Morgunblaðið - 07.07.1960, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 07.07.1960, Blaðsíða 20
SUS-síðan er á bls. 12. Íbróttasíðan er á bls. 22. 151. tbl. — Fimmtudagur 7. júlí 1960 Bv. Geir bjarg- ar 15 mönnum BLAJÐIÐ hefur frétt, að fyrir nokkru hafi togarinn Geir bjargað færeysku skipi með 15 manna áhöfn skammt und- an ísröndinni við Suður-Græn land. Nánari tilvik eru sem hér segir: Laugardaginn 18. júní var tog- arinn Geir á leið á veiðar við V- Grænland. Þegar skipið var statt 70 sjómílur misvísandi vestur frá Hvarfi urðu skipverjar varir við færeyskan bát um tvær mílur frá ísröndinni. Kallaði á hjálp Báturinn, sem reyndist vera Skarfanesið frá Trangisvági í Suð urey, 130 tonna skip, gaf Geir merki um að hann væri hjálpar- þurfi. í ijós kom, að hann var með bilaða vél. Færeyingarnir höfðu ekki enn sent út neyðar- kall, þar sem þeir gerðu sér ekki næga grein fyrir því, að þeir væru í bráðri hættu staddir. Þoka var á, svo að þeir vissu ekki, að ísinn lá óvenjulega utar- lega, en þar sem vindur var á suðvestan og stóð á ísinn, hefði þá rekið að röndinni á tveimur til þremur timum. Meira en 194 millj. vindlingar reyktir af íslend- ingum í fyrra ÍSLENDINGAR reyktu á sl. ári eigi færri en 194.052.000 vindJinga, samkvæmt því er Sigurður Jónasson, forstjóri Tóbakseinkasölu ríkisins, tjáði MbL í gær. Þessi fjöldi svarar til þess, að hvert ein- asta mannsbarn hafi á árinu reykt um 1150 vindlinga — eða að jafnaði rúmlega 3 á degi hverjum. Nær allir þess ir vindlingar voru fluttir inn frá Bandaríkjunum. Reyk- ingar voru lítíð eitt meiri árið 1958 — en aftur á móti voru seldir vindlingar hér á landi árið 1957 nokkru færri eða um 168 milljónir. í! Engra skipa von Þar að auki reiknuðu þeir ekki með neinni skipaferð á þessum slóðum, þar eð mjög er fáföruit þarna. T. d. var næsta færeyska skip statt uwi 300 sjómílur í burtu og hafði átt móti vindi að sækja. Geir gekk ágætlega að taka bátinn í tig, og dró hann síðan heilu og höidnu til Færeyinga- hafnar, rúmra 300 sjómílna leið. 15 monna á'höfn var á bátnum. Skipstjóri á Geir var Gunnar Auðunsson. Frá Buenos Aires: Friðrik vann Nýja Sjálandmeistarann í ÁTTUNDU umferð stór- mótsins í Buenos Aires í Argentínu vann Friðrik Ól- afsson Wade, skákmeistara Nýja-Sjálands í 21. leik og hefur því finim vinninga. — Efstur er Reshevsky frá Bandaríkjunum með 6 vinn- inga, næstir eru Evans og Unzicker með 5 14 vinning. Úrslit skáka í 8. umferð urðu sem hér segir: Rossetto, Argentínu, vann Gui- mard, Argentínu, hollenzk vörn, 43 leikir. Korchnoi, Rússlandi, vann Bazan, Argentínu, Sikileyj- ar-vöm, 43 leikir. Evans, Banda- ríkjunum, vann Gligoric, Júgó- slavíu, slavnesk vörn, 42 leikir. Ólafsson vann Wade, Nýja-Sjá- landi, Sikileyjar-vöm, 21 leikur. Benkö, Bandaríkjunum, gerði jafntefli við Unzicker, V-Þýzka- landi, indversk drottningar-vörn, 16 leikir. Reshevsky, Bandaríkj- unum, vann Foguelman, Argen- tínu, Sikileyjar-vöm, 39 leikir. Szabo, Ungverjalandi, vann Tai- manov, Rússlandi, drottningar- mótbragð, 56 leikir. Uhlmann, A- Þýzkalandi, vann Fischer, Banda ríkjunum, frönsk vörn, 42 leikir. Ivkov, Júgóslavíu, vann Wexler, Argentínu, drottningarbragð, 47 leikir. Eliskases, Argentínu, gerði