Morgunblaðið - 13.04.1960, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 13.04.1960, Blaðsíða 22
22 M O R C T1 N n T 4 n 1 Ð Miðvikudagur 13. apríl 1960 97 keppendur á Skíða- landsmóti er hefst í dag Siglufirði, 12. apríl. SKÍÐAMÓT fSLANDS verður sett við Skíðafell á morgun kl. 1.30 e. h. Helgi Sveinsson setur mótið og Hermann Stefánsson flytur ávarp. Lúðrasveit Siglufjarðar mun leika við setningarathöfnina, en að henni lokinni hefst keppnin með göngu í öllum fiokkum og einnig í svigi. Göngukeppnin fer fram við Skíðafell og flokkasvigið í Skútu dal. Á fimmtudag (Skírdag) verður keppt í bruni og fer sú keppni fram við Innviðrishnjúk. Þá verður ennfremur keppt í stökki sem sérgrein og í Nor- rænu tvíkeppninni. Sá þáttur mótsins fer fram í nánd við Sigluf j arðarskarð. Á föstudag hefst skíðaþingið kl. 10 f. h., en kl. 2 e. h. ganga skíðamenn til messu í Siglu- fjarðarkirkju og að guðþjónust- unni lokinni, mun skíðaþingið halda áfram. Engin keppni verður á föstudaginn. Á laugar- daginn heldur keppnin aftur á móti áfram og verður þá keppt í stórsvigi karla og kvenna og ennfremur í boðgöngu. Á sunnu- dag verður keppt í 30 km göngu og einnig í svigi kvenna. Á mánu dag verður svo keppt í svigi karla. Mótsslit og verðlaunaafhend- ing verða að Hótel Höfn, á mánu- dagskvöld. Keppendur í Skíðamótinu verða 97. Flestir eru keppendur í stórsvigi karla eða 50 talsins. í bruni eru 46 keppendur og svigi karla 48 keppendur. í svigi kvenna eru 4 keppend- ur, 5 í stórsvigi, 5 í bruni og 5 í stökki kvenna eru 14 og í tví- keppni 9 keppendur. I flokkasvigi verða þrjár sveit- ir, en þær eru frá Reykjavík, ísafirði og Siglufirði. í boðgöng- unni verða 5 sveitir. Tvær frá Sigiufirði, en Fljótamenn, fs- firðingar og Þingeyingar senda eina sveit hver. í 30 km göngu eru keppendur 17, í 15 km göngu 18 og í 10 km göngu eru kepp- endur 11. Skíðakeppendur komnir Flestir skíðakeppendur eru komnir til Siglufjarðar og búizt við allir verði komnir til bæjar- ins í dag. Keppendur mótsins eru frá eftir farandi aðilum. Skíðafélagi Ak- ureyrar 7, Skíðafélagi Fljóta- manna7, Skíðaráði ísafjarðar 10, Skíðaráði Reykjavíkur 22, Skíða- borg, Siglufirði 41, H. S. Þ. 8 og UMSE 2 keppendur. f mótstjórn Skíðamóts íslands eiga sæti: Helgi Sveinsson, for- maður, Aðalheiður Rögnvalds- dóttir, Baldur Ólafsson, Ófeigur Eiríksson, Bragi Magnússon, Jón Þorsteinsson og Gunnar Jörgen- sen. Yfirdómari verður Hermann Stefánsson frá Akureyri. Stefán Kristjánsson, Reykja- vík sér um lagningu allra brauta í Alpagreinum. Baldur Ólafsson sér um lagningu gSngubrauta og Jón Þorsteinsson, fyrrv. skíða- kappi leggur stökkbrautina. Mikíð um skemmtanir Mikið verður um skemmtanir meðan Skíðamótið stendur yfir. í kvöld verður dansleikur að Hótel Höfn. Á morgun verður kvöldvaka í Nýja Bíó og dans- leikur að Hótel Höfn. Á fimmtu- dag sýnir Leikfélag Siglufjarð- ar gamanleikinn „Forríki flæk- ingurinn“. Á