Morgunblaðið - 17.02.1959, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 17.02.1959, Blaðsíða 12
12 MORCVISBLAÐIÐ Þriðjudagur 17. febr. 1959 Viðskiptafræðingur óskar eftir atvinnu Tilboð merkt: „4777“ sendist afgr. Mbl. fyrir 20. febr. 77/ sölu Til sölu er timburhús á hornlóð við Bræðraborgarstíg. Húsið er hæð, kjallari og ris. Á hæðinni er 3 herbergi og eldhús í risi 3 herbergi og bað, en í kjallara geymslur, þvottahús o.fl. — Hagstætt verð. Upplýsingar gefur Málflutningsskrifstofa VAGNS E. JÖNSSONAR. Austurstræti 9 — Sími 14400. Viðskiptaskráin 1959 Er nú í undirbúningi með ýmsum breytingum og nýjungum. Fyrirtæki og einstaklingar, sem reka viðskipti í einhverri mynd, eru beðin að láta vita, séu þau ekki þegar skráð í bókinni. Félög og stofnanir, sem ekki eru þegar skráð, eru einnig beðin að gefa sig fram og láta í té upplýsingar um stjóm, tilgang o.fl. Enginn, sem vill láta sín getið í viðskiptalífi landsins, má láta sig vanta í Viðskipta- skrána. Allar upplýsngar e(ru gefnar í síma 17016. Viðskiptaskráin Símar 17016 og 11174 — Tjarnargötu 4. Jersey tvíprjónað, hentugt íJakkakjóla og D r a g ti r 6 tízkulitir MARKABHRINl Hafnarstræti 11. n Sigurður Egilsson, Sveinsstöðum: v~ Fjandvinir" frelsisins ÞAÐ mun almenn skoðun í Skagafirði, hjá þeim er til þekkja, að Gísli Magnússon bóndi í Ey- hildarholti sé maður greindur vel og pennafær í bezta lagi. Þá er hann og skólagenginn. Ekki má þó skilja þetta þannig, að hann sé óskeikull fremur en aðrir dauðlegir menn. Nokkrar blaða- greinar hafa birzt eftir hann á undanförnum árum,. margar vel skrifaðar og hafa því borið höf- undinum gott vitni. Hinu hefur þó brugðið fyrir, að málflutn- ingur hans hafi verið einhliða og rökin þá verið látin víkja fyrir stórum orðum og Ijótum. Það virðist héraðssiður í Skaga- firði, að svara ekki blaðaskrifum Gisla Magnússonar, þó oft væru til þess nægar ástæður. Ekki veit ég, hvort það stafar af ótta við pennahæfni hans, eða eitthvað annað liggur þar til grundvallar. í „Tímanum“ 17. des. sl. skrif- ar Gísli Magnússon grein undir fyrirsögninni „Sælir eru einfald- ir“. Grein þessi, sem hér verður gerð að umræðuefni, virðist vera svar til Árna Guðmundssonar á Sauðárkróki. út af viðtali hans við blaðamann frá Morgunblað- inu. Auðsjáanlegt er af grein Gísla að Árni hefur rætt um verzlunarmál í Skagafirði. Þetta var ekki heppilegt, því að Gísla Magnússyni mun finnast, að bezt fari á því að hann einn skrifi um verzlunarmál héraðsins og aðrir korrii þar sem minnst nærri. Nú sé ég ekki Morgunblaðið að jafnaði. (K.S. ekki enn boðizt til að borga það fyrir mig), en það gerir ekki til í þessu sambandi, því að ég tel mig hvorki þurfa að svara fyrir Morgunblaðið né Árna Guðmundsson. Hins vegar erum við Gísli Magnússon báðir félag- ar í Kaupfélagi Skagfirðinga, Gísli „einn af húsráðendum — -----og því mikils háttar". en ég aðeins réttur og sléttur félags- maður án