Morgunblaðið - 12.11.1958, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 12.11.1958, Blaðsíða 6
6 M O K C V N n T 4 Ð 1 f) Miðvikudagur 12. nóv. 1958 Afbrotaalda í Sovétríkjunum eftir Edward Crankshaw SÚ FRÉTT var birt í Moskvu ekki alls fyrir löngu, að maður að nafni Victor Shashkin, skríl- menni hefði verið dæmdur til dauða fyrir morð á lögreglu- manni. Það var óvenjulegt við þetta mál, að Shashkin hafði fyrst verið dæmdur í 25 ára fang elsi og síðan var frá því greint að hinn strangari dómur væri af- leiðing almennrar fordæmingar, sem hefði komið í ljós í ótal bréfum til blaðanna og til innan- ríkisráðuneytisins. í rauninni var þessi strangi dómur til merkis um það að allsherjarbarátta væri hafin í Rússlandi gegn hinni svo- nefndu skrílmennsku (húlígan- ism) í landinu. Rússnesk yfirvöld hafa reynt að slá ryki í augu útlendinga með ofnotkun á orðinu „skríl- mennska“. Það er notað yfir bók- staflega allar tegundir af afbrot- um, morð, rán og niður í ölvunar brot og ósæmilega framkomu á almannafæri. í nokkur ár hafa farið fram umræður í blöðun- um um að hert verði á refsingum fyrir skrilmennsku almennt, en það er fyrst nú síðustu mánuði, sem farið er opinberlega að greina á milli „smá-skríl- mennsku" eg alvarlegra valdbeit ingargiæpa. Þessi ruglingur og óskýra hugs un í refsirétti Rússlands er arf- leifð liðinna ára. Morð hefur yfir leitt verið álitinn minni glæpur í Rússlandi en pólitísk afbrot. Þetta var alveg sama á dögum Stalins eins og það hafði verið á valdaárum keisaranna, morð- ingjar og valdbeitingarmenn höfðu betri aðbúð í fangelsun- um en pólitisku afbrotamennirn- ir. Og ekki hefur það bætt úr skák að kommúnistar hafa geng- ið með þá fáránlegu hugmynd, að glæpir væru afleiðing hins kapitalíska þjóðfélags, þeir myndu hverfa eins og dögg fyrir sólinni við þjóðfélag sósíalism- ans. Afleiðingin var svo sú að allt fram á síðustu ár voru refsingar við valdbeitingarglæpum sérstak lega vægar og það var ekki fyrr en fyrir þremur árum, sem alvar- legur áróður var hafinn fyrir að endurskoða þessar refsingar. Gerð ist það þá að þeir sem vildu herða refsingarnar viðurkenndu í fyrsta skipti, að glæpir væru ekkert sérstakt fyrirbæri í auð- valdslöndunum, þeir væru óað- skiljanlegur þáttur í Sovétskipu- laginu. Því viðurkenndu þeir um leið, að það væri ekki aðeins umhverfið eða uppeldisáhrifin sem ættu sök á glæpunum, held- ur og eðli hvers einstaklings. Upp á síðkastið hafa tvær mis- munandi stefnur í refsirétti kom- ið fram á sjónarsviðið. Fyrri stefnan byggir á því að nefsað verði þunglega fyrir alla skrílmennsku og þeir sem sekir verða um hana sendir til ára- langrar fangabúðavistar. Hin stefnan vill skilja út úr „skrílmennsku-hugtakinu1' stór- glæpi eins og manndráp og einn- ig greina verulega á milli þess, hvort afbrot eru framin af ásettu ráði eða af gáleysi. Rússar hafa verið mótfallnir dauðarefsingu, einkanlega dauða refsingu fyrir morð. Dauðarefs- ing var ekki leidd í lög fyrir manndráp fyrr en árið 1954. Virt- ist það þá álit þeirra sem um refsilagafrumvarpið fjölluðu, að dauðarefsingu ætti ekki að beita nema fyrir sérstaklega grimmd- arleg morð. En nú er uppi sterk ! hreyfing, sem sagt er að læknar j beiti sér einkum fyrir, að dauða- I refsing skuli beitt við .