Morgunblaðið - 21.01.1962, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 21.01.1962, Blaðsíða 6
6 MORGVNBLAÐtÐ Sunnudagur 21. jan. 1962 Nýi sæsíminn tekinn í notkun á morgun Stórviðburður í fjarskiptamálitm íslendinga Á MÁNUDAG verður nýi sæ- síminn milli Islands og Skot- lands formlega tekinn í notk- un. Kl. 14.34 fer fyrsta sam- talið fram um hann, þegar ráð- herra pósts og síma, Ingólfur Jónsson, talar í síma úr Þjóð- leikhússkjallaranum, en þar verð ur haldið hóf af þessu tilefni, Við aðstoðarpóst- og símamála- ráðherra Breta, ungfrú Pike. — KI. 14,38 talar þingfulltrúi hrezku flugmálastjómarinnar við fjóra flugumferðarmiðstöðvar; kl. 14.42 ræðir póst- og síma- málastjóri, Gunnlaugur Briem, við starfsbróður sinn í Dan- mörku, Gunnar Pedersen; kl. 14.45 talar Gunnlaugur Briem við forstjóra brezka símans. — Þá talar ráðherra, Ingólfur Jóns- son, við Per Mohr Dam, lög- Gunnlaugur Briem, póst- og símamálastjóri mann í Færeyjum, kl. 14.50, en síðan ræða ritstjórar Beykjavík- urblaðanna við kollega sína er- lendis. — Kl. 15.40 verður sím- inn svo opnaður til þjónustuvið almenning. Þá er um leið hægt að tala til Ameríku um sæsím- ann í gegnum England. Vegna þessa merka atburðar í fjarskiptamálum Islendinga, átti blaðamaður Mbl. stutt við- tal við póst- og símamálastjóra, Gunnlaug Briem. Sagðist honum svo frá, að talsambandið við ísland hefði verið æði ófullkomið til þessa, enda á stuttbylgjum, og oft truflanir í háloftunum. í ársbyrjun 1956 hófst Póst- og símamálastjómin, hér eftir skammstafað P&S, handa um að bæta talsambandið við út- lönd. Var þá helzt hugsað um að koma á 12 talrása kerfi með því að nota microbylgjur um radíó með millistöðvar í Homa- firði, Færeyjum og Hjaltlands- eyjum, þar sem það kerfi virt- ist vera ódýrara en nýr sæsími í stofnkostnaði. Var ekki tal- ið, að þetta kerfi gæti borið sig af venjulegum viðskiptum, nema tekjur yrðu af vissum fjölda leigurása. Um líkt leyti var Alþjóðaflug- málastjórninni brýn nauðsyn á að koma beinu talsambandi milli flugstjórnarmiðstöðva á norðan- verðu Atlantshafi. Taldi hún stuttbylgjusamband algerlega ó- fullnægjandi, og hafði hún þá helzt 1 huga, að koma á fót ultrastuttbylgjusambandi fyrir eina talrás og 4 ritsímarásir. P&S taldi þetta kerfi ekki nógu gott, en heppilegra væri að sameina þarfir flugfjarskipta og venjulegra viðskipta með einu fullkomnu kerfi. Á afmæli Landssíma íslands í september 1956 var aðalforstjóri Mikla norræna ritsímafélagsins staddur hér á landi. Lagði þá P&S fram áætlanir sínar um fyrirhugaðar umbætur á sæsíma lagningu milli Evrópu og Am- eríku um ísland, og fékk for- stjórinn þegar áhuga á mál- inu. Eftir undirbúning málsins var haldinn fundur í Lundúnum í des. 1956. Var svo ákveðið seint í des. að leggja sæsíma, þótt stofnkostnaður væri hærri en á microbylgjusambandi. Rekstrar- kostnaður var mun lægri. Þegar Alþjóðaflugmálasam- bandið hafði samþykkt þessa tilhögun, var leitað tilboða um lagningu nýs sæsíma til Skot- lands. Síðar var ákveðið að leggja símann allt til Ameríku, og var tekið tilboði brezks fyrir- tækis, „Standard Telephones“. Síminn var svo lagður milli fslands og