Morgunblaðið - 01.05.1957, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 01.05.1957, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAfíM Miðvikudagur 1. maí 1957 uu&iðMi Otg.: H.f. Arvakur, Reykjavík Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Aðalritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Bjami Benediktsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Einar Ásmundsson. Lesbók: Ami Óla, sími 3045. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. UTAN UR HEIMI • • OIM I höfuðborginni eru fleiri hótel en íbúðarhús Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 1600. Áskriftargjald kr. 30.00 á mánuði innanlands. í lausasölu kr. 1.50 eintakið. 1. naaá f DAG minnist íslenzkur verka- lýður og verkalýður allra landa liðinnar baráttu um leið og hann skyggnist um í nútíð og framtíð. Nú, eins og á liðnum tíma, skipt- ir það meginmáli að tryggja lífs- kjörin og eiga þátt í alhliða upp- byggingu þjóðfélaganna, skapa möguleika áframhaldandi þróun- ar og bættrar aðstöðu. Andlegt og efnalegt frelsi er enn sem fyrr hið mikla takmark verkalýðsins eins og annarra þjóðfélagsstétta. En yfir frelsi verkalýðsins vof- ir enn í dag mikil hætta. Hinn alþjóðlegi kommúnismi heldur hrammi sínum á lofti yfir hon- um. Hann lætur höggið ríðr., hve- nær og hvar sem hann sér færi gefast. Hundruð milljóna manna stynja í dag undir blóðstjórn og ofbeldi kommúnista. Allt frá Kína til Ungverjalands sitja hundruð þúsunda verkamanna í svartholum kommúnista. í löndum kommúnista er 1. maí, hinn aiþjóðlegi hátíðisdagur verkalýðsins, ekki haldinn hátíð- legur af frjálsu fólki. Og þar er hann ekki n'otaður til þess að hylla frelsið, setja fram kröfur fólksins um betra og fegurra líf. f löndum kommúnista er 1. maí aðeins áróðursdagur kommúnista, sem nota hann til þess að þröngva enn kosti fólksins, hafa hersýning ar og herða kúgunarfjötrana að höndum og fótum verkalýðsins. Lýðræðissinnar gegn kommúnistum Verkalýðurinn í höfuðborg íslands er klofinn um hátíða- höld dagsins í dag. Ástæða þess er fyrst og fremst frekja og yfirgangur kommúnista. — Þeir kröfðust þess að inn í 1. maí ávarp verkalýðsins yrði tekin krafa um að framfylgja samþykktinni um brottför varnarliðsins og varnarleysi íslands frá 28. marz 1956. — Hins vegar neituðu þeir harð- lega að í ávarpinu kæmi fram yfirlýsing um samstöðu ís- ienzks verkalýðs með vest- rænum lýðræðisþjóðum. Hér kemur í ljós sama of- beldis- og yfirgangshneigðin hjá kommúnistum og á þingi Alþýðusambandsins s.l. haust. Þá byggðUst öll tilboð þeirra um samvinnu við Alþýðu- flokkinn á því, að kommún- Istar hefðu alls staðar meiri- hluta. Yfirgnæfandi meirihluti styður lýðræðissinna En yfirgnæfandi meirihluti verkalýðsins í Reykjavík styður samtök lýðræðissinna. Á bak við þau verkalýðssamtök, sem lýð- ræðissinnar stjórna, standa um 13 þús. manns. í þeim samtökum, sem kommúnistar stjórna er hins vegar aðeins 5—6 þús. manns. Enginn heiðarlegur lýðræðis- sinni mun taka þátt í þeim sam- komum, sem kommúnistar efna til í dag héi í Revkjavík. Hinn lýðræðissinnaði hluti ve.rkalýðs- ins