laugardag og á sunnudaginn verður kvöldvaka og dansleikur eftir miðnætti. Á mánudagskvöldið verður mikil skíðahátíð að Hótel Höfn, þar sem úrvals skemmtikraftar frá Víkingur vann KR ÞEIR aðilar, sem hug hafa á að standa íyrir íslandsmótinu í úti- handknattleik kvenna og karla n k. sumar eru beðnir að tilkynna það skriflega til HSÍ fyrir 1. maí n.k. Mótið mun fara fram í ágústmánuði n.k. MEISTARAFLOKKUR Víkings og KR léku æfingaleik á sunnu- daginn. Leikurinn fór fram á KR- vellinum og vann Víkingur leik- inn, 1:0. — Fjóra leikmenn vant- aði í KR-liðið: Hörð Felixsson, Garðar Árnason, Heimi Guðjóns- son og Ellert Schram. — En í stað þeirra léku fyrstu varamenn meistaraflokksins frá í fyrra. Víkingur skoraöi markið, er 10 mín. voru af leik, og þó KR væri í sókn meirihluta leiksins, tókst þeim ekki að skora mark. — Má segja að þetta geti verið mjög alvarleg aðvörun til vissra leik- manna KR, því enginn, sem til þekkir efast um leikni piltanna Knatt- spyrnan að byrja FYRSTA knattspyrnumótið í ár hefst 21. apríl n.k. með Ieik Vals og Víkings í meist- araflokki Reykjavíkurmóts- ins. Leikurinn hefst kl. 5 e.h. á Melavellinum. Næsti leikur verður næsta sunnudag og keppa þá Fram og Þróttur, og þriðji leikurinn verður háð- ur 1. maí n.k. en þá keppa KR og Valur. Eftir 1. maí munu leikirnir fara fram á sunnudögum og mánudög- um Bæjarkeppnin Reykjavík Akranes í knattspyrnu, verður háð 12. maí n.k. og 19. maí verður Pressuleik- ur háður. Siglufirði og Reykjavík skemmta á samkomunum. Upplýsingaskrifstofa Mótstjórnin hefir sett upp upp- 'lýsingaskrifstofu í Aðalgötu 28. Sími skrifstofunnar er 233 ■ og verða þar gefnar allar upplýs- ingar um Skíðamótið. — Stefán. Mennirnir, sem raða niður knattspyrnuleikjum sumarsins sjást hér á myndinni. Talið frá vinstri: Jón Birgir Pétursson, Jón Magnússon, Friðjón Friðjónsson og Sigurgeir Guðmannsson. Þrír nefndarmannanna eru fulltrúar KRR, en Jón Magnússon er fulltrúi KSÍ í nefndinni. Nefndin hefur starfað undanfarna daga og hefur nú lokið störfum og sent tillögur sínar til KRR og KSÍ til endanlegrar staðfestingar. Yngri ftokkarnir sterkari en nokkru sinni fyrr Fram tapaði tveim úrslitaleikjum fyrir Hafnfirðingum með eins marks mun og eftir framlengdan leik LAUGARDAGURINN var sannkallaður dagur Hafnarfjarðar I handknattleiksmótinu. Eftir að keppni var lokið höfðu Hafnar- fjarðarfélögin, FH og Haukar, unnið fjóra flokka mótsins, en alls var keppt í 6 flokkum um kvöldið. — FH vann 3 flokka, Haukar 1, KR 1 og Víkingur 1 flokk. Yngri flokkarnir sterkir: Úrslitaleikir yngri flokkanna færðu á það ótvíræðar sönnur að þeir eru sterkari, leiknari og sýna yfirhöfuð fullkomnari hand knattleik, en jafnaldrar þeirra hafa nokkru sinni fyrr sýnt á fs- landsmótinu. Það er t.d. álit flestra, sem til þekkja að 2. fl. FH í dag, sé mun sterkari flokkur, en flokkur sá er hratt sigurgöngu FH af stað 1954, en í þeim flokki voru höfuð kempur meistaraflokksins í dag, og þeir sem mestan þátt eiga í sigurgöngu FH. 1. fl. kv. KR—Víkingur 8:3 KR skoraði 4 mörk áður en Víkingur fékk við nokkuð ráðið og við leikhlé stóð 5:1. — í síðari hálfleiknum héldu KR-stúlkurn- ar áfram að ráða gangi leiksins og lauk honum með sigri þeirra 8:3. — í leiknum var aldrei nein veruleg keppni, og leikurinn því rólegur og fjörlítill. 