verða þar meðal ræðu- manna Hermann Guðmundsson, formaður Hlífar og Guðlaugur Þórarinsson form. Starfsmanna- félags Hafnarfjarðar, svo og Jón Páll Guðmundsson frá Iðnnema- félagi Hafnarfjarðar. Kl. 5 verður barnaskemmtun í Bæjarbíói og um kvöldið dans- leikir í samkomuhúsum bæjar- ins. — GE. Er Iíadar aS Skattfrádrátfur sjómanna: Stjórnurliðið felldi að veita sjó- mönnum verulegan fródrótt d tehjuskatti TiIBaga Sigurðar Bjarnasotiar og Friðjóns Þórðarsonar IGÆR var 3. umr. í Efri deild um frv. til laga um skattfrádrátt sjómanna. Fyrir lá breytingartillaga frá fjármálaráöherra svohljóðandi: Síðari málsgrein 1. gr. orðist svo: Auk þeirra, sem taldir eru í h-lið 10. gr. laga nr. 46 frá 1954, skulu allir aðrir skipverjar á togurum njóta frádráttar samkvæmt þessari grein. hverfa bak vlð VÍN, 29. apríl. — Þær fregnir berasi nú frá Búdapest, að Kad- ar sé í þann veginn að láta af embætti forsætisráðherra, en Istvan Dobi forseti, muni taka við. Talið er, að þetta verði gert til þess að reyna að róa ungversku þjóðina, því að Dobi átti ekki jafnvirkan þátt í því og Kadar að brjóta uppreisnina á bak aftur. Hins vegar mun Kadar enn sem fyrr verða valda mesti maður Ungverjalands og aðaltengiliðurinn við Moskvu. Sömu frcgnir herma, að hann muni verða aðstoðarforsætis- ráðherra. Sezt hann þá í sæti Rakosis og nýtur sömu aðstöðu og hann, er hann réði sem mestu í landinu. Ógangfær bíll hverfur RANNSÓKNARLÖGREGLAN hefur verið beðin um að reyna að hafa upp á bíl, sem eigandinn hafði skilið eftir suður við Silf- urtún 1 A, og nú er horfinn. Var bíllinn ógangfær Chevrolet 1936, og hefur verið dreginn í burtu. Hefur eigandinn haldið uppi lát- lausri leit. Rannsóknarlögreglan vill biðja þá sem gætu gefið upp- lýsingar um hinn týnda bíl, að gera sér viðvart hið fyrsta. v Magnússon. Röð skákmanna í landsliðs- flokki var þessi: 1. Friðrik Ólafsson 8 vinninga. 2. Freysteinn Þorbergss. 7% v. 3. Arinbjörn Guðmundss. 6% v. 4. Ingimar Jónsson 5 v. 5. Bjarni Magnússon 4 Vi v. 6. Júlíus Bogason 4 v. 7. Eggert Gilfer Bragi Þorbergsson 3% v. 9. Stígur Herlufsen 1 % v. 10. Kristján Theodórsson Vz v. í meistaraflokki urðu úrslit þessi: Fullmer hinn íslenzki aftur í kappleik CHICAGO, 30. apríl. — Fullmer, hinn íslenzk-ættaði heimsmeist- ari í millivigt hnefaleika, ver tit- il sinn á morgun. Fer keppnin fram í Chicago. Mætir Fullmer þá fyrrverandi heimsmeistari, Sugar Ray Robin- son, en Fullmer tók titilinn af honum fyrir tæpum 3 mánuðum í leik sem mikla athygli vakti. Það er almenn skoðun manna að Fullmer vinni aftur. Hann er ungur og ákafamikill hnefaleik- ari. Sugar Ray er 11 árum eldri. Veðmál standa 2:1 Fullmer í vil. — Reuter. Borgarstjórinn falar í Kópavogi í auglýsingu hér £ blaðinu í dag frá Sjálfstæðiskvennafélaginu Edda í Kópavogi um spilakvöld á föstudagskvöldið, hefur fallið niður að geta þess að Gunnar Thoroddsen, borgarstjóri, muni flytja þar ávarp. Sigurður Bjarnason kvaddi sér hljóðs. Kvaðst hann fagna þeim skoðanaskíptum er ríkisstjórnin hefði tekið með breytingartill. þeirri, sem hér lægi fyrir. Gengi hún í sömu átt og breytingartill. sú er hann hafði flutt ásamt Frið- jóni Þórðarsyni um hlífðarfata- frádrátt til handa fleiri starfs- hópum á togurum, en um ræddi í frumvarpinu. Hins vegar hefði till. þeirra verið felld við 2. umræðu ásamt till. um að þeim skip- verjum, sem lögskráðir hefðu verið á íslenzk fiskiskip í f jóra mánuði eða lengur skyldu við ákvörðun tekjuskatts veittur sérstakur frádráttur er næmi 30% af álögðum tekjuskatti fyrir störf á fiskiskipum. 1. Þráinn Sigurðss. 9 v. (af 11). 