Morgunblaðið - 09.06.1960, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 09.06.1960, Blaðsíða 15
Fimmturtaeur 9. iúní 1960 MORCUISBTAÐIÐ 15 Kvennaskólinn lýkur 86. starfsári sínu KVENNASKÓLANUM í Rvík var slitið laugardaginn 21. maí sl. að viðstöddum gestum, kennur- um og nemendum. Var þetta 86. starfsár skólans, en hann hóf göngu sína 1. okt. 1874. Brautskráðar voru að þessu sinni 42 námsmeyjar. í skólann settust í fyrra haust 225 náms- meyjar, og luku 222 prófi að með- töldum þeim stúlkum, sem gengu undir landspróf, en þær voru 21. Þá þakkaði forstöðukona fyrir- rennara sínum frk. Ragnheiði Jónsdóttur frábær störf í þágu skólans og mikla og góða leið- sögn í erfiðu starfi. Breytingar á kennaraliði voru þær, að Solveig Kolbeinsdóttir cand. mag. annaðist kennslu í íslandssögu í fjórðubekkjar- deildum í stað frk. Ragnheiðar Jónsdóttur fyrrverandi skóla- stýru og íslenzkukennslu í fyrstubekkjardeildum. Frk. Jóna Hansen annaðist dönskukennslu í 4. bekk og Ingólfur Þorkelsson dönskukennslu í 2. og 3. bekk í veikindaforföllum frú Hrefnu Þorsteinsdóttur. Snorri- Sigurðs- son skógfræðingur kenndi nátt- úrufræði í 1. og 3. bekk. Frú Sigrún Jónsdóttir annaðist teikni kennslu í 1. bekk, og frú Britte Gíslason annaðist söngk,ennslu í skólanum í vetur. Hæstu einkunnir Forstöðukona gerði síðan grein fyrir starfsemi skólans í aðal- dráttum og árangri vorprófa. Fjórir bekkir skólans voru starfræktir í átta bekkjardeild- um. Hæsta einkunn í bóklegum greinum x 4. bekk hlaut að þessu sinni Jóhanna Sigursveinsdóttir, námsmær í 4. bekk Z, 9,07. í 3. bekk hlaut Sigrún Ásgeirsdóttir hæsta einkunn, 8,27, í 2. bekk Margrét Sigursteinsdóttir, 9,07 og í 1. bekk Fríður Ólafsdóttir, 9,17. Miðskólaprófi luku 37 stúlkur, 59 unglingaprófi og^62 prófi upp i 2. bekk. Sýning á hannyrðum og teikningum námsmeyja var hald- in 15. og 16. maí, og var hún vel sótt. Þá minntist forstöðukona á eina virðulegustu gjöf, sem skólanum hefði borizt. Frú Ágústa Ólafs- son lézt 3. des. sl. Hún gaf eftir sinn dag Nemendasambandi Kvennaskólans mikla gjöf og hafði óskað þess, ef einhver vildi minnast sín, að þá yrði Kristjönu gjöf, styrktarsóður Kvennaskóla- stúlkna, látinn njóta þess. Risu viðstaddir úr sætum og vottuðu frú Ágústu virðingu sína. Þá flutti frú Sigríður Briem Thorsteinsson, formaður skóla- nefndar, ávarp. Þakkaði hún fyrrverandi forstöðukonu, frk. Ragnheiði Jónsdóttur mikið og óeigingjarnt starf við skólann og árnaði honum allra heilla í fram- tíðinni. Fyrir hönd Kvennaskóla- stúlkna, sem brautskráðust fyrir 40 árum, mælti frú Margrét Ás- geirsdóttir. Færðu þær skólanum gjafir og óskuðu honum allrar blessunar. Frú Þuríður Hjörleifsdóttir mælti fyrir hönd þeirra, er brautskráðust fyrir 10 árum. Færðu þær Systrasjóði minn- ingargjöf um látna skólasystur sína, frú Solveigu Ólafsdóttur, er lézt 15. marz 1957. Fyrir jólin í vetur