Morgunblaðið - 15.01.1959, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 15.01.1959, Blaðsíða 11
Fimmtudagur 15. jan. 1959. MOK'JVHBLAÐIÐ 11 Wið þurfum nýjar, mannsœmandi leikreglur í stjórnmálabaráttunni 1931. í nsestu alþingiskosningum hlaut hann aðeins 8530 atkv. eða 23.9% kjósenda og tapaði aftur þriðja hluta þingmanna sinna. Draga verður því í efa, að menn fýsi að hverfa til slíks eða svip- aðs fyrirkomulags að nýju. LýSrœðislega skipun Alþingis og jafnvœgi byggðarlaga Rœða Jóhanns Hafstein, alþm. um kjör- dœmamálið á fundi Stúdentafélags Reykjavíkur í fyrrakvöld STUDENTAFELAG Reykjavík- ur hefir efnt til þessa fundar í því skyni að rætt verði um nýja eða breytta kjördæmaskipun landsins. Virðist nú svo komið, að allir viðurkenni, fúsir eða nauðugir, að við núverandi kjördæmaskip- un verði ekki með neinu móti lengur unað. Það eitt út af fyrir sig er merkur áfangi. Þess er að minnazt, að eftir lýðveldisstofn- unina var hver stjórnarsikrár- nefndin af annarri • sett á lagg- irnar til þess að gera tillögur um nýja stjórnarskrá hins unga lýð- veldis. Nefndirnar gufuðu upp. Árangur enginn. En á hverju strandaði hinn góði ásetningur, að setja lýðveldinu nýja stjórn- arskrá, vandaðri og réttlátari grundvallarlög? Ég hygg, að menn muni ekki véfengja ályktun mína, að í raun og veru hafi ætíð strandað á einu og sama atriðinu, að menn gætu samstillt tillögur sínar um það, hvernig kjördæmaskipun landsins skyldi vera, en ákvæðin um kjördæmaskipunina eru að sjálfsögðu eitt af meginatriðum stjórnarskrárinnar. Þegar sá vandi er leystur, ætti að vera auðvelt áð endurskoða síðar ýms önnur atriði stjórnarskrárinnar, sem bæta mætti. En hvað skyldi þá valda, að nú virðast flestir á einu máli um, að breytingum á kjördæmaskipun- inni verði ekki lengur skotið á frest — og vissa er um mjög víð- tæka samstöðu stjórnmálaflokka um meginatriði þeirra breytinga, sem gera skuli? Fátt er svo með öllu illt, að ekki boði nokkuð gott, og hér er tvímælalaust Hræðslu- bandalaginu, sællar minning- ar, fyrir að þakka. Þetta kosn- ingabandalag Framsóknar- flokksins og Alþýðufiokksins í síðustu alþingiskosningum, 1956, afhjúpaði svo vægðar- Iaust meingalla núverandi kjördæmaskipunar og kosn- ingalaga, að jafnvel þessir sömu flokkar töidiu sig þurfa að gera það að einu samnings- atriði stjórnarsáttmálans með kommúnistum, við myndun vinstri stjórnarinnar, eftir kosningarnar, að þessi ósómi skyldi lagfærður. Að vísu efndi vinstri stjórnin ekki þetta fyrirheit, fremur en svo mörg önnur, — en það er önn- ur saga. En hvernig á þá hin nýja kjör- dæmaskipun að vera í meginatr- iðum? Það er umræðuefni okkar í kvöld. Hvernig kjördæmaskipun má ekki vera. Það getur stundum verið góð byrjun, til þess að átta sig á góðri skipan mála, að gera sér ljósa grein fyrir, hvernig viðkomandi málum beri ekki að skipa. Og það getum við í þessu sambandi hæg- lega gert með því að athuga fyrst í stað núverandi kjördæmaskip- un, því að hún er orðin sýnis- horn þess, hvernig kjördæma- skipun í lýðræðisþjóðfélagi, má ekki vera. Núverandi kjördæmaskipun byggir á tvennskonar kosninga- fyrirkomulagi — meirihlutakosn- ingu í einmenningskjördæmum og hlutfallskosningu í tvímenn- ingskjördæmum og Reykjavík, með 8 þingmenn. Þetta ósamræmi er mjög óeðlilegt, en þó miklu verra en sýnist, þegar betur er að gáð. Því að ósamræmið er ekki aðeins í mismunandi kosn- ingaaðferð, heldur í einu og öllu og raunar hvar, sem niður er drepið. Ekkert samræmi er t.d. milli kjósendatölu bak við hvern þingmann, hvort heldur milli einmenningskjördæmanna og hlutf allskosningak j ör dæmanna eða