Morgunblaðið - 30.10.1958, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 30.10.1958, Blaðsíða 19
Frmmtudagur 30. okt. 1958 MORGVISBIAÐIÐ 19 Kirkjumálanefnd lagði í gær fram nýtt frv. um biskupskjör Gert rá& fyrir 2 biskupum er sitji 'i Reykjavík og á Akureyri Málið verður atgreitt r dag á þinginu Á FUNDI kirkjuþings í gær var leitað afbrigða til þess að þar yrði lagt fram helzta mál þings- ins, sem er frumvarp til laga um biskupsdæmi þjóðkirkjunnar í því formi, sem það kemur nú fram hjá kirkjumálanefnd þings ins. Er hér um nýtt frumvarp að ræða, sem er í veigamiklum at- riðum mjög frábrugðið því, sem r.efndinni var sent til umsagnar. í því frumvarpi var gert ráð fyr ir þrem biskupum þjóðkirkjunn- ar, en í þessu nýja að þeir verði tveir, Skálholtsbiskup, sem að jafnaði situr í Reykjavík og Hólabiskup, sem að jafnaði sit- ur á Akureyri. Séra Þorsteinn Gíslason pró- fastur á Steinnesi fylgdi málinu úr hlaði í stað Þórarins Þórarins- sonar skólastjóra á Eiðum. Þar segir m.a.: Tveir skulu vera biskupar í hinni evangelísk-lútersku þjóð- kirkju á íslandi. Situr annar að jafnaði í Reykjavík og nefnist Skálholtsbiskup, en hinn að jafnaði á Akureyri og nefnist Hólabiskup. Biskupunum skulu búin dval- arskilyrði í Skálkolti og á Hól- um. Skulu þeir dveljast þar, þeg- ar þeim þykir henta og ber skylda til samkvæmt 6. gr. Skálholtsbiskup hefur stjórn og yfirsókn frá Austur-Skafta- fellsprófastdæmi til Norður ísa- fjaröarprófastsdæmis, að báðum meðtöldum, og er það Skálholts- biskupsdæmi, en Hólabiskup um hinn hluta landsins, sem er Hóla biskupsdæmi. Kosningarétt við biskupskjör hafa prófastar og þjónandi prest- ar þjóðkirkjunnar í því biskups- dæmi, er veita á. Hver kjósandi kýs einn þeirra, er kjörgengir eru til embættisins, og skal veita það þeim, er flest fær atkvæði. Séu atkvæði jöfn, ræður hlut- kesti. Kjörgengir til biskupsembætta eru allir þeir, sem kjörgengi hafa til prestsembættis í þjóð- kirkjunni. Nánari ákvæði um fyrirkomu- lag biskupskosninga skal setja með reglugerð. Lög þessi komi til framkvæmd ar við næstu biskupaskipti eða þá er núverandi biskup landsins veitir samþykki sitt til þess. Skal þá þegar kjósa Hólabiskup, en núverandi biskup verður Skál- holtsbiskup. í framsöguræðu sinni komst séra Þorsteinn Gíslason svo að orði, að hann teldi það ekki leika á tveim tungum að hér væri um að ræða mesta og mikilvægasta mál þessa kirkjuþings og það kann að verða einnig hið um- deildasta. Hann kvað nefndar- menn hafa í starfi sínu mjög stuðzt við frumvarp sem Magnús Jónsson prófessor lagði fram á Alþingi fyrir 17 árum um þetta sama efni. Var okkur mikill feng ur í þessu frumvarpi til að byggja starf okkar á, sagði séra Þorsteinn. í því frumvarpi, sem nefndin fékk til umsagnar, var gert ráð fyrir þrem biskupum og skyldi einn þeirra vera aðalbiskup. En áhugi er á að stofnuð verði hér 2 biskupsdæmi og þeirri stefnu eykst stöðugt fylgi. Norðlending- ar telja það mikið mál, að fá sjálfstæðan biskup og þeim er það þörf og það er Norðlending- um metnaðarmál að fá sitt forna biskupsdæmi endurreist. Sumir vilja enga breytingu á skipun biskupsmála og er það bæði inn- an og utan prestastéttarinnar. Höfuðlínur frumvarps okkar, sagði séra Þorsteinn, er að bisk- upsdæmin skuli vera tvö, og mörg rök er hægt að færa fyrir því að það sé einum biskupi of- viða að annast öll þau störf, sem hann þarf að hafa með höndum á vegum þjóðkirkjunnar. Það mun verða aðalkostnaðaraukinn, sem þetta hefur í för með sér, að skapa Hólabiskupi dvalarskil- yrði á Hólastað. Næst rakti séra Þorsteinn rök þau er hníga að því að Skálholts- biskup skuli sitja í Reykjavík. Hann kvað það í sjálfu sér auka- atriði, hvar biskuparnir sætu. Prófessor Magnús Jónsson benti á það af sinni alkunnu skarp- skyggni, að eðlilegast væri að Skálholtsbiskup sæti í Reykja- vík og á þau