höfðu nem- endur 4. bekkjar C, er braut- skráðust 1954, fært skóla sínum að gjöf vandað og gott segul- bandstæki. Þakkaði forstöðukona eldri nemendum alla þá vináttu og hlýhug og þá tryggð, sem þeir hefðu alla tíð sýnt skóla sínum. Verðlaun úr Minningarsjóði frú Þóru Melsted hlutu Jólianna Sigursveinsdóttir 4. bekk Z og Gerður Ólafsdóttir 4. bekk C. Eru þau veitt fyrir ágæta ástund un og glæsilegan árangur við bók legt nám og eru silfurskeið með merki skólans á skaftinu. Eru þetta virðulegustu verðlaun, sem skólinn úthlutar. Verðlaun fyrir mest og bezt afrek í fatasaumi úr Verðlaunasjóði frú Guðrúnar J. Briem hlaut Sigurlaug Indriða dóttir 4. bekk C. Verðlaunin voru áletraður silfurspaði. Verðlaun úr Thomsenssjóði fyrir beztan ár angur í útsaumi hlaut Margrét Sigursteinsdóttir í 2. bekk C. Elli og hjúkrunarheimilið Grund veitti námsmeyjum Kvennaskól- ans verðlaun. Var það íslendinga saga Jóns Jóhannessonar veitt fyrir beztu íslenzku prófritgerð- ina á lokaprófi. Guðrún Valdís Óskarsdóttir 4. bekk Z hlaut þau verðlaun. Námsstyrkjum var úthlutað til efnalítilla stúlkna í lok skóla ársins, úr Systrasjóði námsmeyja 10.000,— kr., Styrktarsjóði hjón- anna Páls og Þóru Melsted 1500 kr. og úr sjóðnum Kristjönugjöf 2000 kr. Alls 13.500,— kr. Að lokum ávarpaði forstöðu- kona stúlkurnar, sem höfðu braut skráðst og óskaði þeim gæfu og gengis. Leiktjaldasýning í Þjóðleikhúsmu í SAMBANDI við ,,Listahátíð- ina“ hefur Þjóðleibhúsið efnt til sýningar á verkum leiktjalda- málara í kristalssal Þjóðleikhúss ins. Þar eru til sýnis 12 model af leiktjöldum, búninga- og leik- sv'ðsteikningar og ljósmyndir úr ýmsi.m leikritum. Auk þess eru ■þar margir skrautlegir leíksviðs- búningar. • Það eru fimm leiktjaldamálar- ar, sem taka þátt í sýningunni og hafa þeir allir teiknað þessi leiktjöld fyrir Þjóðleikhúsið. Listamennirnir eru: Lárus Ing- ólfsson, Magnús Pálsson, Gunnar Bjarnason, Lothar Grund og Sig- fús Halldórsson. Leiksviðsmodel- in eru öll mjög smekklega og skemmtilega lýst og hefur Krist- inn Daníelsson ljósamaður í Þjóð leikhúsinu annast alla lýsingu en uppsetning og annað fyrirkomu- iag sýningarinnar er unnið undir stjórn Aðalsteins Jónassonar leik sviðsstjóra. Boris Fasternak var frekast unnt. Fregnin um sjúkdóm og dauða skáldsins kom einhvern veginn ekki á óvart, heldur eins og staðfesting dulins gruns. Kannski var það djúp- stæður ótti, sem f; lgt hefur mannkyninu frá örófi, um að allt, sem færir manninn nær ljósinu, verði skyndilega frá honum tekið. Eða óttinn um heill einfarans, sem umkringd ur er andrúmslofti haturs og andlegrar kúgunar. Ekkert nútímaskáld hefur komizt nær brennipunkti póli- tískra átaka í heiminum og staðið þó jafn fjarri þeirn veit vangi. Skáldskapur hans er ekki af þeim toga spunninn, þó finna megi í honum slíka þræði, heldur fjallar hann fyrst og fremst um manninn, án kennisetninga, líf