Morgunblaðið - 12.11.1958, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 12.11.1958, Blaðsíða 9
Miðvik'udagur 12. nóv. 1958 M O R C PVR L 4 Ð 1 Ð 9 Anna Tómasdóttir Víkum — áttrœð EIN af merkustu húsfreyjum i Húnavatnssýslu varð 80 ára fyrir fjórum' dögum. Þetta er Anna Tómasdóttir í Víkum á Skaga. Hún er fædd að Ásbúðum 4. nóvember 1878, dóttir hjónanna Tómasar Markús sonar og Höilu Guðlaugsdóttur er þar bjuggu þá. Átján ára gömul giftist hún bóndanum Árna Guðmundssyni í Víkum, miklum ágætis- og dugn aðarmanni. Faðir hans var Bjarnason bónda í Víkum og er talið að á þessu höfuðbóli hafi sama ættin búið í tæpar 3 aldir. Hjónin í Víkum Anna og Árni 79 afkomendur á lífi, en 3 börn úr fjölskyldunni hafa dáið ung. Þann 30. f.m. varð Vilhjálmur á Hvalnesi næstelzti bræðranna 60 ára og þar sem svo stutt var að 80 ára afmæli ættmóðurinnar, þá safnaðist öll fjölskyldan sam- an til veizlufagnaðar þann dag. Var sú samkoma haldin á Sauð- árkróki. Þar var góður gleðskap- ur: ræðuhöld, söngur og rausnar- legar veitingar. Hin aldurhnigna J ágætisKona var þar hress og kát og sköruleg að vanda. Ræddi við binn fjölmenna hóp sinna afkom 1 enda og aðra gesti rétt eins og ung væri. Heimilið í Víkum á Skaga hef- ir í tíð núlifandi manna verið hið mesta fyrirmyndar heimili. : Þar hefir fjölskyldan gert garð- inn frægan með miklum bygg- ingum, túnrækt og öðrum um- bótum. eignuðust 10 börn og eru 9 þeirra á lífi, en einn drengur dó ungur. Systkynin sem lifa eru þessi talin eftir aldri. 1. Guðmundur bóndi á Þor- bjargarstöðum í Skefilsstaða- hreppi, kvæntur Kristínu frá Mallandi. 2. Vilhjálmur bóndi á Hval- nesi í Skeíilsstaðahreppi, kvænt- ur Ástu Kristmundsdóttur frá Hrauni. 3. Fanney: ekkja í Keflavík, áður gift Boga Hólm. 4. Karl bóndi í Víkum, kvænt- ur Margréti frá Balaskarði. 5. Sigríður húsfreyja á Svana- vatni í Skagafirði, gift Jóni Jónas syni frá Hróarsdal. 6. Hilmar bóndi á Hofi á Skagaströnd, kvæntur Aðalheiði Magnúsdóttur frá Skeggjastöð- um. 7. Hjalti bóndi á Skeggjastöð- um í Skagahreppi kvæntur Önnu Magnúsdóttur sama stað. 8. Leó byggingameistari í Reykjavík, kvæntur Herdísi Jónsdóttur frá Nautabúi. 9. Lárus smiður á Skagaströnd, kvæntur Sigurlaugu Jónsdóttur frá Álfhóli. Öll eru systkynin frá Víkum gæða fólk og frábær að dúgnaði svo sem foreldarnir. Mann sinn Árna missti Anna í Víkum árið 1931 frá öllum barnahópnum. En hún hefir aldrei látið bugast og hélt áfram sínum búskap með frábærum dugnaði, þraustseigju og skör- ungsskap. Svo kynæsl er hún, að barnabörnin og barnabarnabörn hennar eru orðin 70 svo hún á Anna Tómasdóttir hefir verið mikil gæfukona. Hjónabandið svo ástríkt og gott, að þar bar aldrei skugga á og börnin hvert öðru efnilegra, þróttmikil, reglu- söm og í alla staði hið bezta fólk. í allri fjölskyldunni hefir stjálfs- bjargarandinn og sjálfstæðishug- sjónin verið ákaflega sterk, svo sem víðar á sér stað í okkar af- skekktari byggðarlögum. Þar gildir að duga eða deyja, og hjá slíkum mönnum er það ríkjandi, er sem skáldið segir: „Fólkið þar er svo frjálst og hraust, falslaus vinmál þess og ástin traust“. Slíkur hefir andinn verið hjá Önnu í Víkum