Morgunblaðið - 15.01.1959, Page 13

Morgunblaðið - 15.01.1959, Page 13
Fimmtudagur 15. jan. 1959. MORGU1VBLAÐ1Ð 13 Sigurður Kr. Hjjaltested hakarameist. — Minning Fæddur 19. nóv. 1874 Dáinn 7. jan. 1958 LÁTINN er þar styrkur mann- kostamaður og sómi sinnar stétt- ar í hvívetna. Bar hann aldur- inn vel þótt hár væri orðinn, og hafði ferlivist, þar til þrem vik- um fyrir andlátið, að það mein ágerðist er hafði þjáð hann all- lengi, og sem reið honum að fullu, unz yfir lauk — nýrna- sjúkdómur. Fullu nafni hét hann Sigurður Kristján og var svo sem kunnugt er borinn og barnfæddur Reyk- vík-ingur. Foreldrar hans voru þau hjónin Einar söðlasmiður Hjaltested Péturssonar Hjalte- sted Einarssonar, bróður sr. Ólafs Hjaltested, fyrr. barnaskólastj. í Rvík ,síðar prests að Saurbæ á Hvalfjarðarströnd, og Anna Krist jana Guðmundsdóttir, snikkara Gunnlaugssonar, bónda í Breið- holti. Var Guðmundur bróðir Valgerðar í Nesi, móður Kristín- ar, er gerði þann garð frægan. Sigurður var yngstur fjögurra bræðra. Hinir voru: Pétur, úr- smiður, kaupmaður og bóndi að Sunnuhvoli í Reykjavík; Ólafur, kaupmaður og hugvitsmaður og Magnús úrsmiður og síðar bóndi að Vatnsenda. Voru þeir bræður mjög samrýmdir alla tíð og lifði Sigurður lengst þeirra. Anna móð ir þeirra missti snemma mann sinn og varð að brjótast áfram í sárri fátækt með sonu sína, þar til sá elsti, Pétur, varð aðalfyrir- vinna heimilisins, og svo hinir jafnskjótt og þeir komnst á legg. Var Magnús t>ó alinn upp að mestu hjá Jórunni móðursystur sinni við Klapparstíg og manni hennar Sigurði Þórðarsyni stein- smið. En einmitt á þessum stað byggði Sigurður Hjaltested löngu síðar brauðgerðar- og íbúðarhús sitt og framtíðarheimili. Þessi ljóshærði, velvaxni, þrótt mikli og myndarlegi piltur var bráðþroska og velgefinn til sál- ar og líkama, fjörmikill og at- hafnasamur, fróðleiksfús og söng- elskur svo sem hann átti kyn til. Naut hann nokkurrar tilsagnar Hannesar Þorsteinssonar, rit- stjóra og síðar þjóðskjalavarðar, í alm. fræðigreinum, eftir ferm- ingaraldur, og bjó Sigurður að því síðar. Þjóðleg fræði voru honum æ hjartfólgin, einkum saga fslands og íslendinga. Var hann minnugur með afbrigðum og sagði vel frá, og hefði hann orðið þarfur liðsmaðUr, ef honum hefði verið haldið til mennta. En þess var enginn kostur, sakir fátæktar. Fór Sigurður nú að að vinna fyrir sér, fyrst við Thomsens verzlun, eitthvað hjá þeim dug- mikla, barngóða öðlingsmanni Hans Theodór Ágúst Thomsen, en undir handleiðslu verzlunar- stjórans Jóhannesar Hansen. Og er Hansen stofnaði sjálfstæða verzlun vestar 1 götunni (Hafn- arstræti) fylgdi Sigurður honum. Var það ágætur húsbóndi og mun hafa haft góð áhrif á hinn unga pilt til lærdóms og þroska. Var Sigurður á þessum stöðum sam- tíma Elis Magnússyni, þeim af- burða lipra afgreiðslumanni, er margir eldri menn muna. Voru þeir miklir mátar, sambýlismenn um skeið og sannkallaðir fóst- bræður. Frá Hansen fór Sigurður um tvítugsaldur til W. Bernhöft og lærði þar bakaraiðn. Er hann varð fúllnuma fór hann til Nor- egs og dvaldi í Ósló — eða Christ- ianíu sem þá var kölluð — um tveggja ára skeið, til frekara náms í iðn sinni. Hvarf hann að því búnu heim aftur og vann sem áður um tíma hjá Bernhöft, hjá og með þeim ágætismanni Daniel, unz hann stofnaði sitt eigið brauðgerðarhús við Klapp- arstíg árið 1903. Það sama ár, 15. ágúst, gekk Sigurður að eiga eftirlifandi konu sína Rannveigu Ólafs frá Mýrar- húsum á Seltjarnarnesi, og er sú ætt alkunn. Bjuggu þau þarna í friðsælu hjónabandi alla tíð síðan, eða rösk 55 ár. Brauðgerð Sigurðar að Klapparstíg 17 var viðurkennd fyrir vörugæði, og sóttu margir þangað til kaupa, enda þótt þeir byggi víðs fjærri í bænum og voru t.d. fransk- brauð hans eftirsótt bæði af bæj- armönnum og útlendingum, enda hafði hann mikil viðskipti við erlend skip, einkum fyrir og eftir fyrri heimsstyrjöldina. Sigurður var