hans á jörðinni, dauðann og uppris- una. Hinir pólitísku þræðir skáldskapar hans í óbundnu máli eru tilkomnir vegna mannsins, þáttur þess um- hverfis, er hann lifir. Hins vegar hefur skáldskap- ur hans orðið til að opinbera, svo ekki verður um villzt, að andlegt frelsi til sjálfstæðrar sköpunar, túlkunar og skoð- ana, hefur verið reyrt í spenni treyju í „sæluríkjum" hins sósialiska heims, og mannlegt líf því glatað þar reisn sinni og markmiði um sinn. Það Þögnin hrópar SÍÐASTA þætti harmleiksins er lokið. Dauðinn fellir tjald- ið yfir andlit skáldsins, sem lífið hefur meitlað rúnum sín- um af grimmd_ og miskunn æfilangrar sköp’unar. En við yfirgefum ekki sal- inn, heldur bíður eftir uppris- unni. Þögnin hrópar nafn skáldsins til okkar af sviðinu: — Boris Pasternak. Turnar Kreml stara á okkur blindum augum og blóðug hönd hefur skráð síðustu orð harmleiks- ins á sléttuna:— Krabbamein ófrelsisins. Engar „hreinsanir" megna að má þau orð út, skráð hjarta blóði skáldsins í jarðveg ætt- lands hans — þaðan sem ljóð hans eru sungin, þar sem lík- atni hans mun hvíla í gamalli mold, meðan andi hans á ekki griðland, nema í einangrun hugans eða fgngelsum. örlög mikils skálds eru ör- lög þjóðar hans; örlög einnar þjóðar geta orðið örlög ann- arra þjóða. Þess vegna varð þetta rússneska skáld, skáld alls mannkyns. Hann varð tákn þess í leit að fegurra lífi, mitt í útskúfun og fordæm- ingu. Hljómgrunnurinn, sem skáldskapur hans vakti, kom valdamönnum heimalands hans til að kreppa hnefana, skáldbræðrum til að herpa saman barka sína eða kæfa samvizkuna i brjóstinu, og hið hjartahreina skáld tók einnig tillit til þeirra eins og honum dæmi hefur orðið til vakning- ar um að varðveita og auka þá reisn mannsins, sem enn er fyrir hendi. Hið látna, rússneska skáld er tákn um fyrirheit andlegs frelsis um allan heim, þar sem kúgun eins og smán er smán og kúgun annars. Þess vegna bíðum við eftir upprisunni. Þegar andi skálds ins hrópar til okkar af þöglu sviðinu, og turnar Kreml stara opnum augum á sléttuna, þar sem skráð er fyrsta orð upp- risunnar: — Frelsi. Þá fyrst er lokið lífi og dauða Boris Pasternaks, og listaverk hans um manninn fullgert. i.e.s. 26 nýir kennarar KENNARASKÓLANUM var slit- ið síðastliðinn laugardag, 28. maí. Skólinn starfaði eins og undan- farna vetur í fjórum aðaldeildum og auk þeirra kennaradeild stú- denta, sem er eins árs deild, og handavinnudeildir stúlkna og pilta, en nám í þeim deildum tekur tvo vetur. Aðalkennaranám ið er fjögra vetra nám og mntöku skilyrði þau sömu sem í mennta- skólana. Nemendur voru í vetur samtals i ölium deildum 138. Til prófs jsomu 131, en fullgildu prófi luku alls 123. Þar af luku kennara- prófi upp úr 4. bekk 26 nemend- ur, hæsta einkunn þar var 8,68. Sextán stúdentar luku kennara- prófi, hæsta einkunn þar 8,73. Fjórir piltar luku kennaraprófi í handavinnudeild, og var