Morgunblaðið - 13.04.1960, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 13.04.1960, Blaðsíða 14
14 MORCUNRr AÐIÐ Miðvikudagur 13. aprö 1960 Anna Jónsson 75 ára VEGNA góðvina hennar, sem ef heimili þeirra Einars Jónssonar, til vill vita ekki að hún er ný- farin til Danmerkur, þykir mér xétt að geta þess hér, annars kynnu þeir að fara ómaksför til heimilis hennar á afmælisdaginn 14. apríl, en þá er hún 75 ára. Hitt væri svo ekki ástæðulaust, að frúarinnar væri minnzt í sam- bandi við þetta merknsafmæli hennar á verðugri hátt en gert verður í þessum fáu línum. Hún bað mig þess, að hafa ekki mörg orð um sig, þótt ég kæmi því á framfæri að hún væri nú erlend- is. Hún er þó kona, sem ég hefði viljað geta valið fögur orð, full- viss um, að hún á slík skilið. Búin þeim mannkostum sem verð skulda slíkt, hefur hún einnig um áratugi verið eiginkona þess listamanns, sem miklum ljóma hefur varpað á listaafrek þjóð- arinnar. Að undanskildum gáf- um og hæfileikum, og hæstu hug sjónum, getur ekkert verið mátt- ugri aflgjafi í lífi mannsins en góð eiginkona, og ást hennar og umönnun glæðir einnig gáfur mannsins og fagrar hugsjónir. Þeir sem bezt hafa kynnzt myndhöggvara og frú Önnu, geta ekki verið í neinum vafa um, að hlutverk sitt hefur hún leyst af hendi aðdáanlega. Spor listamannsins á bratt- göngunni eru oftast ærið erfið og ekki sjaldan þymum stráð. Þar mun Einar Jónsson ekki hafa verið nein undantekning. Er átakanlegt til þess að vita, að einmitt á beztu manndómsárum listamannsins, skuli hann oft ekki eiga völ á sæmilegum starfs skilyrðum. Þá reynir á sálarþrek- ið, að missa ekki sjónar af mark- inu og láta ekki bugast. Á slíkri þrautagöngu er hetjunni sam- fylgd og ást góðrar konu áreið- anlega meiri styrkur en flest eða allt annað. fslenzka þjóðin á vissulega frú Jónsson mikið að þakka. Hún gekk með manni sínum þolgóð og fórnfús, þegar gangan var sem erfiðust, og létti byrði hans. Slíkt væri saga, ef unnt væri að skrá hana nákvæmlega. En „sá sem sáir með tárum,“ segir heil- agt orð, „mun uppskera með gleðisöng.“ Laun frú Jónssonar hafa verið góð. Hún sá draum síns elskulega eiginmanns ræt- ast og list hans verða allri þjóð- 'inni aðdáunarefni. Hún sá hann stöðugt stækka, veirða mpkinn snilling, skáld og andlegt mikil- menni. Og hún var vissulega hinn sterki þáttur í lífi hans. ^ Ef til vill hefði hún getað gengið blómstráða braut í föður- landi sínu, Danmörku, en hún kaus að gera kjör listamannsins að sínum kjörum, og auðvitað hlutu þau að verða kröpp um visst skeið. Þá var það kærleik- urinn frá göfugu hjarta eigin- mannsins, sem yljaði sálu henn- ar og gerði þrautagönguna að sigurför. — Nú vakir sál hennar, þakklát og trúföst, yfir musteri listarinnar, sem er henni, og allri þjóðinni, sem helgur dómur. Góðhugur hennar mörgu vina á íslandi hvarflar nú til hennar á afmælisdaginn. Þakkar henni þjónustustarfið við íslenzku þjóð ina og jiður henni heilla og allr- ar blessunar, einnig bjartra og hlýrra vordaga, þar sem hún dvelst nú í ættland- sínu. Fétur Sigurðsson. LONDON 8. apríl. — Duncan Sandys, flugmálaráðherra Breta, hlaut í dag skilnað frá eiginkonu sinni, Díönu, dóttur Winstons Churchills. Þau slitu samvistum árið 1956. Þessi skemmtilega mynd er frá Hólum í Hjaltadal, tekin út dalinn. Próf eru þegar hafin í skólanum þar og verður þeim lokið um næstu mánaðamót. Frétta- ritari Mbl. í Austur-Skaga- firði, sem sendi blaðinu myndina, upplýsir að skóla bragur hafi verið þar með ágætum í vetur. — SPÓNA- OG KROSS- VIÐAR-PRESSUR okkar hafa öðlast góða reynslu í fjölmorgum löndum Nýtízku fyrirkomulag og nákvæmni er trygging fyrir fyrsta flokks vinnu. — Við framleiðum pressur allt frá 2 og uppí 15 hæðir með mismunandi hita- plötustærðum. Við framleiðum ennfremur; þriggja-valsa slípivélar með völsum að ofan og neð- an. Marghliða hefilvélar. Tvöfaldar tappaskurðar- vélar. Sjálfvirkar tilskurðar- og form-hjólsagir. Margblaða bútunar-bandsagir. Bútsagir. Sjálfvirkar kvistabætingarvélar og kvistaborvélar. Viðarullar- og allskonar spónaframleiðsluvélar. Biðjið um myndlista, verðtilboð og meðmæli. Hitaplötu-pressa (vökvaþrýstl) gerð FSP 3 A. Plötustærð: 2540x1320x40 mm Hæðir: 3 Þrýstingur: ca. 200 tonn. Límþrýstingur: ca. 6 kg. á cm2. 2-vaIsa slíplvél gerð ZWS II Mesta slípibreidd er 1100 mm. Vél þessi er einkar hentug tii slípunar á spónlögðum plötum og hverskonar viðarfleti. Völsum er komið fyrir að ofan í vélinni. Framdrifshraði er innstillanlegur eftir óskum, sem tryggir mjög góða nýtingu. Allar frekari upplýsingar veitir einkaumboðið á íslandi: VEB MIHOMA HOLZBEVRBtlTUISMASCHIffiN Útflytjandi: WMW-EXPORT, Berlin W 8 — Mohrenstr. 60/61 Deutsche Demokratische Republik. - Haukur Björnsson Heildverzlun Póst 13 Reykjavík. — Pósthólf 504. Símar: 10509 — 24397.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.