Morgunblaðið - 01.05.1957, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 01.05.1957, Blaðsíða 13
Miðvikudagur 1. mai 1957 MORCVWBLAÐ1E 13 „Hið kommúníska heims- veldi á enga erfingja44 Grein þessi er þýdd úr Kaupmannahafnarblaðinu Dagens Nyheder og er eft- ir einn frægasta sérfræð- ing Dana á sviði alþjóða- stjórnmála, Eigil Stein- metz. Fjallar hann hér um þau vandamál, sem nú bera aðallega að höndum valdhafanna í Kreml. Greinin er örlítið stytt í þýðingunni. ★—★—★ í „STRIKINU“ í Moskvu, iA Gorkigötu, sjáum við þá: 16 til 17 ára Rússa í buxum með þröngum skálmum, jökkum með amerísku sniði, skræpóttum skyrt um og einkennilegum támjóum og sólaþykkum skóm. Þeir standa fyrir framan litlu veitingahúsin, hlusta á gömul amerísk ,,swing“- danslög í einhverju hinna fáu danshúsa — eða þeir efna til slagsmála á gangstéttinni. Þetta eru „Stilyagi", hinir rússnesku, „Teddy-boys“, eins og þeir eru kallaðir í London, eða „Asfalt- cowboys", eins og þeir eru kall- aðir í New York. ★—★—★ Þessi æska, hugsjónalaus, taum laus, ber ekki í brjósti neinar tálvonir — þetta er ekki hin lög- gilta sovétæska. Þessi æska er haldin sterkri löngun til þess að andmæla öllu og ganga í berhögg við allt, ber í brjósti löngun til einhvers sem hún gerir sér ekki grein fyrir — en telur sig finna í amerískum hálsbindum, jazz- plötum og gömlum amerískum Tarzankvikmyndum. Þessi æska er fulltrúi þeirrar uppreisnar, sem æska alls heimsins virðist nú hafa gert — án tillits til allra landamæra og hugsjóna. í dag er hún erfiðasta innanríkisvið- fangsefni valdamannanna í Kreml. Staðreyndin er, að æska þessi, sem alin hefur verið upp í hinum kommúnisku kenningum og aldrei horfið úr sjónvídd lærifeðranna, hefur ekki tileinkað sér kommún- isnrann — sem þýðir hvorki meira né minna en það, að kommúnisminn hefur misst æskuna út úr höndunum á sér — og þar með tapað framtíð- inni. ★—★—★ Valdhafarnir í Kreml ræða efnahagsvandamálin — og þau eru mikil. Nýjar aðferðir eru reyndar og menn eru fjarlægðir úr ýmsum embættum, en nýir koma í staðinn. Hernaðarvanda- málin eru einnig rædd í Kreml, og þau eru engu minni. Öll lepp- ríkin virðast vera að brjótast undan farginu og endurskoða verður allar hernaðarlegar grund vallarhugmyndir. Og í Kreml eru utanríkismálin rædd — og þar eru einnig sömu erfiðleikarnir. Allt, sem unnizt hefur á undan- förnum árum með friðarhjalinu og vinarbrosinu, er nú tapað. Eitt vandamál skyggir þó á allt, sem áður er talið: Æska kommúnistalandanna hefur dregið stríðsfána að húni. Það var ungversk æska sem gekk óvopnuð gegn rússnesku skrið drekunum, og það voru ung- menni, sem efndu til uppþota gegn Rússum í Póllandi. Það er einnig æskulýðurinn í há- skólum Austur-Þýzkalands, Bulgaríu, Rúmeníu, Tékkó- slóvakiu og balknesku lönd- unum, sem hefur efnt til and- stöðu við Rússa. Þessarar sömu andstöðu gætir einnlg í háskólum Rússlands — langt út á götur Moskvu. Og hún er nú orðin það sterk, að vald- hafarnir í Kreml geta ekki Þannig sér „Krokodil“ hina rússnesku „tízkukálfa“. virt hana lengur að vettugi. Þeir geta ekki leynt henni. ★—★—★ „Komsomolskaja Pravda", blað sem tileinkað er rússneskri æsku, greindi nýlega frá því í langri grein, að umræður við Lenin- háskólann hefðu farið út fyrir sett takmörk. Annað tíma_ rit, „Medizinski Rabotnik", mál- gagn rússneska heilbrigðismála- ráðuneytisins, skýrði einnig frá því, að yfirmönnum flokksskjala- safnsins hefði verið vikið úr starfi vegna þess, að þeir hefðu ekki skilið „hina nýju strauma meðal læknastúdenta". Lomon- ossov-háskólinn í Moskvu var fyrir nokkru lokaður í 24 stund- ir vegna uppreisnaranda í skól- anum. Rektor skólans hefur stað fest, að þriðja hluta stúdentanna, eða jafnvel fleirum, hafi verið bannað að sækja skólann frá 1. september til 1. desember „vegna agabrots". Eitt af þessum „agabrot- um“ var, að hópur