innbyrðis milli einmennings- kjördæmanna annars vegar og hlutf allskosningakj ördæmanna innbyrðis hins vegar. Lítum á nokkur dæmi: Fyrsjt nokkur einmenningskjördæmi. Á Seyðisfirði eru 426 kjósendur á kjörskrá bak við einn þingmann. í Gullbringu- og Kjósarsýslu eru 7515 kjósendur bak við einn þing- mann. f Dalasýslu 703, í Austur- Skaftafellssýslu 759, í Stranda- sýslu 872, í Vestur-Húnavatns- sýslu 803 kjósendur á bak við þingmann. Á Akureyri eru svo 4640 kjósendur bak við einn þing mann. Svona er ósamræmið gíf- urlegt milli einmenningskjör- dæmanna innbyrðis. Og þó verður það ennþá verra þegar uppbótarsætin koma til í mörgum tilfellum. Það er t.d. eftirtektarvert, að í alþingiskosningunum 1949 koma 6 þingmenn, að uppbót- arþingmönnum meðtöldum á þrjú minnsliu einmennings- kjördæmin, Seyðisfjörð, A.- Skaftafellssýslu og Dalasýslu, með samtals 1984 kjósendur á kjörskrá þá. En aðeins einn þingmaður í strjálbýlu ein- menningskjördæmi með þó hærri kjósendatölu en þessi þrjú kjördæmi til samans, eins og Suður-Þingeyjarsýslu, þar sem voru 2380 kjósendur á kjörskrá. Þá eru kjördæmin með fleiri þingmenn og hlutfallskosningu. f Norður-Mx'xlasýslu 737 kjósend- ur á kjörskrá bak við hvorn þing- mann af tveim, — í Reykjavík 4700 kjósendur bak við hvern þingmann af 8. í Árnessýslu 1791 kjósandi bak við hvern þing- mann, en í Rangárvallasýslu 889 kjósendur við hvern þingmann, eða rétt helmingi færri. Herfilegt misrétti milli flokka. Milli stjórnmálaflokkanna verð ur svo ósamræmið og glundroð- inn ekki síður. í síðustu kosningum fær Framsóknarflokkurinn 17 þing menn kjörna og samtals 12925 atkv., en Sjálfstæðisflokkur- inn jafn marga kjördæma- kjörna á 35027 atkv., — og svo tvo uppbótarþingmenn, eða alls 19 þingmenn. Hefði rétti- lega átt að hafa 46 þingmenn á móti 17 þingmönnum Fram- sóknarflokksins. Þegar búið er að úthluta 11 uppbótarþingsætum, til að jafna metin milli flokkanna í síðustu kosningum, hefði þurft að halda áfram að úthluta 49 þingsætum til viðbótar, til að ná jöfnuði milli flokkanna. Uppbótarsætin hefðu með öðrum orðum þurft að vera 60 alls, til þess að nokkurn veginn sama kjósendatala væri bak við þingmann hvers flokks — og heildartala þingmanna þá orð- ið 101. Það mgi halda endalaust áfram að sýna veilurnar í núverandi kjördæmaskipun og kosningalög- gjöf, — en látum þetta nægja. Hér höfum við séð augljós dæmi þess ósamræmis og ranglætis, sem ber að varast og leiðrétta verður. Sem jafnastur kosningaréttur og jafnvægi byggðarlaga. En hvers mundi þá helzt bera að gæta, þegar kjördæmaskip- un landsins er ákveðin? Víst gæt- um við sótt margvíslegan fróðleik til annarra ríkja um það, hvernig þau hafa skipað þessum málum, á margbreytilegan hátt og með mjög mismunandi reynzlu. En þó held ég, að við þurfum að gæta Jóhann Hafstein ákafiega mikillar varúðar í því að sækja fordæmi til annarra þjóða í slíku máli.. Aðstaða Okk- ar íslendinga er svo einstæð og feikilega frábrugðin öðrum vegna i þess hversu örsmá þjóðin er, en lifir þó í mjög stóru, strjálbýlu og harðbýlu landi. Ég tel farsæl- ast að leitast umfram allt við að skilja rétt eðli og sérkenni okkar litla þjóðfélags og miða á- kvarðanir okkar við þá reynzlu og lærdóm, sem okkar eigin stjórnmálasaga og þróun geymir. Mér er ljóst, að það er vanda- samt að skilgreina á hverjum meginstoðum kjördæmaskipunin beri að hvíla. Menn geta skýrskot að til sögulegra raka, félagslegra sjónarmiða og lýðræðislegra grundvallarreglna og fleiri meg inatriða. Að mínum dómi er vandinn að samstilla réttilega þessi sjónarmið. Sumir hafa viljað leysa vand- ann á einfaldan hátt og sagt: