Morgunblaðið - 17.02.1959, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 17.02.1959, Blaðsíða 2
z MORGUNBLAÐIÐ ÞriSjudagur 17. febr. 1959 t Sett verði lög um eftirlit með sögustöðum Sigurður Bjarnason flytur þáltill. þess efnis í sameinuðu þingi SIGURÐUR BJARNASON, þingmaður Norður-ísfirðinga, ftytur í rameinuðu þingi tillögu til þingsályktunar um eftirlit með um- gengni á sögustöðum. Er tillagan á þessa leið: Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að undirbúa fyrir næsta reglulegt þing frumvarp til laga um eftirlit með sögustöðum og öðrum þeim stöðum á landinu, sem sérstaklega eru sóttir af er- lendum og innlendum ferðamönnum. Ferðamenn vitni að sóðaskap og hirðuleysi í greinargerð fyrir tillögunni segir svo: Alþingi hefur með sérstakri löggjöf sett reglur um friðhelgi og eftirlit Þingvalla, helgasta sögustaðar íslendinga. Enn frem- ur eru í lögum reglur um nátt- úruvernd og um eftirlit með opin berum veitingastöðum víðs veg- ar um land. En mikið brestur á, að fylgzt sé með umgengni á ýmsum fjöl- sóttum sögustöðum. Hefur það því hent sorglega oft, að ferða- menn, erlendir sem innlendir, hafa orðið vitni að ótrúlegum sóðaskap og hirðuleysi á slíkum stöðum. A sl. sumri henti það til dæmis, er fjölmennur hópur ís- lenzkra og erlendra blaðamanna heimsótti einn merkasta sögu- Flugvélin er stórskemmd VESTMANNAEYJUM, 16. febr. — Enn hefur Dakotaflugvélin, sem tepptist á föstudaginn, orðið fyrir skemmdum. Aðfaranótt sunnudagsins, í fárviðri, sleit flugvélin af sér öll bönd og kastaði veðrið henni til um tvær lengdir hennar. Kom flugvélin niður á vinstri vænginn, sem stórskemmdist. Flugvélinni var lagt á ný. Þær skemmdir, sem nú eru á henni orðnar, kunna að vera mjög alvarlegar. — Bj. Guðm. Kaupir Guðmund- ur Jörundsson „skuttogara66? GUÐMUNDUR Jörundsson, út- gerðarmaður frá Akureyri, mun hafa samið um — eða vera í þann veginn að semja um — smíði nýs togara, en hann seldi í fyrra tog- ara sinn, Jörund, til Stykkis- hólms, svo sem kunnugt er. Guðmundur Jörundsson er nú farinn utan í sambandi við tog- arakaup þessi, en skipið, sem hann mun kaupa, er af nýrri gerð, svonefndur „skuttogari", 800—900 lestir að stærð, með yfirbyggðu þilfari og á að ganga 16—17 mílur. — Slíkir togarar geta haft vírana á bæði borð og hátt uppi, eða mun hærra en hinir venjulegu togarar, og munu þeir geta veitt síld með mikiu betri árangri en hinir, af eldri gerðinni. Kunnugt er, að Guðmundur Jör undsson fékk fyrir nokkru inn- flutningsleyfi fyrir flutninga- skipi. Hins vegar mun allt enn í óvissu um kaup á því. Dagskrá Alk>ing\s í DAG eru boðaðir fundir í báð- um deildum Alþingis kl. 1,30. Á dagskrá efri deildar eru tvö mál. 1. Skipulagning samgangna, frv. 1. umr. 2. Sauðfjárbaðanir, frv. 3. umr. Tvö mál eru á dagskrá neðri deildar. 1. Listasafn íslands, frv. 1 umr. Ef leyft verður. 2. Rithöfunda- réttur og prentréttur, frv. 2. umr. stað þjóðarinnar, að þar var vægast sagt mjög ógeðþekk að- koma. Olli það í senn miklum vonbrigðum íslendinganna, sem þátt tóku í förinni, og hinna er- lendu gesta, sem höfðu gert sér háar hugmyndir um höfuðból eins frægasta og ágætasta sonar „söguþjóðarinnar“. Úr þessu verður að bæta Islendinga getur ekki greint á um það, að slík umgengni á fræg- ustu sögustöðum þjóðarinnar er henni til mestu vanvirðu, ekki aðeins gagnvart útlendingum, heldur gagnvart sjálfri sér. Úr þessu verður þess vegna að bæta. Bætt umgengni, snyrti- mennska og hirðusemi hlýtur að sjálfsögðu að byggjast fyrst og fremst á því fólki sjálfu, sem býr á slíkum stöðum. Það verður að gera sér ljóst, að á því hvílir mikil ábyrgð gagnvart þjóð sinni. En ekki virðist óeðlilegt, að hið opinbera leggi það ómak á sig að fylgjast með umgengni á þessum stöðum. Þyrfti það alls ekki að hafa mikinn kostnað í för með sér. Mætti til dæmis vel hugsa sér, að