og hennar fólki. Manninn hennar Árna Guð- mundsson þekkti ég ekki persónu lega, en öllum kunnugum ber saman um, að hann hafi verið hinn mesti ágætismaður í hví- vetna. Víkingur til vinnu og í alla staði mætur bóndi. Fráfall hans á góðum aldri var ægilegt áfall fyrir konuna pg börnin. ÍSLAN DSSAGA Þorsteins M. Jónssonar fslandssaga 1874—1944. — Ríkisútgáfa námsbóka, Reykjavík 1958. SÍZT mun ofmælt, að tímabilið frá 1874 til þessa dags — þó einkum frá því er þjóðin fékk innlenda ráðherrastjórn — sé gróskumesta skeið íslenzkrar sögu. Sannar það, að frjálsræði í eigin málefnum þjóða er skilyrði vaxtar þeirra og viðgangs, elUr af sér bjartsýni og dúg einstakl- inganna, velsæld og framfarir heildarinnar. Áhrifa frelsisins gætir í öllum greinum þjóðlífs- ins, stjórnmálum, efnahagslífi, menningu andlegri og verklegri, jafnvel húsakosti, heiisufari og fólksfjölgun. Saga þessa tímabils er því jafnframt framfarasaga íslendinga, saga geruyltingar i þjóðlífinu, er fornum atvinnu- og lífsháttum var varpað fyrir borð, en nýtt snið stéttaskiptingar, vél- búnaðar og borgarlífs upp tekið. Börnum á skólaskyidualdri mun fáum ljóst, hversu stórkost- legar og snöggar lífsvenjubreyt- ingar hafa gerzt á hálfri öid hér á landi. Þeim veitist flestum erf- itt að skilja, að velflest það, sem þau telja hversdagslega, sjálf- sagða og nauðsynlega hluti, svo sem vegir, brýr, hús, skip, sími o. s. frv., vera verk aðeins tveggja kynslóða að kalla. tíögu þessa tímabils er því nauðsymegt að kynna þeim, svo að yngsta kynslóðin átti sig fremur á stöðu sinni á þróunarferli íslendinga og hinu, að hinn vélvæddi nútjmi er í raun réttri aðeins í seilingar- fjarlægð frá miðöld og fornöld, ef litið er til atvinnu- og efna- hagslífs. Hér verður æskan enn fremur þess áskynja, hvers fá- menn þjóð er megnug, ef af henni er létt erlendri ánauð og arður- inn af striti hennar nýtist henni sjálfri, en streymir ekki út úr landinu í formi verz’unarágóða, jarðarafgjalda, skatta eða sak- eyris. Það er því þakkarvert, að Ríkis- útgáfa námsbóka skuli hafa sent frá sér kennslubók í sögu íslands, er fjallar um þetta timaoil og ætluð er til notkunar i efstu bekkjum barnaskólanna. Varla hefði verið vansalaust öllu leng- ur, að ungmenni þessa lands Jykju svo skyldunámi sínu, að þeim væri ekki veitt fræðsla um mesta framfaraskeið þjóðar sinnar. Hitt var einnig stórvel ráðið, að fela hinum landskunna og gamal- reynda kennara og skólamanni, Þorsteini M. Jónssyni, að færa kennslubók þessa í letur. Þor- steinn hefir haft á hendi kennslu í sögu IslandS áratugum saman, bæði í barna- og unglingaskólum með frábærum árangri og er auk þess gagnkunnugur íslenzkri sögu og þjóðlífi að fornu og nýju. Mikill vandi hefir höfundi vei'ið á höndum, er hann hóf samningu þessarar bókar. Mun erfiðara er að rita sögu nýliðins tíma en fjarlægrar fortíðar. Þessu er iikt háttað og um málverk. Ef staðið er mjög nærri þeim, blasir við augum hinn ferlegasti óskapnað- ur lita og drátta, en þegar menn fjarlægjast þau, skýrast línur og megindrættir myndflatavins, litir og lögun fallast í faðma samræm- is og jafnvægis og heildin birtist glögg og skýr. Á