2. Haukur Sveinsson IVz v. 3. Jóhann Snorrason Ásgeir Þór Ásgeirsson 7 v. Tveir fyrstu menn flytjast upp í landsliðsflokk. Mótið fór vel fram og þótti keppendum mjög góðar aðstæður þar sem teflt var. — Skákstjóri var Guðmundur Jónsson. Leiðangursstjóri, Unnsteinn! Stefánsson, sagði tíðindamanni Mbl. í gærkvöldi, að leiðangur- inn hefði verið með fádæmum ó- heppinn með veður. Það var tæp lega vinnuveður allan tímann að örfáum dögum undanteknum. Sí- felldir stormar gerðu leiðangur- inn árangursminni en vonir stóðu til. En þrátt fyrir það, tókst okk- ur að safna allmiklu af sýnis- hornum af sjó og svifi, og reynd- um við að kanna útbreiðslu síld- arinnar og vinna að öðrum rann- sóknarstörfum eftir því, sem að- stæður leyfðu. Geta má þess t.d. að við fórum yfir á tveim stöðum köldutungu, Austur-íslands- straumsins og tókst okkur að safna þar sýnishornum þrátt fyr- ir mjög slæma aðstöðu. Úr þess- um gögnum verður nú unnið. Nú þegar mun svo hefjast und- irbúningur að næsta rannsóknar- leiðangri, sem einkum mun bein- ast að síldarrannsóknum fyrir norðan og austan land, en ráð- gert er að leggja upp héðan í lok þessa mánaðar. Sigurður Bjarnason kvaðst nú vilja á ný ásamt Friðjóni Þórð- arsyni bera fram breytingartill. er færi í svipaða átt í þeirri von að stjórnin hefði einnig þar skipt um skoðun. Rökstuddi hann mál sitt með því að benda á að nú væri svo komið að % hluti sjó- manna á íslenzkum fiskiskipum væru útlendingar. Kvað hann brýna þörf breytinga í þessu efni og að nauðsynlegt væri að þessi störf yrðu eftirsóttari, svo að fleiri fengjust til þess að taka þau að sér. VERULEG IVILUN UM SKATTGREIÐSLUR Þessi tillaga gengi í þá átt að sjómönnum væri veitt veruleg ívilnun um skattgreiðslur og mætti því búast við að hún hefði áhrif til hins betra. Tillangan er svohljóðandi: „Öllum skipverjum, sem verið hafa lögskráðir á íslenzk fiskiskip 4 mánuði cða lengur á viðkomandi skattári, skal við ákvörðun tekjuskatts veittur sérstakur frádráttur, er nemi 30% af tekjum fyrir störf á fiskiskipum". STJÓRNARLIÐIÐ A MÓTI Tillaga þessi var felld að við- höfðu nafnakalli af öllum þing- mönnum stjórnarflokkanna gegn atkvæðum Sjálfstæðismanna, eða með 11 atkv. gegn 5. 1 þingmað- ur var fjarstaddur. Páll Zópanías son kvaðst vera á móti tillögunni vegna þess að hún væri til þess gerð að lokka fólkið úr sveitun- um á sjóinn. Frumvarpið var síðan sam- þykkt með áorðnum breytingum með 15 samhlj. atkv. og endur- sent Neðri deild. Skemmtihmdur Alliance Francaise ANNAÐ kvöld, fimmtudaginn 2. maí, efnir Alliance Francaise i Reykjavík til síðasta skemmti- fundarins á þessu starfsári. Fer hann fram I Tjarnarkaffi og hefst kl. 20.30. Franski vararæðismaðurinn hér í Reykjavík, ungfrú Paul- ette Enjalran, mun þar flytja er- indi um París — Stórverzlanir Parísar — efni, sem líklegt er, a8 marga fýsi að heyra um. Einnig verður sýnd kvikmynd frá París. Þá mun Guðmunda Elíasdóttir skemmta með söng. Mun söng- konan syngja á frönsku verk eftir franska höfunda. Undirleik ann- ast Fritz Weishappel. A8 lokun* verður dans. Friðrilc Ólaisson ís- iandsBiieisiari í skák FRIÐRIK ÓLAFSSON skákmeistari, varð sigurvegari í lands- liðsflokki á skákþingi íslands 1957 og þar með íslandsmeist- ari. Skákþinginu lauk s. 1. laugardag, en það fór fram á Akur- eyri. í síðustu umferð gerði Friðrik Ólafsson jafntefli við Bjarna Sformur nær allan tímann sem Ægir var í leiðangrinum Á RDEGrS í gær kom rannsóknaskipið Ægir úr leiðangri með /V nokkra fiskifræðinga, eftir stranga útivist, frá 11. marz síðastL

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.