nokkurra mannvirð inga. Gísli Magnússon segir í áð- urnefndri Tímagrein: „Á. G. tal- ar um „einokun" Kaupfélagsins — —“ og síðar: „Annaðhvort vita þessir vesalingar ekki hvað einokun er, eða þeir snúa sann- leikanum í lygi vitandi vits“. Nokkur von finnst mér, að Gísla Magnússyni, sem varaformanni í K.S. renni í skap þegar Kaup- félag Skagfirðinga er bendlað við einokun ,enda væri það vissu lega hörmulegt ef það ætti sér nokkra stoð í veruleikanum. G. M. telur sig skilja orðið einokun betur en aðrir, enda er honum það hin mesta nauðsyn vegna 'stöðu sinnar hjá K.S. Þó hefur I G. M. sem og aðrir þurft að sækja fræðslu um merkingu orðsins til sögunnar, enda er það auðvelt, þar sem margt hefur verið um einokun ritað bæði fyrr og síðar. En ef það gæti nú verið, að G. M. væri farinn að ryðga í sögu, þykir mér rétt að rifja upp fyrir honum eftirfarandi frásögn úr Sögu íslendinga eftir Pál Eggert Ólason þar sem hann lýsir einok unarverzlun Dana á fslandi í lok seytjándu aldar. Páll segir svo orðrétt: „Alkunn er sagan um Hólmfast Guðmundsson á Brunna stöðum ,sem seldi lítið eitt af fiski í Keflavík 1698, en skyldi selja í Hafnarfirði, og hafði raunar verzlunin þar ekki viljað við taka. Hann var hýddur við staur í viðurvist Múllers amtmanns, með því að hann hafði eigi upp í sektir annað en lélegan bát, sem kaupmaður vildi eigi“. — ■— Þessi frásögn sýnir glöggt, að að- aleinkenni einokunarverzlunar var ein verzlun á hverjum verzl- unarstað. Við þá verzlun voru menn skyldugir að skipta, jafnvel þó sú verzlun vildi ekki taka við vörum þeirra. Ekki vil ég full- yrða, að G.M. vilji koma hér á verzlunareinokun í hinni gömlu mynd, enda væri þá langt gengið. En hitt er auðsætt af skrifum hans og sálufélaga hans í Fram- sóknarflokknum, að óskadraumur þeirra er ein verzlun á viðskipta- svæði Kaupfélags Skagfirðinga. Ein hjörð, einn hirðir. Það mun vera takmarkið ,enda væri þá Gísli Magnússon hirðirinn eða einhver af hans nótum. Þetta 4ra herb. íbúð Höfum til sölu mjög glæsilega 4 herb. íbúð í Laugarnes- hverfi. FASTEIGNASALA & LÖGFRÆÐISTOFA Sigurður Reynir Pétursson, hrl., Agnar Gústafsson, hdl., Gísli G. lsleifsson, hdl., Björn Pétursson: Fasteignasala. Björn Pétursson: Fasteignasala. Austurstræti 14, H. hæð — Símar: 2-28-70 og 1-94-78. Nýtt símanúemar 1-94-80 Heildverzluvtin Reykjafell Templarasundi 3 — Sími 1-94-80. Nýir bílar Chevrotlet ’59 af dýrustu gerð. Ford ’59 sjádfskiptur með öllu. Þessir bílar eru til sölu hjá okkur. Ýmis skipti möguleg. Rílamiðslöðin Vagn Amtmannsstig 2C — Sími 16289 og 23757. mundi svo G. M. vilja kalla verzl- unarfrelsi. Bezt «r að víkja að þessu nokkru nánar. Engum, sem lesið hefur Tímagrein G. M. getur komið til hugar, að hann óski eft- ir annarri félagsverzlun á Sauð- árkróki en Kaupfélagi Skagfirð-* inga, svo kaldar kveðjur fær nýstofnað Verzlunarfélag Skag- firðinga hjá honum. Vill hann þá kaupmannaverzlanir á