öllum teg- j undum manndrápa og einnig fyr- ir vopnaða árás og rán, jafnvel þótt engmn skaðist. I Af þessu má ráða, að smám saman er að myndast viðnám gegn glæpamennsku í Sovétríkj- unum, sem hefur orðið mjög á- berandi síðan á dögum Stalins. Það er reynt að vinna bug á af- brotaöldinni með dauðarefsing- um og með löngum fangelsis- refsingum fyrir ölvunarbrot. Fram að þessu hefur ölvun verið talin mönnum til vorkunnar við afbrot, nú er þessu svo snúið við að ölvun hefur í för með sér harðari refsingu. Svo virðist sem margir á Vest- urlöndum túlki þessar fréttir svo, að þær sýni að verið sé að hefja að nýju Stalins-kúgunina. Það er einnig rætt um það, að bar- áttan gegn „smá-skrílmennsk- unni“ sé ætluð til þess gagns að fylla nokkrar vinnufangabúð- ir sem hafa verið tæmdar að pólitískum föngum. En ég held, að það fái ekki staðizt. Rúss- nesku yfirvöldin eiga við stór- fellt vandamál að etja. í sjálfri Moskvu, eru löng stræti utan miðborgarinnar, sem eru mjög hættuleg fyrir vegfarendur að næturlagi Úti í sveitunum eru ofbeldi og rán mjög algeng. Það er lítið um glæpafélagsskapi, eins og þekkzt hafa á Vesturlönd um, en það er mikið um líkams- árásir, barsmíðar, rán sem oft hafa í för með sér manndráp. Og oft eru það atvinnuglæpamenn sem fremja þessi afbrot og eru fleiri saman. Það var fyrir löngu kominn tími til að gera eitthvað í málinu. I ræðu, sem Krúsjeff flutti ný- lega fyrir Komsomol — æsku- lýðsfylkinguna, sagði hann „Við skulum ekki taka skrílmennsk- una með okkur inn í kommún- ismann, við skulum skilja hann eftir í sósíalismanum.“ Þessi yfir lýsing er að mínu áliti ekkert geigvænleg. Krúsjeff tekur sér aðeins stöðu við hliðina á yfir- völdum annarra vestrænna landa, sem þurfa að glíma við afbrotaöldina. Það er aðeins eftir tektarvert, að meðan reynt er að berjast við afbrotin einkum þó afbrot unglinga á Vesturlöndum með auknum skilningi og mildi virðast Rússar sjá sig knúða að grípa til harðneskjulegri aðferða. Observer — Öll réttindi áskilin. Malbikunarvélin að verki á Hringbrautinni. — Vörubíll er að losa í vélina malbik, en slétt gatan kemur undan vélinni. Hún var einn dag að malbika götuna, en Hringbrautin er með lengstu götum bæjarins. (Ljósm. Heimir Stígs). Strákurinn er ánægður með nýja malbikið undir fótunum. — Séð eftir Hringbrautinni, en í fjarska sést malbikunarvélin síga hægt suður eftir götunni. Ragnar Jónsson: Skerðið ekki rétt listamanna Á ALÞINGI er komið fram frumvarp um breytingu á lögum um rithöfundarétt og prentrétt, í því skyni að tryggja útvarps- hlustendum ótakmarkaða að- stöðu til þess að taka upp á segulband efni til endurflutnings. 1 greinargerðinni er tekið fram að frumvarpið sé fram komið til þess að taka af öll tvímæli um að höfundur eigi því aðeins kröfu til gjalds fyrir flutning verka sinna, að hann fari fram í hagnaðarskyni. Ef svo er til ætlazt í nefndum lögum, sem ég efast mjög um, að þau tryggi höfunda því aðeins gegn óleyfi- legum flutningi verka þeirra, að hann fari fram í hagnaðarskyni beinlínis, þ. e. að tekið sé við aðgangseyri, þá finnst mér miklu fremur ástæða til þess fyrir hina vökulu löggjafa að afmá nú þennan órétt gagnvart lista- mönnum en að hlaupa að þarf- lausu fram fyrir skjöldu til varn- ar almenningi í landinu. Yrði þessi lagabreyting samþykkt, væri