Morgunblaðið - 17.02.1959, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 17.02.1959, Blaðsíða 16
16 MORGUHBLABIÐ Prlðjudagur 17. febr. 1959 til dæmis". „Hverjir „Skrifarinn yðar“. „Fleiri?" „Powell, forstjóri dulmálsdeild- arinnar. Og svo loks starfsmaður inn sem ritaði skeytið með leyni- letri. Ég geri ráð fyrir að það hafi yerið Koster“. „Auk yðar, sem sagt — þrír menn. Það ætti að vera mjög auð- relt fyrir okkur að fylgjast með þremur mönnum“. Lee strauk hendinni yfir ennið. „Ég skal fúslega viðurkenna að það virðist ekki vera mjög erfitt. En svo gæti líka einhver í deildun- om, sem skeytið fór um, hafa af- ritað það. Kannske líka í geymslu- staðnum. Það er ósennilegt en ekki óhugsandi“. Hann laut yfir toorðið, nær henni. „Við erum eng- ir leynilögreglumenn, ungfrú Cuttler. Sjálfur veit ég ekki nægi- lega vei, hvemig á að haga slíkri rannsókn". Hann lækkaði róminn. — „Það er mjög mikið ábyrgðar- verk. Þér hafið einungis gegnt starfi yðar í nokkrar vikur og þér eruð — þér fyrirgefið þótt ég segi það — þér eruð . .. .“ „Ég veit, ég e.r kona“, greip hún fram í — „þér þurfið ekki sí- fellt að vera að minna mig á það, hr. Lee. Auk þess þekki ég fyili- lega mína ábyrgð". Hún renndi augunum til símans. — „Það er einmitt vegna þess að ég hef að- eing gegnt þessu starfi í nokkr- ar vikur, sem ég kæri mig ekki um að hafa leyniþjónustu eða saka- málalögreglu hérna í húsinu". — Hún hvessti á hann augu. „Þar að auki: Njósnarinn hefur augljós lega ekki komið hingað á sama tíma og ég. Við höfum, að því er ég bezt veit, ekkert nýtt starfsfólk. Hann hefur því verið í þjónustu fyrirrennara míns. 1 stuttu máli, hr. Lee, þá verð ég að biðja yður að hefja rannsókn með ýtrustu leynd. Ailt annað skulið þér láta sitja á hakanum. 1 kvöld látið þér mig svo vita, hvort þér hafið feng- ið nokum sérstakan grun, eða fundið eitthvert spor. Á meðan tilkynni ég svo stjóminni í Was- hington, að það sé bersýnilega sovéskur erindreki á meðal okkar hér, en að við vonumst til þess að geta sjálf afhjúpað hann mjög fljótlega". Án þess að bíða eftir svari, tók hún heyrnartólið. — „Gefið mér samband við utanríkis ráðuneytið í Washington". Lee var staðinn á fætur. „Ég hef bent yður á hættuna, ungfrú Cuttler", sagði hann. „En ég mun að sjálfsögðu gera mitt bezta". „Ég þakka yður fyrir". Hann hafði naumast lokað dyr- unum á eftir sér, þegar síminn hringdi. Það var New York. Strax á eftir heyrði hún rödd Morrisons. „Ástin mín —• hvernig líður þér? Er nokuð um að vera?“ Helen hallaði sér aftur á bak í háa hægindastólnum. Það fór sterkur og notalegur ritastraumur um líkama hennar. Aldrei hafði rödd Morrisons verið jafn hugg- andi og hughreystandL „Já“, sagði hún. — „Ég á við mjög mikla erfiðleika að etja“. „Stjórnarkreppan ?“ „Nei, það er ekkert viðvíkjandi stjórnmálunum". „Ertu veik?“ Nú fyrst var rödd hans áhyggjufull. „Nei, yfirleitt ekki. Ég get ekki útskýrt það fyrir þér í símanum", Og í bænarrómi: — „Richard, gæt urðu ekki flogið hingað?" „Er það svo aðkallandi? Ég þarf að mæta á mjög óþægilegum hlut- hafafundi eftir nokkrar minútur". Hann þagði eitt andartak. „Núna er klukkan hérna hjá okkur orðin átta, svo að ég er að verða of seinn á fundinn". „Auðvitað, átta ....“ endurtók hún. Hún minntist þess, að í New York hafði hún alltaf verið vön að i-eikna út, hvað tímanum liði í Berlín. 1 New York hafði hún oft spurt sjálfa sig að því, hvað Jan myndi á sama tíma vera að gera í Berlín. Nú var hún sjálf í Ev- rópu. Og hún vænti hjálpar frá Ameríku. En svo rauf Morrison aftur þögnina: „Ég verð að reyna að ljúka fundinum sem fyrst. Síðdegis legg ég af stað í „Boss“. Ef heppnin verður með mér, ætti ég að geta komið til þín snemma í fyrramálið. Nægir það?