Morgunblaðið - 24.12.1958, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 24.12.1958, Blaðsíða 12
54 MOKGVNBl4Ð I Ð iVíiðvikudagur 24. des. 1958 MORGUNBLAÐIÐ birtir hér hina árlegu frétta- getraun sína, um innlent og erlent fréttaefni frá því ári sem nú er senn liðiff. W Spurningarnar eru einfald- ar, gefa skýrt til kynna um hvaff er spurt og hið rétta svar er að finna meðal fjög- urra sem gefin eru. — Fylgja sérstakir listar til þess að svara spurningunum. Skal hverri spurningu svarað á þann hátt, að skrifa aftan við númer spurningarinnar núm- erið á rétta svarinu. W Svarseðlarnir eru tveir. En fleiri geta auðveldlega tekið þátt í getrauninni með því að búa til seðla jafnóðum. Gefa má stig fyrir rétt svör, það gerir keppnina meira spenn- andi. & hessar skýringar munu nægja til þess að lesendur get- raunarinnar geti áttað sig á viðfangsefninu. — En varð- andi myndirnar í getrauninni er ekki um annað að ræða en að vera mannglöggur, því að þar eru engin nöfn gefin upp. Lausn getraunarinnar er að finna á bls. 23. — Svarseðlar eru á bls. 65. Innlendur vettvangur Ifslendingar sendu Minne- sotabúum kveðjur á 100 ára afmæli fylkisins. 1. Áritaðan sementspoka af Akranesi. 2. Flateyjarbók. 3. Guðbrandsbiblíu. 4. Fundahamar til fylkisþings- 2Nýr þáttur i starfi skóla var lögákveðinn. 1. Almenn fræðsla um sjó- sókn. 2. Kennsla í dráttarvélaakstri. 3. Saga handritanna. 4. Glímukennsla. 3Hinir sístritandi forráða- menn STEFs stóðu sem fyrr í stórræðum. 1. Boðuðu refsiaðgerðir gegn dægurlagasöngvurum. 2. Heimtuðu aðild að útvarps- ráði. 4GæzIufangar á Litla-Hrauni voru tíðum í fréttum. 1. Gerðu allsherjar hungur- verkfall. 2. Lögðust út í Þjórsárdal. 3. Tóku Litla-Hraun á sitt vald. 4. Heimtuðu vikulega dans- leiki. 5íslenzk stúlka fékk köllun í Briissel. 1. Gerðist hjúkrunarkona í Tíbet. 2. Gekk í klaustur í Lourdes. 3. Tók að starfa í Evrópu- þorpum séra Pires. 4. Kristniboði á Fílabeins- ströndinni. ÓBrezkur landhelgisbrjótur skemmti ísl. varðskipsmönn um. 1. Lét kjöldraga kokkinn. 2. Dansaði húla-hopp í brúnni. 3. Dró rússneskan fána að hún. 4. Lét skipshöfnina syngja í kór „Show my the way to go home“. 7Merkilegt félag var stofnað á Akureyri. 1. Skemmtifélag hestamanna. 2. Matthíasarfélag. 3. Hlutafélag um neðanjarðar- braut í bænum. 4. Menningarsamtök Norð- lendinga (M.S.T.N.). 8Skömmu eftir 12 mílna fiskveiðilögsöguyfirlýsing- una, var lýst yfir andhelgi. 1. Fuglavinafélagið. 2. Menningar og friðarsamtök kvenna. 3. Listamannaklúbburinn, 4. Félagið Alvara. 9Fegurðardrottningin 1958 gat þegar til kom ekki tek- ið þátt í fegurðarsamkeppn- inni á Langasandi. 1. Fór í síld. 2. Með barni. 3. Of ung. 4. Óttaðist að lenda í hvítri þrælasölu. 10 „Þaff sem þessari þjóð ríður mest á“, sagði ræðumaður, „er afturflvarf til siðgæðis og trúar“. 1. Biskup landsins. 2. Stórtemplar. 3. Þjóðleikhússtjóri. 4. Yfirmaður Hjálpræðishers- ins hér. viljans deildu. 1. Um músíkgáfu skólaæsk- unnar. 2. Um sál í tónverki. 3. Um rokk og ról. 4. Um tónverk Sjostakovits. Svisslendingur kom hingað í óvenjulegum erindum. 1. Ætlaði á sundbol yfir Vatna jökul. 