Morgunblaðið - 30.10.1958, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 30.10.1958, Blaðsíða 1
20 síður Pasternak umkringdur lögreglu: Hafnaði Nóbelsverðlaununum Halldór Kiljan Laxness sagði í stuttu samtali við Mbl. í gær: „Ég á bágt með að trúa öðru en hann (þ. e. Pasternak) fari til Stokkhólms, þó að rithöfundafélagsskapurinn sé honum andvígur". Fréttir í stutfu máli ★ Lur.dúnum, 29. október. — Formaður kjarnorkunefndar Banda- rlkjanna sagði í kvöld, að Sovétríkin gerðu nú víðtækustu kjarn- orkutilraunirnar í sögu landsins. jr Atlar tshafsbandalagið gafst í dag upp við að reyna að efna til fur.c'ar Breta, Grikkja og Tyrkja um Kýpurmálið. Eins og áður hefur verið getið í fréttum, neitaði gríska stjórnin að taka þátt í siíkum fundi nema tryggt væri áður, að einhver árangur næðist. í NTB-frétt segir, að Norðmenn og íslendingar muni koma fram með sameiginlegar tillögur innan Maudling- nefndarinnar þess efnis, að fiskur og fiskafurðir lúti öðr- uiri lögmálum < fríverzlun Evrópu en iðnaðar- og land- búnaðarafurðir. ★ t dag fundust 12 námumenn á lífi í göngum Spring Hill nám- unnar í Nova Scotia, sem lokuðust á fimmtudag. Enn eru margir námumenn grafnir í göngunum og er þeim vart hugað líf. Þó glæddust vonir manna > dag, er fréttist um björgun tólfmenning- anna. jr 1 dag ræddust fulltrúar Breta og Dana við í Lundúnum um fiskveiðilandheigi Færeyja. Umræðum var frestað fram yfir Lög- þingskosningarnar í Færeyjum. jr Tilkynnt var í Ósló í dag, að Norðmenn hygðust hefja víðtæk- ustu rannsóknir á síldargöngum, sem um getur. LUNDÚNUM, Moskvu, Kaup mannahöfn og Stokkhólmi, 29. okt. — í dag hafnaði rúss- neska skáldið Boris Paster- nak Nóbelsverðlaununum, í símskeyti, sem hann sendi sænsku akademíunni. í skeyti sínu kemst rithöfundurinn svo að orði: „Þegar þess er gætt, hvernig þessi heiður hefur verið túlkaður í því þjóðfélagi, sem ég bý í, finn ég mig knúinn til að hafna þeim óverðskulduðu verð- launum, sem mér hafa verið veitt. Takið því ekki illa, er ég af frjálsum vilja afsala mér þessum verðlaunum“. — Fyrir um það bil viku úthlut- aði sænska akademían Past- ernak Nóhelsverðlaununum og er honum hafði verið til- kynnt um ákvörðun akademí- unnar, sendi hann svohljóð- andi skeyti um hæl: „Ákaf- Iega þakklátur, hrærður, hreykinn, undrandi, yfir- þyrmdur“. — Skömmu síðar sagði skáldið við blaðamenn, að hann vonaðist til að geta farið til Stokkhólms og veitt verðlaununum sjálfur við- töku. í dag var lögregluvörð- ur um hús skáldsins skammt fyrir utan Moskvu. Þetta er í fyrsta skipti, sem rithöfundur hafnar Nóbels- verðlaunum í bókmcnntum, en þau eru eins og kunnugt er, einhver mesti heiður, sem nokkrum rithöfundi getur hlotnazt. ★ Fréttaritarar í Moskvu segja, að lögregluvörður sé við heimili skáldsins, eins og fyrr getur, og bæta því við, að stjórnarvöld Sovétríkjanna hafi sett honum þá úrslitakosti, að hafna verð- laununum eða hverfa úr föður- landi sínu að fullu og öllu, að öðrum kosti. Þá segja frétta- menn, að engir megi hafa sam- band við skáldið né fjölskyldu <$hans, en einhvern veginn hefur Hér er mynd af skeytinu, sem Pasternak sendl Sænsku