Morgunblaðið - 09.06.1960, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 09.06.1960, Blaðsíða 12
12 MORCUHBLAÐIÐ Fimmtudagur 9. júní 1960 Útg.: H.f. Árvakur. Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Lesbók: Arni Óla, sími 33045. Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: ASalstræti 6 Sími 22480. Áskriftargjald kr. 45.00 á mánuði innanlands. I lausasölu kr. 3.00 eintakið. GRÓANDI JÖRÐ f TM allt' ísland eru nú hlý- indi og gróðrarveður. A stöku stað er sláttur jafnvel hafinn., Má segja, að sprettu- horfur séu yfirleitt góðar og víða ágætar. Á undanförnum árum hef- ur ræktuninni í sveitum landsins fleygt fram. Túnin hafa stækkað með hverju ár- inu, sem leið. Af því hefur síðan leitt sívaxandi fram- leiðslu landbúnaðarafurða. JÞó gerir íslenzkur landbúnaður lítið meira en að fullnægja þörfum þjóðarinnar sjálfrar fyrir þessi hollu og nauðsyn- legu matvæli. Við verðum að vísu að flytja út nokkuð af dilkakjöti. En í ýmsum byggðarlög- um við sjávarsíðuna er árstíðarbundið mjólkur- leysi og kartöflur og smjór verður oft o{ einatt að flytja inn. Meira grænmeti Efling íslenzks landbúnað- ar er þess vegna þjóðarnauð- syn. Sérstaklega ber að leggja áherzlu á það, að gera framleiðslu landbúnaðaraí- urða fjölbreyttari. í því sam- bandi má benda á, að fram- leiðsla á ýmis konar græn- meti er ennþá alltof lítil her á landi. Segja má að hér riki stöðugur grænmetisskortur, Úr þessu er hægt að bæta með aukinni hagnýtingu jarðhitans í ýmsum lands- hlutum, þar sem hverir og laugar eru ennþá lítt hagnýtt- ar. Framleiðsla góðs nauta- kjöts er hér líka ennþá á frumstigi. Svínaræktinni heí- ur að vísu farið nokkuð fram á síðustu árum. Engu að siö- ur ætti svínarækt að geta aukizt hér töluvert frá því sem nú er. "Vandamál landbúnaðarins En íslenzkur landbúnaðux á við margvísleg Vandamál að stríða. Um áratugaskeið heí- ur verið slíkur fólksstraumur úr sveitum landsins að stór hluti íslenzkra bænda er 1 dag einyrkjar. Aukin ræktun og vélanotkun gerir að visu kleift að reka bú með miklu færra fólki en áður. Engu að síður hefur fólksfæðin haft margvísleg óheillavænleg a- hrif á landbúnaðinn. Hún hefur skapað uppgjafar- og einangrunarkennd hjá mörgu sveitafólki, torveldað félags- legt samstarf og ýmis konar menningarstarfsemi í sveit- um landsins. Þá er þess heldur ekki að dyljast, að sívaxandi dýrtíð á undanförnum árum hefur skapað bændum mikið óhag- ræði. Vélar og tæki til bú- skaparins hafa orðið svo dýr, að fjöldi bænda rís naumast undir að endurnýja tæki sin. Ungum mönnum verður einnig örðugra um vik að hefja búskap, þar sem því fer víðs fjarri að lánsmöguleikar hafi vaxið í svipuðum hlul- föllum og dýrtíðin hefur auk- izt. Þáttur Alþingis Það Alþingi, sem nýlega hefur lokið störfum, sýndi á ýmsan hátt skilning sinn á þörfum landbúnaðarins og erfiðleikum bændanna. Þann- ig beitti landbúnaðarráðherra sér t.d. fyrir því að greitt er verulega niður verðlag á er- lendum áburði. Er bændum að því töluverður stuðningur. Þá var í þinglokin sam- þykkt frumvarp frá Joni Pálmasyni um breytingu á landnámslögunum á þá lund, að nýbýlastjórn er heimilt að veita þeim bændum, er hafa Örðugan