hæst einkunn þar 9,00. Aðalstarf skólans fór fram í Kennaraskólahúsinu við Laufás- veg. Handavinnudeildir voru til húsa á Laugaveg 118, og utan þessara staða tveggja fór nokk- uð af starfi skólans fram á þrem- ur stöðum öðrum úti í bæ. Húsnæðisskorturinn þrengir nú æ meir að starfsemi skólans með hverju árinu sem líður, og verð- ur vonandi lagt allt kapp á að fu’lgera sem fyrst hið nyja skóla hús, sem þegar er orðið fokhelt. Eftirtaldir nemendur luku kennaraprófi: A. Ur fjórða bekk: Aðalbjörn Gunnlaugsson, Arngrímur Geirs- son, Arthúr Ólafsson, Benedikt Benediktsson, Birgir Ás. Guð- mundsvm, Birgir D. Sveinsson, Björg Sveinbjörnsd., Gígja Sig- urbjörnsd., Gísli Hallgrímsson, Guðmundur J. Guðmundsson Guðrún Lárusdóttir, Herdís Haraldsdóttir, Jónína Þ. Tryggva dóttir, Karl H. Guðnason, Kristján A. Jónsson, Margrét Guðmundsd., Ólöf Hermannsd., Ragna Freyja Karlsd., Ragnheið- ur Jónsd., Sigurbjörg Guð- munds., Stefán Þ. Stephensen, Theódóra Emilsd., Víðir H. Krist insson, Þorkell St. Ellertsson, Þórunn A. Sigurjónsd. B. Úr stúdentadeild: Anna Brynjúlfsd., Auður Eydal, Erna Hermannsd., Geirlaug Björnsd. Guðlaugur Stefánsson, Gunnar Kolbeinsson, Iðunn Guðmundsd., Jóhanna Traustad., Jón Björns- son, Jóna Gissurard., Kristrún Eymundsd., Ólafur Unnsteinsson, Ragnheiður Benediktsson, Sigríð ur Indriðad., Sigríður Jóhannid., Sigríður Þorgeirsd. C. Ur handavinnudeild: Björn Kristjánsson, Egill Strange, Matt hías Gestsson, Sigurður Ulfars- son. Sex nýir lögfræðingai NÝLEGA er lokið í Háskóla íslands prófum í lögfræði, en að þessu sinni útskrifuðust 6 stúdentar úr deildinni. Hinir ungu lögfræðingar ei'U þessir: Grétar Haraldsson, I. eink. 203% stig, Helgi V. Jóns- son, I. eink. 214 stig, Jóhann J. Ragnarsson, I. eink. 179 st., Ólaf- ur G. Einarsson, I. eink. 182% st., Ólafur Stefánsson, I. eink. 199% st. og Vilhjálmur Þórhalls- son, I. eink. 191% st. Fyrri hluta prófi í lögfræði luku 8 atúdentar og hlaut hæsta einkunn Jóhannes L. Helgason, I. eink. 104 st. r. 320 börn í Gasn- fræðaskóla Keflavíkur KEFLAVÍK, 1. júní: — Gagn. fræðaskóla Keflavíkur var slit* ið í gær kl. 4. í skólanum voru 320 nemendur, þar af luku 28 gagnfræðaprófi, 11 gengu undir landspróf, en einkunnir úr því eru ekki kunnar enn. Hæstu eink unn yfir skólann hlaut Ragnhild- ur Árnadótty- og hæstu einkunn við gagnfærðapróf Elías Jóns- son. Við skólaslit voru nemendum veitt verðlaun fyrir námsárang- ur og stundvísi af kennarafélagi skólans. Þau verðlaun hlutu Elías Jónsson og Ingibjörg Guðna dóttir, Ragnhildur Árnadóttir og Magnús Torfason. Sr. Björn Jóns son veitti einnig verðlaun fyrir ásturtdun í kristnum fræðum og hlaut þau Guðlaug Torfadóttir. Að loknum skólaslitum fór skólinn í ferðalag til Norður- lands og á Snæfellsnes. Heilsufar í skólanum og ástundun nem- enda var með ágætum —Helgi S.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.