það spor í þá átt að þrengja mjög kosti listamanna. Enn sem komið er eru listamenn varnar- lausastir allra þegna þjóðfélaga heimsins, og víðast þeir sem minnst bera úr býtum, og ganga reyndar líka vægast eftir að fá tryggða réttarstöðu sína í þjóð- félögunum. Og það er eflaust vegna þess að þeir skilja betur öðrum mönnum hversu allar bókstafsþvinganir eru vandsam- rýmdar fögru mannlegu samfé- lagi. Um þá má að jafnaði segja að sá vægir sem vitið hefir meira. Vitanlega eiga listamenn eins og aðrir allan umráðarétt yfir verkum sínum og flutningi, og án samráðs við þá getur enginn á- kveðið gjald fyrir endurflutn- ing þeirra fremur en frumflutn- skrifar ur daglega lifinu E. Þ. skrifar: „OÍÐASTLIÐINN föstudag var kJ auglýst í Stjörnubíói verð- launamyndin rússneska „Trön- urnar fljúga". Þessari mynd hef- ur verið mikið hrósað og við hjónin keyptum okkur miða í kvikmyndahúsinu. En þegar við komum inn og ætl uðum að setjast í númeruð sæti okkar á svölunum, voru þar aðr- ir fyrir. Kom þá á daginn, að komnir voru kettir í ból Bjarnar. Höfðu félagar í MÍR fengið af- henta ónúmeraða miða að sýn- ingu þessari, sem var á þeirra vegum, og settust þeir svo hvar sem þeim sýndist, og neituðu að víkja fyrir þeim, sem þar áttu að sitja. Stúlkurnar, sem vísa til sætis, reyndu að greiða úr flækj unni, en hvarvetna sátu MIR- menn í sætum sem seid höfðu verið öðrum, enda virtust vera miklu fleiri í húsinu en nokkur sæti roru fyrir. Varð af þessu mikið hark. Reyndu starfsmenn bíósins að útvega aukastóla, og okkur var ásamt fjölmörgum öðr- um boðið sæti á gólfinu. Ekki sættum við okkur þó við að kaupa miða og eiga svo að sitja fyrir hunda og mannr, fótum, og fórum heim. Starfsmenn kvik- myndahússins voru ákaflega leið- ir yfir þessu, en kváðust ekkert geta við þessu gert, og endur- greiddu okkur hjónunum miða okkar. Það, sem mig furðar mest á, er þetta: í okkar sæti voru nafn- 'kunnir menn, sem neituðu með offorsi og dónaskap, að víkja fyrir fólki, sem hafði í höndun- um ávísun á þessi ákveðnu sæti, þó þeir hefðu sjálfir enga núm- eraða miða. Og það sem er enn þá furðulegra, þetta var ekki eina fólkið, sem sýndi þessa dæma- lausu frekju. Víðsvegar um sval- irnar var gauragangur af þess- um sökum. Og alls staðar fór það eins. MÍR-menn sátu þar, sem þeim sýndist". Þetta er ófögur saga. ÞETTA er ófögur saga, og Vel- vakanda er kunnugt um að þarna er rétt með farið. Að vissu leyti er frásögnin líka athyglis- verð. Hún sýnir svart á hvítu virðingarleysi þeirra sem þarna áttu hlut að máli fyrir réttind- um annarra. Þarna þóttust MIR- menn ráða húsum og þá skyldu þeir sitja hvar sem þeim þókn- aðist, hvort sem búið var að selja sætin öðrum eða elcki. Þetta er ofurlítið sýnishorn af því, sem gerast mundi, ef þeir hefðu stærra umráðasvæði en eitt kvikmyndahús. Þess skal gefið, fyrst þessi kvik myndasýning er til um-æðu, að á undan kvikmyndinni steig frétta- maður útvarpsins Henarik Ottós- son upp á pall og flutti eitt af sínum kunnu 'ofstækisávörpum um hjálpræði alheimskommún- ismans og r.azisma Morgunblaðs- ins. Sú plata virðist farin að slitna, enda var flutningurinn slitróttur, þótt ofstækið kæmi ef- laust beint frá hjarta þessa höfuð starfsmanns við hina hlutlausu fréttastofnun ríkisins. Malbikun gatna i