Morgunblaðið - 24.12.1958, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 24.12.1958, Blaðsíða 1
III Mibvikud. 24. des. 1958 wattnfifðftUt I heimsdkn hjá sr. Bjarna 1. Jólakaka Jórunnar ÞEGAR ég bað séra Bjarna Jóns- son um samtal í jólablað Morgun- blaðsins hafði ég dálítið sam- vizkubit út af því að ónáða hann enn einu sinni, vissi sem var að blaðamenn höfðu oft á undan- förnum árum beðið hann ásjár undir svipuðum kringumstæð- um. En hann tók vel í málaleitun mína og þegar ég var seztur við skrifborðið í lítilli þægilegri skrifstofu hans að Lækjargötu 12 B og hafði fengið svör við fyrstu tveimur spurningunum, þá létti mér stórlega. Ég spurði séra Bjarna nefnilega að því, hvort honum hefði nokkurn tíma dott- ið í hug að gefa út ævisögu sína. Hann svaraði: — Áleitnir blaða- menn hafa oft spurt mig spjörun- um úr um æviatriði mín, svo það mun nægja, og því óþarfi, að ég bæti nokkru við. Þá spurði ég hann um, hvort hann ætlaði kannski að gefa út prédikanir sínar en hann svaraði aftur: — Nei, það hefur ekki heldur hvarfl að að mér. Hvernig heldurðu að liti hér út, ef ég hefði geymt þær allar! Ég er ekki ánægður með prédikanir mínar. Þær hefðu átt að vera miklu betri. En í hreinskilni sagt fellur mér betur að mæla af munni fram en að skrifa. Ég þóttist því í fullum rétti að leita til hans í þetta skipti og leggja fyrir hann nokkr ar spurningar til viðbótar þeim, sem hann hefur áður svarað blaðamönnum. Séra Bjarni er eins og allir vita einn af svip- mestu samtíðarmönnum okkar og verður af þeim sökum að sætta sig við að vera „blaðamat- ur“ öðru hverju. — Það var ekki að sjá, að séra Bjarni væri orðinn þreyttur á blaðamönnum. Ég nefndi það við hann, að ég hefði sjaldan átt eins auðvelt með að eiga samtal við nokkurn mann. Hann brosti og svaraði: Já, það gerir æfingin. Þegar hér var komið sögu, snerum við okkur að umræðuefn- inu. Séra Bjarni vildi, að við ræddum um jólin, þar sem það ætti einkarvel við í þetta skipti og féllst ég auðvitað á það. En með einu skilyrði þó: að hann segði mér líka dálítið frá bernsku og æskudögum hér í Reykjavík. Féllst hann fúslega á það og gerðum við með okkur málefna- samning. Þegar við höfðum kom- ið okkur vel fyrir í skrifstofunni, sagði séra Bjarni: — Ég hef nú bráðum lifað 78 jól, þar af 70 í Reykjavík. Þegar ég hugsa um þetta, dettur mér í hug hve lífið hefur verið „primitivt“ í bernsku og æsku minni. Þá var tilhlökkunin rík, þótt fátæktin væri mikil. Það bréytti öllu, þegar von var á því, að hangikjötið yrði borðað á Þorláksmessu. Nú er stundum við mig sagt: „Ég á því miður ekkert til með kaffinu, nema jólaköku". En á Þorláksmessu fórum við systkinin upp á Bakka- stíg til þess að gæta að, hvort Jórunn Guðmundsdóttir sauma- kona væri ekki á leið með jóla- kökuna, sem hún ætlaði að gefa móður minni í jólagjöf. Hún kom alltaf með jólakökuna á sama degi, á sömu klukkustund. Eftir- væntingin var mikil. Jórunn var systir þeirra bræðra Björns timburkaupmanns og Þor- steins fiskimatsmanns. Hún var fædd á hlaupársdegi og varð bráðk-vödd á hlaupársdegi, þegar hún varð sextug. Hún hafði boðið vinkonum sínum til veizlu og hlakkaði móðir mín mjög til veizlunnar, en á afmælis daginn varð Jórunn bráðkvödd, eins og ég sagði. — Man ég vel þegar jólin nálg- uðust og bókstaflega fann ég þeg- ar þau komu. Mér fannst það vera svo að segja áþreifanlegt. Gömlu mennirnir úr næstu bæj- um komu heim síðari hluta að- fangadags. Mér finnst ég enn finna ilminn af vindlinum, sem þeim hafði verið gefinn í búð- inni, og sumir þeirra höfðu að auki fengið þrjá vindla í jóla- gjöf. Þá marraði í snjónum og hátíðablær yfir öllum, þegar menn kölluðu hver til annars: Gleðileg jóL — Man ég