Morgunblaðið - 09.06.1960, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 09.06.1960, Blaðsíða 9
Firorotudagur 9. jú»í 1966 MORCVTtBLAÐIÐ 9 Jóhannes Kjarval son) með hugann við fossinn sinn og reiknar í svimandi háum töl- um, Gamli maðurinn og hafið og ekki má gleyma konungi fiskiflotans og lagamanninum. Allt stórkostlegar mannlýsingar, brot úr íslandssögu, sem ættu að géymast í listasafni ríkisihs, eða öðrum opinberum stöðum. Þá eru á sýningunni margvíslegar fantasíur, abstraktmyndir og nokkrar hreinar iandslagsmynd- Kjarval fól undirrituðum og forstjóra safnsins að velja mynd irnar, gefa þeim nöfn og koma fyrir á veggjunum. Sýningin var opnuð 2. júní kl. 1 og samtimis sænska sýningin. — Fjöldi fólks sótti sýninguna og ríkti mikil hrifning meðal sýn- ingargesta og hefði verið leikur að selja mikinn hluta myndanna strax, en Jóhannes vildi aðeins láta örfáar þeirra af hendi. Myndavalsnefnd frá National Galleriet festi strax kaup á einni mynd, Hraun, úr Bessastaða- hrauni fyrir 4000 norkra króna, og aðra mynd frá sama stað keypti einn stærsti listaverka- safnari Noregs, auðkýfingurinn Jaore fyrir 5000 n. kr. Margar aðrar voru pantaðar, ef listamað- urinn vill selja. Mér virtist, að þeir málarar, sem þarna komu væru hrifnastir af mannamyndunum, en aðrir af landslagsmyndunum. Sýningin Af sjónarhóli sveitamanns Ra^iicir Jónsson: Meistari Kjarval i Os/ó OSLOBORG tók á móti Jóhann- esi Kjarval með brosi og fersku blómaangan, það er h=’ "nis unaðslegt hér síðustu vin.r maí mánaðar. Oslo er bær hia 1» ilm- andi blómtrjáa og runna. Hvergi ' bera sírenurnar skrautlegri há- tíðaklæði. Og veðrið er þér svo notalegt, ekki kalt og ekki of heitt, líkast og í Öræfunum, þar sem einmitt svo margir frænd- ur Jóhannesar hafa hreiðfað um , sig. Jóhannes brá sér fljótlega út fyrir borgina, þangað sem sjá mátti yfir dali og firði, en þá greip hann heimþrá, eða fremur samvizkubit: „Litlu mótívin mín í Gálgahrauni eru afbrýðisöm. Ég verð að fara strax heim“. En það var því miður ekkert sæti laust í vélinni, „þá verð ég að minnsta kosti að muna að gleyma öllum þessum dásemdum hér áður en flugvélin lendir heima“. Sendiherra íslands í Oslo, Har- aldur Guðmundsson og tveir for stjórar Kunstnerens Hus komu á flugstöðina að taka á móti lista manninum og bjóða hann vel- kominn. Þeirra fyrsta verk var að sýna Jóhannesi salinn þar sem sýningin átti að vera. Hann er á stærð við Listamannaskál- ann í Reykjavík, um 75 metra . veggpláss, en oxkar salur er styttri og breiðari — og skemmti legri. Kurtstnerens Hus er að mestu byggt fyrir samskotafé, einkar falleg bygging og stend- ur á mjög fögrum stað. Þar eru tveir aðalsalir og hefur Jóhann- es annan þeirra, en í hinum, sem er jafnstór, sýna samtímis sex sænskir málarar. Kjarval er hér í sérstöku boði þeirra samtaka listamanna, sem ráða’ yfir þessu mikla sýningarhúsi. Jóhannesi Kjarval er eðlilegra að gefa en þiggjat Hann þarf allt af að vera að veita og gefa. Þeg- ar honum barst boðið frá Kunstn erens Hus í nóvember sl., buðu ýmsir vinir hans honum að fá léðar myndir þeirra, en hann vissi fullvel hve tómlegt verð- ur i húsinu, er öll málverkin eru horfin af veggjum, ,og hæpið að treysta því, er sýning hefir verið haldin á einum stað, að aðrir komi ekki á eftir og endi með þvi, að myndirnar lendi á eilifð- arreisu. Nei, hann vildi engar myndir fá iánaðar, bezt hjá sjálf um sér að taka, og hann hóf að safna saman myndum úr skáp- um og . skúmaskotum, ljúka við sumar en breyta öðrum. Þetta var líka