stúdenta samdi ávarp þar sem þess var krafizt, að þing Ráðstjórnar- ríkjanna yrði lagt niður í nú- verandi mynd, en við tæki þing, sem skipað yrði fulltrú- um kjörnum af þjóðinni í frjálsum kosningum. Einnig kröfðust stúdentar aukins akademisks frelsis, svo og fullkomins prent- og mál- frelsis. Var ávarp þetta fest upp á tilkynningatöflu skól- ans, en það var fjarlægt nær samstundis af yfirvöldunum. Engu að síður voru hundruð afrita af ávarpinu fest upp víðs vegar á veggi skólans dagana á eftir. ★—★—★ Margsinnis hefur það borið við, að fulltrúar flokksins hafa á mannamótum verið krafðir um nákvæmar og sannar fregnir af atburðunum í Póllandi og Ung- verjalandi — og þegar fulltrú- arnir hafa reynt að snúa sig út úr því með því að fara að ræða um „persónudýrkun“, hafa stór- ir hópar stúdenta gengið út í mótmælaskyni. Á einum æskulýðsfundi — þar sem Krúsjeff hugðist halda ræðu fyrir skömmu — gat hann ekkl hafið máls vegna þess að honum var „fagnað“ með svo háværu lófaklappi og látum, að ekki heyrðist mannsins mál. Linnti hávaðanum ekki fyrr en hann Þessi mynd er elnnig úr „Krokodil" — og undir henni stóð: Einu sinni fyrir löngu klifraði hasrn upp á herðar föður síns — og hann fór aldrei niður aftur. var farinn úr ræðustólnum. Enginn gat sagt neitt við „hrifningunni", sem unga fólk ið sýndi. ★—★—★ Skömmu fyrir nýjár viður- kenndi Moskvu-útvarpið, að ekki væri allt með felldu með al æskunnar: „Nokkrir hóp- ar stúdenta eru haldnir óheil- brigðum tilhneigingum", — sagði þar — „og öðru hverju ] komast þeir undir áhrif hug- 1 mynda, sem eru föðurlandi þeirra ókunnar.“ Vegna þessa : var flokksráðið í Moskvu kallað saman til þess að reyna að finna aðferðir til þess að vinna gegn „þessum óheil- brigðu tilhneigingum.“ ★—★—★ En andúðarinnar í garð vald- hafanna í Kreml verður ekki ein- ungis vart í háskólunum og á götum úti. f innstu hringjum æskulýðshreyfingarinnar og með al rússnesku yfirstéttarinnar sjást þegar merki um uppreisn- artilhneigingu æskulýðsins. Það vakti t.d. mikla athygli fyrir hálfu ári, er „Pravda“ skýrði frá því, að dætur og synir margra af valdamönnum landsins væru flækt í þjófnaðarmál. Voru þetta fyrstu merkin um virka andstöðu leiðtoganna við þá nýju hreyf- ingu, sem var að skapast meðal æskunnar. Erlene Kuznetsova, 22 ára dóttir yfirhershöfðingja og kennara við herskólann, Alla Maksimova, 19 ára dóttir hátt setts foringja í NKVD (leynilög- reglan), og Tanya Andreeva, 18 ára dóttir herforingja í flughern um, voru allar dæmdar í eins árs fangelsi fundnar sekar um að hafa rænt svallbræður sína, en ránsfenginn notuðu þær til þess að kaupa sér „kjóla, skart- gripi og drykkjarföng“. Meðseka þeim nefndi „Pravda" tvo unga menn, sem voru framarlega í æskulýðshreyfingu kommúnista- flokksins. Voru piltar þessir Mikhali Kabanov, sonur utanrík- isverzlunarmálaráðherrans, og Sergei Petukhov, sonur ráðherra þess, sem hefur umsjón með þungaiðnaðinum. ★—★—★ Fréttin vakti mikið uppnám um gervallt landið — og varð tilefni til mikilla umræðna í blöðum og á mannamótum. Slíkt sem þetta var orðið það algengt, að á allra vitorði var. Dómur „Pravda“ opnaði þess I vegna allar flóðgáttir — og fólk þurfti ekki að ræða þessi mál lengur í laumi. Æskulýðs fylking kommúnista skipu- lagði sérstök „æskulýðsher- fylki“, sem einkennd voru með sérstökum armböndum. „Herfylki“ þessi voru síðan send út í bæjum og borgum til þess að aðstoða lögregluna við að „hreinsa til“ á götunum er kvölda tók. í mörgum bæj- um var meira að segja sett á útgöngubann fyrir unglinga 18 ára og yngri — eftir kl. 10 á kvöldin. Hins vegar munu ekki allir unglingar hafa tek- ið bann þetta alvarlega. ★—★—★ Ljóst er, að valdhafarnir í Kreml líta uppreisnartilhneig- ingu æskunnar hornauga — og eru kvíðafullir. Það er unga fólk- ið: stúdentar, verkamenn og her- menn, sem stóðu fyrir uppreisn- inni í