rök má vissulega fallast, eins og nú er í pottinn búið, en eigi má telja að með þessu sé gert minna úr þýðingu Skálholtsstaðar eða Hóla með með að biskuparnir sitji í Reykja vík og á Akureyri. Við teljum t. d. eðlilegt, að biskuparnir dvelj ist í Skálholti og á Hólum þar sem prestastefnur skulu fara fram árlega og þar skuli haldnar ýmsar aðrar samkomur á vegum þjóðkirkjunnar. Þá skýrði Þorsteinn frá því, að skipting landsins milli hinna tveggja stifta, væri þannig hugs- uð, að Suður- og Vesturland, allt að Strandasýslu, skuli teljast til Skálholtsbiskupsdæmis, en til hins forna Hólastiftis Norðurland og Austfirðirnir og suður um til Austur-Skaftafellssýslu. — Það verða 8 prófastsdæmi í Hólastifti samkvæmt þessari skiptingu, en 13 í Skálholti. Næst ræddi framsögumaður um biskupskjör og gat í því sam- bandi að sú breyting yrði þar gerð á, að prófessorar guðfræði- deildarinnar hafi eigi kosninga- rétt til biskupskjörs. Einnig vakti hann athygli á þeirri miklu breytingu, sem gerð er á þessari grein laganna. Þessi nýju biskupslög gera ráð fyrir tveim prestastefnum ár- lega, annarri á Hólum, en hinni í Skálholti. Ræðumaður taldi að biskuparnir skuli verða jafnrétt- háir og um nánari starfsskipt- ingu verði að kveða á um með reglugerð, en þó er óhjákvæmi- lega talið, að Skálholtsbiskup skuli koma fram gagnvart stjórn arvöldunum, sem fulltrúi þjóð- kirkjunnar, þar sem telja verð ur að slíkt sé miklu eðlilegra, þar eð hann hefur aðsetur í Reykjavík. Einnig skal aðalskrif- stofan fyrir biskupsdæmin bæði vera í Reykjavík og hún annast öll sameiginleg mál kirkjunnar. Varðandi framkvæmd þessara nýju laga, sagði séra Þorsteinn að lokum, að svo sé gert ráð fyr- ir að það verði við næstu bisk- upsskipti, en að vísu sé því ekk- ert til fyrirstöðu að svo verði nú þegar, ef frumvarp þetta verður að lögum, því ekki mun Ásmund- ur biskup hika við að skipta landinu milli Hóla og Skálholts, frekar en Gissur forðum. I stuttum eftirmála sagði séra Þorsteinn Gíslason, að hann vildi undirstrika það við kirkjuþings- menn, að mikið væri í húfi að afgréiðsla þessa stærsta máls þingsins færi því hönduglega, því það er ekki sama hvernig fyrsta kirkjuþing fer af stað, sagði hann. Önnur umræða Eftir framsöguræðu var gert hlé á fundinum, en varaforseti þingsins Gísli Sveinsson sagði, að klukkan 5 myndi málið tekið aftur á dagskrá, og yrði þá önnur umræða um það. Kirkjumálaráð- herra, Hermann Jónasson, hafði ekki verið á fundinum, þá er sr. Þorsteinn flutti íramsöguræð- una, en kirkjuþingsmenn töldu, að ráðherrann myndi verða við- staddur, þá er önnur umræða skyldi hefjast. Klukkan 5 var svo fundur sett ur aftur. Kirkjumálaráðherra hafði ekki heldur komið því við að vera viðstaddur þessa um- ræðu. Mótuðust umræður af því, enda lauk annarri umræðu um málið á aðeins 35 mínútum. Jón Auðuns dómprófastur tal- aði fyrstur, en hann á sæti í kirkjumálanefní. Hann kvað sig hafa skrifað undir hið nýja frum- varp kirkjumálanefndar með fyrirvara og kvaðst vilja gera stutta grein fyrir máli sínu. Hann kvaðst vera þeirrar skoð- unar, að betra sé að hafa óbreytt fyrirkomulag þessa máls, þannig að biskup landsins verði aðal- biskup, en að núverandi vígslu- biskupar skuli gerðir að biskup- um og sitja á hinum fornu bisk- upsstólum, Hólum og Skálholti, en vald þeirra verði stórlega aukið. Dómprófasturinn kvað telja það hreina rómantík að flytja biskupsstólana á hin fornu setur. Lausn málsins kvaðst hann telja hagkvæmasta eins og gert er ráð fyrir í frumvarpi því, sem kirkjumálanefnd þingsins fékk til umsagnar. Ásmundur Guðmundsson bisk up kvað það hafa verið helzta takmark gamla frumvarpsins, eins og hann komst að orði, að t^yggja einingu kirkjunnar. Það vakti fyrir okkur að vígslubisk- uparnir skyldu gerðir að full- komnum biskupum. Biskup kvaðst vilja vekja athygli kirkju þingmanna