sama hátt verðúr nokkur tíma að líða, áður en menn öðlast rétt mat á atburðum liðinnar sögu, geta dæmt af sann- girni um menn og mál og sitja ekki lengur í villuljósi persónu- legra kynna eða persónulegra af- skipta. Frá þessari þraut kernst höfundur með miklum sóma. Hann er hógvær í dómum og rekur atburðarás eftir óumdeild- um staðreyndum. Hann hefir já- kvæða afstöðu til þeirra manna, sem hann skrifar um, getur þeirra að góðu fremur en að dæma þá fyrir skoðanir eða athafnir, sem orkað hafa tvímælis. Vandi höf- undar var i þessu efni enn meiri en margra annarra hefði beðiði vegna þess að hann var sjálfur virkur í atburðum og átökum þessa tíma. En hvergi, hygg ég, að örli á hlutdrægni í frásögn hans eða þess verði vart, hvar hann hefir í fylking staðið. (Til undantekningar má þó teijast, er höfundur fjallar um baráttuna gegn áfengisbölinu, en það tel ég fremur kost-en löst á bókinni.) Þótt bók þessi sé ekki löng að blaðsíðutali, býr hún yfir mörg- um ótvíræðum kostum, sem kennslubók handa ungmennum má prýða. Er þar fyrst að telja, að sagan er sögð á einföldu og hreinu máli og frásögnin er furðu safarík og fjörleg, þegar þess er gætt, hversu samanþjappað efnið er. Bókin veitir nemendum næg tilefni til umhugsunar, auk fræðslunnar, og kennurum ótal færi á að fjörga kennsluna með fyllri munnlegri frásögn. Einhver mesti kostur bókarínnar er þó, að mínum dómi sá, að mikil alúð er lögð við að rekjaatvinnu-ogmenn ingarsögu landsmanna a þeim tíma, er hún fjallar u.n. Bókin rekur ekki aðallega stjórnmála- sögu, sem oft vill verða megin- efni kennslubóka í sögu, heldur er miklu fremur greint frá lands- högum og lífsbaráttu alþýðu manna og sókn hennar til betri lífskjara og menntunar. Margar myndir prýða bókina, einkum mannamyndir, sem eru ungum nemendum til mikiis léttis við að festa sér nöfn og atburði í minni. Höfundur getur þess í eftir- mála, að hann hafi verið búinn að semja aðra bók, þrisvar sinn- um lengri en þessa, sem fjallaði Mun honum sem flestum áhuga- sömum dugnaðar bændum hafa farið svo, að ætla sér ekki af við vinnu og falla af þeim sök- um í valinn fyrir aldur fram. Hinir mörgu og manndómsmiklu synir þessara hjóna hafa líka haldið merkinu hátt á lofti. Allir eru þeir miklir afkastamenn í verkum og mjög hugkvæmir í starfi, enda flestir þeirra smiðir góðir. í tilefni af 80 ára afmælinu óska ég Önnu í Víkum til ham- ingju iheð það hve vel henni hef- ir farnazt. Ég þakka henni góða vináttu og mikinn skörungsskap í heimilisstjórn og félagslífi. Von andi fær hún að lifa lengi enn og njóta góðra kosta í skjóli sinna mörgu barna, tengdabarna og annars venslafólks. Öllum þeim stóra hóp óska ég til ham- ingju með það, að eiga hana eins og hún er, og hafa fengið að njóta hennar svo vel sem raun ber á. Ég sendi öllum hópnum hér með goða kveðju. Jón Pálmason. um sama efni, en stjórn Ríkis- útgáfu námsbóka hafi talið of langa. Ég átti þess kost á sínum tíma að sjá hið lengra handrit og tel mjög miður faiið, að ekki skyldj vera horfið að því ráði að gefa það út. Helzti ljóður þess- arar bókar er einmitt sá, höf- undur hefir ekki nægilegt svig- rúm til frásagnar, rúmleysið