2. Reyndi snjóplóg á Hellis- heiði. 3. Fór á gúmmíbát niður Þjórsá. 4. Ætlaði að kaupa S.Í.S. 13 í þingmannaförinni til Rúss- lands skeði sitthvað merki- legt. 1. Þingmenn klæddust forn- mannabúningi á Rauða torg- inu. 2. Drukku mjólk er Krúsjeff skálaði í Vodka. 3. Buðu konum á samyrkju- búi í bíó í Leningrad. 4. Dönsuðu fjöldadansa. 14 „Þetta var eins og að fara í hressandi bað“. 1. Halldór Kiljan við heim- komuna, eftir að hafa farið kringum hnöttinn. 2. Fegurðardrottningin að lok- inni krýningu í Tívolí. 3. Eyjólfur sundkappi eftir að hafa reynt við Ermarsundið. 4. Hermann eftir umræðurnar um bjargráðin. 15 Krúsjev skrifaði íslending- um bréf. 1. Bauð fram 100.000.000 rúblna lán. 2. Bauðst til að lána herskip til að verja fiskveiðiland- helgina. 3. Tryggja hlutleysi íslands. 4. Islendingar og Rússar komi á fót fljótandi fiskiðjuveri. 11 Kagnar Jónsson formaður Tónlistarfélagsins og Björn Franzson, listdómari Þjóð- 16 Sú gagnmerka stofnun Kvía- bryggja var lögð niður. 1. Viðskiptavinir of fáir. 2. . Dómsmálaráðherra ákvað lokunina. 3. Sálfræðingar töldu vist- mönnum hættu búna. 4. Starfsfólk og forstjóri sögðu upp. 17 í odda skarst millum út- varpsstjóra og Jóns Leifs. 1. Verðlaunalagið við kvæði Jónasar. 2. Útvarpið neitaði að endur- nýja rímnalagsplötuna. 3. Jón hækkaði skyndilega STEF-gjaldið. 4. Jón sagði útvarpið mismuna sér vísvitandi. 18 Fulltrúar sjálfstæðra Afríku þjóða komu hingað í heim- sókn. 1. Vildu kynnast ísl. skreiðar- framleiðendum. 2. Vildu fá Selsvarartröllið í sj álfboðaliðasveit. 3. Til að styrkja frelsisbaráttu Alsír. 4. Til að kynna sér 12 mílna forsendur íslendinga. 19 „Ég hélt að það væri komið stríð“, varð manni að orði er hann sá herflutninga á veg- um varnarliðsins. 1. Þórbergur Þórðarson á morgungöngu. 2. Yfirrr.aður varnarmáladeild 3. Eysteinn Jónsson ráðherra. 4. „12. september". OA Brezki sendiherrann var íAJ á heimili sínu er æstur múg- ur hóf grjótkast á húsið. 1. Klæddist brynju að hætti Krossferðariddara. 2. Flúði ofaní kjallarann. 3. Lék Chopinverk á píanóið. 4. Flutti ávarp til fólksins af tröppunum. 21 Náttúruverndarráð taldi nauðsynlegt að fyrirskipa alfriðun náttúrufyrirbæris. 1. Dropsteins. 2. Gabbrolaga á Kjalarnesi. 3. Útilegumannahellis við Skíðaskálann. 4. ölkeldunnar á Snæfells- syty íslendingum var bent á leið *áLi til þess að fá handritin. 1. Hætta Grænlandskröfum sinum. 2. Leyfa Færeyingum að veiða fyrir innan línu. 3. Gera skrá yfir handritin. 4. Láta sér nægja helming safnsins. 23 Farþegaþotan Comet IV kom við í Keflavík og þótti tíð- indum sæta. 1. Kom á einum hreyfli. 2. Enginn fékk að koma um borð. 3. Hafði afþakkað að lenda í Reykjavík. 4. Kyrrsetja átti flugvélina vgna togarans Hackness. 24 Hrútfirðingar biðu lægri hlut í hörðum átökum. 1. Fótbolta við Hvammstanga. 2. Hvalavaða gekk þeim úr greipum. 3. Töpuðu í símskák á móti Djúpavogi. 3. Þingmaður kjördæmisins á móti rafvæðingu sveitarinn- ar. 25 „Jafnvægi í byggð landsins" var sýnt í verki hjá þeim á Hofsósi. 1. ísbar. 2. 200 m löng hafskipabryggja. 3. Mjólkurbú. 4. Reiðhjólaverkstæði. 