Morgunblaðið - 15.01.1959, Page 9

Morgunblaðið - 15.01.1959, Page 9
Fimmtudagur 15. jan. 195! MORGVNBL 4Ð1Ð 9 bbidcc :: í FIMMTXJ umferð sveitakeppni 1. flokks hjá Bridgefélagi kvenna fóru leikar þannig: Lovísa v. f>orbjörgu .... 53:44 Þorgerður v. Guðrúnu B. 66:21 Elín v. Ólafíu......... 87:25 Minna v. Sigríði ........ 50:43 Ásta B. j. Margréti .... 39:37 Ingibjörg j. Ásta G....49:48 Guðrún G. j. Dóra...... 50:46 6. umferð verður spiluð í Skátaheimilinu við Snorrabraut nk. mánudag. «¥♦* Sveitakeppni meistaraflokks hjá Tafl- og bridgeklúbbnum hefst í kvöld. Tíu sveitir taka þátt í keppninni, sem fer fram í Sjómannaskólanum. Nk. mánu dag hefst einmenningskeppni hjá Tafl- og bridgeklúbbnum og verða spilaðar 3 umferðir. niður á öðru borðinu, en vannst á hinu. Eitt paranna lét sér nægja 3 hjörtu og vann þau. 17 pör spiluðu 3 grönd og töp- uðu 6 pör þeirri sögn. 3 pör unnu 3 grönd, 6 pör unnu 4 grönd og tvö pör unnu 5 grönd. Á einu borðinu, þar sem spil- uð voru 3 grönd lét Suður út tíguldrottningu, sem er gott út- spil. Vestur drap með ás, lét síðan út hjarta, sem Suður drap með ás. Nú lét Suður út tigul 7, Vestur gaf og Norður, sem ótt- aðist, að Austur ætti áttuna drap með tígul 10. Norður lét síðan út lauf, því ekki þýddi að eiga frekar við tígulinn. Laufa 10 var svínað og Suður drap með drottningu og spilaði aftur laufi. A—V fengu því 9 slagi og unnu þrjú grönd. — Eftir útspilið hefði spilið átt að vera 2 niður og hefði orðið það, ef N—S hefðu notfært sér tígulinn betur. Tvímenningskeppni fyrir meist araflokk hjá Bridefélagi Reykja- víkur hefst nk. þriðjudag. 32 pör taka þátt í keppni þessari, sem verður 5 umferðir. Reykjavíkurmeistaramót í tví- menning fór fram sl. sunnudag, mánudag og þriðjudag. 48 pör tóku þátt í keppni þessari, 19 pör frá Bridgefélagi Reykjavíkur, 16 pör frá Tafl- og bridgeklúbbnum og 13 pör frá Bridgefélagi kvenna. Spiluð voru samtals 96 spil, eða 32 spil hvern dag og voru sömu spilin spiluð á öllum borðum. 46 stig voru veitt fyrir beztan árangur úr hverju spili. Reykjavíkurmeistarar 1959 urðu þeir Eggerf Benónýsson og Stefán Stefánsson. Hlutu þeir samtals 2.662 stig, eða að meðaltali 27.7 stig fyrir hvert spil. Keppni var afar tvísýn og jöfn, eins og sja má á þeim breytingum, er urðu á röð efstu paranna. T. d. var röð þriggja efstu paranna eftir 1. umferð þessi: stig Hjalti — Júlíus ....... 930 Eggert — Stefán....... 891 Ásmundur — Jóhann .. 869 Að Tbknum tveim umferðum var röð þriggja efstu paranna þessi: stig Eggert — Stefán .... 1811 Hjalti — Júlíus...... 1743 Gunnar — Sveinn .... 1713 Endanleg röð átta efstu par- anna varð þessi: stig 1. Eggert — Stefán .... 2662 2. Hjalti — Júlíus ..... 2515 3. Sveinn — Gunnar .... 2457 4. Kristinn — Lárus .... 2405 5. Guðm. S. — Magnús .. 2399 6. Hallur — Símon .... 2395 7. Einar — Gunnar .... 2347 8. Elís — Kristján ...... 2343 Keppnisstjóri var Agnar Jörg- ensson, sem stjórnaði keppninni vel og röggsamlega. Hér kemur spil, er var spilað í II. umferð í Reykjavíkurmeist- aramótinu í tvimenning. Á öll- um borðunum urðu A—V sagn- hafar, en spilið fór þó misjafn- lega. ♦ A 5 3 V 5 4 3 2 ♦ 10 65 4 «86 « K 10 9 8 7 V 10 8 7 ♦ Á K 9 3 * 2 N V A S «62 V K D G 9 ♦ 2 * A K G 10 7 3 A D G 4 ¥ A 6 ♦ D G 8 7 * D 9 5 4 A einu borðinu voru spiluð 6 lauf, dobluð og urðu þau tvö niður. Á einu borði voru spiluð 5 hjörtu, sem urðu 3 niður. Á tveim borðum varð lokasögnin 4 hjörtu, sem varð 3 niður á öðru borðinu, en einn niður á hinu. 4 spaðar voru spilaðir á tveim borðum, varð sögnin einn Árni G. Eylands skrifar um bókina ÞETTA er fögur myndabók. Mér | datt í hug er ég las textann, að stórum væri réttmætara og meira sannmæli að nefna þetta órímað ljóð, heldur en margt það sem nú er nefnt því nafni og talið til ágæta í íslenzkri ljóðagerð. — Þessarar bókar hefir verið að miklu góðu getið. Á