vinarboð frá „kollegum" og óviðkunnanlegt, fannst hon- um, að sýna ekki það sem hann var að vinna við þá stundina, taka jafnvel fremur, hálfunnin verk, en rása út um borg og bý og tína saman löngu gleymdar myndir. Það væri hálfgert ,plat‘. Hann hafði náð saman nær 60 málverkum og teikningum til sýningarinnar og tók allt með sér í flugvélina, og reyndist ekki veggrúm fyrir þær allar. Flest- ar þessar myndir hafði hann málað í meira og minna í mörg ár, sumar tugi ára, flest myndir, sem átlu of mikil ítök í honum til þess að hann vildi skiljast við þær fyrir fullt og allt. Hér kom hann með verk, sem stóðu hjarta hans nærri þessa stund- ina. Margir landar Jóhannesar álíta að hahn sé fyrst og fremst lands lagsmálari, en það er auðvitað fjarstæða. Hann er jafnvígur á allt, en ef tíl vill þó hvergi jafn góður og er hugarkrafturinn fær að geisa hömlulaust um léreftin, eins og í fantasíum. Á sýningunni í Osló eru fáar hreinar lands- lagsmyndir, þar eru margar mannamyndir og ber þar mik- ið á Þingvallabóndanum (Jóni á Brúsastöðum), sem varð rík- astur og stærstur, er hann hafði gefið allt, mikilúðleg mynd, raf magnsstjórinn CSteingrímur Jóns er mjög rómuð af öllum og grein hefir þegar birzt um hana í stærsta blaðinu, Aftenposten, sknfað af einum þektasta list- „kritiker“ hér í borg og tínir hann fram flest stóryrði norskr- ar tungu til að lofa hana. í kvöld sit.ur Kjarval veizlu með listamönnum hér. Oslo 3./6. 1960. XI. maí. Af sjónarhóli sveitamanns .. 22 VORIÐ er korrtið. Það er komið í loftið. Það er komið í jörðina. Það er komið í menn og málleys ingja. Jörðin grænkar og gleðst og loftið titrar af fögnuði. Gjör- völl náttúran syngur: Brosir dagur, brosir nótt, blíða og ylur vaka. Þetta er nú ekkert nýtt, mun margur segja. Þetta er ekki nema það, sem skeður á hverju vori. Satt er það, en það sem merkilegast er við þetta vor, er það, að það er svona nokkurn- veginn einum mánuði fyrr á ferðinni heldur en oft áður. „Það hefur oft ekki verið kom- inn meiri gróður í lok sauðburð- ar heldur en nú er kominn", segja sumir eldri mennirnir, er muna langt aftur í tímann. • En það er ekki vorið eitt, sem er þrungið af bliðviðri og veð- ursæld. Síðan sá, sem þetta rit- ar fór að vera í sveit, man hann ekki annan eins langan og sam- felldan góðæriskafla og nú stendur. Já, það er ekki amalegt að búa í sveitinni núna“, er sagt við sveitamanninn, er hann rek- ur inn höfuðið hjá kaupstaðar- búanum. Og það er satt. Mikið hefur tjðarfarið að segja fyrir alla afkomu og líðan manna hér á okkar norðlæga landi. Ein- hverntíma hefur það verið sagt að það liggi á mótum hins byggi Hæfta Húsvíkingar? AÐ ÞVÍ er Mbl. fregnaði, þá mun innan fárra daga verða haldinn aðalfundur sameignarfélags þess, er rekið hefur togarann Norð- lending. Hafa staðið að útgerð hans Ólafsfjörður, Sauðárkrók- ur og Húsavík. A þessum aðalfundi mun verða tekin ákvörðun um áframhald- andi fyrirkomulag á rekstri tog- arans. Eins og það fyrirkomulag hefur verið, er nú sýnt að það getur ekki borgað sig. Munu Hús- Aldrei eru eins miklar annir í sveitum eins og á vorin. í ár hefjast vorannirnar óvenju snemma sökum hins hagstæða tíðarfars. — lega og óbyggilega heims. Á góðæristímum eins og þeim sem við njótum nú, finnst manni þetta vera fjarri öllu lagi. Hafi einhverntíma verið eitthvert sannleikskorn í þessum ummæl- um, þá verka þau á mann nú víkingar hafa fullan hug á því, að draga sinn hlut út úr félag- inu og hætta þátttöku í rekstri skipsins. Aftur á móti munu Ólafsfirð- ingar