Morgunblaðið - 29.07.1960, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 29.07.1960, Blaðsíða 11
Föstudagur 28. júlí 1960 MfíKCflPiBLAÐlÐ Norrænt samstarf jiarf að komast á fastari grundvöll Frá þingi IMorðurlandaráðs í Háskólanum í gær EKKI hefur í annan tíma fleira stórmenni verið saman komið í Háskóla íslands en i gær, er Norðurlandaráðið hóf þar 8. þing sitt. Árla morg- uns voru fánar Norðurland- anna dregnir að húni á tröpp- um Háskólans og um 9-leytið tóku Norðurlandaráðsþing- menn og ráðherrar Norður- landanna að streyma til þing- staðarins. ★ ASur en þingr Norðurlanda- ráðsins var sett að þessu sinni, blýddu fulltrúar messu. Er það Býmæli í venjum ráðsins en hvert land vill gjarnan viðhafa •itthvert nýmæli, er þing Norð- urlandaráðsins er þar í fyrsta ■inn haldið. Kusu fslendingar að láta athöfnina hefjast með messu, en sem kunnugt er hef- ur Alþingt íslendinga eigi svo ■törf að prédikun farl ekki á undan. Ræða hlskups Biskup Islands, hr. Sigurbjörn Einarsson, messaði yfir þingfull- trúum. Flutti hann skörulega og tímabæra ræðu, drap á varan- leik heilags orðs og minntist nokkuð kirkjusögulegra merkis- staða á fslandi, svo sem Skál- holts og Þingvalla. Biskup flutti prédikun sína á sænsku og höfðu sænskir fulltrúar á þinginu við orð, að ekki hefði mátt heyra að þar talaði útlendingur. Þingið sett Að messu lokinni var gengið I hátíðasal Háskólans en þar situr þingið. Hófst setningarat- höfnin með ræðu, er formaður Norðurlandaróðs, Bertil Ohlin, flutti. í upphafi máls síns minnt- ist Ohlin H. C. Hansens, forsæt- isráðherra Danmerkur, er lézt á sl. vori. Fór hann um hann við- urkenningarorðum, sem mann og stjórnmálamann og kvað minningu Hansens' lengi mundu lifa á Norðurlöndum. Risu full- trúar úr sætum til að votta hin- um látna forsætisráðherra virð- ingu sína. Menningarhlutverk Norðurlanda Ohlin lýsti gleði sinni yfir því að þing Norðurlandaráðsins skyldi haldið á íslandi að þessu Bértil Ohlin setur þingið sinni. Kvað hann þá norrænu menningararfleifð, sem hér hefði varðveitzt hafa vakið undrun allá heimsins. Sagði hann þjóðir Norðurlanda smáar miðað við heimsbyggðina en þó hefðu þær sína sérstöku menningu og þýð- ingarmiklu hlutverki að gegna. Norræn samvinna væri mjög gagnleg til að þoka þessu hlut- verki áleiðis. ★ Þá ræddi prófessor Ohlin nokkru nánar um einstök mál, sem Norðurlandaráð hefur fjall- að um og úrslit þeirra. Væri nauðsynlegt að koma efnahags- samvinnu Norðurlanda á fastan grundvöll því fyrr gætu löndin ekki látið að sér kveða út á við. ★ Þá vék ræðumaður að sam- vinnu Norðurlandanna á sviði vísinda og tækni. Kvað hann nauðsynlegt að auka möguleika einstakra vísindamanna til að stunda rannsóknir í einhverju öðru Norðurlandanna en heima- landi sínu. Hefði norræna menn- ingarmálanefndin raunar þegar fjallað um þetta atriði. Nauðsyn betra skipulags Bertil Ohlin sagði að lokum, að norræn samvinna yrði ekki byggð upp nema í áföngum. Þeir sem nú værU í ráðinu, yrðu að ræða það sem hægt væri að gera og það sem þyrfti að gera. Fyrir ráðinu lægi margt þýð- ingarmikilla mála, sem yrði að leysa, en enn mikilvægara væri að koma betra skipulagi á nor- rænt samstarf. Aðeins með því móti gætu Norðurlöndin skap- að þá einingu, sem fær væri að miðla þjóðum þessara landa af sameiginlegri arfleifð norrænn- ar menningar. Að svo mæltu bauð Bertil Ohlin fulltrúa ríkis- stjórna og þjóðþinga, ritara og Ólafur Thors, forsætisráð- herra, á þingi Norðurlanda- ráðsins. blaðamenn velkomna til 8. þings Norðurlandaráðsins. Gísli Jónsson kjörinn forseti Þá fór fram kjör forseta Norð- urlandaráðsins. Var Gísli Jóns- son, formaður íslandsdeildarinn- ar, kjörinn forseti í einu hljóði, en