2. fl. kvenna FH—Fram 11:0 Flestir bjuggust við fjörugum og skemmtilegum leik, því bæði liðin eru skipuð liðlegum og efni- legum leikkonum. Leikurinn var að vísu allfjörlegur, en tvísýnuna vantaði algerlega, — því þótt Fram léki vel úti á vellinum og væri næstum eins mikið með knöttinn og F.H., þá vantaði all- an sóknarþunga og ógnun í leik Fram, þar til smuga opnaðist að að skora mark. Við leikhlé hafði FH skorað 4 mörk og í síðari hálfleiknum náði FH einum sín- um bezta leik bæði í sókn sem vörn. Sérstaklega var leikur stúlknanna áferðarmikill, er þær voru að skapa sér marktækifæri. Með hröðum og öruggum sam- leik léku þær fyrir framan vörn Fram, þar til smuga opnaðist að tækifærið var notað og mark skorað. Þetta er eitt dæmi af ■mörgum, sem sýnir að þótt stúlk urnar séu ungar, þá kunna þær ótrúlega mikið hvað leik og leikni snertir. Sigurlína Björgvinsdóttir og Sylvía Hallsteinsdóttir skiptu með sér að skora. Sigurlína skor- aði 7 mörk og Sylvía 4 mörk. Markvörðurinn Kristín Pálsdótt- ir átti og mjög eftirtektarverðan leik. — Þetta er í fyrsta sinn, sem flokkur frá FH sigrar í ís- _ landsmótinu í kvennaflokki. — Þjálfari flokksins er fyrirliði meistaraflokks FH, Birgir Björns son. 3. fl. K. h. Haukar—Fram 11:10 Þessi leikur var mest spenn- andi og jafnasti leikur kvöldsins. Haukar náðu strax þriggja marka forskoti, en Fram stöðvaði þessa sókn smá saman og er flautað var til leikhlés, var markatalan orðin jöfn 4:4. — Spenningurinn eykzt strax á fyrstu sek. síðari hálfleiksins, er Ólafur Ólafsson skorar fimmta mark Fram. Allan hálfleikinn skiptast félögin á um að leiða með eins marks mun eða eru jöfn að markatölu og er venju legum leiktíma var lokið var markatalan jöfn 7:7. — Fram-' lengt var og þegar fyrrihluta hennar var lokið var markatal- an 7:9 Haukum í vil. Á fyrstu mínútum síðari hluta framleng- ingar tímans skora Frammarar tvö mörk 9:9. Haukar náðu aftur yfirhöndinni 10:9 og Fram jafnar 10:10, en Haukar skoruðu síðasta markið í þessum hörkuspennandi leik, er aðeins nokkrar sekúntur eru eftir og vinna leikinn 11:10. — Dómari í þessum leik var Daníel Benjamínsson og kom hæfni hans sem dómara sérlega vel fram í þessum hraða og jafna leik. Þjálfari Haukanna er FH- ingurinn Hörður Jónsson. 3. fl. K.a. Víkingur—ÍR 11:7 Þessi leikur var jafn, en óþarf- lega harður. Víkingur hafði oft- ast eitt mark yfir og var hinn virki sækjandi allan leikinn út. Við leikhlé var markatalan 4:3, en Víkingur sigraði leikinn með 11:7. 