Auðvitað á kosningaréttur manna að vera jafn, hvar í stétt eða stöðu sem menn eru, konur eða karlar, til sjávar eða sveita, í strjálbýli eða þéttbýli. örugga leiðin til þess að ná þessu marki er að allt landið sé eitt kjördæmi. — Einn framboðsisti fyrir hvern flokk — og kosið hlutfallskosn- ingu. Þetta er að mínum dómi of ein- hliða sjónarmið. Við þurfum að hafa í huga, að það er ekki ýkja langt síðan ís- lendingar voru bændaþjóðfélag fyrst og fremst, þar sem allir bjuggu í strjálbýli, engir kaup- staðir eða þéttbýli svo neinu næmi. Hinn öri fólksstraumur úr sveitum til kaupstaðanna á síð- ari áratugum hefir hvorki verið öfga- né hættulaus þróun. Og sjálf stjórnskipun ríkis- ins verður að miðast við, að kjölfestan, það er hæfilegt jafn vægi í byggðum landsins, sog- ist ekki fyrir borð. Þrátt fyrir marga galla hinnar gömlu kjördæmaskipunnar er það þó ríkt, í eðlisfari íslend- inga að byggðarlögin hafi sína þingmenn. Samfara jöfn- um kosningarétti einstakling- anna er því mikilvægt að hafa í huga jafnvægi byggðanna. Við Bjarni Benediktsson og Gunnar Thoroddsen lögðum til í síðustu stjórnarskrárnefndinni, „að kosningarréttur sé svo jafn sem þjóðarhagir og staðhættir leyfa“, eins og það var orðað. Ef til vill má orða þessa hugsun betur með því að segja, að kosn- ingarréttur skuli vera sem jafn- astur miðað við sérkenni hins ís- lenzka þjóðfélags. Við skýrðum tillögu okkar þannig, að þing- mönnum yrði ekki fækkað í strjál býlinu, eða einstökum landshlut- um, en fjölgað á hinum fjölmenn ari stöðum, til þess að jafna nokk uð metin miðað við þjóðfélags- þróun siðari ára. Fjölgun þing- manna í þéttbýlinu skyldi nema að minnsta kosti tölu hinna 11 uppbótarþingsæta. Einmenningskjördæmin hæpin leið iEn nú kemur enn einkum tvennt til álita, þó að framan- greind sjónarmið séu höfð í huga: Hvort ákjósanlegra sé að skipta öllu landinu í einmenningskjör- dæmi — eða í nokkur stór kjör- dæmi með hlutfallskosningu? Ég geri þá ráð fyrir, að menn fall- izt á, að eðlilegast sé að kosn- ingafyrirkomulagið sé hið sama um land allt, — hvor leiðin, sem valin yrði. Ég hefi áður byggt á þessu sjónarmiði í stjórnarskrá*- nefndinni, sem ég vitnaði áðan til. En engar frekari umræður urðu á þeim vettvangi um það, hvort kosningafyrirkomulagið hentaði betur. Nú verð ég að segja það, að mér finnst vissulega reynzla síðari ára ásamt nánari athug- un málsins leiða til þess, að einmenningskjördæmi henti ekki aðstæðum hér á landi. í fámenni okkar yrðu einmenn- ingskjördæmin örsmá. Svo smá, að örfá atkvæði gætu iðulega ráðið úrslitum. Er þá sú hætta mest, að með peninga valdi og atvinnukúgun sé auð- velt að hafa úrslitaáhrif á kosn ingar. Og þó að því væri ekki til að dreifa, er með þessum hætti enganveginn hægt að tryggja lýðræðislega skipiun Alþingis. Um þetta eru glögg dæmi í kosningaúrslitum hér á landi. í síðustu alþingiskosningum 1956, hefði Sjálfstæðisflokkurinn ekki þurft að vinna frá öðrum flokk- um nema 138 atkvæði í tilteknum kjördæmum til þess að bæta við sig 7 þingsætum. Og í alþingis- kosningunum 1953 á sama hátt 86 atkvæðum til að bæta við sig 5 þingsætum. í kjördæmakosningum 12. júlí 1931, þegar kjósa skyldi 36 þing- menn, alls staðar meirihluta- kosningu — eins *og í einmenn- ingskjördæmum, nema Reykja- vík, þar sem þá voru kosnir 4 þingmenn, fékk Framsóknarflokk urinn 21 þingmann kosinn á sam- tals 13844 atkv. (35.9%), en Sjálf- stæðisflokkurinn 12 þingmenn á 16891 atkv. samtals (43.8%) og Alþýðuflokkurinn 3 þingmenn á 6197 atkv. (16.1%). Framsóknarflokkurinn fékk þarna mikinn meirihluta þing- manna, eða um 60% þeirra, með liðlega