Morgunblaðið - 12.10.1960, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 12.10.1960, Blaðsíða 15
Miðvikudagur 12. okt. 1960 MÖRGUNBLAÐIÐ 15 t ----------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------- Þú mátt ekki ÉG, er þessar líftur rita, er bóndi að atvinnu, og heí starfað að alls konar flutningi á mínu íé sl. 40 ár. Rekstrum um langan veg og öllum þeirra annmörkum, þarf ég ekki að lýsa, þeir ætcu að vera með öllu úr sögunni, með tilkomu nútíma tækja í búarid- ans sögu. Eftir 1946 hefjum við bændur almennt. notkun jeppa og trak- tora. í»á strax útbjó ég flutninga skúffur í jeppann og kerrur mín- ar til fjárfutninga og reyndust ógætlega. Síðar bjó ég grindur á vagn sem ég bezt kunni, er rúm- ar 30 haustlömb, tengdi hann við jeppann og tel hann beztan til flutninga á fé af öllu, er ég þreki. Vagn þennan hef ég undan- farin ár notað til flutninga a fé til og frá skilaréttum, milli bæja, (bæjarrekstra) og til slátursstaða é stundum.Pjárrétt, nýbyggð var tn. a. staðsett þannig, að við alla dilka mætti koma slíkum tækj- Mm til flutninga að og frárétt, og nokkrir farnir að nota sér þessa tækni. En Adam virðist ekki eiga langlífi í Paradís. Nú með haustinu birtast radd- Ir, er þykjast hafa vald til að •banna alla þessa flutninga og lögregla er sögð komin á stúfana að elta, bannfæra og sekta alla er slík tæki nota. Bændur eru í tnörgu, því miður, bældir og kúg aðir, en ef það tekst að bapna þeim að nota sín eigin nútíma tæki við bústörfin, þegar ekki er fyrir hendi að nokkur önnur tæki séu til þess betri, þá er að ég held mælirinn fullur og þörf að brúa það sem milli ber taf- arlaust. Ýmsar getur heyrast um upp- haf þessarar herferðar, og heizt eru það tryggingar, dýravernd- un og atvinnubílstjórar sem til- aiefndir eru. Til þeirra tveggja fyrrnefndu verður að taka fyilsta tillit og er raunar einkennilegt ef það tekur þá aðila mjög lang- an tíma að laga sig í þessu eftir staðháttum, en það verður öll skepna jarðacinnar að gera. En þarna kemur fleira til, eitt býður öðru heim. Með því að hræða alla vagneigendur frá því að flytja til slátursstaða, en þeim fer fjölgandi, færast þessir flutn ingar allir á fáar bifreiðar sem flestar eru í vinnu alla daga á þessum tíma. í>á er flult á kvöld- in og langt fram á nætur, fénu þrengt i réttir, að ég held gæzlu laust. Margir bifreiðastjórar eru var kárir og gætnir menn. en ýms- um hættir kannski til að fara full greitt, þegar vart sér út úr verkefninu. En verri flutn- inga á fé held ég að ekki sé hægt að fá en hjá stóru bifreiðunum kraftmiklu. er ekki vita af þess- um hlassþunga, og geta fanð með mikilli ferð. jafnvel í beygj- um og á misjöfnum vegi, ef þeirri aðferð er beitt.Aftur verð- ur jeppa vart ekið mikið yfir 30 km hraða með slíku hlassi, og traktor aljs ekki. Á þessum for- sendum, þó annað mál sé, ætti að stöðva alla næturflutninga og loka réttum strax og hæfilegur fjöldi fjár er þar til næturhvíld- ar. Hítt verður að viðurkenna, að ýmis útbúnaður bænda á þess- um vögnum sínum er full frum stæður og jafnvel sundurleitasta tjasl. Slíkt er afleitt, og ærfu þessir aðilar. er ágallana vita að láta teikna og á þrykk út ganga, hagkvæman og traústan útbúnað til slíks og hefja eftirlit með því. Ótrúlegustu fjarstæður koma fram við athugun þeSsa, er gera skal, og hins er ekki má. T. d. um bóndann, er á kindur í margra bæja fjarlægð. 1 síma getur hann fengið strax vitn- eskju um kindurnar, en sam- kvæmt ber að reka þær bæ frá bæ um daga, en byrgja í húsi um nætur, þar til markinu er náð. En þó bóndinn eigi vel búna jeppakerru og traktor, sem flestir eiga, má hann ekki bregða við og sækja kindurnar og firra þær afleitu hnjaski og mikia fyrirhöfn margra heimila, því samkvæmt tilkynningu fyrir skemmstu er bannað að flytja fé í jeppakerrum. Þetta hefur þó þokast það áleiðis, að bóndinn má nota símann, en kerruna ekki Nú hef ég margsihnis flutt fé í kerru og séð með eigin augum að því líður ágætlega. Mikið and.... verð ég reið- ur þingmönnum, ef þeir hafa samþykkt þessa vitleysu, varð bónda að orði nýlega, er þessi bönn bar á góma. En reiðir megum við ekki vera. Að lokum þetta: Þið, sem fyrir þessum málum standið, semjið feglur og lög, leiðið hugann að þessu í ró og með athygli hyggna mannsins. Lítið á nauðsyn bændanna að nota tækin til fjárflutninga í þessu óhjákvæmilega haust- hnjaski. Látið búa tækin vel út, svo vel fari um gripina, en segið ekki skilyrðislaust, að því er virðist út í bláinn, „þú mátt ekki —“. Sigurmon Hartmannsson, Koikuósi. an HRINGUNUM L/ £7 nAfNA«tm a /óhannes Lárusson lögfræðiskrifstofa-fasteignasala héraðsdómslögmaffur Kirkjuhvoli. Simí 13842. Stúlkur Nokkrar stúlkur óskast nú þegar í verk- smiðju vora. Dósaverksmiðjan hf. Sími 12085. RáSskona óskast í vetur á gott sveitaheimili austan fjalls. Öll nýtízku þægindi. — Góð laun. — Lysthaíendur leggi nöfn sín ásamt venjulegum upplýsingum inn á afgr. Mbl. fyrir miðvikudagskvöld (12. þ.m.) merkt: „Strax — 1075“. Og því nakvæmar sem þið athugið því betur sjáið þið - að OMO'ið skiiar HVíTASTA ÞVOTTIM IJlVi O M O þveginn þvottur stenzt alla athugun og gagnrýi —- vegna þess að OMO hreinsar burt hvern snefil i óhreinindum, og meira að segja óhreinindi, sem ekki sjái með berum augum. Mislitur þvottur fær bjartari « fegurri liti en hann hefur nokkru sinni haft áður, eftir a hann hefur verið þveginn í O M O. OMO framkallar fegursfu lltina — um leið og það hreinsar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.