þá miklu hátíð, þeg- ar steinolíu Ijósker var sett upp á gatnamótum Vesturgötu og Bakkastígs og kveikt var á því fyrsta sinn á aðfangadagskvöldið. Fóru menn þangað í smáhópum til að njóta hinnar skæru birtu. Þá voru ekki rafmagnsljós, engar götuskreytingar, í búðargluggum sást kandíssykur á undirskál, kaffibaunir og ef til vill brjóst- sykur. Þá var horft á sælgætið og taldi hver sig heppinn, ef hann átti 2'5 aura. Engin vatns- leiðsla, engin hitaveita, engin hrærivél, engin þvottavél, ekk- ert baðherbergi, engin rakara- stofa. Hvað segja menn nú og hvað sögðu menn þá: „En hvað við hlökkum til jólanna.“ Kyrrðin færðist yfir. Tunglið var á sínum stað óáreitt. Engum datt í hug að senda þangað eld- flaug. Nú var að því komið að hafa fataskipti, því brátt skyldi haldið til kirkju. Þá heyrðist vel í kirkjuklukkunum. í Reykjavík voru 4000 manns. Nú var farið að hringja, síðan á stað til kirkju. — Man ég vel kvöldið, þegar ég stóð inni á ganginum í Dómkirkj- unni, sem var ljósum prýdd. Aldrei hafði ég séð aðra eins birtu. Það logaði á kertaljósum um alla kirkjuna. Ég gleymi því aldrei, þegar sungið var: „Hvert fátækt hreysi höll nú er, því guð er sjálfur gestur hér.“ Þá sá ég það fyrir mér, að þegar heim kæmi væri torfbær- inn orðinn að höll. Og það jók á fögnuðinn, að frost skyldi vera, en ekki rigning, því annars hefði leka orðið vart í höllinni. Þegar heim kom, var allt umvafið há- tíðarbirtu. Faðir minn hafði keypt postulínshjálm á lampann. Var mér sagt að hann hefði kost- að 5 krónur og fannst mér faðir minn vera allríkur. í jólagjöf fékk ég tréhest og biblíusögur. Sat ég uppi á borðinu undir hin- um skrautlega lampa og las í biblíusögunum frá sköpun heims- ins allt fram að sögu Jóseps. Þetta var 1892. Þá var ég 11 ára. — Grundtvig, hinn merki danski prestur segir svo, að þeg- ar hann var barn heima í sveit- inni í hinum fátæklegu heim- kynnum, hafi jólamorguninn ver- ið hans himnaríki. Þetta er oft í huga mínum, þegar ég minnist jólanna heima. Nóttin var heilög. Það logaði á ljósunum alla nótt- ina, en vaknað var um klukkan 6. Sé ég það fyrir mér, hvar faðir minn sat við borðið og las jóla- hugvekjuna. Þá var borið fram kaffi og nú kom jólakaka Jór- unnar á borðið. — Man ég aðra kirkjuferð 1895. Var með föður mínum í kirkju og hlustaði á kvöldsönginn. Þeg- ar við héldum úr kirkjunni þótti mér einkennilegt, að hann sagði ekkert, en hélt fast í handlegg minn og stundi við. Og þegar við komum að Geirsbúð. hné hann niður í snjóskaflinn. Stóð ég þar i ráðaleysi, þar til tveir eða þrír kirkjugestir komu að. Hjálpuðu þeir honum og kom- ust með hann að Hlíðarhúsum. Þá treystist hann ekki til að halda lengra áfram og var um nóttina hjá góðum vinum. En ég kom aleinn heim. — Man ég vel hvað móðir mín tók þessu rólega og hélt hátíð með okkur börnunum. En 2—3 árum síðar varð faðir minn bráð- kvaddur á þessum sama bletti. — Man ég vel síðustu jól ald- arinnar. Það var skrautlegt um að litast í Austurstræti, en minnis stætt er mér og mörgum, þegar kveikt var á kertaljósum í glugg- unum nálægt Austurvelli á þessu síðasta kvöldi ársins 1900. Ó- gleymanleg stund, þegar klukkan sló 12 og Þórhallur Bjarnarson biskup flutti ræðu af svölum Alþingishússins. Kvæði voru les- in og sungin, kirkjuklukkum var hringt. Heilög kyrrð og þögn. Þannig var aldamótum heilsað. 2. „Hafið þér séð yðar eigin skynsemi?