hana hefir verið borið einróma lof. Þess hef- ir verið getið að bókin komi út á fleiri tungumálum og að hún muni verða mikil og góð kynning fyrir land vort og þjóð. Sennilegt þykir mér að svo reynist, en á- stæðan til þess að ég voga mér að rita nokkur orð um bók þessa er sú, að ég tel bókina tilfinnan- lega gallaða sem rit til land- kynningar, svo að eigi megi nið- ur falla að benda á það, ef svo er sem mér skilst, að Bókaútgáfa Menningarsjóðs eigi einhverja aðild að bókinni. — Mér er meira en Ijóst, að það muni ekki vera vinsælt verk að benda á galla þessarar fögru bókar, en það verður nú að hafa það. Myndirnar eru allar fagrar sem sjón og ágætavel teknar, um það verður ekki deilt. — Þó tek ég eina undan sem ekki er falleg sem sjón (motiv), það er myndin af hesti sem prjónar, með meiru. Sú mynd átti ekkert erindi í bók þessa. Ekki er það svo að skilja að hestur sem prjónar með reið- mann, á baki geti ekki verið til- komumikil sjón og pkemmtxleg. En fegurðin fer af þegar karlmað ur stendur við hlið hestsins og hangir í taumnum. Slikt þykir mér Ijót sjón og ósmekkleg, illa til fallin að kynna íslenzka hesta- mennsku og reiðmennsku. — En Hestar þetta sést því miður oft, jafnvel á hestamannamótum og kapp- reiðum. Að mínu viti og reynslu á „knapinn á hestbaki" að vera einfær, þó að hestur prjóni undir honum, um allt í senn, að sitja hestinn, stjórna honum og ná hon um niður aftur. Myndina á næstu síðu við hinn mikla mann sem hangir í taumnum á hinum prjón- andi hesti, hefði ég líka hikað við taka í bókina sökum þess hve átakanlega er upp á búið á síðari trússhestinum á myndinni. — Poka-skjattar eru hengdir yfir reiðing(?) og dröslast niður fyrir kvið á hestinum. Myndin er að öðru leyti góð og skemmtiieg, en þetta sýnir einmitt hve margs þarf að gæta og vandlega, er velja skal slíkar myndir. Þessar tiltölulega litlu aðfinnsl- ur, sem í rauninni vega ekki mik- ið á móti því sem vel er um þessa myndabók, eru alls ekki tilefni þess að ég rita þessar línur um bókina, mégin tilefnið er állt ann- að, og skal ég nú koma að því. Broddi Jóhannesson segir í upp hafi máls síns í bókinni, að hún fjalli um eitt fegursta ævintýri íslendinga. En hann segir líka að hesturinn hafi stritað með okkur ----á örbjargamörkum heims. Á öðrum stað segir Broddi enn fremur: „Tíðast nutum við hesta til hversdagslegra nytjaverka." Margs þarf búið við, og að sjálf- sögðu eru það nytjaverk að reka stóð og snúast við sauðfé á hest- baki, en fleira ber fram að telja, er viðurkenna skal og auglýsa nytsemi hestsins „á örbjarga- mörkum heims“ — á voru landi íslandi, og sem vin og ferðafélaga þjóðarinnar í þúsund ár og nokkru betur. — Það vantar 2—3 myndir í bókina — aðeins herzlu- muninn, meira er það nú ekki, til þess að hún væri sönn og góð sem landkynning. Það vantar mynd- irnar er sýni hestana við hin hversdagslegu nytjaverk, önnur en smalamennsku stóðs og sauða. Þetta er hörmuleg vöntun þegar þess er gætt, hversu litlu þurfti við að bæta, svo að við hefði mátt una. Enn eru reiðingar notaðir og klyfjar reiddar á klökkum, því ekki að hafa eina mynd er sýndi klyfjahesta undir burði. Og svo aðra er sýndi hesta við drátt. ennþá slær Ellert í Holtsmúla með hestum og það gera fleiri, þó að nú sé svo komið að bú- fræðingar geti útskrifast án þess að kunna að leggja aktygi á hest. En er ég segi þetta, er ekki þar með sagt að búfræðingarnir kunni það vel flestir, og um leið bið ég lesendur ókunnuga mála- vöxtum að minnast þess, að það er alls ekki vandalaust að leggja á aktygi, síður en svo. — Ennþá eru hestar notaðir við drátt, margt annað og léttara en slátt, t. d. við að raka með rakstrar- vél, við að dreifa tilbúnum áburði o, s. frv. Sem betur fer er ekki allt slíkt af lagt, þó að óhófsnot- kun traktora við léttaverk hafi mjög gripið um sig. SuKt lagast aftur síðar, — lagast