sýslumönnum og bæjarfógetum yrði falið að hafa eftirlit með sögustöðum, hverj- um í sínu umdæmi. Yfirumsjón mætti svo fela embættismönnum ríkisins í höfuðborginni, t. d. húsameistara ríkisins, vega- málastjóra og þjóðminjaverði. í till. þessari er því lagt til, að Alþingi feli ríkisstjórninni að undirbúa fyrir næsta reglulegt þing frv. til laga um eftirlit með sögustöðum og öðrum þeim stöðum á landinu, sem sérstak- lega eru sóttir af erlendum og innlendum ferðamönnum. Hér er um menningarmál að ræða, sem einnig hlýtur að vera nobkurt metnaðarmál íslenzku þjóðarinn- ar. — Bátum hlekkist á FRÉTTARITARI Mbl. á Siglu- firði símaði í gærkvöldi, að þang- að hafi um kl. 4,30 í gær komið vélbáturinn Gunnólfur frá Ólafs- firði, með bátinn Baldvin Þor- valdsson í eftirdragi. Hafði vél skipsl_ bil_ð hér út af firði. Þetta er í annað skipti á skömm- um tíma, sem Gunnólfur bjargar báti þessum til hafnar hér. Fréttaritari Mbl. á ísafirði sím- aði að Sæbjörg hefði komið þang- að í gær með vélbátinn Freyju frá Suðureyri. Hafði báturinn slitnað upp í ofsaveðri aðfara- nótt sunnudagsins og rekið á land. Báturinn er ekki talinn mik ið skemmdur. Rússar taka tvo danska fiskibáta RÖNNE á Borgundarhólmi 16. febr. (NTB) — Um miðja síðustu viku tóku Rússar tvo danska fiskibáta út af Ligau í Lettlandi. Þriðji báturinn komst undan. Öanirnir voru á laxveiðum í Eystrasalti og munu Rússar saka þá um að hafa verið innan 12- mílna landhelgi Rússlands. Fiskibátarnir tveir, sem teknir voru nefnast, Alkana og Stomine og eru báðir frá Kolding. Er tal- ið að hvor um sig hafi verið búinn að fá um 500 laxa. Er búizt við að skipstjórarnir fái sekt og aflinn verði gerður upptækur. Eins og frá var skýrt í Mbl. á sunnud., olli hafrótallmiklum spöllum á hafnarmannvirkjum i Grindavík í suðvestanveðrinu aðfaranótt þriðjudags sl. Þessi mynd er tekin á athafnasvæðinu við Grindavíkurhöfn eftir að veðrinu slotaði og sýnir, hvernig hin steinsteypta plata hefir brotn- að á allstóru svæði. Nokkuð af plötubrotunum bar hafrótið inn í sjálfa höfnina. (Ljósm. Björn Björnsson). Fróðlegar umrœður kjördœmamálið í gœrkvöldi um á fundi Hvatar í gærkvöldi hélt Sjálfstæðis- kvennafélagið Hvöt fund í Sjálf- stæðishúsinu og var hann fjölsótt ur. Formaður félagsins, Maríá Maack, setti fundinn. Fundar- störf hófust með því að kjörnir voru fulltrúar á væntanlegan landsfund, sem halda á 11. marz. Því næst talaði Jóhann Haf- stein, alþingismaður, og ræddi hann kjördæmamálið, sem verð- ur stærsta baráttumálið í vænt- anlegum kosningum. Rakti hann sögu þess frá því fyrst kom fram hreyfing um að breyta skipan þessara mála árið 1930, 1934 og 1942, þegar kosningalöggjöfinni var breytt í núverandi horf. — Sagði Jóhann að á þeim 17 árum, sem liðin eru síðan, hefði greini- lega komið í ljós í 5 kosningum, að enn væru gallar á kosninga- löggjöfinni, enda væri þetta langur tími, þegar tekið væri til- lit til þeirra þjóðlífsbreytinga, sem orðið hafa síðan. Greinileg- ast hefðu ókostir kjördæmaskipu lagsins komið í ljós, þegar Hræðslubandalagið var stofnað, til þess beinlínis að ganga á það lagið að nota sér galla þess. Skýrði Jóhann fyrir fundar- konum hina nýju skipan kjör- dæma, sem Sjálfstæðisflokkurinn helzt hallaðist að, taldi fram kosti hennar og galla, rakti gang mála, frá því að von var til að málið næði fram að ganga, eftir að vinstri stjórnin féll og skýrði líkurnar fyrir því að þessari stjórnarskrárbreytingu yrði kom- ið á á þessu þingi. Jóhann lauk ræðu sinni með því að lýsa þeirri skoðun sinni, að hið fyrirhugaða kosningaskipu lag muni víkka sjóndeildarhring kjósenda og þingmanna. Á eftir báru fundarkonur fram fyrirspurnir og ræddu málið. Frú Auður Auðuns, forseti bæj- arstjórnar, lét í ljós þá skoðun sína, að hin stóru kjördæmi með fleiri fulltrúum mundu auka lík- urnar fyrir því að konur