kreppir stundum fast að honum. Afleiðingin verður á nokkrum stöðum upptalning staðreynda, sem ekki er við hæfi barna. Verða kennarar því að boldfylla frásögnina frá eigin brjósti, þar sem svo er. En höfundi tekst furðanlega að sneiða hjá þessu víðast hvar, og er ekki hans sök, þótt ekki sé alls staðar þykkt á beini. Það er grundvaliarmis- skilningur, að kennslubækur séu því auðveldari til náms og not- kunar, því styttri sem þær eru. Þessu er venjulega þveröfugt far- ið og stórvafasamt jafnvel, að færri kennslustundir þurfi til að komast yfir þær en lengri bækur, ef efnið skal vandlega kennt. Út- gáfukostnaður er vitaskuid minni, en það er hæpinn sparnaður, væg ast sagt. Að lokum vil ég þakka höfundi og Ríkisútgáfu námsbóka þessa bók. Hún fyllir eyðu í námsskrá skyldufræðslunnar, sem ekki var við hlítandi, að opin stæði öllu lengur. Sverrir Pálsson. + KVIKMYNDIR + Austarbœjarbíú: Kitty HIN FAGRA BORG Genf í Sviss, hefur svo sem kunnugt er verið eftirlætisborg hinna miklu stjórn málaskörunga heims til fundar- halda og ráðstefna um alþjóða- mál. Oft hefur árangurinn af þessum ráðstefnum staðið í öf- ugu hlutfalli við hástemmdar ræður þátttakenda, enda hættir sumum við að taka þessar ráð- stefnur ekki alltof hátíðlega. — Svo er um höfunda og reyndar leikendur þýzku gamanmyndar- innar „Kitty“. Er þar sagt frá brezkum utanríkisráðherra, sem af tilviljun hittir fyrir kornunga og fagra stúlku og atvikin haga því svo að hann býður henni að borða með sér á dýrasta veit- ingastað borgarinnar. En „smart“ blaðaljósmyndari nær af þeim mynd og auðvitað fer myndin um allan heim og veldur miklu uppnámi. Ungur bróðursonur ut- anríkisráðherrans er með honum í Genf og verður nú að taka að sér það hlutverk að halda stúlkunni frá blaðamönnunum, sem í hópum eru á eftir henni. Það endar auðvitað ekki nema á einn veg, enda er þetta unga fólk óvenjulega glæsilegt og að- laðandi. Og utanríkisráðherrann vinnur mikinn pólitískan sigur — af því hann vegna óhapps gat ekki mætt á einum fundi ráð- stefnunnar! -— Ungu stúlkuna „Kitty", leikur Ronny Schneider, falleg stúlka, dóttir Mögdu Schneíder, þýzku kvikmyndaleikkonunnar, sem var mjög dáð á sínum tíma og margir rosknir bíó-gestir hér muna vafa laust eftir. Unga manninn leikur Karlheinz Böhm, mjög geðslegur leikari og utanríkisráðherrann Sir William Ashlin leikur hinn snjalli og fyrirmannlegi leikari O. E. Hasse. Bráðskemmtileg mynd og vel gerð og tekin í mjög fögru um- hverfi. — Ego. Skrifsfofuhúsnœði á I. hæð til leigu Þingholtun- ura nú þegar. Stærð 130 ferm. j Tilboð merkt: „7918“, sendist Mbl. — Heildsalar Get tekið að mér sölu á vörum. Er einnig kaupandi að vöru-partíum eða leyfum. Tilboð merkt: „Stað- greiðsla — 7241“ sendist blaðinu fyrir 17. þ.m. TIL SÖLU Brauðgerðarhús í fullum gangi í kaupstað nálægt Reykjavik. Hús- eignin er á bezta stað og henni fylgir stór eignarlóð. Möguleikar eru þar til frekari atvinnureksturs. Góð viðskiptasambönd. ARNI GUÐJÓNSSON hdl. Garðastræti 17-Sími 12831. Bi»kihrossviðnr 4 mm. B og 5 mm. BB, fyrirliggjandi. Sendum heim. HARPA hf. Einholti 8.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.