“ Rödd hennar var fuli þakklætis, þegar hún svaraði: „Já, Richard. Þakka þér fyrir. En heyrðu annars, hvað ætlarðu uð segja blaðamönnunum?“ Hlýr og hjartanlegur hlátur barst til hennar yfir úthafið. „Sannleikann, auðvitað. Að ég þrái konuna mína svo óskaplega heitt. Jæja, við sjáumst þá á morgun, Helen“. „Já, Richard, á morgun“. Dauðþreytt lét hún heyrnartólið á sinn stað. Hún var dauðþreytt, en nú var hún líka aftur ham- ingjusöm, eftir langan tíma. Hún var ekki viss um hvort það væri gott að vera sendiherra Banda- ríkjanna. En það var áreiðanlega gott að vera eiginkona hins mikla Morrisons. — Næsta morgun, þegar Helen vaknaði eftir órólega nótt erfiðra og ruglingslegra drauma, var henni kunngert að einkaflugvél Richard Morrisons væri væntan- leg til Parísar innan tveggja klukkustunda. Hún fól skrifara sínum að senda „Cadillac" sinn út á Orly-flugvöllinn. Til þess að forðast alla eftirtekt ætlaði hún sjálf að bíða eiginmanns síns í sendiráðshúsinu. Eftir morgunverð athugaði hún enn einu sinni skýrsluna, sem Howard Lee hafði lagt fyrir hana um kvöldið. Vandamálið virtist sannarlega vonlítið, ef ekki vonlaust. Forstjóri dulmálsdeildarinnar var maður um sextugt, sem hafði gegnt opinberum störfum í meira en þrjátíu ár. Hann var kvænt- ur og átti fjögur börn. Elzti son- ur hans var mjög vænlegur ung- ur ræðismaður í Teheran. Þenn- an mann var ekki hægt að gruna um njósnir og svik. Koster, rit- símastjórinn, var að vísu tiltölu- lega ungur og hafði aðeins dvalizt eitt ár í París. En hann var kvænt ur dóttur eins háttsettasta starfs- mannsins í amerískri ríkisþjón- ustu. Það virtist því mjög ó- sennilegt að hann væri erindreki erlends ríkis. Yfirmaður skjala- safnsins, þar sem trúnaðarskeyt- in voru geymd, var sömuleiðis hafinn yfir allan efa. Auk þess hafði hann fengið skeytið á dul- máli sem hann skildi ekki sjálfur. Loks var svo skrifarinn hennar sjálfrar sem hafði starfað hjá þremur sendiráðum. Hann var piparsveinn, las austurlandamál í tómstundum sínum og var tal- inn sérvitringur vegna þess, að hann bjó í listamannahverfi Montparnasse og var svo nízkur, að hann hafði alltaf miðdegisverð inn með sér í lítilli matarkörfu. En jafn látlaus maður sem þar að auki hafði haft tylftir rík- isleyndarmála undir höndum, virtist sérlega illa fallinn til þess, að vera erindreki. Helen hafði lokið skýrslulestr- inum án þess að vita mikið meira en um morguninn, eftir heim- sókn franska leynilögreglumanns- ins. Hún kom til vinnustofunnar laust fyrir níu og lét, eins og allt- af, skrifarann leggja starfsskrá dagsins fyrir sig. Það var ósvik- in starfsskrá stjórnmálamanns. Kl. 10: Howard Lee. Skýrsla um þróun frönsku kreppunnar. Kl. 11: Upplestur skýrslanna til Washington. Kl. 11,30: Fyrsta heimsókn sendiherrans í Haiti, sem staddur er í París. Kl. 12: Skoðun hins nýja ame- ríska sjúkrahúss í París. Kl. 12,45: Fataskipti fyrir mið- degisverð. Kl. 13,20: Miðdegisverður í „Maxim“ sem gestur hollenzku sendiherrafrúarinnar. Kl: 15: Skýrsla deildarforstjór- ans. Kl. 16,30: Lestur skeyta frá Washington. Við sendum menn heim til yðar eða í fyrirtæki yðar, ef þér óskið, til að aðstoða yður með allt, sem tryggja þarf. Reynið þjónustu vora — lægstu og bez.tu kjör. Sími 1-54-34 — 1-64-34. TRTCK3INGF Kl. 17: FataskiptL Cocktail- klæðnaður. Kl. 18: Cocktail-boð í sendi- ráðinu fyrir fulltrúa erlendra blaða. Kl. 20: Fataskipti. Samkvæmis- klæðnaður. Kl. 20,30: Frumsýning á nýju leikriti eftir Tennessee Williams, í stúku M. Marquand innanríkis- ráðherra. Kl. 23: Kvöldverður með innan ríkisráðherranum