Morgunblaðið - 30.10.1958, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 30.10.1958, Blaðsíða 11
Fimmtudagur 30. okt. 1958 MORCUl\BLAÐlÐ 11 Vegabœfur við Siglufj&rð — spor # sólarátt F'ramkvæmdir á vegum bæjarfélagsins hafa sjaldan verið meiri en nú. Árstíðabundið at- vinnuleysi, samgönguleysi á landi og sérstaða í útsvarsmálum eru helztu vandamál Siglfirð- mga. SUMARMÁNUÐINA eiga síldin | og Siglufjörður athygli fólksins og dálka dagblaðanna, en annan tíma árs er hljótt um síldarbæinn Engu að síður er ýmislegt í frá- sögur færandi norður hér, og er mér ljúft að verða við tilmælum fréttaþjónustu Mbl. um stutta frásögn af því helzta, sem hér er að ske. 900 metra löng jarðgöng Fjallvegurinn um Siglufjarðar skarð tengir Siglufjörð þjóðvega- kerfi landsins um 4ra mánaða skeið ár hvert, þegar vel árar. í annan tíma eru engar samgöng- ur á landi við Siglufjörð. Einar Ingimundarson, fyrrv. þingmaður Siglfirðinga, beitti sér fyrir úrbótum í þessu efni. Kom hann Strákavegi — eða Siglufjarðarvegi ytra ---- inn á vegalög og fjárlög. Þar með var gefið fyrirheit um það, að í ná- inni framtíð yrði rofin einangrun kaupstaðarins, sem háð hefur eðiilegum samskiptum og við- skiptum Skagfirðinga og Sigl- firðinga og verið þrándur í götu eðlilegrar uppbyggingar og fram þróunar þessara byggðarlaga. Vegurinn hefur nú verið rudd- ur norður Ströndina, nær að Landsenda, allt að þeim stað, sem gerð verða 900 metra jarðgöng gegnum fjallið Stráka er verða munu einsdæmi í vegagerð hér á landi. Nú í sumar hefur verið unnin margháttuð undirbúnings- vinna í sambandi við fyrirhuguð jarðgöng og sýnir meðf. mynd hvar Siglfirðingar munu í fram- tíðinni hverfa inn í bergið, til að koma út handan þess á leið sinni í byggðir Skagafjarðar. Þessi fyrirhugaði vegur er af fróðum mönnum talinn verða fær mestan hluta árs. Hann verð ur allt í senn: samgöngubót Skag firðingum og Siglfirðingum lyfti stöng atvinnulífs og viðskipta beggja, upphaf nýrrar byggðar á Úlfsdölum vestan Siglufjarðar (sem nú eru í eyði) og öryggi sjófarendum. sem oft hafa brotið skip sín á ströndinni vestan Stráka, en illmögulegt fyrir bj örgunarsveitir að komast á strandstað að vetrum yfir erfið- an fjallveg. Bæjarstjórn Siglufjarðar sam- þykkti á síðasta fundi sínum áskorun til þingmanna Siglfirð- inga og Skagfirðinga um að beita sér fyrir 2V2 milljón króna fram- lagi á fjárlögum 1959 til þessa nauðsynlega vegar. Lofsvert framtak Þráinn Sigurðsson, útgerðar- maður, hefur um mörg undan- farin ár rekið frystihús sitt, ísa- fold, ásamt söltunarstöð, af mynd arskap og dugnaði. Hafa þar um 30 manns haft nokkuð stöðuga og góða atvinnu. Nú hefur Þráinn ráðizt í nauðsynlega viðbótar- byggingu við frystihús sitt. Er viðbótarbyggingin á tæpl. 400 fermetra grunni, 2 hæðir. í við- byggingunni verður stór vinnslu- salur, fiskmóttaka, verbúðir (5 herbergi, eldhús og bað) og stór kaffistofa, er rúma á um 60 manns. Er hér um mjög lofsvert og stórhuga framtak að ræða í bæ, sem býr við tilfinnanlegt árs- tíðabundið atvinnuleysi. Hér á staðnum er annað frysti- hús, eign S.R., sem einnig veitir mikla atvinnu. Helzta vandamál frystihúsanna er hráefnisskortur, en afköst þeirra eru hvergi nærri fullnýtt né sú atvinnusköpun er þau gætu í té látið þann tíma, gem atvinnu er hér mest þörf. Þráinn Sigurðsson hefur sótt um nauðsynleg leyfi og úthlutun á einu þeirra skipa, sem ísl. eiga nú í smíðum erlendis. Væri æski- legt að stjórnarvöldin. svona til tilbreytingar, stæðu við gefin fyrirheit um atvinnuuppbygg- ingu þar, sem hennar er mest þörf, og úthlutuðu þessum fram- taksmanni umbeðnu fisk'skipi. Ný hafnarbryggja Gamla