á einni staðreynd í máli sem þessu, en það er kostn aðarhliðin. Kvaðst hann álíta, að í þeim efnum myndi kosnaður- inn meiri, ef frumvarp kirkju- málanefndarinnar yrði að lögum gert, en ef hið gamla frumvarp yrði samþykkt. Biskup vék máli sínu einnig að framkominni þingályktunartillögu um, að Skál holtsbiskup skuli sitja í Skál- holti. Hann kvað ályktun þessa furðulega lítt undirbúna, og kvaðst telja það furðulegt, ef ein- föld þingsályktun eigi að skera úr kjarna þessa máls; starfi biskups, — jafnmargþætt og það er. Biskup lauk máli sínu með því að benda kirkjuþingsmönn- um á að tæplega myndi í þessu máli fást algjörlega samhljóða niðurstaða, hann væri stuðnings maður hins gamla frumvarps, um 3 biskupa. Kvaðst hann telja hitt frumvarpið frá kirkjumála- nefnd um tvo biskupa ekki svo fráleitt. Próf. Magnús Már Lárusson, kvaðst mundu geta gefið þing'inu nokkra grein fyrir kostnaðar- hlið málsins við 3. umræðu, en vissulega væri sú hlið málsins mjög mikilvæg í sambandi við afgreiðslu þess. Síðasti ræðumaður var sr. Sig- urður Pálsson á Selfossi, er kvaðst vilja þakka kirkjumála- nefnd fyrir frumvarp hennar, en á því væru þó ýmsir agnúar, sem hann myndi koma með breytingartillögur við. Gat hann þess t.d. að í sambandi við bisk- upskjör, þá væri rétt að hafa þann hátt á, að því kjöri ljúki ekki, fyrr en tekizt hefur að skapa einum hreinan meiri- hluta, því að ófært væri með öllu að við biskupskjör skyldi nægja til kjörs einfaldur meiri- hiuti. Einnig kvað hann nauð- synlegt að kveða skýrt á um vísi tasíuskyldu biskupa. Sitt hvað fleira gerði sr. Sigurður að um- talsefni. Klukkan 1,30 í dag mun kirkju þing koma saman til fundar, og þá verða lögin um biskupskjör tekin til 3. og lokaumræðu á þinginu og málið afgreitt. Eru fundir þingsins haldnir fyrir opn um dyrum og almenningi heim- ill aðgangur. Fundirnir fara fram í fundarsal templara í Bindindis- höllinni. Er fundur hófst á kirkjuþingi í gær, sendi biskup, fyrir hönd þingsins, heillaóskaskeyti til Jó- hannesar Gunnarssonar, biskups, Landakoti, í tilefni þess, að páfi hefir verið kjörinn. Ný þingskjöl ÞREMUR nýjum þingskjölum var útbýtt á Alþingi í gær. Var það frumvarp til laga um ráðstafanir til að stuðla að jafnvægi í byggð landsins. Flutningsmenn: Magnús Jónsson, Kjartan J. Jóhannsson, Sigurður Ágústsson og Jón Sig- urðsson. Tillaga til þingsályktun- ar um endurskoðun ákvæða III. kafla almannatryggingalaga, um upphæð slysabóta. Flm.: Friðjón Skarphéðinsson o. fl. Tillaga til þingsályktunar um vinnuskilyrði og stofnun vist- og vinnuheimila fyrir aldrað fólk. Flm.: Halldór Sigurðsson o. fl. Sigurður Ólason Hæslarcllarlógoiadur Þorvaldur Lúðvíksson Héraðsdómslögniaður Málflutningsskrifstnfa Austurstræti 14. Simi 1-55-35- Elsku litli sonur okkar EINAR SVERRIR lézt af slysförum þann 28. þ.m. Jarðarförin verður ákveðin síðar. Ágústína og Sverrir Ágústsson. Maðurinn minn, faðir, tengdafaðir og afi TEITUR ERLENDSSON sem andaðist 25. þ.m. verður jarðsunginn frá Fossvogs- kirkju, föstudaginn 31. okt. kl. 13,30. Athöfninni verður útvarpað. Blóm vinsamlegast afþökkuð. Fyrir mína hönd og aðstandenda. Málfríður Jóhannesdóttir. Við þökkum auðsýnda samúð við andlát og útför bróð- ur míns og föðurbróður GUNNLAUGS JÓNSSONAR kaupmanns, Freyjugötu 15. Við þökkum einnig hjúkrunarkonum og læknum Bæj- arsjúkrahússins ágæta hjúkrun í veikindum hans. Sigríður Jónsdóttir, Gunnlaugur Guðmundsson. Innilegustu þakkir til allra er veittu okkur ómetanlega aðstoð og ógleymanlega samúð við andlát og jarðarför KAMILUU JÓNSDÓTTUR Sólvallagötu 14, Keflavík. Kristinn Jónsson, börn, tengdabörn og barnabörn. Hugheilar þakkir sendi ég öllum þeim, sem vottuðu mér samúð og vinarhug við andlát og útför fósturmóður minnar INGIBJARGAR HALLDÓRSDÓTTUR frá Búð Þorbörg Jónsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.