veit, að kommúnistar hafa hindrað sameiginleg hátiðahöld þennan dag. Þeír hafa miðað allt við það ao geta nciað hann Á Mön hafa allir nægan tíma, og þess vegna liggur hirðinum ekkert á að reka rollurnar af þjóðveginum, í flokkspólitísku áróðursskyni fyrir Moskvuklíkuna, sem stjórn ar „Sameiningarflokki alþýðu, sósíalistaflokknum" og „Alþýðu- bandalaginu" svokallaða. Minnzt frelsisbaráttu kúgaðra þjóða Islenzkur verkalýður minnist i dag ekki aðeins sinnar eigin bar áttu og hagsmunamála heldu. hinna kúguðu þjóða, sem hrista hlekkina, sem hinn alþjóðlegi kommúnismi hefur á þá lagt. — Hann minnist ungverskrar al- þýðu, sem á sl. hausti gekk lítt vopnuð fram á móti skriðdreka- sveitum Rússa og úthellti blóði sínu fyrir frelsið. Hann minnist pólsku þjóðarinnar, sem sýndi ótvíræða andúð og hatur á hin- um rússnesku böðlum sínum og handbendum þeirra. Hann minn- ist verkalýðsins í Austur-Berlín, sem fyrir nokkrum árum gerði uppreisn gegn ofbeldi og kúgun kommúnista. Það er sama, hvert er litið. f öllum löndum, sem kommúnistar hafa komizt til valda í, hriktir í hlekkjum verkalýðsins. Fólkið hatar og fyrirlítur hina komm- únísku valdhafa og bíður fyrsta tækifæris til þess að hrinda þeim frá völdum. Og víða riða hásæti einræðisherranna til falls. Fyrir betra og réttlátara íslenzku þjóðfélagi Einnig hér á íslandi er barátta verkalýðsins fólgin í baráttu gegn kommúnistum, baráttu fyrir að hrinda hinum fjarstýrða of- beldisflokki frá völdum og áhrif- um, bæði í stjórn landsins, í verkalýðssamtökunum og hvar- vetna annars staðar, þar sem hann hefur skapað sér valdaað- stöðu. Takmark íslenzks verkalýðs er enn sem fyrr betra og rétt- látara íslenzkt þjóðfélag, at- vinnuöryggi, sanngjarnt og nægilegt kaupgjald, bætt hús- næði, fullkomin menntun æsk- unnar, félagslegt öryggi, bætt aðbúð vinnandi fólks á sjó og landi og batnandi sambúð og samvinnu milli stétta þjóðfé- lagsins. Öllum hugsandi íslendingum er nú að verða það ljóst, að í bar- áttunni fyrir nýju og betra þjóð- félagi í landi þeirra er það eitt höfuðatriðið að eyða áhrifum kommúnismans. Kommúnisminn er afturhald nútímans. Hann sit- ur um að ræna verkalýðinn og þjóðina í heild árangri af alda- langri frelsisbaráttu. Hann bíður fyrsta tækifæris til þess áð leggja hlekki erlendrar kúgunar á ís- lenzkt fólk. Það sanna dæmin frá Ungverjalandi, Póllandi og öðr- um löndum Austur-Evrópu greinilega. Allir frjálslyndir menn, sem kjósa andlegt og efnalegt frelsi íslenzks verkalýðs og ís- lenzkrar þjóðar, verða þess vegna að sameinast í barátt- unni gegn erkióvini frelsisins: kommúnismanum. Morgunblaðið óskar íslenzk- um verkalýð til hamingju með hátíðisdag sinn. N 1" orski blaðamaðurinn Jahn Otto Johansen hefur sent Morgunblaðinu stutta frásögn af hinni sögufrægu eyju Mön sem liggur milli Bretlands og írlands. Segir þar að ásókn ferðamanna ;il eyjarinnar sé svo mikil, að ;trandhögg víkinganna fyrir þús- jnd árum blikni fullkomlega. Mön hefur breytzt úr einum frið- ;ælasta bletti Evrópu í einhvern árólegasta sumarskemmtistað álf unnar þangað sem um hálf millj. manna leggur leið