26 Kanadiskur blaðamaður sem heimsótti ísland lýsti hvað hann langaði mest að sjá. 1. Sjúkrahúsið á Patreksfirði. 2. Byggðasafnið í Glaumbæ. 3. fsl. konur í glímu. 4. Skákmenn í Grímsey. 27 Samgöngur stöðvuðust á Mýrdalssandi. 1. Símastaurar féllu á veginn. 2. Vatnavextir. 3. Kötlugos. 4. í ógáti var fjárgirðing sett yfir veginn. nn Óvenjulegt náttúrufyrirbæri wö átti sér stað. 1. Menn gengu þurrum fótum yfir brún Goðafoss. 2. öflugur goshver myndaðist við Húsavík. 3. Rauð norðurljós sáust á Eyrabakka í júní. 4. Flugfiskar veiddust á Gríms eyjarsundi. 29 Útlendingur komst í mann- raunir á ferðalagi. 1. Bíll hans festist í Tungnaá. 2. Rataði ekki úr Surtshelli. 3. Féll í jökulsprungu á Lang- jökli. 4. Missti tjald og farangur í fárviðri í Vonarskarði. 30 Hagalín rithöfundur, sem varð sextugur í ár, lét til sín taka. 1. Skipaður áfengisvarnaráðu- nautur ríkisstjórnarinnar. 2. Fordæmdi hrossaútflutning. 3. Þýddi Roðastein Mykles. 4. Hóf ritun ævisögu Hanni- bals Valdimarssonar. 31 Dómur gekk í máli banka- stjóra. 1. Vann meiðyrðamál gegn Vikunni. 2. Var dæmdur einkaréttur til ættarnafns. 3. Heimilt að draga 200.000 kr. tap frá persónulegum tekj- um. 4. Óheimilt að láta prenta nýja seðla án samþykkis f j ármálaráðherra. 32 33 Vegna „fyrri banalegu" v- stjórnarinnar missti Her- menn Jónasson forsætisráð- herra af merkilegum at- burði. Afmæli lýðháskólans í Jön- strup. Samnorrænni sundkeppni Samvinnumanna. Hádegisverði hjá Eisen- hower. Opnun heimssýningarinnar í Briissel. Ríkið vildi selja Reykjavík- urbæ Engey. Skyldi kosta 7 milljónir króna. Sementsverkj an fengi ó- keypis rafmagn í 25 ár. I makaskiftum við Korpúlfs staði. Bærinn fengi Kapelluhraun undir framtíðarflugvöll. 34 Nágrannaþjóðirnar hugðust styrkja efnahag islendinga. 1. Málmleitarmenn til Loð- mundarfjarðar. ]. Kolanám að Tindum. 3. Svissneskt fjármagn til hest húsabygginga um land allt. 4. Þungavatnsframleiðslu. 35 Hin illræmda Gula-bók var stærsta pólitíska málið 1. SÍS ætlaði að gefa Fram- sóknarflokknum frystihúsið Herðubreið við Tjörnina. 2. Bann við fólksflutningum til Reykjavíkur. 3. Skömmtun og opinbert eftir lit með húsnæði. 4. Morgunblaðshúsið þjóðnýtt og breytt í fjölbýlishús fyrir húsnæðisleysingj a. 36 A Búnaðarþingi náði athygl- isverð tillaga fram að ganga. 1. Búnaðarháskóli á Hvann- eyri. 2. Óþurrkalánin þegar endur- greidd og lögð í byggingar- sjóð Búnaðarfélagshallarinn 3. Sérstök búnaðardeild við Háskóla íslands. 4. Heimila ótakmarkaðan inn- flutning á Merínóhrútum. 37 Það upplýstist að eitt við- fangsefni hafði aldrei borið á góma í ríkisstjórninni í 2 ár. 1. Jafnvægi í byggð landsins. 2. Efnahagsmálin. 3. Brottför varnarliðsins. 4. Jöfn laun kvenna og karla. QQ Gamli Gullfaxi var seldur úr JÖ landi. 1. Grænlenzka flugfél. Igatek. 2. Alair félagið í Alaska. 3. Africair í Jóhannesborg. 4. Pioner flugfélag í Ghana. 39 Náttúruhamfarir á Vestfjörð um. 1. Brimbrjóturinn í Bolungar- vík sópaðist burt. 2. Búrhveli gengu á land í Tré kyllisvík. 3. Flóðbylgja skall á hafskipa bryggjunni á ísafirði. 4. Snjóflóð tók með sér bíl- skúra á Patreksfirði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.