Skotlands í haust, eins og kunnugt er, og var því verki lokið um miðjan desem- ber. Síðan hafa farið fram próf- anir og stillingar. Sæsíminn nýi liggur á hafs- botni um 1300 km, leið, milli Þetta landabréf sýnir fjórar sæsímalínur yfir Atlantsála. (Sú fjórða, um ísland, verður fullgerð í haust). Skotlands og Heimaeyjar í Vest- mannaeyjum um Færeyjar. Því er síminn lagður þangað, að þar er stutt á mikið dýpi og lítil skemmdahætta. Á leiðinni eru 15 neðansjávarmagnarar til Fær- eyja, en 10 þaðan og til Skot- lands. Um símann liggja 24 talrásir, en í ‘hverri talrás má fá 22 skeyta rásir. í desember 1962 verður opnað til Ameríku, en þangað er nú Endastöð nýja sæsímans í Heimaey í Vestm.annaeyjum. verið að leggjá símann um 3000 km vegalengd. Mikla norræna ritsímafélagið á um % • sæsímans milli Skot- lands og íslands, Bretar um 1/6 og Danir 1/12. ísland á ekkert í símanum sjálfum, en annast á á móti stuttbylgjusambandið Heimaey. Ný þjónusta verður tekin upp, TELEX, um fjarritaskipti, og geta þá fyrirtæki, sem eiga fjar- rita, „talazt við“ fyrir um 60% af talsambandsgjaldi. Nú er hægt að biðja um síma. númer erlendis og bíða eftir því, meðan heyrnartækið er við eyr- að. Þess er vænzt, að í framtíð- inni verði allt samband innan- lands og utan algerlega sjálfvirkt þannig að hver getur valið sér númer hvar sem er í veröldinni. Símtöl við útlönd verða nú truflanalaus, og símaþjónustan er opin allan sólarhringinn. Gjöld fyrir símtal við Norður- lönd og England hækka nú um 12% en lækka um 28% við Þýzkaland og önnur lönd.í Mið- og Austur-Evrópu. ,• Lofsvert framtak Nýlega var frá ^ví skýrt að Kvenstúdentafélagið hyggðist veita kvenstúdent styrk til að læra viðgerðir og hreinsun á handritum. Þetta er lofsvert framtak hjá félaginu, enda brýn þörf á því að fá manneskju sem kann sitt verk á þessu sviði, bæði fyrir söfn- in hér og vegna hand- ritanna . sem væntanleg eru. Mér skilst líka að mikill áhugi sé fyrir hendi og margar stúlkur hafi um þetta spurt. Þetta leiðir hugann að því að við eigum miklum skyldum að gegna við handrit in, einkum nú þegar fyrirsjá- anleg er heimkoma handrit- anna frá Kaupmannahöfn. Við, sem engin kynni höfum af handritum, vitum lítið hvað þarf að gera og hvernig að vinna þau til að hafa af þeim gagn. í grein sem Jónas Kristjáns- son, skjalavörður, ritar í bók- ina „Vísindin efla alla dáð“ er í kafla, sem fjallar um frum- rannsóknir og textaútgáfur, skýrt frá því hversu farið er að því að búa eitthvert tiltek- ið handrit til prentunar í fræðilegri útgáfu. Ég hefi fengið leyfi Jónasar til að taka upp þennan stutta kafla okk- ur fávísum um þessi efni til fróðleiks: • Frumtexta leitað „Nálega engin islenzk forn- rit eru til í handritum sem geta verið frumrit höfunda. Flest eru til í uppskriftum á skinni auk pappírshandrita frá seinni öldum, en sum eru þó aðeins til í pappírshandrit- um. Elztu skinnbókabrot eru frá 12. öld, en flestar eru skinn bækurnar frá 14., 15. og 16. öld, pappírshandritin frá 16. öld og yngri. Hlutverk útgef- anda er að leita frumtexta ritsins, komast eins nærri hon um og unnt er. Fyrsta verk hans er -að gera nokkurn sam- anburð handrita