sína í sumar- Leyfinu. H raðskreiðir farþega- bátar tengja eyjuna Bretlandi og írlandi, og þegar flugvöllurinn á Ronaldsway var fullgerður bötn- uðu samgöngurnar að miklum mun. Þessi flugvöllur er þegar orðinn þriðji mest notaði flug- völlur Bretlandseyja. M lTAön stendur serlega gestum. í höfuðborginni Douglas einni saman, þar sem nú búa 20.000 manns, eru rúmlega 1500 hótel, smærri og stærri. I bæn- um eru miklu fleiri hótel en íbúð arhús. Ferðamenn eru fyrst og fremst heillaðir af eyjunni vegna þess að hún er svo til ósnortin af hraða og umstangi nútímans. Málsháttur eyjarskeggja, „við höfum nógan tíma“, túlkar lífsviðhorf þeirra fullkomlega. Á strandgötunni í höfuðborginni fyrir framan nýtízku hótel silast hestvagnarnir áfram eins og aldrei hafi sézt bíll í heiminum. rátt fyrir það að margt af glingri nýja tímans hef- ur náð fótfestu á Mön — um það vitna t.d. sjónvarpsstengurnar á húsaþökunum — þá halda eyjar- skeggjar fast við fornar hefðir. Enn í dag hittir maður margt fólk á Mön sem trúir á huldu- fólk, álfa og aðrar duldar ver- ur. Á einum stað í höfuðborginni er brú yfir litla á, þar sem talið er að huldufólk búi. Þegar mað- ur ekur yfir hana, eykur bíl- stjórinn ósjálfrátt hraðann og tautar fyrir munni sér: „Góðan daginn, litla fólk“. Hann mælist til þess að farþegarnir bjóði því líka góðan dag, því það færir manni heill og hamingju. T A il er akveðið blóm sem huldufólkið á, og þess vegna er það mikil áhætta að lesa það. Engin fjölskylda á Mön dirfist að hafa þetta blóm í húsum sín- um, því það væri beinlínis ögr- rautt blóm færir hins vegar ham- ingju og er nú orðið þjóðarein- kenni á Mön. Áköfustu þjóðern- issinnarnir bera það í hnappa- gatinu daglega. M- ITion er emmg fræg fyrir sitt eigið kattakyn, sem hef- ur ekkert skott og framfætur lengri en afturfætur. Á vörum fólksins eru margar sögur um það hvernig Manar-kötturinn missti skottið. Hann hefur marga góða eiginleika, því það er talið gæfumerki að mæta svörtum ketti á förnum vegi, en þessu er öfugt farið víðast hvar annars staðar í heiminum. En vesalings kisu hefur orðið svo mikið um athyglina sem hún hefur vakið, að það er talin sérstök heppni ef maður rekst á hana. fíæsti fjallstindurinn á Mön — hann heitir norræna nafninu Snaefell — hefur einnig vakið hjátrú manna. Sögnin seg- ir að í hvert sinn sem kóngar heimsóttu eyjuna og vildu njóta hins fagra útsýnis af fjallstind- inum, hafi hann verið sveip- aður dularfullri þoku, og er það auðvitað túlkað svo, að guðirnir vilji varðveita sjálfstæði eyjarinn ar. Svo undarlegt sem það kann að sýnast, þá gerðist nákvæmlega hið sama, þegar Elizabeth Breta- drottning kom til Manar ekki alls Framh. á bls. 23 Víða á Mön getur að lita minjar fortíðarinnar, þegar þar bjuggu herskárri og órólegri menn en nú. Strandgatan í höfuðborginni Douglas þar sem hestvagnar eru enn jafnalgeng sjón og bílar. Garðarnir á Mön eru skreyttir gömlum þjóðlegum táknum. Hér sjáum við t.d. „þrífótinn“, tákn styrkleika og sameiningar. „Hvert sem mér er hent, þá stend ég á fótunum“.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.