hafnarbryggjan var að hruni komin. Án hennar hefði Siglufjörður, sem í lélegu síldar- ári lætur frá sér fara útflutn- ingsverðmæti sem svarar 100 I milljónum ísl. króna (og þessi verðmæti gætu tvöfaldazt), verið illa á vegi staddur. Því réðist bæjarstjórnin í verulega stækk- un bryggjunnar, sem unnið hefur verið að nú í sumar. Væntanlega verður hægt að taka hana í notk- un næsta sumar. Framhald þessa verks verður svo það, að byggja áfram til norðurs utan um gömlu úryggjuna og verður þá til orðið mjög rúmt og gott hafnarpláss. Er hér um mjög mikið mann- virki að ræða, sem miðað hefur vel áfram, og mun um ófyrir- sjáanlega framtíð verða hlekkur í atvinnulífi þessa byggðarlags. Yfirbygging sundlaugar Sundlaug Siglufjarðar var tekin í notkun fyrir 10 árum, þá hálfbyggð (sem opin laug), en frá upphafi hugsuð sem yfir- byggð. Fylltist sundlaugarþróin af snjó vetur hvern og hinn norð lenzki vetur vann margháttuð spjöll á hinni opnu laug, svo við- haldskostnaður hennar varð ó- eðlilega mikill. Bæjarstjórn Siglufjarðar hefur nú ráðizt í að fullgera sundlaug- arbygginguna. Fyrsti áfangi verksins, að gera bygginguna fokhelda, var boðinn út og lægsta tilboði tekið. Er áætlað að því verki verði lokið um næstu mánaðamót. Meðf. mynd sýnir hve langt byggingu laugarinnar var komið fyrir fáum dögum. Nýtt sjúkrahús Sjúkrahús Siglufjarðar, sem gamalt er orðið, er í senn allt of lítið og veitir starfsfólki hvergi nærri þau. starfsskilyrði, sem gera verður kröfu til nú. Sam- tök kvenna hér í bæ hafa um mörg undanfarin ár beitt sér fyr- ir fjársöfnun til nýbyggingar sjúkrahúss og orðið vel ágengt. Bæjarstjórn Siglufjarðar hefur ákveðið að hefja byggingu nýs sjúkrahúss í samvinnu við fé- lagasamtök í bænum. Hefur Sigurjón Sveinsson, arkitekt, gei’t teikningar hins nýja sjúkra húss, og bæjarstjórnin og bygg- ingarnefnd sjúkrahússins sam- þykkt þær. Fjárfestingarheimild til byrjunarframkvæmda er fyrir hendi. Verður þetta verk hafið nú í haust, ef veður leyfir, ella I á vori komanda. I Á síldarvertíð eru hér hundruð sjómanna og landverkafólks, sem engu síður en Siglfirðingar eiga mikið undir því komið, að hér sé starfrækt gott og fullkomið sjúkrahús. Þetta sjúkrahús verð ur því eins konar „fjórðungs- sjúkrahús“ þess fólks, sem starf- ar að aðalútflutningsframleiðslu þjóðarinnar, og verður sú krafa eða ósk að teljast sanngjörn og eðlileg, að háttv. Alþingi tryggi hinu nýja sjúkrahúsi sams konar f Strákavegi þar sem göngin eiga að koma í gegnum fjallið. Hæðina á klettinum má sjá með því að bera hana saman við sig- manninn (í hringnum). — Steingr. Guðmundss. tók myndirnar. réttindi og hinum svokölluðu fjórðungssjúkrahúsum. Er hér íbúðarhús eru hér í byggingu og aðrir hugsa til framkvæmda í þessu efni. Þetta er ánægjulegt og talar sínu máli, sem ekki þarf frekari skýringar. Árstíðabundið atvinnuleysi Helzta vandamál Siglfirðinga Nýja hafnarbryggjan. Til vinstri sést hluti af gömlu bryggjunni. Myndin sýnir sundlaug Siglufjarðar, sem nú er verið að byggja yfir á vegum bæjarins. Bjarki Árnason, byggingameistari, hefir verkið með höndum. verkefni fyrir þingmenn Sigi- firðinga, sem verða tveir að telj- ast. Byggðasafn Á 1000. fundi bæjarstjórnar Siglufjarðar var samþykkt að koma hér upp byggðasafni, en starfandi er á vegum bæjarstjórn ar nefnd, sem viðað hefur að sér ýmsum munum á slíkt safn og unnið .undirbúningsstarf í þessu efni. Nú í sumar hefur verið byggð ný hæð ofan á húsið Gránugötu 18 (nýju lögreglustöðina) sem fyrirhugað er að notuð verði und ir byggðasafn Siglufjarðar. Er sú hæð nú fokheld og tilbúin til þeirrar innréttingar, sem hentar slíku