kæmust á þing, en of fáar konur hefðu gefið sig að þeim störfum hingað til. Þá lögðu þær frú Kristín Sig- urðardóttir og frú Helga Mar- teinsdóttir fyrir þingmanninn spurningar varðandi þetta mál, og fengu greið svör. Voru um- ræður hinar fróðlegustu. Að því loknu var sezt að kaffi- drykkju og skemmti Hjálmar Gislason með gamanvísum. Danskur vetrarmaður heið bana undir heyvagni BLÖNDUÓSI, 16. febr. — Fár- viðrið, sem gekk yfir landið á sunnudaginn, kostaði ungan Dana, sem er vetrarmaður á Þingeyrum, lífið. Maður þessi hét Bent Sögaard, maður aðeins um tvítugt. Slys þetta varð heima við Þing eyrar um klukkan tvö á sunnu- daginn. Var hér, sem og undan- gengna daga, hvassviðri og gekk á með mjög snörpum hryðjum. Jón bóndi Pálmason á Þingeyr- um, ætlaði að flytja til stóran heyvagn, sem stóð skammt frá ur hans, Bent Sögaard, var með honum. Var Jón á traktor og var búið að tengja vagninn aftan í traktorinn. Ekki var Jón kominn af stað, er mjög snörp vindhviða skall á hlið vagnsins með þeim afleiðingum, að honum hvolfdi og varð Sögaard undir honum og beið nær samstundis bana af. Sögaard hafði komið að Þing- eyrum í haust. Hann á foreldra heima á Jótlandi. Aðstoðarlæknir héraðslæknisins fór þegar á vett- vang, en sem fyrr greinir, lézt hænum. Hinn danski vetrarmað-hinn ungi Dani nær samstundis. Rússor stælo Fólksvogninn LONDON, 16. febr. ;— Rússar eru nú að hefja framleiðslu á nýrri tegund smábíla, sem er stæld eftir þýzka Fólksvagninum. Hef- ur verið skýrt frá þessu í Moskvu- útvarpinu og í rússneskum blöð- um. Er opinberlega viðurkennt, að rússneskir bílasmiðir hafi að undanförnu reynt og rannsakað helztu smábilategundir Evrópu. Eftir þær athuganir voru hand- smíðaðar tíu mismunandi tegund- ir smábíla og þær reyndar áður en komizt var að lokaniðurstöðu Ekki jafnlöng landlega í Vestmannaeyjum síðan um það hvernig framtíðar-bíllinn ætti að líta út. Hin nýja bílgerð á að koma í stað Moskvich-bílanna. Hún nefn ist Mikrolitrazhney óg virðist jafnvel í smáatriðum vera smíð- uð eftir Fólksvagninum. Vagninn mun vega 600 kg, hámarkshraði er nálægt 100 km á klst. og benzín eyðslan 6 lítrar á hverja 100 km. Vélin er loftkæld og verður aftan til I bílnum. Frammi í vagninum verður benzíngeymir, varahjól og svolítið geymslurúm. Bíllinn er fyrir þrjá farþega auk ökumanns. Að því er virðist er eini munurinn á þessum vagni og þýzka Fólksvagninum, að botn- inn í honum er nokkru hærra frá jörðu. Er það nauðsynlegt vegna þess, hve þjóðvegirnir í Rúss- landi eru slæmir. 1920 VESTMANNAEYJUM, 16. febr. — 1 dag hefst fjórða vika hinnar samfelldu landlegu bátaflotans hér. Vestmannaeyingar telja sig ekki muna svo langan óveðurs- kafla og landlegu síðan 1920. Þetta stöðuga aðgerðarleysi hjá vertíðarfólki er alvarlegast fyrir fólkið, sem landvinnuna stundar, og hingað er komið langt að. — Má með sanni heimfæra það til núverandi ástands hér, að þorra- dægrin þykja löng þegar hann blæs „á sunnan". Tap það, sem hin stöðuga land- lega hefur í för með sér skiptir hundruðum þúsunda króna. Tvisvar á síðustu þrem vikum hafa bátar komizt sem snöggvast út, en hreppt þá vitlaust veður á miðunum. I kvöld hefst fjórða vika land- legunnar og það eru allt annað en horfur á að veðrahamurinn sé að ganga niður því spáð er stormi. Hér er í dag foráttubrim og gengur á með hörðum og dimmum éljum. Bj. Guðm. í röntgenmyndim f GÆRKVÖLDI um klukkan átta var komið með sjúkling í slysa- varðstofuna til röntgenmynaun- ar. Hann var illa haldinn. Hafði hann gleypt bein og var það kom- ið niður í garnir. — í fylgd með sjúklingnum, sem var stór og fallegur hundur, var dýralæknir. Ætlaði hann að fá góða röntgen- mynd af görnunum og stað þeim er beinið var á, því dýralæknir- inn ætlaði strax á eftir að fram- kvæma uppskurð á hundinum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.