Ungverjalandi, það eru stúdentar, sem réðust á rúss- neska sendiráðið í Stettin og hafa efnt til mótmæla um allt Pólland gegn yfirráðum Rússa þar. Það eru einnig stúdentar, sem hafa —- samkvæmt skýrslu aðalritara lithauiska kommún- istaflokksins — „útbreytt fram- andi sjónarmið og afvegaleiðandi hugmyndir" — og það voru stúdentar í Sofíu í Búlgaríu, sem stóðu að ólöglegum útvarps- stöðvum — og stúdentar í Búka- Mynd þessi birtist ekki alls fyrir löngu í rússneska blaðinu „Kroko dil“ — og er ádeila á spillingu rússnesku æskunnar. Undir þess- ari mynd stóð: „Mamma, ég er trúIofuð“. „Og hverjum — leyfist mér að spyrja?“ „Hann er svaríhærður.“ rest voru handteknir hundruðum saman vegna þess að þeir höfðu mótmælt harðlega á opinberum vettvangi lögboðinni kennslu „kenninga Marx og Lenins". ★—★—★ Um öll kommúnistaríkin er nú mikil ólga — og á nokkr- um stöðum hefur þegar soð- ið upp úr. Og hvarvetna eru það æskumennirnir sem for- ystuna hafa. 35 ára einræði og takmarkanir alls frelsis hafa ekki megnað að kæfa löngun æsku kommúnismans Framh. á bls. 23 STAK8TEINAR Andstaða Tímans við Alþýðublaðið Stjórnarblöðin gera hina nýju samninga Iðju við iðnrekendur að umræðuefni. Alþýðublaðið segir í aðalfrétt sinni í gær hlut- laust frá og virðist síður en svo nokkuð hafa út á samningsgerð- ina að setja, enda eiga flokks- menn þess sinn þátt í henni. Tíminn ber hins vegar fram beinar hótanir og segir: „Gegn verðhækkunum á iðn- aðarvörum verður að sjálfsögðu staðið fast, enda gerði það að engu þær kjarabætur, sem nú hafa verið veittar“. Vonbrigði Þjóðviljans Ekki ber Þjóðviljinn sig betur. Þess er naumast von, því að það, sem nú hefur gerzt, er, að bætt var úr ósamræmi og hirðuleysi, sem var að kenna forystumönn- um kommúnista á meðan þeir réðu Iðju og hugsuðu um það eitt að nota sér félagið í þágu sinna einka- og flokkshagsmuna. Af tilefni þeirra kjarabóta, sem aflað var, segir Þjóðviljinn sl. sunnudag: „Væntanlega verður það næsta ráðstöfun iðnrekenda að lækka framleiðsluvörur sínar í verði svo að allur almenningur njótl góðs af hinum bætta hag; — að minnsta kosti er gott til þess að vita að ekki kemur til þess á næstunni að iðnrekendur farl fram á það við verðlagsyfirvöld- in að fá að hækka verð á varn- ingi sínum“. Olíugróðinn og kaup- íiækkun. S.Í.S. Af ummælum Tímans og Þjóðviljans mætti ætla, að ríkis- stjórnin hafi hingað til látið all- ar kauphækkanir bitna á atvinnu rekendum. En hvað segja staðreyndirnar um það? Fyrsta kauphækkunin var sú, sem S.Í.S. gerði fyrir áramótin, 8% á flesta launaflokka. Um svipað leyti var samningurinn frægi gerður um Hamrafellið, þar sem eigendum þess voru að á- stæðulausu fengar h.u.b. 15 millj. króna í hreinan ágóða. Má segja, að ekki væri nema sanngjarnt, að starfsmenn fyrirtækjanna nytu nokkurs góðs af þessum gíf- urlega gróða. Ekki „staðið fast“ Allir vita, að útsöluverð blaða hækkaði eftir kauphækkunina í desember. Þá er nógsamlega kunnugt, að sú „15—18% kauphækkun“, sem sjómenn fengu um áramótin, var ekki tekin af útgerðarmönnum heldur var hún hluti af þeim 250—300 millj. króna álögum, sem fólust í jólagjöf ríkisstjórn- arinnar. M. a. s. er fullyrt, að ætlunin hafi verið að veita einn- ig útgerðarmönnum „kjarabæt- ur“ af því fé, sem þá var aflað. Nokkur misbrestur mun þó hafa orðið á efnd þeirra loforða, en traustið til þeirra entist samt til að veita hækkanirnar á Akranesi og í Grindavík. Þá veitti ríkisstjórnin 5% farm gjaldahækkun skömmu eftir lausn farmannadeilunnar, og 7 aura viðbótarpiðurgreiðslan á mjólkurlítra er m. a. rökstudd með auknum rekstrarkostnaði._ Gjaldeyrisfríðindi flugmanna skerða að sama skapi gjaldeyri annarra. Ríkisstjórnin hefur því þe-,ar henni hentaði greitt fyrir kaup- hækkunum með hækkun verð- lags. Hótanirnar nú segja þvi sína sögu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.