og frú i „Tourd* Argent“. Hún tók rauðan blýant og strik aði yfir flest atriðin. „Caldwell“, sagði hún við skrif arann, — „Þér verðið að finna einhverjar skynsamlegar afsak- anir. Sýnið þér nú að þér séuð gamall og góður stjórnmálamað- ur. Berið samt ekki veikindi fyr- ir. Einhverjir kynnu að sjá mig með manninum mínum, enda þótt ég hafi ekki í hyggju að fara neitt út úr sendiherrabústaðn um“. Skrifarinn hneigði sig. Helen gaf honum nánar gætur. Hann virtist jafn grár og veggurinn fyrir aftan hann. Grár, ógagn- sær maður, hugsaði hún með sér. Hann var eini maðurinn, sem virt ist ekki hafa tekið eftir því, að hún var kona. „Þessu cocktail-boði getum við ekki aflýst", sagði hann hæversk lega. — ,Það eru meira en hundr- að blaðamenn . . .“ . „Nei, við aflýsum því ekki“, sagði Helen. Þegar skrifarinn var farinn, gekk hún út að glugganum. Oróleiki hennar hafði farið vaxandi síðustu mínúturnar, enda þótt hún gæti ekki gert sér grein fyrir ástæðunni. Hún reyndi að prófa sjálfa sig. Það var líkast því, sem dagsskráin hefði fyllt hana þessum óróa og kvíða. Var það vegna þess að hún átti nú í fyrsta skipti að rækja opinber embættisstörf í viðurvist Morrisons? Hún gat ekki með góðu móti sloppið við þátttöku í þessu blaðamannaboði. En hvaða hlutverki myndi eig- inmaður hennar hágöfgi hafa þar að gegna? Hún spurði sjálfa sig, hvort ekki myndi hafa verið ó- gætilegt, að kalla Morrison til Parísar svo fljótlega eftir embætt istöku hennar. Yrði ekki sagt, að Morrison væri hinn raunveru- legi sendiherra? Hún hafði farið fljótfærnislega að ráði sínu. SPUtvarpiö Þriðjudagur 17. febrúar: Fastir liðir eins og venjulega. 18.30 Barnatími: Ömmusögur. — 18,50 Framburðarkennsla í esper- anto. 19,05 Þingfréttir. Tónleikar. 20.30 Daglegt mál (Árni Böðvars son kand. mag.). 20,35 Frá tón- leikum Sinfóníuhljómsveitar ls- lands í Þjóðleikhúsinu. Stjórnandi Róbert A. Ottósson. 21,15 Erindi: Eina ráðið (Árni Árnason dr. med.). 21,45 Iþróttir (Sigurður Sigurðsson). 22,10 Passíusálmur (19). 22,20 Upplestur: Anna frá Moldnúpi les kafla úr bók sinni „Ást og demantar“. 22,40 íslenzk- ar danshljómsveitir: Árni Elfar og hljómsveit hans. Söngvari: Haukur Morthens. 23,10 Dagskrár lok. — LaTE THAT NK5HT NO, MARg...VOU'RE A WRITER AND VOU KNOW THE INTERESTING THING IS WHERE DOES THE GOLD COME FROM/ WHAT DIFFERENCE DOES IT MAKE WHERE MR. McHUGH GETS HIS ©OLD, SUE?...THE FACT THAT HE'S TRAINED THIS GRIZZLY THE WAY á , HE HAS IS THE BSG THING/ M 1 SUPPOSE EVERYONE'S ASLEEP BY NOW...SO I LL HAVE A LOOK AROUND THE A PLACE/ H 1) „Hvaða máli skiptir það hvar pápi gamli fær gullið, Sússana? En hvernig hann hef- «r tamið þennan grábjörn, það er eitthvað sem er talandi um". 2) „Nei, Markús, þú skrifar greinar í blöðin og þú veizt ofur vel að það er miklu athyglisverð- ara hvaðan gullið kemur“. 3) Seinna um nóttina. „Ég býst við að allir séu sofnaðir núna, svo ég held ég líti ofurlítið í kringum mig“. Miðvikudagur 18. febrúar Fastir liðir eins og venjulega. — 12.50—14.00 Við vinnuna: Tón- leikar af plötum. — 18,30 Út- varpssaga barnanna: „í landinu, þar sem enginn tími er til“ eftir Yen Wen-ching; XIV. — sögu- lok. (Pétur Sumarliðason kenn- ari þýðir og les). — 18,55 Fram- burðarkennsla í ensku. — 19,05 Þingfréttir. — 20,30 Föstumessa i Laugarneskirkju (Prestur: Séra Garðar Svavarsson. Organleik- ari: Kristinn Ingvarsson). — 21,30 „Milljón mílur heim“; geimferða- saga, V. þáttur. — 22,10 Viðtal vikunnar (Sigurður Benedikts- son). — 22,30 ,Hjarta mitt er i Heidelberg": Werner Múller og hljómsveit hans leika (plötur). — 23.00 Dagskrárlok.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.