fjárhag styrk til íbúðarhúsabygginga á sama veg og nýbýlastofnendum. Efling veðdeildarinnar Ennfremur var samþykkt þingsályktunartillaga frá Jónasi Rafnar og fleiri þing- mönnum Sjálfstæðisflokks- ins um eflingu veðdeildar Búnaðarbankans, sem um Iangt skeið hefur verið fé- vana og engan veginn megn- ug þess að gegna hlutverki sínu. Betra og fegurra land Enda þótt íslenzkur land- búnaður skipi ekki þann sess í dag í atvinnumálum þjóð- arinnar ,sem ha^in gerði á liðnum öldum, er yfirgnæf- ancú meirihluta íslendinga það Ijóst, að framtíð þeirra er ekki hvað sízt háð auk- inni ræktun og blómlegum og vel stæðum landbúnaði. Allir íslendingar fagna því að sjá land sitt gróa og verða betra og fegurra með hverju árinu sem líður. Ræktunin er ekki aðeins unnin fyrir það fólk, sem býr í sveitum landsins. Hún er unnin í þágu al- þjóðar. f':« m\\ ÚR HEIMI I kipper skræk skrifar sögu siglinganna H. C. RÖDER, skipstjóri, hefur nýlega fcngið styrki, m.a. frá Þjóðminjasafninu danska, til að Ijúka við að skrifa siglingarsögu Dana frá 1894. Röder skipstjóri er þekktur maður í Danmörku. Hann hefur til dæmis skrifað hókina „De sejlede bare“, en þar er sagt frá framlagi danskra sjómanna og fiskimanna á styrjaldarárunum síðustu. Á þeim árum misstu Danir um 300 skip og með þeim fórust um 2.000 sjómenn. Þetta nýja verk hans fjallar um örlagatíma danskra siglinga. Breytt um stefnu Röder gegndi sjálfur miklu hlutverki í þeim harmleik, sem þarna segir frá, og hófst þáttur hans að morgni hins 9. apríl 1940. Röder var þá skipstjóri á Tas- mania, 9.000 lesta flutningaskipi frá Orient útgerðarfélaginu. — Þennan morgun var skipið statt á Ermarsundi á leið til Aarhus, þegar fréttir bárust um að Þjóð- verjar hefðu hernumið Dan- mörku. Danska útvarpið sendi öllum dönskum skipum á höfum úti opinbera áskorun um að sigla þegar til hlutlausra hafna. En Röder, eins og ráunar fleiri dansk ir skipstjórnarmenn, /tók ekkert mark á þeirri áskorun. Honum var ljóst að þessi áskorun var undan þýzkum rifjúm runnin, breytti því um stefnu og sigldi beint til brezkrar hafnar. „Skipper Skræk“ Þegar í höfn var komið, gekk Röder og áhöfn hans öll í lið með Bretum og buðu þeim afnot af skipinu. Var það þegið. Hinn 10. apríl um kvöldið ávarpaði Röder í brezka útvarpinu danska starfsbræður sína og skoraði á þá að fylgja fordæmi hans. Fjöldi skipstjóra fór að ráðum hans. Seinna talaði Röder öðru hvoru í brezka og bandaríska útvarpið, og flutti þar mál bandamanna og Danmerkur. Gerði hann það með slíkum árangri að Þjóðverjar tóku að veita þessum danska sjó- manni eftirtekt, og skildu það að hann gæti unnið málstað þeirra mikið tjón. Þýzka útvarpið gaf honum nafnið Skipper Skræk. Var það gert honum til niðurlægingar, en varð þvert á móti tekið sem heið- ursnafnbót. Nafnið hefur síðan loðað við Röder skipstjóra, og aukið á vinsældir hans. En þessi mælski danski sjó- maður lét sér ekki nægja að tala. Hann hóf siglingar fyrir banda- menn, og var í mörgum þeim skipalestum, sem hart voru leikn ar af þýzkum kafbátum. 