jafntefli við Pachmann, Tékkó- slóvakíu, drottningarbragð, 27 leikir. Héraðsmót í Búðardal og Hellu um nœstu helgi SJALFSTÆÐISFLOKKURINN heldur tvö héraðsmót um næstu helgi: í Búðardal í Dalasýslu og á Hellu á Rangárvöllum. Búðardal. Héraðsmótið í Búðardal vetð- tir á laugardag og hefst kl. 8 sd. Ræður og ávörp flytja: Bjarni Benediktsson ráðherra, Sigurður Ágústsson, alþm. og Friðjón Þórðarson, sýslumaður. Leikaramir Gunnar Eyjólfsson og Ómar Ragnarsson, flytja leik- iþætti og syngja gamanvisur og Árni Jónsson, óperusöngvari syngur einsöng, Hafliði Jónsson aðstoðar. Að síðustu verður stiginn dans. Hellu. Héraðsmótið á Hellu er á sunnudaginn og hefst kl. 8,30 sd Fluttar ræður og ávörp. Leikararnir Ævar Kvaran, Jón Aðils, Erlingúr Gíslason og Katrín Guðjónsdóttir sýna frum samda revíu í tveim þáttum með nýjum lögum, Jón Ásgeirsson, aðstoðar. Hljómsveit Óskars Guðjóns sonar leikur fyrir dansi. Biðskákir úr 6. umferð: Evans vann Bazan, Sikileyjar- vörn, 41 leikur. Korchnoi vann Guimard, Phlidor-vöm, 59 leik- ir. Reshevsky vann Benkö, ind- versk kóngsvörn, 41 leikur. Staðan í mótinu: Reshevsky 6 v., Evans 5%, Un- zicker 514, Korchnoi 5, Ólafsson 5, Szabo 5, Uhlmann 5, Benkö 4%, Pachman 4*4, Gligoric 4, Ivkov 4, Taimanov 4, Eliskases 3%, Guimard 3%, Rossetto 3%, Wexler 314, Fischer 3, Foguel- man 3, Bazan 114 og Wade 14 v. Tapað einni skák Af þeim upplýsingum sem liggja fyrir frá mótinu verður séð að Friðrik Ólafsson hefir aðeins tapað einni skák 1 þeim átta um ferðum, sem tefldar hafa verið. Unnið 3 og gert 4 jafntefli. Frið- rik hefir unnið Rósettó í annarri lunferð, Bazan í 6. umferð og Wade í áttundu. Friðrik neíir svo gert jafntefli við Unzicker í 1. umferð, Evans í 3., Guimard í 5. og Gligoric í 7. umferð. Eldur l í sementi HAFNARFIRÐI. — Rétt fyr- ir kl. 9 í gærkvöldi var slökkviliðið kallað að hinni nýju byggingu, sem póstur og sími eiga hér í smíðum við Strandgötuna. Var þar eldur í sementsbirgðum, sem voru sjávarmegin við bygginguna, en yfir pokana var breitt segl. Eldur var að vísu ekki mik- ill í pokunum, en þrátt fyr- ir það sviðnuðu efstu lögin talsvert, og urðu þó nokkrar skemmdir á sementinu. Var nokkur eldur í tómum sem- entspokum, en að öðru leyti komst hann ekki í húsið, sem er nú orðið tvær hæðir. — Tók það slökkviliðið stuttan tíma að slökkva í sements- pokunum. — G. E. Hér er Kristleifur að sigra Norðmanninn Ole Ellefsæt- er í 3 km. hlaupi á ÍR-mót- inu í fyrradag. í gær unnu Svavar og Kristleifur hann í 1500 m hlaupi. Sjá nánar um það og aðrar iþróttafréttir á íþróttasíðu. 75 kr. verðlaun HÉR í blaðinu var fyrir nokkru sagt fiá barþjónum, sem fundu bjórflösku fyrir austan. Áður hafði Ragnar Runólfsson í Vest- mannaeyjum fundið slíka flösku og sendi hann innihald hennar til bjórfirmans. Hlaut hann fréf og laun frá firmanu og sýndi hann Mbl. bréf- ið. Verðlaunin, sem hann fékk fyrir fundinn voru 75.00. — Is- lenzkar krónur. í bréfinu frá firmanu er þess getið, að flöskur þessar hafi fund izt á Nýfundnalandi, í Norður- Kanada, við New York og New Jersey. TíSindalítið nyrðra LÍTH) var að frétta í gær frá síldarmiðunum. Veður var gott, vindur á norðaustan, skyggni gott undir niðri, en svo lágskýj- að, að ekki