fljótlega ef þeim, sem þykja hrossin góð eru ekki því meira mislagðar hendur. — En þá má það ekki koma fyrir að gefnar séu út heilar mynda- bækur um hesta til landkynning- ar án þess að í þeim sjáist örla á því að við notum hestana okkar góðu við hversdagsleg nytjaverk — til dráttar og burðar. Vita mega þeir er að slíkum útgáfum standa, að meðal erlendra mann- aðra þjóða, er það heldur heiður en ekki vansi báðum aðilum, ís- lenzku hestunum og íslenzku þjóð inni, að við kunnum að nota Þankar um „þrettándakvöld" ÞAÐ er vissulega ekki að ráð- ast á garðinn þar sem hann er lægstur, að velja „Þrettánda- kvöld“ Shakespears fyrir við- ; fangsefni á Herranótt 1959. Það | hefur löngum kennt einhvers geigs meðal íslenzkra leikara að taka leikhúsverk þessa mikla meistara til meðferðar, en af slíku má auðvitað of mikið gera, þótt hógværðin sé góðra gjalda verð. Margar kómedíur hans eru vel meðfæri venjulegra leikara, þó að varhugavert sé að ráð- leggja hreinum viðvaningum að fást við þær. En hér nýtur leikflokkur Menntaskólans mikillar aðstoðar tveggja snjallra leikhúsmanna, skáldsins Helga Hálfdánarsonar, sem hefur snúið „Þrettánda- kvöldi“ á unáðslegt mál og skáld- legt, en jafnframt leikandi létt í gamanseminni, og leikstjórans Benedikts Árnasonar, sem und- an farin þrjú leikár hefur leið- beint hinu unga fólki með vax- andi (og nú undraverðum) árangri. Tilgangur þessa greinarkorns er ekki að rekja sýninguna í einstökum atriðum, heldur að benda á það, að hér er um óvenju lega skemmtilega og heillandi sýningu að ræða, þar sem áhorf- andanum vill oft gleymast, að listamennirnir eru lítt þroskað- ir. Sérstaklega ber að lofa það, hversu vel þeim tekst með fram- sögn textans. Með því móti einu fær fegurð og kímni þýðingar- innar notið sín. Af reynslu er hægt að gera sér í hugarlund, hvílíka óhemjuvinnu slík sýn- ing hefir kostað, og hversu vel hinum unga leikstjóra lætur að ná hinu bezta fram hjá hverjum einstökum. Það er sannarlega ekki dimmt yfir framtíð íslands, á meðan æskufólkið er fúst til þess og fallið að aga sig að svo háu marki. Það er gaman fyrir gamlan skólaleikara, leikstjóra í viðlög- um og þýðanda skólaleikja að geta sagt það afdráttarlaust, án þess að eiga það á hættu að móðga nokkurn mann, að „Þrett- ándakvöldið“ ber af öllu því, sem áður hefur sezt á herranótt. Bjarni Guðmundsson. hesta, og að vel sé hægt að nota íslenzka hesta til dráttar og burð- ar, þeir séu vel liðtækir við slík störf. Yfirleitt verður að minnaát þess við alla landkynningu að láta eigi hjá líða að kynna það og strika undir það að við erum vinnandi þjóð, sem eigi tekur hlut sinn á þurru. Slíkt mælist alls staðar vel fyrir. Við landkynning sem snert- ir landbúnaðinn, og hestaræktin og hesturinn íslenzki er auðvitað snar þáttur búskapar, nær ekki nokkurri átt að gleyma þvi er sýnir, að bændur eru menn sem vinna hörðum höndum og hest- arnir með þeim og fyrir þá, undir reiðingi og í dragreipunum. Þriðju myndinni hefði ég viljað bæta við, nærmynd af reiðmanni er situr vel hestinn og hefir létta- hest í taumi undir snyrtilegum klyfsöðli og töskum. Slík mynd hefði verið, fyrir útlendinginn ófróða um ísland og íslenzka hesta, hámark ævintýrisins um landið og hestana. Svo þakka ég Brodda og Menn- ingarsjóði bókina. Eg sýni vinum minum norskum, sem að garði bera hana með nokkru stolti, en þegi auðvitað um gallana. Einn slíkur — mikill búnaðarmaður — sagði er hann hafði skoðað bókina og lagði hana frá sér: „Ef hesta- ræktarmennirnir okkar hefðu vit á að gefa út svona bók — en það hafa þeir nú ekki“. Hvað hefði sá maður sagt ef hann hetði verið læs á mál forfeðra sinna og getað lesið ljóðið hans Brodda? Jaðri, á annan í nýári 1959. að auglýsing í stærsta og útbreiddasta blaðinú — eykur söluna mest — S í mi 2-24-80

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.