“ — Og svo fór ég að heim- an haustið 1902. Kvaddi torf- bæinn, flutti inn á Garð í Kaupmannahöfn. Var í fyrsta mánuði dvalar minnar þar boðinn ásamt nokkrum stúdent- um á kristilegan fund hjá Moltke greifa í höll hans í Breiðgötu. Fannst mér þar enn glæsilegra en í Mýrarholti. Umskiptin snögg og lítt skiljanleg. Greifanum kynntist ég síðan mjög vel 1 K. F. U. M. Nú átti ég mín fyrstu jól erlendis. Olfert Ricard hafði séð svo um, að mér var boðið að dveljast yfir jólin á prestsetri á Jótlandi. Lagði ég af stað Þor- láksmessumorgun og voru 8 danskir stúdentar í sama járn- brautarklefanum. Sungum við mikið og ég mörg íslenzk lög. Var mjög glatt á hjalla. Á prest- setrinu átti ég ágæt jól, en milli jóla og nýjárs barst mér bréf frá stúdentum í Árósum um það, hvort ég vildi ekki koma 3. jan- úar og syngja einsöng í hófi stúdenta þar í borg. Aldrei hafði ég vitað að ég væri söngmaður en tók boðinu, treystandi því að röddin yrði í lagi. Veizlan var haldin hjá kaupmanni einum í Árósum og að máltíð lokinni var sagt: „Nú syngur íslenzki stúd- entinn." Söng ég þá hvert lagið af öðru og var þar í fögnuði fram á nótt. Þá var mér fylgt heim á hótel, þar sem herbergi beið mín og við hóteldyrnar söng ég „Bára blá“. Lögregluþjórtn kom að og spurði, hvað hér væri um að vera. Einn stúdentanna svaraði: „Truflum ekki athöfnina. Það er íslendingur, sem er að syngja“. Um morguninn beið mín morg- unverður á hótelinu. Stúdentarn- ir komu og fylgdu mér á járn- brautarstöðina og borguðu far- gjaldið til Kaupmannahafnar. Upp frá því hef ég haldið, að ég hljóti að hafa söngrödd. — Á jólunum 1903 og 1904 dvaldist ég á prestsetri á Lálandi hjá presti þeim, sem Bachevold hét og Kaj Munk skrifar oft um í bókum sínum, enda átti Munk heima þar í nágrenninu. Var hann t. d. meðal barnanna á jóla- trésskemmtun í safnaðarhúsinu, sem ég var á, og hafði ég unnið að því allan daginn að skreyta jólatréð, og lék svo við börnin um kvöldið. Kaj Munk segir um þessa jólahátíð, að á leiðinni heim hafi hann ásamt öðrum drengjum komið í samkomuhús, þar sem hann fékk sælgæti í jólagjöf: „Það þótti mér vænt um, en englarnir voru samt í safnaðarhúsinu" — Ég naut á námsárum mín- um vináttu prestshjónanna og er í stöðugum bréfaskriftum við son þeirra, sem er gósseigandi og býr í veglegum herragarði á Lálandi. Hef ég alloft heimsótt hann og notið þar mikillar gestrisni. Hví- líkur munur að hafa búið við skrínukostinn á Garði á stúd- entsárunum og borða svo yfir sig í jólaveizlum hjá bændum á Lá- landi. — — Mig langar til að grípa hér inn í jólastemninguna, séra Bjarni. Þér þótti gaman á Hafnar árunum. — Já, á Hafnarárunum stund- aði ég nám mitt með gleði og eignaðist marga góða vini. Hlust- aði ég þar á hina merkilegustu kennimenn og gleymi aldrei há- tíðlegum stundum í troðfullum kirkjum. Ég notaði þau tækifæri, sem gáfust að vera á umræðu- fundum, þar sem rædd voru hin mörgu vandamál mannsandans. Kvöld eitt, þegar nokkur hundr- uð stúdentar voru saman komnir, talaði menntamaður einn gegn trú og kirkju, og sagði: „Ég trúi ekki því, sem ég hef ekki séS og treysti ekki á það“. Kennari minn í kirkjusögu Ammundsen, prófessor, síðan biskup, tók til máls og spurði með hógværð: ,Segið mér, herra Rashmussen, hafið þér séð yðar eigin skyn- semi?“ Hinn svaraði: „Nei“. Ammundsen sagði: „Við hinir höfum ekki heldur séð hana, hvar er hún þá?“ Dynjandi lófa- klapp. — Oft var þröngt í búi og hinir snauðu leituðu til þeirra, sem efnaðir voru taldir. Man ég, þeg- ar ég var talinn í þeirra röð. Læknisfræðingur sagði við mig: „Hvernig er fjárhagur þinn?“ Ég undrast enn í dag, hve lég var barnalegur, því í einfeldni minni og sannleiksást, svaraði ég: „Ég á 15 krónur“. „Þetta kalla ég sanna ráðdeild“, sagði félagi minn. „Svona eiga menn að lifa“. Um kvöldið fékk ég heimsókn af þessum vini mínum og hafði hann lögfræðing með sér og sagði: „Túlkaðu nú málið, svo það beri árangur". Og þeir fóru út með 15 krónurnar. í annað

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.