var hægt að leita neitt úr lofti. Eldborgin frá Hafn- arfirði fékk þó 700 tunnur af skín andi fallegri söltunarsíld 8 sjó- mílur suðaustur af Grímsey og fór með hana til Dalvíkur. Flot- inn fór þá að tínast út upp úr kl. 3, og um kl. 11 í gærkvöldi mátti heita, að höfnin á Siglufirði væri orðin tóm. Þá fréttist og, að Hrafn Sveinbjarnarson hefði fengið kast á Grímseyjartagli, og að Ægir hefði lóðað á síld á 67. breiddar- gráðu, langt norður af Grímsey. Flug eðlilegt í gær SKV. upplýsingum, sem blaðið aflaði sér í gærkvöldi, var allt flug með venjulegum hætti í gærdag. Þó mun eitthvað færra hafa ferðazt hér flugleiðis í gær, vegna þess að margir höfðu ótt- azt verkfall og því hraðað för sinni undanfarna daga. Fyrsta flugvélin fór héðan af vellinum um kl. 9 í gærmorgun til Akur- eyrar og Húsavíkur. Hún tekur 28 manns og er oftastfull, en að þessu sinni voru farþegar ekki nema tólf. Viscountvélar Flug- félags íslands komu samtals með um 100 manns heim, og Sólfaxi var væntanlegur frá Grænlandi fyrir miðnætti. Hjá Lofleiðum var sömu sögu að segja. Caroniumenn DOUGLASFLUGVÉL frá F.í. fór með einn hóp ferðamanna af Caroniu í hálfrar annarrar stund- ar flugferð inn yir hálendið, Heklu og Þingvelli í blíðvirðinu í gær og voru farþegarnir mjóg ánægðir með ferðina. Nauðgunarákæran: Stúlkan og hermad urinn ekki sammála RÉTTARRANNSÓKN var haldið áfram í gær á skrifstofu lögreglu stjóra á Keflavíkurflugvelli, vegna þeirrar ákæru ungrar, is- lenzkrar stúlku, að tveir varnar- liðsmenn hefðu reynt að nauðga henni og öðrum tekizt það. Stúlka þessi var að skemmta sér í klúbbi suður á Keflavíkur- velli og fór þaðan í bíl ásamt nokkrum varnarliðsmönnum, Einn þeirra bauð henni í „partý“, og þá hún það. Var haldið í blokk eina, og þar gengu þau tvö afsíðis og eru ein til frásagnar um það, sem þar gerðist. Hann viðurkenn- ir að hafa leitað á hana, en fljót- lega gefizt upp á því. Hún segir hann hafa tekið því illa, er ifún vildi ekki þýðast hann, og hafi hann lagt á hana hendur, en hún forðað sér burtu. Hafi hún hlötið nokkurn áverka við þá mótstöðu. Síðan gerist það, að hún hittir annan hermann, og fer ein með honum út í hálfbyggða blokk. Hann viðurkennir að hafa kom- ið fram vilja sínum þar, en hún hafi undirgengizt hann fríviljug. Því neitar hún og segir hann því aðeins hafa komizt yfir sig, að hann beitti ofbeldi. Hann segir áverkana hljóta að stafa frá fyrra atvikinu eða einhverju enn öðru atviki. Eins og sjá má, ber hér nokkuð á milli. Unnið er nú að samræmingu vitnaframburðar og framburðar ákæranda og ákærðu, en að rannsókninni lok- inni verður málið sent utanríkis- ráðuneytinu til athugunar, sem tekur ákvórðun um það, hvort ástæða sé til málshöfðunar. Það skal tekið fram, að mál, sem rísa innan flugvallarins, ganga til ut- anríkis- en ekki dómsmálaráðu- neytisins. John Hunt til íslands EVERESTFARINN Sir John Hunt kemur til íslands hinn 21. þ.m. með flugvél Flug- félags fslands frá London. Sir John er á leiðinni til Grænlands með mikinn leið- angur. Hefur hann tekið Sky mastervélina Sólfaxa á leigu og mun hún flytja Hunt og leiðangursmenn, samtals 35, ásamt ýmsum útbúnaði til Meistaravikur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.