einn af brautryðj- endum Bakarafélags Reykjavík- ur, og í stjórn þess og formaður um skeið. Þetta félag, er síðar nefndist Bakarameistarafélag Reykjavíkur kaus Sigurð heiðurs- meðlim sinn árið 1930. Bar hann hag stéttar sinnar mjög fyrir brjósti. Eftir nær 40 ára bakarastörf varð Sigurður að hætta þeim, mest sakir bilunar í hendi, er gerði honum ókleyft að vinna. En svo samvizkusamur var Sigurður, að hann vildi ekki bjóða við- skiptamönnum aðra vöru en þá er hann vann með eigin höndum að fullgera, enda þá eigi völ á öðrum er hann treysti til fullrar forustu í brauðgerð sinni. Eftir þetta lifði Sigurður kyrrlátu og friðsælu lífi innan um sínar bæk- ur og hugðarmál á hinu ágæta heimili þeirra hjóna og kom það sér nú vel að hann hafði alla tíð tamið sér að gæta alls sparnaðar og hagsýni í hvívetna. Ef nokkuð mætti að Sigurði finna, eins og hann var, þá er það einkum þetta, að hann var um of hlédrægur, einkum á efri árum og því nutu kostir hans sín ekki sem skyldi út á við. En vinur var hann vina sinna og átaka- og tillögugóður þegar á reyndi. Var mikil frændsemi með honum og bræðrum hans, einkum Pétri. En beztur var hann þó sem heimilis- faðir, og húsbóndi ágætur þeim er hjá honum lærðu bakaraiðn, lundgóður glaðsinna og lipur í allri umgengi. Lánsmaður var Sigurður, er einkum tel ég þó það til, að hann eignaðist ágæta konu, sem bjó honum og kjördóttur þe'rra Mar- gréti gott heimili. M: -grét er gift Ulrich Richter forsljóra og eiga þau 3 mannvænleg börn, 2 syni og eina dóttur. öll sakna þau nú og trega. Vin- urinn góði, heimilisfaðir og afi hefir kvatt, og hérvistinni'er lok- ið. En Sigurður Hjaltested lifir í hugljúfri minningu hjá öllum vin um sínum og frændfólki sem eftir lifir. Að lokum færi ég honum hjart- ans þakklæti fyrir ágæta frænd- semi og vináttu og hjálpsemi ó- gleymanlega. Færi ég eftirlifandi konu hans og ástvinum innilegustu samúð- arkveðju mína og óska þeim alls hins bezta í bráð og lengd. Guðm. Kr. Guðmundsson. Rafgeymahleðslan Síðumúla 21. — Hef fengið nýtt símanúmer 3-26-81. — Páll Kristinsson I. O. G. T. Ungmennastúkan Hálogaland Eldri deild Fundur að Fríkirkjuvegi 11, í kvöld kl. 8,30, stundvislega. — Æ.t. St. Andvari nr. 265 Fundur í kvöld kl. 8,30 í G.T.- húsinu. — 1. Inntaka. 2. Venjuleg fundarstörf. 3. Eftir fund verður kaffi og umræður um skáldskap. — Málshefjandi Gunnar Dal. Endurupptökufundur kl. 8. Æ.t. OLÍUSIJUR SIJUELEMENT PRUFUDÆLUR SPÍSSAR DÆLUTENGI DYNAMÓAR REGULATORAR V E R Z L U N FRÍDR1K8 BERTELSEIil Tryeevagötu 10 Nemendur Stýrimannaskólans athugið! Arshátíð Styrimannaskólans verður haldin í Sjálfstæðishúsinu fimmtudaginn 15. þ.m. og hefst með borðhaldi kl. 19.00. Miðar afhentir í skólanum og bókaverzlun ísafoldar. STJÖRNIN. Frystihusvinna Okkur vantar nokkrar stúlkur til vinnu í frysti- húsinu. Upplýsingar hjá verkstjórum, sími 18 og 47 Sand- gerði og Ólafi Jónssyni, sími 11673 og 16323. HLUTAFÉLAGIÐ MIÐNES, SANDGERÐI Þakjárn fyritrliggjandi * ’ O. V. Jóhannsson & Co. Símar 12363 og 17563 Glæsileg íbuðarhæð við Flókagötu, 184 fermetrar að stærð er til sölu. Upplýsingar gefur SIGURGEIR SIGURJÓNSSON hæstaréttarlögmaður Aðalstræti 8 — Sími 1-10-43 Vantar stúlku til afgreiðslustarfa KJÖTBÚÐIN Grettisgötu 64. Sími 12667 Býlið Skálatangi I Innri-Akranesshreppi er til sölu og laust til ábúðar í næstu fardögum. Sími og rafmagn. Skipti á litlu húsi eða íbúð í Reykjavík æskileg. Upplýsingar í síma 74, Akranesi. Beitingamenn vantar á útilegu- og landróðrabáta frá Hafnarfirði. Upplýsingar í síma 50565. Erlend hjón, barnlaus óska að taka á leigu 2ja eða 3ja herb. íbúð með húsgögnum í eitt ár. Tilboð merkt: ,,L. T.—5580“. sendist afgr. Morgun- blaðsins fyrir 18. þ.m. Beitingamenn vantar á m/b Auði til línuveiða, á útilegu og síðar til netaveiða. Upplýsingar í Fiskiðjuveri ríkisins og á kvöldin í síma 50967.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.