11 á einni nóttu Þrisvar lenti hann í bráðri lífs- hættu, þegar skip hans annað hvort lenti á tundurtufli eða var hæft tundurskeyti. Á einni af ferðum hans var hann í skipalest með 41 skipi. Helming þeirra sökktu þýzkir kafbátar. Fyrstu næturnar var tveim skipum sökkt í hvert skipti — síðustu nóttina, áður en í höfn var komið, var ellefu skipum sökkt. Síðasta skipið, sem sökkt var, var Tasmania, skip Röders skipstjóra. Skipshöfnin komst ekki í bát- ana og velktist í sjónum í marga klukkutíma þar til þeim var bjargað. Röder fékk annað skip ANKARA, 3. júní. (Reuter). — Cemal Gursel hershöfðingi, sem tekið hefir völdin í Tyrklandi, hélt í dag blaðamannafund í skrifstofu þeirri, sem Menderes fyrrum forsætisráðherra áður hafði. Hann sagði að hann héldi fast við þá ákvörðun að efna til þingkósninga í landinu og tryggja þa'nnig þingræði í land- inu. Ekki kvaðst hann geta sagt um það, hvenær kosningarnar færu fram, en nefnd lögfræðinga ynni nú að því að semja land- inu nýja stjórnarskrá og kosn- ingalög. Gursel sagðist ekki geta sagt um í einstökum atriðum hvaða breytingar yrðu gerðar á stjórn- arskránni, en það ei’tt væri vist, að kosningalögunum yrði bréytt verulega, — þannig að hlutfalls- kosningar yrðu teknar upp í stað einmenningskosninganna. Með því er ætlunin að gefa fleiri flokkum tækifæri til að komast að. Allir flokkar eiga að vera jafnréttháir, sagði hershöfðing- inn. II. C. Röder, skipstjóri. og hélt áfram siglingum og út- varpsúvörpum sínum til stríðs- loka. Nokkrura árum eftir stríð tók Röder pokann sinn og fór í land. Hafði hann þá verið til sjós í 52 ár, og var kominn yfir sjötugt. Það var ekkert undarlegt þótt þessi maður. fengj löngun til að skrifa endurminningar sínar. Fríhöfn og gufuskip En hvers vegna að byrja frá- sögnina árið 1894? Jú, þá var Fríhöfnin í Kaup- mannahöfn tekin í notkun, en hún hafði ómetanlega þýðingu fyrir siglingarnar. Það var einn- ig á þessum árum, árin fyrir og eftir aldamótin, að mestar breyt- ingar urðu á skipunum. Segl- skipin fóru að týna tölunni, en gufuskip komu í staðinn. Þróun siglinganna hefur haldið áfram síðan, og er nú svo komið að þær flytja Dönum árlega um 1600 milljónir (danskra) króna í er- lendum gjaldeyri. Þetta nýja ritverk verður í tveim bindum, sem hvort um sig er 400 síður. Þar verður meðal annars ítarlega skýrt frá sigling- um Dana í fyrri heimsstyrjöld- inni, en það er kafli siglinganna, sem aldrei hefur áður verið ritað um að ráði. Síðar í dag lagði Gursel blóm- sveig á gröf Kemal Atatiirks í hinu mikla grafhýsi hans í An- kara. Múgur manns safnaðist saman í kring til að hylla hers- höfðingjann. | 16,500 BERLÍN, 31. maí. — Yfir 16,500 A-Þjóðverjar flúðu til V-Þýzkalands í maímánuði og er það meiri fjöldi en í nokkrum einstökum mánuði síðan 1953. í maímánuði í fyrra flúðu 8,100 A-Þjóðverj ar. Það sem af er árinu hafa 54,000 manns frá A-Þýzka- landi flúið yfir til V-Þýzka- lands og segja forystumenn þeir, sem fara með málefni flóttamanria í V-Berlín, að þessi aukning eigi aðallega rætur sínar að rekja til þess, að a-þýzk stjórnarvöld hafa nú byrjað allsherjarbaráttu fyrir því að samyrkjufyrir- komulagið verði allsráðandi i í landbúnaði austur þar. 11 á einni nóttu. Hlutfallskosningum komið á í Tyrklandi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.