Morgunblaðið - 29.07.1960, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 29.07.1960, Blaðsíða 3
Föstudaeur 28. júlí 1960 WOPCT’Wr 4 *> i f) 3 STAKSl nwii Þ A Ð skeður ekki oft að rúmlega þrítugir gæðingar séu til sýnis á hestamanna- mótum. Þetta kom þó fyr- ir á fjórðungsmóti hesta- manna, sem haldið var að Faxaborg á Hvítárbökkum dagana 16. og 17. júlí sl. En það var ekki einasta að hesturinn væri orðinn vel fullorðinn, heldur var eig- andi hans og knapi einnig kominn af léttasta skeiði. 'V Júlíus Jónsson bóndi í Hít- arnesi í Hnappadalssýslu er 75 ára að aldri og var hann sérstaklega beðinn að koma með heiðursgestinn Topp, 31 árs jarpsokkóttann gæðing og Símon Teitsson í Borgarnesi færir Júiiusi bónda í Hítarnesi þakkir fyrir komuna. (Ljósm vig.) ur stóð ekki á brokkinu hjá Topp og þyrfti skjótt að bregða við var stökkið ekki tamda hesta, og hefir margur góðhesturinn verið í þeim hópi. Það sýnir bezt ágæti Tveir aldnir vinir höfuð sitt í fang honum og þáði vinargælur húsbónda síns. Vakti þetta hrifningu á- horj enda. sýna hann í gæðingakeppn- inni á mótinu svo að hesta- unnendum gæfist kostur á að sjá hve vel gamlir hestar geta haldið sér í höndum góðra hestamanna. Július reið Topp sínum fram fyrir dómpall og að ósk stjórnenda mótsins gekk hann upp á pallinn og lýsti hinum aldna gæðingi sínum fyrir áhorfendum. torfengið. Avallt hefði farið vel á með sér og hestinum og væru þeir hinir mestu mát- ar. Það eina, sem þeir gátu orðið ósammála um var hrað- inn og vildi Toppur á stund- um hafa þar meiri völd, því viljinn var mikill. Topps að Júlíus telur hann taka þeim öllum fram. Júlíus kvaðst aldrei hafa eignazt þvílíkan gæðing, sem Toppur hefði verið, er hann var upp á sitt bezta. Hestur- inn hefði jafnan gert hvað eina er hann hefði beðið hann um, h-*tort heldur var um að ræða flugaskeið er knapann fýsti að finna virkjamikil til- þrif, eða tölt er knapinn vildi hvílast á góðum gangi. Væri ógreiðfært og vegurinn vond- Kunnugir telja að Júlíus hafi ekkert ofmælt er hann lýsti gæðingi sínum. Þess má geta að svo rennivakur var Toppur að röskustu stökk- hesta þurfti til að halda til jafns við hann á skeiðinu. Sjálfur segir Júlíus að þetta sé sá bezti hestur, sem hann hafi haft með höndum um dagana, en hann hefir alla tíð verið mikill hestamaður og jafnan átt fjölda hrossa. Fyrr á árum hafði hann oft um 100( hross í senn og stundaði þá mikla hestasölu, seldi jafnan Um vináttu sína og Topps fór Júlíus nokkrum orðum, er hann hafði lýst kostum hans. Margt hafði hann við þennan vin sinn rætt og þá stundum í hendingum, en Júlíus er hag mæltur vel. Hann gat þess m. a. að í hvert sinn er hann léti tauminn upp á makkann og hygðist stíga á bak kæmi hesturinn með höfuð sitt í fang honum til þess að fá klapp og blíðuhót áður en lagt væri af stað. Er Júluís hafði lokið frá- sögn sinni gekk hann ofan úr dómpalli og til Topps, lagði tauminn upp á makkann og þegar í stað lagði hesturinn Síðan sté Júlíus á bak. Bað hann menn hafa ekki hátt, hVorki klappa né hrópa, því gamli gæðingurinn væri ó- vanur glaum og hávaða í margmenni. Síðan reið hann fram og aftur um völlinn, lét Topp fara á lcostum, og var það einstök ánægja að sjá hina öldnu félaga leika listir sínar. Einn af gestum þeim sem mótið sóttu og áður þekkti Topp, og sá hann nú eftir mörg ár, kastaði fram stöku þessari og fengum við léyfi til að birta hana: „Hefir aukið yndishag aldins gæðings fótaletur. Lesa mátti lag og brag af ljósri gljánni margan vetur.“ Ekki er að efa að margan glæstan skeiðsprettinn hefir Toppur átt á gljáandi ísum og hefir þá mátt lesa skrefin eft- ir skaflana á gljánni. vig. Ekkert útvarp á Akureyri 150 bilanatilkynningar AKUREYRI, 28. júlí: — 10,000 útvarpshlustendur á gjörvöllu Mið-Norðurlandi hafa ekki heyrt til Útvarpsstöðvarinnar í Reykjá vík i dag. Almennt var þessi þögn sett í samband við bilun í viðtækjunum á heimilum manna hér í bænum. En það kom svo í ljós, að bilunin var í sjálfri endurvarpsstöðinni í Skjaldar- vík. verður að endurnýja hann alveg. En Davíð uþplýsti ennfremur, að slíkur jarðstrengur sé ekki til- tækur hér nyrðra. Hann xerður sendur sunan frá Reykjavík með flugvél á morgun. Ef vel gengur að setja nýja strenginn í sam band, mun Skjaldarvíkurstöðin aftur hefja sendingar á föstudags kvöld. —St.E.Sig. Óróleg stjórnarandstaða Blöð