akadcmíunni, þegar honum hafði verið tilkynnt um Nóbelsverðlaunin. Pasternak les skeytið frá Sænsku akademíunni, þar sem honum er tilkynnt um úthlutun verðlaunanna fyrir þetta ár. Það má sjá, að hann er harla glaður. Kona hans horfir á skáld- ið. Á hinni myndinni sést Kiljan lesa skeytið frá Akademíunni og heillaóskaskeytin, sem honum bárust, þegar hann hlaut Nóbelsverðlaunin. Það má segja, að örlög þessara skálda hafi orðið með ólíkum hætti, íslenzka þjóðin fagnaði sem einn mað- ur þeim heiðri, sem Kiljan hlaut, en Pasternak er þvingað til að hafna heiðrinum. það kvisazt út, að hann sýni ekki á sér neinn bilbug. Mál Pasternaks hefur vakið mikla athygli um heim allan og fréttamenn segja, að alls staðar kveði menn upp þann úrskurð, að skáldinu hafi verið þvingað til að hafna verðlaununum. John Foster Dulles, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði í dag, að mál Pasternaks sýndi að leiðtog- ar Sovétríkjanna væru ekki að- eins á móti málfrelsi, heldur frelsi mannsins til að hugsa. Arásunum á Pasternak í rúss- neskum blöðum og tímaritum linnir ekki. Áður hefur verið skýrt frá svívirðingunum um hann í Pravda og Gazete, og í dag var rógsherferðinni á hend- ur skáldinu haldið áfram í mál- gögnum rússneskra ungkommún- ista. Sem dæmi um orðbragðið, má geta þess, að formaður hins kommúníska æskulýðssambands Sovétríkjanna, Vladimir Sjemis- jastnij, kallaði Pasternak í dag „svín“. Hann sagði að réttast væri að reka skáldið úr landi og láta hann gleypa í sig hið fúla loft auðvaldsins. Sumir eru þeirr ar skoðunar, að Vladimir hafi með þessum orðum túlkað þá skoðun, sem er ofarlega á baugi meðal margra háttsettra kommúnistaforingja í Ráðstiórn- arríkjunum. ★ Tilkynnt hefur verið í Lundúnum, að margir af fremstu rithöfundum Bret- lands, svo sem T. S. Elliot, Nóbelshöfundur, Graham Greene, Aldous Huxley, Bert- rand Russel, Nóbelshöfundur, Somcrset Maugham, J. B. Priestley og Rebecca West, hafi skrifað rússneska rithöf- undasambandinu bréf, þar sem þeir fara þess á leit við sambandið, að það hindri rússnesk yfirvöld í því að beita skáldið ofbeldi. — Þá hefur alþjóða félagsskapur- inn P.E.N. sent sambandinu skeyti, þar sem rússneskir rit höfundar eru hvattir til að standa vörð um andlegt frelsi. ★ í fréttaskeyti NTB frá Ósló í gærkvöldi segír m. a. svo: Skáld og rithöfundar um heim allan hlusta með hryllingi á fréttirnar frá Rússlandi, og framkomu hinna kommúnísku valdhafa Sovétríkjanna er líkt við það, að Framh. á bls. 2. ★------------------------★ 3H0r0iustM®frifr Fimmtudagur 30. október Efni blaðsins er m.a.: Bls. 3: Atburðirnir í Ungverjalandi mega ekki gleymast (Frá um- ræðum á Alþingi). — 6: Þýzka konan sem leitar sonar síns. — 8: Tónlistar- og leiklistarhátíð i Ziirich. Bægisárkirkja 100 ára. — 9: Alvarlegur skortur á varahlut- um í landbúnaðarvélar. — 10: Forystugreinin: Vaxandi fylgi við réttláta kjördæmaskipun. Frá Vestur-íslendingum. Endurminningar Montgomerys. (Utan úr heimi). — 11: Siglufjarðarbréf. — 12: Sjónvarp á íslandi. — 13: Bridgeþáttur. — 18: íþróttir. ★------------------------*

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.