2. fl. K. a. FH—Ármann 19:13 FH-ingar byrjuðu með leiftur- hraða, sem Ármann fékk ekkert við ráðið og innan stundar stóðu leikar 5:0 fyrir FH. Þar skoraði örn Hallsteinsson 3 mörk. Ár- menningar svöruðu þessari sókn arlotu með að gera tilraun til að draga úr hraða leiksins með að halda knéttinum, sem lengst með samleik, og tókst þeim þetta í nokkrar min., og var hlutur þeirra beztur er leikar stóðu 5:2 fyrir FH. — En þá tóku FH-ingar aftur til við að skora og er nú Kristján Stefánsson helzt að verki. Og við leikhlé er staðan orðin 13:7 FH í vil. í síðari hálfleik skora Ármenn- ingar fyrsta markið. Leikur þeirra varð ákveðnari og meira ógnandi og vörnin þéttari, en þó tókst Ármanni ekki að minnka markamuninn. f lok leiksins var markatalan 19:13 FH í vil, sem gefur ótvírætt til kynna að Ár- mann hefði átt að geta veitt FH meiri mótspyrnu, Leikurinn í heild var ekki dæmi um áferðar mikinn leik, til þess var of mikið kapp í leiknum. En óneitanlega eru bæði þessi lið afar sterk, og jafnvel að vart hafi sézt sterkari lið í þessum aldursflokki. — 1. fl. K. FH—ÍR 19:8 FH mætti að mestu með nýtt lið í þessum flokki. Og kom þar bezt fram hve FH hefir mikla vídd hvað leikmenn snertir. ÍR byrjaði að skora, en fljótlega kom í ljós að FH myndi ráða gangi leiksins, því um miðjan fyrri hálfleik var staðan orðin 6:1 fyrir FH. — Við leikhlé var markatalan 8:3. —- í síðari hálf- leik varð munurinn enn meiri og FH-ingarnir alls ráðandi og unnu leikinn með yfirburðarsigri 19:8. Þetta FH-lið lék oftast stórkost- lega vel, og atriði í sendingum og útfærslu markskota voru oft snildarlega framkvæmd. SigT urður Júlíusson, Sverrir Jónsson, og Ólafur Þórarinsson sáust nú aftur á leikvellinum, en þeir skipuðu vörn meistfl. FH, er hún var talin sterkust. Ásgeir Þor- steinsson sýndi sér í lagi skemmti legan leik bæði í skotum og send ingum 2 fl K b FH—Fram 9:8 Keppnin á sunnudagskvöldið byrjaði með leik FH og Fram í 2. fl. K.b. — Leikur þessi varð einn jafnasti og mest spennandi leikur mótsins. Um leið sá örlaga ríkasti fyrir Fram, því að í ann- að sinn varð Fram að láta í minni pokann fyrir Hafnfirðingum í út- slitum. — Við leikhlé stóðu leik- ar 2:3 fyrir Fram og í leikslok var markatalan 6:6. — Fram- lengja varð því leikinn og er leikið hafði verið 3 mín. á hvort mark, var markatalan enn jöfn 7:7. — Fram varð fyrr til að skora 7. markið, en FH kvittaði á síðustu sekúntu tímans. Nokkr- ar deilur urðu um hvort þetta hafi verið löglegt mark, því það var álit flestra, nema dómarans, að knötturinn hafi ekki verið kominn í mark, þegar tímavörð- urinn gaf merki, með flautu sinni um að tíminn væri búinn. £n dómarinn dæmdi mark. Fram- lengja varð því að nýju. Fram byrjaði aftur að skora — 8:7 — en í síðari hluta framlengingar- innar jafnaði F H8:8 og á síðustu sekúntunni skoraði FH sigur- markið og vann þennan hörku- spennandi leik 9:8. — Á.Á.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.