þriðjung atkvæða í kosn- ingunum! Hér í fámenninu kann það ekki góðri lukku að stýra að fá mikinn meirihluta á Alþingi með mikinn minnihluta kjósenda að baki sér. Enda reyndist Fram- sóknarflokkurinn skamma stund höggi feginn eftir kosningarnar Stór kjördæmi og llutfalls- kosningar. Ég kem þá að þeirri leiðinnl, sem nú er einnig að stefnt, þar sem vitað er, að allir stjórnmála- flokkarnir, nema Framsóknar- flokkurinn, hafa tjáð sig fylgj- andi henni í grundvallaratriðum, — en það er sú skipan að skipta landinu í nokkur stór kjördæmi, þ.e. sjö utan Reykjavíkur, þann- ig að alls verði kjördæmin 8, ef Reykjavík væri t.d. aðeins eitt kjördæmi. Þingmannatala um það bil 5—6 eða jafnvel 7 í hverju kjördæmi, 12—15 i Reykjavík samtals. Alls staðar hlutfallskosn ingar og nokkur uppbótarþing- sæti til að tryggja sem jöfnust hlutföll milli flokka, þ.e. lýðræð- isega skipun Aþingis. Þingmanna tala gæti orðið allt að 58—60. Eins og ég hefi áður vikið að, var í síðustu aþingiskosningum skipulega unnið að því af tveim flokkanna, Framsóknarflokknum og Alþýðuflokknum, að hagnýta sér galla kjördæmaskipunarinn- ar og kosningatilhögunar. Niður- staðan varð sú, að þessum tveim flokkum hafði nærri tekizt að t^yggja sér meiri hluta á Alþingi, með samtals 33.9% kjósenda að baki sér, hlutu samtals 25 þing- menn af 52. Sjálfstæðisflokkur- inn hlaut aðeins 19 þingmenn með 42,4% kjósenda að baki sér. Eins og áður er getið, hefði hann til jafns við 17 þingmenn Fram- sóknarflokksins átt að fá 46 þing- menn, ef jafnrétti væri milli flokka, eða sömu hlutföll í þing- mannatölu og kjósendatölu flokk- anna. Sjáfstæðismenn og Alþýðu- bandalagsmenn töldu, að úthluta bæri uppbótarþingsætum til Hræðslubandalagsins svokallaða, í einu lagi, annað væri ólöglegt og brot á stjórnarskránni. Full- trúar beggja þessara aðila í lands- kjörstjórn lýstu þessari skoðun. Samkvæmt því hefði Alþýðu- flokkurinn enga uppbótarþing- menn hlotið, en bandalagið sam- tals 21 þingmann. Svo fór, að landskjörstjórn gaf út kjörbréf til 4 uppbótarþingmanna Alþýðu- flokksins með fyrirvörum og at- hugasemdum sitt á hvað, en samstæður meirihluti gegn út- gáfu kjörbréfanna var ekki fyr- ir hendi. Ekki skal ég rekja þá sögu hér. Og svo kom yfirdómur- inn, Alþingi, sem eins og nú hátt- ar úrskurðar sjálft endanlega um gildi kosninga og kjörgengi, sam- kvæmt 1. gr. þingskapa. Það mun hafa verið afráðið samtímis, að þingmemí Alþýðubandalagsins léðu atkvæði sín til að samþykkja hin umdeildu kjörbréf 4 þingm. Hræðslubandalagsins og tveir þingmenn Alþýðubandalagsins skyldu taka sæti í ráðherrastól- um vinstri stjórnarinnar. Enn ein sagan, sem ekki verður frek- ar rakin nú. Strax í upphafi þessa kjörtíma- bils hóf þingflokkur Sjálfstæðis- manna mjög umfangsmikla at- hugun á ráðlegustu leiðum til að bæta kjördæmaskipun landsins og breyta henni í réttara horf. Ekki var álitið tímabært að hreyfa málinu á Alþingi fyrr en líklegt væri, að um það gæti náðst nauðsynleg samstaða til að tryggja framgang þess. Strax eftir að vinstri stjórnin baðst lausnar óskaði Sjálfstæðisflokk- urinn eftir viðræðum við AL- þýðuflokkinn og Alþýðubanda- lagið um athugun á því, hvort þessir flokkar gætu náð sam- komulagi um breytingar á kjör- dæmaskipuninni. En þá hafði það nýskeð áður, að flokksstjórnar- fundur Alþýðuflokksins hafði samþykkt tillögur í kjördæma- málinu, sem í meginatriðum voru samhljóða þeim niðurstöðum, er fyrir lágu hjá þingflokki Sjálf- stæðismanna. í viðræðum milli hinna þriggja flokka kom ótví- rætt í ljós, að þeir voru mjög Framh. á bls. 12

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.