Morgunblaðið - 29.07.1960, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 29.07.1960, Blaðsíða 1
20 síður Nixon og Lodge Chicago, 28. júlí. (NTB-Reuter) RICHARD Milhaus Nixon, varaforseti Bandaríkjanna, var í gærkvöldi kjörinn for- setaefni repúblikana við kosningarnar sem fram fara í nóvembermánuði n. k. Tillaga kom fram á þingi repúblikana í Chicago, sem velur forsetaefni flokksins, að Barry Goldwater, öldunga- deildarþingmaður frá Ari- zona, yrði valinn, en hann óskaði eftir því að tilnefn- ingin yrði dreginn til baka. Við atkvæðagreiðslu fékk Barry Goldwater þó 10 atkv., en Nixon 1321. Spennandi kosningar Eftir tilnefninguna flutti Nixon ávarp, sem var sjónvarpað um gjörvöll Bandaríkin. Sagði hann þar meðal annars, að hann bæri mjög mikla virðingu fyrir Kenn- edy, forsetaefni demókrata og kvaðst búast við að úrslit kosn- inganna yltu á örfáum atkvæð- (Ljósm. Mbl. Markús) Séð yfir hátíðarsal Háskólans skömmu eftir að 8. þing Norður lrndaráðsins hóf þar störf sín. Frá þingi Norðurlandaráds; Aukin efnahagssamvinna mikið rœdd í gœr Þá fóru tram almennar umrœður um norrœnt samstarf um. Síðan hélt Nixon til fundar við 25 af helztu leiðtogum republik- anaflokksins til að ræða val vara forsetaefnis. Að þeim fundi lokn- um tilkynnti Nixon að hann hefði valið sér Henry Cabot Lodge, aðalfulltrúa Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum, sem vara- forsetaefni. Fer í kvöld fram at- kvæðagreiðsla á þinginu um það hvort flokkurinn samþykkir til- lögu Nixons og er talið að það verði samþykkt samhljóða. Fari svo, mun Lodge láta af störfum hjá Sameinuðu þjóðum í næsta mánuði. Btokkhólmi, 28. júlí (Reuter). í RÆÐU, sem Eisenhower forseti hélt í gær á ráðstefnu repúblikana í Chicago, varaði hann flokksbræður sína við hættunni sem stafaði af því að ganga of langt til vinstri eða þægri, og brýndi fyrir þeim ágæti hins gullna með- alvegar. t því sambandi minntist hann á ónefnt land í Evrópu, þar sem jafnaðarstefnan réði ríkjum og hefði gert undan- farin ár. Árangurinn hafi reynzt sá að drykkjuskapur F Y R S T I dagur 8. þings Norðurlandaráðsins í gær, og sjálfsmorð hafa aukizt stórlega og dregið mjög úr framtaki landsmanna. Mikil gremja Hafa þessi ummæii hans vakið mjkla gremju um öll Norðurlönd, þar sem talið er að forsetinn hafi þarna átt við Svíþjóð, en jafnað- armenn fara einnig með völd í Danmörku og Noregi. Flest blöð á Norðurlöndum birtu í dag mótmæli gegn þess- um ummælum forsetans og voru sum þeirra mjög harðorð í hans garð. Framh. á bls. 19. var nær eingöngu helgaður almennum umræðum um hinar ýmsu hliðar norrænnar samvinnu og var þátttaka i umræðunum mjög mikil. Meðal þess, sem hvað mest bar á góma, var efnahags- samstarf Norðurlandanna, starfshættir Norðurlandaráðs ins og samvinna á vettvangi utanríkisþjónustunnar. Lögð var áherzla á, að áfram yrði unnið að því, að efla og treysta böndin milli þjóðanna á sem flestum sviðum. Af hálfu Islendinga tóku þátt í umræðunum þeir Ólafur Thors, forsætisráðherra, og Gylfi Þ. Gíslason, viðskiptamálaráðherra. Minnsti árangur mikils virði Ólafur Thors sagði m. a., að e. t. v. hefði engin Norðurlanda- þjóðanna meiri áhuga á norrænu samstarfi en íslendingar Það væri einlæg ósk þjóðarinnar, að hinn norræni stofn væri sem styrkastur og greinar hans traust ar. Þá kvað hann oft um það talað, að störf Norðurlandaráðs- ins bæru ekki mikinn árangur, en sagði, að jafnvel minnsti ár- angur væri mikils virði. Að lok- um bauð forsætisráðherra hina erlendu gesti velkomna til íslands og árnaði ráðinu allra heilla í störfum. Stærra markaðsbandalag Gylfi Þ. Gíslason, viðskipta- málaráðherra, gerði grein fyrir afstöðu íslendinga til markaðs- bandalaganna og efnahagssam- starfsins í álfunni, og rakti þær ástæður sem komið hafa í veg fyrir aðild íslendinga að öðru hvoru baridalaginu. Hann kvað æskilegast, að stofnað yrði til stærra markaðsbandalags — helzt allrar Vestur-Evrópu — og með því lagður traustari grund- völlur að nánu samstarfi þessara þjóða til viðhalds frelsi þeirra og menningu. Samstarfið verði eflt I umræðunum kom annars m.a. fram það sjónarmið í tsambandi við starfsemi Norðurlanlaráðsins, að nauðsyn bæri til, að ríkisstjórn ir landanna ættu virkari áðild að því. Þá var harmað, að tilraunir til þess að, koma á nánara sam- starfi þeirra í milli á efnahags- sviðinu skyldu ekki hafa borið tilætlaðan árangur. Voru flestir fulltrúarnir sammála tim, að gera þyrfti ráðstafanir til að meiri og betri árangur næðist af störfum ráðsins. Fundarhalda þingsins í gær er nánar getið á bls. 2 og 11. í gærkvöldi sátu þátttakendur í þinginu kvöldverðarboð ríkis- stjórnarinnar að Hótel Borg. Framhald á bls. 19. I sumarfi íi í Kiev Moskvu, 28. júlí. (NTB-Reuter) KRÚSJEFF forsætisráðherra Sovétríkjanna kom í dag til Kiev, höfuðborgar Ukrainu, ásamt Ulbricht og Janos Kadar, leiðtogum austur- þýzkra og ungverskra komm- únista. Ekki hefur neitt verið látið uppi um erindi leiðtog- anna. — Ulbrich fór fyrir tveim dögum frá Austur-Berlín, að því er sagt var í sumaleyfi. Ekki var vitað að bæði hann og Kadar væru staddir í Sovétríkjunum. Tass-fréttastofan rússneska segir að áður en Krúsjeff hafi komið til Kiev hafi hann ^ieim- sótt Stalingrad og Astrakhan. í Astrakhan bættust Ulbricht og Kadar í hópinn, en þeir eru í sumarleyfi í Sovétríkjunum. | Flugslys CHICAGO 28. júlí. — Þrett- án manns fórust í dag, er þyrla hrapaði logandi til jarðar og lenti í einum af kirkjugörðum Ohicagóborgar. Virtist eldur hafa komið upp í þyrlunni áður en hún hrap- aði og er talið að flugmaður- inn hafi breytt um stefnu til að lenda ekki á íbúðarhúsum í nágrenninu. Ellefu farþegar voru í þyrl Íunni auk tveggja manna áhafnar, og var hún i ferðum milli tveggja flugvalla borg- arinnar. Mikil gremja á Norðurlöndum Vegna ummœla Eisenhowers

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.