stjórnarandstæðinga, Fram sóknarmanna og' kommúnista, eru í gær mjög óróleg vegna þess að bent var á það hér í blaðinn í fyrradag, að atvinnulíf íslenzku þjóðarinnar stæði með blóma, að batamerki væru tekin að koma í ljós í efnahagslífinu og að allar hrakspár um að viðreisnarráð- stafanirnar hefðu í för með sér hrun og vandræði hefðu þegar sprungið. Þetta eru staðreyndir, sem öll þjóðin sér og þekkir. Kommún- istar og Framsóknarmenn iáta hins vegar stjórnast af óskhyggju sinni einni saman. Þess vegna sjá þeir hrun og atvinnuieysi á næsta leiti. Þeir hafa hamrað á því, að efnahagsmálaaðgerðir ríkisstjórn arinnar hlytu að leiða til sam- dráttar og almennra báginda í þjóðfélaginu. En engin merki sjást ' um það að sú muni verða reynd- (in á. Þvert á móti hefur fram- | leiðslan aldrei staðið með meiri blóma en nú, sparifjármyndun eykst og trú almennings á hinn íslenzka gjaldmiðii fer mjög vax- andi. Erfiðleikar bænda Núverandi ríkisstjórn hefur ekki dregið neina dul á það, að hinar nauðsynlegustu viðreisnar- ráðstafanir hennar hafa haft í för með sér nokkra kjaraskerð- ingu og erfiðleika fyrir margt fólk í þjóðfélaginu. Að vísu hef- ur verið gert meira til þess en nokkru sinni fyrr að koma í veg fyiir að efnaminnsta fólkið yrði harkalega fyrir barði hinna nauð synlegu ráðstafanna. f því skyni hafa fjölskyldubætur verið stór- auknar og allar bætur almanna- trygginganna hækkaðar veru- lega. Meðal þeirra, sem jafnvægisað- gerðirnar valda töluverðum erfið leikum, eru margir bændur, sér- staklega þeir, sem áttu eftir að byggja upp á jörðum sínum og kaupa vélar og tæki til búrekst- ursins. Sömu erfiðleikar hafa vitanlega mætt sjómönnum og iðnaðarmönnum, sem þurft hafa að kaupa tæki til sinnar atvinnu. En í þessu sambandi má á það minna, að gengi íslenzkrar krónu hefur fyrr verið breytt. Eftir gengisbreytinguna 1950 rann t. d. upp eitthvert mesta athafna ag framfaratímabil, sem um getur í íslenzku atvinnulífi. Af gengis- lækkun leiðir alla jafna hækkað verðlag. En þegar því takmarki er náð að skapa jafnvægi í efna- hagslífinu og tryggja þróttmikla framleiðslu og næga atvinnu í landinu, eru uppbyggingarmögu- I leikarnir sízt minni eftir en fyrir 1 gengisbreytinguna. Það mun því áreiðanlega ekki líða á löngu þangað til bændur og aðrir, sem verðhækkanir hafa valdið erfið- 1 leikum, verða færir um að hefj- ast handa um nauðsynlega upp- byggingu og endurnýjun tækja sinna. Hér á Akureyri a. m k. kom þessi „þögn“ útvarpsins þegar í ljós klukkan 8 í morgun er morg unútvarp skýldi hefjast. Svo virð ist sem flestum hafi dottið það sama í hug: Tækið bilað! Starfsmenn viðgerðastofu út varpsins. fengu í dag yfir 150 símahringingar vegna bilunar í tækjum. Þegar farið var að kanna þetta til hlítar kom í ljós, að algjör þögn ríkti á öllu Mið-Norður- landi — svæði því sem endur- varpsstöðin í Skjaldarvík nær til. í samtali í kvöld við Davíð Árnason stöðvarstjóra Skjaldar- víkurstöðvarinnar, skýrði hann svo frá að í ljós hafi komið að jarðstrengur, sem liggur frá loft neti stöðvarinnar að sendi hennar, 150—170 m langur, er ónýtur og Flugvél lendir á Siglufirði SIGLUFIRÐI, 28. júlí. — Sjúkra flugvél Akureyrar, flugstjóri Tryggvi Helgason, lenti hér á sjúkraflugvelli bæjarins klukkan ! hálf fjögur í dag. Er þetta fyrsta flugvélin sem á vellinum lendir. Er flugbrautin 400 m löng og hafði flugvélin notað um 100 m. til lendingarinnar og síðan til flugtaks líka. Þoka var og rign- ing er Tryggvi lenti. Hann kvað j völlinn illa staðsettan og hallann mikinn til beggja enda, einkum þó að sunnanverðu. Flugvélin var ! á leið til Grímseyjar og hafði hér , viðkomu, til þess eins að reyna flugbrautina. ) Tekur nokkur misseri En því aðeins munu nýir og betri tímar renna upp, að þjóðin hafi þroska til þess nú að eira viðreisnarráðstöfunum ríkis- stjórnarinnar. Það tekur nokkur misseri að áhrif þeirra komi að öllu leyti í Ijós. En það er óhætt að fullyrða, að þau koma áreiðan lega. Þá mun m. a. verða hægt að lækka vextina aftur og með aukinni framleiðslu skapast jafn framt möguleikar á raunveruleg um kjarabótum til handa laun- þegum í landinu. Kauphækkanir sem knúðar væru fram með langvarandi verk föllum nú, hlytu hins vegar að hafa í för með sér mikla ógæfu, bæði fyrir launþegana sjálfa og þjóðfélagið í heild.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.