og bæjarstjórn Sauðárkróks vilja halda rekstrinum áfram. Það kemur og til kasta fundar- ins að finna leiðir til lausnar á aðsteðjandi fjárhagsörðugleikum útgerðarinnar, en togarinn hefur verið auglýstur til sölu á uppboði sem fram á að fara 10. júní n.k. eins og hin örgustu öfugmæli. • Þvert á móti finnst manni landið okkar hljóti nú að vera einhver ákjósanlegasti dvalar- staður hins hvíta manns, sem hugsast getur. Það býður sem sé upp á nógu mikið af erjið- leikum til þess að glíma við. Hér er alltáf meira en nóg af viðfangsefnum til 'þess að halda öllum heilbrigðum mönnum vak andi. Landið leggur aldrei þær freistingar fyrir börn sín að eta letinnar brauð, en það býður þeim upp á ótal tækifæri til að reyna kraftana, njóta hæfileika sinna, njóta lífsns. — Flestir kannast við vísu Jóns Ólafsson- ar: Hér er nóg um björg og brauð, berirðu töfrasprotann. Þetta land á ærinn auð, ef menn kunn’ að nota ’ann. Og nú hefur þjóðin einmitt komist yfir þennan töfrasprota. Undan töframætti hans hefur opnazt hver auðlindin eftir aðra, og með hverjum ártug, m. a.s. með hverju ári, sem líður svo ört að til einskis samjafnað- ar kemst við fyrri tíma, þó ekki sé langt til baka litið. Og það sem meira er: Nú þola lífskjör- in hér í þessu landi sem liggur á landamærum þess byggilega og óbyggilega“, nú þola þau fyllilega samanburð við það sem öll alþýða á við að búa í suð- lægari löndum. Það er eins og •félagsmálaráðherra sagði 1. maí: „Afkoma manna nú á ís- landi er yfirleitt jafnari og betri en víðast hvar annars staðar“. Þetta er óvefengjanlegt. Þessu geta ekki einu sinni kommar mótmælt. Þessum glæsilega og giftusamlega árangri hefur þjóð in náð m.a. vegna þess 1) að hún er dugmikil og fram sækin, 2) að hún er viðbragðsfljót og kunnáttusöm að hagnýta sér nýjungar á sviði tækn- innar, 3) að hún er nógu lýðræðis- lega sinnuð til að hafa kjör fólksins í landinu sem jöfn- ust. En mikill vill meira. Þótt undarlegt sé hefur þjóðin ekki getað látið sé nægja þessi ágætu kjör, sem landið sjálft, auðsupp sprettur þess í gróðurmold, sjávardjúpi og orkulindum hafa fram að-bjóða. Af ýmsum orsök- um (sumum okkur ill-viðráðan- legum) var svo kornið að þjóðin var farin að lifa mjög um efni fram. Svo er af fróðum mönnum talið að i>essi umframeyðsla hafi numið hvorki meira né mirtna en 250 milljónum á ári í ein 20 ár eða alls um 5000 millj. Það er ótrúlega há tala og sjálfsagt ekki gott að sanna hana. Hitt er áreiðanlegt, að með lánum og gjöfum og yfir- dráttum hefur haldist við fölsk kaupgeta í landinu og þess vegna eyddi fólkið meira heldur en þjóðin aflaði. Slíkt hefur að vísu margan góðan manninn hent eins og íslenzku þjóðina á þessum hennar síðustu upp- gangs- og velgengnistímum. Út úr slíku eru ekki nema tvær leiðir. Annaðhvort er haldið á- fram á þessari'óheillabraut unz lánardrottnarnir taka í taum- ana eða reynt er að spyrna við fótum í tæka tíð og koma efna- hagnum og afkomunni á réttan kjöl áður en það er um seinan. • Það hefur orðið hlutverk nú- verandi ríkistsjórnar — við- reisnarstjórnarinnar — að freista þess að leiða þjóðina út úr hinum efnahagslegu ógöng- um. Oft hafa stjórnmálaflokk- arnir deilt um það hverjum það hafi verið að kenna að svo illa var komið við uppgjöf vinstri stjórnarinnar í árslokin 1958. Hér skal heldur ekki um það rætt, enda þýðir ekki að sakast um orðinn hlut. Hitt er mest um vert að geta fundið rétta leið út úr ógöngumim og hafa þrek til Framh. á bls. 17.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.