í því skyni að finna hvert þeirra er bezt og upprunalegast. Þetta er stundum fljótgert. eitt handrit sker sig úr, ber af öllum öðr- um, en stundum eru fleiri en eitt á svipuðu stigi, og kostar þá oft mikla athugun og sam- anburð að finna hvert er hót- inu fornlegast. Þegar það er fundið, er það skrifað upp sem vendilegast. Stundum er staf- setning samræmd eftir regl- um sem fræðimenn hafa sett sér, en venjulega er handritið gefið út stafrétt. sem kallað er, þ.e.a.s. stafsetningu þess er nákvæmlega fylgt. Við upp- skriftina er margs að gæta. Venjulega eru í handritinu fjölmörg atriði sem breyta verður-í prentuninni; margvís legar skammstafanir og svo- kölluð bönd, það eru merki fyrir tiltekin orð eða orðs- parta; þetta er venja að „leysa upp“, prenta fullum stöfum. En þá er álitamál hvernig prenta skal, því að um marg- víslegan rithátt getur verið að ræða. Er þá venja að leysa upp samkvæmt þeim rithætti sem algengastur er þegar sama orðmynd er skrifuð fullum stöfum í handritinu. Þá eru og iðulega í handritum máðir staðir og torlæsilegir. Veit ég dæmi til þess að útgefendur hafa rýnt dögum saman í fá- ein vandlesin orð, horfið að þeim aftur og aftur, velt þeim á ýmsa vegu við dagsbirtunni, beint að þeim kvarzljósi sem stundum skýrir letrið undra- vel, mælt bil milli orða og áætlað bókstafalega fjölda — og með því líkri yfirlegu hafa þeir að lokum ráðið þær gát- ur, sem virtust óleysandi við fyrstu sýn. • Tímafrekasti hluturinn eftir Þegar búið er að ganga frá uppskrift aðalhandritsins 'hefst hinn tímafrekasti hlutl útgáfustarfsins. Mörg íslenzk fornrit eru til í tugum hand- Tita. og við undirbúning vís- indalegrar útgafu verður að kanna öll þessi handrit, lesa þau vandlega yfir, bera þau að nokkru saman við aðal- handritið og skrifa upp það sem á milli ber. Við þann. samanburð kemur venjulega í ljós að mörg þessara hand- rita eru gagnslaus með öllu, af því að þau eru runnin frá handritum sem enn eru varð- veitt. Eftir verða þó að jafn- aði fáein handrit sem hafa sjálfstætt gildi. Þau eru síðan lesin saman við grundvallar- handritið orð fyrir orð, og skrifað upp allt sem á milli ber. Að því búnu er þessum „orðamun“ viðbótarhandrit- anna steypt saman í eina heild og hann síðan prentaður neð- anmáls við texta aðal- handritsins. Að lokum er í inngangi útgáfunnar fjall- að nákvæmlega um hand- ritin: sagt frá uppruna þeirra og ferli meðal annars til þess að skýra samiband við önnur handrit og varpa ljósl yfir sögu ritverksins; gerð grein fyrir ýmsum einkennum handritanna sem ekki koma fram í útgáfunni eða dæmi dregin saman; sýndur skyld- leiki handrita og gildi þeirra metið hvers um sig. Venja er að víkja einnig fáum orðum að handritum þótt eigi hafi sjálfstætt gildi fyrir varð- ' veizlu ritverksins einkum til að marka stöðu þeirr* og auika við vitneskju um feril verks- ins. Þegar komin er traust handritaútgáfa tiltekins verks, má eftir henni gera lesútgáf- ur handa alþjóð manna, og jafnframt er frumútgáfan, svo sem fyrr segir, grundvöllur undir frekarirannsóknum,efni viður sem lærdómsverk fræð- anna skulu unnin úr. j

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.