Morgunblaðið - 12.10.1960, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 12.10.1960, Blaðsíða 24
Rœða Thor Thors Sjá blaðsíðu 13. 233. tbl. — Miðvikudagur 12. október 1960 IÞROTTIR eru á bls. 22. Vegur um Suður- nes steinsteyptur Framkvæmdir hefjast um næstu mánaðamot ' RÍKISST J ÓRNIN hefur ókveðið að láta nú þegar hefja framkvæmdir við lagn- ingu steinsteypts þjóðvegar á Suðurnes, „Reykjanesbraut ar“. — , Frá þessu skýrðu alþingis- mennirnir Alfreð Gíslason og Matthías Á. Mathiesen, á fjölmennri samkomu Sjálf- stæðismanna í Vogum á laug ardag og á fundi fulltrúaráðs Sjálfstæðisfélaganna í Kefla- vík í gærkvöldi. — Fram- kvæmdir þessar munu hefj- ast nú um næstu mánaðamót og verður vegalagning þessi upphaf mikilla tæknilegra framfara í vegamálum hér á landi. Skattstjórar í stað skattaneínda f ATHUGASEMDUM við fjárlagafrumvarpið 1961 er skýrt frá því, að nefnd hafi haft til athugunar hvernig framkvæmd skattálagning- ar skuli hagað framvegis. Hafi nefndinni verið falið að gera tiliögur um skipt- ingu landsins í sérstök skatt umdæmi og verði einn skatt stjóri í hverju. Á hinn bóg- inn er gert ráð fyrir að und- ir- og yfirskattanefndir verði lagðar niður. Segir ennfremur, að af þessu eigi að geta orðið nokkur sparnaður og er kostnaðaráætlun lækkuð um 2,089,000 kr. Þá er þess getið, að við meðferð fjár- lagafrumvarpsins á Alþingi muni tillögur nefndarinnar væntanlega liggja fyrir og verði kostnaður þá sundur- liðaður. Togarasölur I FYRRADAG seldu tveir tog- arar í Þýzkalandi. Egill Skalla- grímsson seldi 118 lestir í Cux- haven fyrir 81.820 mörk. Veru- legur hluti aflans var karfi. Jón Forseti seldi 99 lestir í Cuxhaven fyrir 83.853 mörk. Fylkir seldi 50 lestir í gær í Þýzkalandi, og í dag munu Sval- bakur og Guðmundur Péturs frá Bolungarvík selja þar. Þingsályktunartillaga Ólafs Thors Á Alþingi 1958 flutti Ólafur Thors, forsætisráðherra, tillögu til þingsályktunar um lagningu „steinsteypts vegar frá Hafnar- firði, yfir Keflavík og Garð, til Sandgerðis". Á sama þingi flutti og Ingólfur Jónsson, samgöngu- málaráðherra, tillögu til þings- ályktunar um „vegagerð úr steinsteypu“, en grundvöllur slíkra framkvæmda, sem hér var um að ræða, var bygging Sem- ents verksmið j unnar. Tillögum þessum var báðum vísað til fjárveitinganefndar og féllst nefndin á það grundvallar- sjónarmið, sem kom fram í greinargerðum fyrir tillögunum, að stefna bæri að því „að steypa fjölförnustu þjóðvegi á næstu árum“, eins og segir í þingsályktun þeirri, er fjárveit- inganefnd síðan flutti og var samþykkt á þinginu. í greinar- gerð fyrir þeirri tillögu var bent á álit vegamálastjóra, þar sem hann telur eðlilegast að byrjað verði að steypa fjölförnustu vegi landsins, svo sem Reykjanes braut og Austurveg. Verkið undirbúið Frá því núverandi ríkisstjórn tók við völdum, hefur lagning Reykjanesbrautar verið eitt af þeim málum, sem ríkisstjórnin hefur unnið að. Hefur sam- göngumálaráðherra, Ingólfur Jónsson, látið vinna að undir- búningi verksins, mælingu vega- stæðis o. fh FUNDUR verður haldinn í full- trúaráði Heimdallar á morgun, fimmtudag, kl. 5,30. Þá hefur einnig vegagerð við Austurveg verið þannig hagað í Svínahrauni og um Þrengslin, að hægt verður að setja steinsteypt lag á veginn án nokkurs undir- búnings og verður ef til vill byrjað á því næsta sumar. Fjármagn til byrjunarframkvæmda Rikisstjórnin hefur nú tryggt fjármagn til byrjunarfram- kvæmda við Reykjanesbraut og hefjast þær innan tíðar. í greinargerð sinni fyrir fyrr- greindri þingsályktunartillögu lagði Ólafur Thors á það megin- áherzlu, hvílík nauðsyn Suður- nesjabúum væri á því að fá veg- inn steyptan, þar sem hér væri um einn fjölfarnasta veg á land- inu að ræða. Munu allir fagna því, að þessu brýna hagsmunamáli hefur nú verið hrundið í framkvæmd. Þessar ungu Raufarhafnar- stúlkur unnu fyrir skömmu ið útskipun á síldarmjöli í Reykjafoss og virtust ekkert ;efa karlmönnunum eftir. En ávort þær höfðu sama kaup lyrir sömu vinnu, vissu þær skki, en glaðar gengu þær til itarfsins, eins og myndin sýn- ir. — (Ljósm.: Silli). Viðrœðunum við Breta trestað óákveðinn tíma Allir brezku nefndarmennirnir farnir ALLIR fulltrúarnir í brezku ræður um fiskveiðideilu Islend- viðræðunefndinni eru nú farnir af landi brott. Hefur viðræðunum verið frestað og enn ekki ákveðið hvenær framhaldsviðræður fara fram. Síðustu brezku nefnd- armennirnir, Sir Patrick Railly, formaður nefndarinn- ar, og Miss Gutteridge, fóru utan flugleiðis í gærmorgun. Mbl. barst í gær svohljóðandi tilkynning frá utanríkisráðuneyt inu: Eins og kunnugt er hófust við- inga og Breta hér í Reykjavík 1. október sl. I viðræðunum hafa báðir aðil- ar skýrt sjónarmið sín, eins og forsætisráðherra lýsti yfir á Al- þingi í gær. Fór formaður brezku sendl- nefndarinnar til London í morg- un til að gefa ríkisstjórn sinni skýrslu um viðræðurnar. Málið er nú til athugunar hjá ríkisstjórnum beggja landanna. Framhaldsviðræður verða væntanlega í Reykjavik, en ekki er enn ákveðið, hvenær þær fara fram. Árangurslausar viðrœS- ur, segir Daily Telegraph BREZKA stórblaðið Daily Tele- graph hefur þá frétt á mánudag- inn eftir Llewellyn Chanter frétta 26 stjórnarfrumvörp lögð fram á Alþingi \ gœr í GÆR var útbýtt 27 þingskjöl- um á Atþingi, 24 frumvörp- um og einni þingsályktunar- tillögu. Frumvörpin voru fjár- lagafrv. 1961, frv. um ríkisfang- elsi og vinnuhæli, frv. um hér- aðsfangelsi, frv. um bráðabirgða breytingu og framlengingu nokk urra laga, frv. til fjáraukalaga 1956, frv. um samþykkt ríkis- reikninga 1958, frv. um breyt- ingu á lögum um stofnun happ- drættis, og frv. um breytingu á almennum hegningarlögum á- Belgískur togari sekkur eftir áreksiur við brezkan UM klukkan átta í gærmorg- un varð árekstur milli brezka togarans St. Apollo og belg- íska togarans Rubens undan Austfjörðum. — St. Apollo sigldi á Rubens stiórnborðs- ■ megin miðskips, og sökk Rub- ens á 64° 05 mín. norður og 13° 3 mín. vestur. Sá staður er um 29 sjómílur suður af Hvalbak. Skipshöfn Rubens, 19 manns, komst um borð í St. Apollo, sem siglir með mennina til Bretlands. Rubens, sem var frá Osten.de, var ekki nema 3ja ára gamalt skip, 810 lestir brúttó. Ekki er vitað um, hvort brezki togarinn hafi laskazt eitthvað. Hann er frá Hull. Ekki er nánar kunnugt um at- vik að þessum árekstri, en í gær- morgun var gott veður og bjart á miðunum fyrir Austurlandi. samt 18 lagafrumvörpum til breytinga á serlögum, sem standa í tengslum við ákvæði frumvarpsins. Öll þessi frv. eru stjórnarfrumvörp. Þáltill. fjallar um athuganir á hafnarframkvæmdum í Þykkva- bæ og við Dyrhólaey. Viðbygging Londspítakns f athugasemdum við fjár- lagafrv. 1961 segir, að fyrir- hugað sé, að viðbygging Land jpítalans verði tekin í notkun L .sept. 1961. Er gert ráð fyrir L0 nýjum starfsmönnum vegna þessa, tímabilið sept.— les. næsta ár. Eru það lækn- ir, hjúkrunarkonur, starfs- itúlkur og ritarar. manni sínum sem staddur er í Reykjavík, að viðræðum brezku og íslenzku samninganefndanna sé lokið. Viðræðurnar hafi orðið árangurslausar og minni líkur en nokkru sinni fyrr á samkomu- lagi. Blaðamaðurinn telur, að vanda málið sem nefndirnar fjölluðu um hafi verið miklu stærra og erfið- ara en svo að þær gætu ráðið við það, sérstaklega þar sem mál- ið sé hættulegt fyrir íslenzku ríkisstjórnina. Segir hann að það sé nánast öruggt að þeir Macmill an og Ólafur Thors muni hittast til að ræða um málið. Ennfremur segist Chanter hafa fengið þá hugmynd í Reykjavík, að það væri nauðsynlegt að finna skjóta lausn á deilunni. Bendir hann á það, að ef vinstri stjórn kæmist aftur til valda á íslandi myndi það hafa í för með sér kröfur um að bandaríska varnar- liðið yrði rekið úr landi og ís- land gengi úr NATO. Eftir að þessi frétt hafði birzt í Daily Telegraph lýsti talsmað- ur brezka utanríkisráðuneytisins því yfir, að viðræðunum væri ekki lokið og hann hefði aldrei heyrt minnzt á fyrirhugaðan fund Macmillans og Ólafs Thors. Spilakvöld HAFNARFIRÐI. — Félagsvist Sjálfstæðisfélaganna er í Sjálf- stæðishúsinu í kvöld og hefst kh 8.30. — Verðlaun verða veitt. —

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.