safni. Húsabyggingar Ýmsar fleiri framkvæmdir e.u á döfinni á vegum bæjarins, en þessi upptalning verður látin nægja að sinni. Hér hefur verið mjög lítið um húsbyggingar, iætur nærri að ekki hafi verið byggt hér íbúðar- hús sl. 10—15 ár. Nú bregður er tilfinnanlegt árstíðabundið at vinnuleysi. Vetur hvern flýja tug ir manna til Suðurlandsins í at- vinnuleit, og aðrir, sem ekki eiga heimangengt, búa við stopula og hvergi nærri nóga atvinnu. Núverandi ríkisstjórn lofaði við tilkomu sína og lofar enn úr- bótum í þessu efni, sem Siglfirð- ingar hljóta sér í lagi að taka til sín, enda vetraratvinna óvíða eða hvergi jafn ónóg sem hér. En þótt loforð séu út af fyrir sig góð eru efndir betri og mætti ríkisstjórnin hvíla sig á hinu fyrra, en taka til við það síðara. Tvær leiðir má fara með góðum árangri: 1) Tryggja hraðfrysti- húsum á staðnum meira hráefni, en afkastageta þeirra er hvergi nærri fullnýtt. 2) Fullnýta eða nýta að einhverju þær síldaraf- urðir (síldariðnaður), sem nú eru fluttar úr landi sem hráefni til vinnslu erlendis — og fleira mætti sjálfsagt nefna. Að vísu er markaðsöflun’ nið- ursuðu- og niðurlangningaraf- urða erfið og framleiðslukostn- aður hár hér innanlands, en við verðum að hasla okkur völl á hins vegar svo við að nokkur | heimsmarkaðinum með fullunn- ar sjávarafurðir, ef vel á að vera, og ráðherrar og forystumenn at* vinnumála þjóðarinnar mega ekki sofa á þeim verði. Sérstaða í útsvarsmálum Alþingi hefur á undanförnum árum lögskyldað sveitarsjóði til vaxandi útgjalda, sem ásamt vaxandi verðbólgu hefur aukið svo útgjöld sveitarsjóða, að tekju þörf þeirra verður hvergi nærri fullnægt með þeim tekjustofni, útsvörunum, sem sveitarsjóðir verða að byggja á að mestu. Öll sveitarfélög munu eiga sammerkt um það, að hér er skjótra úrbóta þörf. ef ekki á illa að fara. Siglufjarðarkaupstaður er að því leyti verr staddur en aðrir kaupstaðir, að hinn stærri at- vinnurekstur hér er að mestu í formi ríkis- eða samvinnurekstr- ar, og með lögum undanþeginn eðlilegri útsvarsbyrði, svo þeim drjúga hluta útsvarsbyrðarinnar, sem fyrirtæki í öðru rekstrar- formi bera annars staðar, er hér velt yfir á bak almennings og smáfyrirtækja. Siglufjarðarkaup staður innheimtir t.d. lægri heildarupphæð í útsvörum en ísafjörður, af úm 100 fleiri gjald- endum, en útsvarsstigi á launa- tekjur er þó mun hærri hér en þar, enda er hinn stærri atvinnu- rekstur útsvarsskyldur þar og ber sinn hluta byrðanna, en hér ekki eða að mjög óverulegu leyti. Siglufjörður er því táknrænt dæmi um það, að fólkið sjálft beri byrðar þeirra rekstrar- fprma, sem löggjafinn lögvernd- ar frá réttlátri þátttöku í sam- eiginlegum kostnaði. Hér þarf að breyta til. Ríkis- rekin og samvinnurekin fyrir- tæki eiga að sitja við sama borð og önnur í útsvarsmálum. At- vinnurekstur á að vera útsvars- skyldur þar sem hann fer fram. Hluti söluskatts þarf að renna til sveitarsjóða. Ríkissjóður þarf að yfirtaka allan kostnað við löggæzlu í landinu. Verði ekki gengið að réttmæt- um óskum sveitarfélaga í þessu efni er raunverulega verið að brjóta niður sjálfstjórn þeirra — og verða þá íbúarnir að senda réttlátari og skilningsbetri full- trúa á löggjafarþing þjóðarinnar, vilji þeir varðveita sjálfstjórn sína og rétt. Bæjarmálasamstarf I bæjarstjórn Siglufj. er bæjar- málasamstarf milli Sjálfstæðis- flokksins, Alþýðuflokks og Fram sóknarflokksins, sem gefizt hefur vel. Eiga þessir flokkar sex full- trúa í bæjarstjórn: Sjálfst.fl. 3, Alþfl. 2 og Framsóknarfl. 1. — • „Stjórnarandstöðuna“ skipa 3 málhressir kommúnistar, skemmtilegustu menn. — Stefán.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.