Sauðár- króki? Ekki er heldur hægt að hugsa sér það, vegna þess að það hefur verið föst iðja Tímans und. anfarin ár og áratugi að rægja og svívirða kaupmannastéttina, og verður að gera ráð fyrir að Gísli fylgi því blaði að málum í höfuðatriðum, þar til annað sann- ast. Hvað er þá eftir? Kaupfélag Skagfirðinga. Þá vita menn það. En látum það nú vera, þótt G. M. og sálufélagar hans vilji láta kaupfélögin annast alla verzlun. Hitt er mun lakara, að fullgilda félaga í samvinnufélögunum telja þeir ekki aðra en þá, sem krjúpa að fótskör Framsóknar, og finnst mörgum það kröpp kjör. Á síðast- liðnu vori reyndu Framsóknar- menn í Skagafirði með brögðum og lævísi að koma því í kring, að engir Sjálfstæðismenn yrðu kjörnir fulltrúar á aðalfund K. S. Ekki mun þó K. S. enn sem komið er hafa grætt neitt á brölti þessu, og eitthvað má hug- arfar Gísla Magnússonar mild- ast, eigi blaðaskrif frá hans hendi að verða félaginu til framdrátt- ar. I grein sinni segir hann m.a. „að kaupfélagið hafi hjálpað ýmsum til að komast yfir örðug- asta hjallann —------“. Já rétt er nú það, kaupfélagið hjálpar „ýmsum“. Um þetta mætti margt ræða, en verður ekki gert að sinni. Þá er Gísli einnig í Tíma- greininni sæll i sínu hjarta yfir hinu mikla valdi sem peningarn- ir geta skapað: „félagið er viða- mikið og traust fyrirtæki og við skiptin mikil, enda þorri manna á félagssvæðinu svo þroskaður orðinn og sjáandi, að honum er Ijóst, að saman hlýtur að fara hagur féiagsins og félagsmanna“. Svo mörg eru þau orð. Enginn vafi er á því, að K. S. hefur dreg ið saman mikið fé, og er það ekki að lasta út af fyrir sig. En ekki fæ ég séð, að auðsöfnun félagsins stafi af öðru en hárri verzlunar- álagningu. Augljóst er, að á þann hátt getur félagið sjálft grætt. En hvað um félagsmennina? Græða þeir á að kaupa dýrar vörur? Ég held varla. Jafnvel grunar mig, að það muni reynast erfitt fyrir Gísla Magnússon að gera þá „svo þroskaða og sjá- andi“, að þeir trúi slíku. Hitt þyk- ir mér sennilegra, að svo andlega umkomulausir verði Skagfirðing ar aldrei. í grein sinni talar Gísli um „fjandvini kaupfélaganna". Ég geri ráð fyrir, að hann eigi þar við þá samvinnumenn, sem ekki fá skilið, að kaupfélögin eigi eða þurfi að vera „bænahús krjúp- andi þræla“. Og hvað mætti þá segja um þá menn ,sem vilja af- nema réttinn til að velja og hafna? Eru þeir ekki að vega að sjálfu frelsi landsmanna? Mætti ekki kalla þá „fjandvini" frelsis- ins? Sveinsstöðum í jan. 1959 Sigurður Egilsson. Brúnt seðlaveski tapaðist mánudaginn 16. þ. m. Sennilega við Miklatorg, eða á hraðferðinni Austurbær—Vest- urbær. Finnandi vinsamlegast geri viðvart í síma 10871 eða 14575. — Fundarlaun. Somkomur K. F. U. K_Ad. Fundur í kvöld kl. 8,30. Inntaka nýrra meðlima. Séra Magnús Bun ólfsson talar. Söngur, kaffi o. £L Fjölmennið. Fíladelfía Almenn biblíulestur kl. 8,30. — Allir velfeomnir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.