Keflavík likar vel KEFLAVÍK, 7. nóv. — Undan- farna daga hefur verið unnið að undirbúningi og malbikun á ann- arri aðalumferðargötu Keflavík- ur, Hringbrautinni. Lokið var við að leggja biklagið síðastliðna föstudag. Það nær yfir 800 metra kafla. Verður nú unnið við að gera gangstéttir og fullgera bíla- stæði og grasteiga meðfram ak- brautinni. . VerkiC var framkvæmt af ís- lenzkum aðalverktökum á Kefla- víkurflugvelli, með verkfærum og efni, sem fengið var hjá varn- arliðinu. Mælingar og annan verkfræði- legan undirbúning önnuðust Haukur Pétursson verkfræðingur og Þorsteinn Ingólfsson bygg- ingafulltrúi Keflavíkur. Mikil ánægja er ríkjandi yfir þessum götukafla, þó stuttur sé. Mun bæjarstjórn leggja alla áherzlu á að fullgera fleiri götur og und- irbúa til malbikunar strax á næsta vori. Svo mikil umferð er um helztu göturnar að malar- ofaníburður stendur ekkert við og verða götur nær ófærar á stundum. í sumar hefur stöðugt verið unnið að lagningu holræsa og vatnsæða í nýjar götur, því byggðin þenst ört út, svo tími vinnst ekki til að fullgera allar nýju göturnar, sem telja má í kílómetrum á hverju sumri. — Helgi. ing. Allt annað er beinn þjófn- aður, og eins þó það verði stað- fest með rangiátum lagabókstaf, sem að vísu gæti flýtt fyrir því að tekin yrðu af öll tvímæli um hið gagnstæða með nýjum lög- um, og væri þá enn verr farið en heima setið. Annars fæ ég ekki komið auga á muninn á því, að hagnast beinlínis á flutningi verks, með því að taka við að- gangseyri, eða freista að spara sjálfum sér fé með því að njóta verkanna án þess að hafa lagt í þann kostnað, sem því er sam- fara að kaupa þau t. d. á plötum. Greinargerðin fyrir frumvarp- inu er villandi. Segulbandstæki notar fólk mjög mikið til þess að taka upp úrvalsefni, sem flutt er í útvarp af plötum og tón- bandi, í stað þess að kaupa það á dýrum grammófónplötum. En höfundalaun af plötum eru aðal- tekjur margra tónlistarmanna og tónskálda, og einu tekjur margra erfingja þeirra, og enginn efi er á því að sala á plötum minnkar verulega ef fólk almennt getur óátalið endurtekið heila kon- serta í heimahúsum endalaust og án nokkurs gjaids, og óþarfi er að benda sanngjörnu fólki á það, að hér er um að ræða mikið ó- réttlæti gagnvart eigendum verk anna og flytjendum. Jón Leifs hefir löngum haft lag á því að æsa okkur upp, en það er ekki réttlátt að láta listamenn almennt gjalda þess ef klaufa- lega er á málum þeirra hald- ið og einstrengingslega. Og mér finnst Jóni Leifs gert óþarflega hátt undir höfði, með því að breyta lögum til þess eins að vernda okkur gegn honum, og það því fremur, sem líklegt má telja að listamenn muni fylgja eftir kröfu hans fyrir þeirra hönd um að þeir hafi sjálffr hönd í bagga með útbreiðslu verka sinna og verzlun með þau. Nú þegar fjöldi heimila hefir eignazt segulbandstæki, er auð- sætt að vernda þarf listamenn með einhverjum hætti gegn mis- notkun þeirra. í núgildandi lög- um um höfundarétt er mjög verulega hallað á listamennina, þeir skyldaðir til að sætta sig við að gripið sé til verka þeirra til að skemmta fólki, jafnvel á opinberum samkomustöðum, án þess að greiða neitt fyrir það. En með tilkomu segulbandstækj- anna standa listamenn andspæn- Frh. á bls. 18.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.