varaforsetar voru kjörnir Erik Eriksen frá Danmörku, K. A. Fagerholm frá Finnlandi, Nils Hþnsvald frá Noregi og Bertil Ohlin frá Svíþjóð. , Andi menningar og dáða Hinn nýkjörni forseti ráðsins, Gísli Jónsson, flutti ræðu. í upp- hafi máls síns bauð hann full- trúa, ráðherra og sérfræðinga velkomna f .h. íslandsdeildar til þessa fyrsta fundar Norðurlanda- Gísli Jónsson flytur ræðu sína. ráðsins hér á landi. Sagði hann, að þar sem þinghús íslendinga rúmaði ekki þann fjölda, er sækti þetta þing, hefði Háskól- inn verið valinn til fundahalda, og kvað það ósk sína og bæn að sá andi menningar og dáða, sem daglega hvíldi yfir þessum húsakynnum og mótaði lífsskoð- anir þeirra, er hér undirbyggju sig í leit að sannleikanum til viðhalds frelsi og hamingju þjóð ar sinnar, mætti einnig í rík- um mæli hvíla yfir störfum þings ins og móta þær ályktanir, sem þar yrðu endanlega afgreiddar. Ef norrænn andi ríkti Gísli Jónsson lauk máli sínu með þessum orðum: „Ef allar þjóðir gætu í dag tileinkað sér norrænan anda, norrænar lífsskoðanir og nor- ræna menningu, þá bæru ekki milljónir manna ótta í brjósti fyrir því, að yfir dyndi kjarn- orkustyrjöld með öllum þeim hörmungum, sem henni fylgja. Þá þekktist engin kynþáttadeila eða yfirdrottnunarkúgun, heldur vaxandi skilningur í lífsþörf van ræktra þjóða til meira frelsis og betri afkomu. Menning, frelsi og lífshamingja. Það er á valdi Norðurlanda- ráðs sjálfs og fulltrúa þess, eldri sem yngri, að miða jafnan störf- in við það eitt, Sem vekur menn- ingu og dáð og skipar Norður- löndunum réttilega til forystu i ! baráttu fyrir betri lífskjörum og meiri lífshamingju í sambúð við aðrar þjóðir. í öllum löndum heims eru þúsundir manna, sem hlusta eftir slikum boðskap, þrá hann og biðja, að hann verði meiri en orðin tóm. Engin þjóð- þing og engar ríkisstjórnir megna að daufiheyrast um lang- an aldur við þeim röddum, sem slíkur boðskapur vekur, og eng- inn megnar að kæfa þann eld sera þannig váknar í sálum þjóða, sem þrá vaxandi menningu, frelsi og lífshamingju. í því trausti, að þannig hagi Norðurlandaráðið jafnan störf- um, verður nú gengið til dag- skrár þeirrar, sem hér liggur fyrir“. Almennar umræður. Að ræðu forseta lokinni var ákveðið hvaða mál skyldu tekin á dagskrá og í hvaða röð. Þá var kosið í fimm fastanefndir þings- ins, laganefnd, menntamála- nefnd, félagsmálanefnd, sam. göngumálanefnd og efnahags- málanefnd. Að nefndarkosnjngu lokinni hófust almennar umræð ur og töluðu þessir: Nils H0ns- vald, formaður Noregsdeildar- ráðsins, Nils Meinander, fyrrv. ráðherra frá Finnlandj, Ólafur Thors, forsætisráðherra, Viggo Kampmann, forsætisráðherra Danmerkur, Finn Moe, formað- ur utanríkismálanefndar Stór- þingsins norska, Erjk Eriksen, formaður Danmerkur-deildar ráðsins, Jöhannes Sukselainen, forsætisráðherra Finna og Einar Gerhardsen, forsætjsráðherra Norðmanna. Klukkan 12,45 var umræðum frestað og sátu fulltrúar mið- degisverðarboð íslandsdeildar Norðurlandaráðsins í Lido. ★ Almennu umræðunum um nor- ræna samvinnu var svo hald ð áfram kl. 15:30 og tók þá fyrstur til máls Tage Erlander, forsætis- ráðherra Svíþjóðar; næstur hon- um var Gylfi Þ. Gíslason, við- skiptamálaráðherra, og síðan þeir I Ole Björn Kraft (D), Chr. L. Holm (N), Knud Thestrup (D), Helge Seip (N), Olov Rylander (S), Gunnar Lange (S), Arne Skaug (N), Hertta Kuusinen (F), Erling Wikborg (N), Martin Skog lund (S), Bertil Ohlin (S), Trond Hegna (N) og Ole Björn Kraft aftur. Fleiri kvöddu sér ekki hljóðs og umræðum slitið um kl. 18:30. Önnur mál á dagskrá fundar- ins, voru afgreidd umræðulaust og fóru flest til nefnda, sem nalda fundi fyrir hádegi í dag.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.