Morgunblaðið - 21.01.1962, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 21.01.1962, Blaðsíða 20
20 MORCUNBLAÐIÐ Sunnudagur 21. jan. 1962 Barbara James: 6 rogur og feig Upp frá því sá Leó alveg um Rory og atvinnu hans. Hann réð hann í útvarp, sjónvarp, eftir- tektarverða sumarsýningu í Blackpool, bendingaleik í einni af stærri borgunum og loks náði þetta hámarki í ráðningu fyrir heilt leikár í Palladíum í London. Nafn Rorys varð eins þekkt og forsætisráðherrans — kannske, því miður, ennfþá þekktara. Hann stóð nú alveg á hátindinum. Hann hafði leikið í tveim kvik- myndum, sem öll þjóðin hló sig máttlausa að. Hann hafði hafnað tilboðum frá Hollywood og ame- rísku sjónvarpi, af ’því hann vildi heldur leika fyrir brezka áhorf- endur. Og í öllu þessu stjórnaði Leó för hans, ráðlagði honum, hvað hann skyldi taka og hverju hafna, hvaða efni og söngvk hann skyldi nota, og hverjum fleygja. Stundum voru bendingar hans óskiljanlegar — en alltaf réttar. III. Ég er ekki vön að halda lang- ar lofræður yfir mat, en ég verð að j'áta, að maturinn og vínið hjá Ladram er svo fullkomið, að það getur gert mann skáldlegan. Það var liðin hér um bil klukkustund. Ég hafði afþakkað líkjör og við vorum að drekka kaffið. Ég varð alveg hissa, hvað tíminn hafði verið fljótur að líða. Við höfð- um alls ekki talað um Rory og ekki einu sinni um leiklistarmál. Mér datt í hug, að þetta væri í fyrsta sinn sem við hefðum verið svona saman. Enda þótt ég hefði oft hitt Leo í samkvæmum, þá var það alltaf eitthvað í sam- bandi við atvinnu hans. Ég tign- aði hann eins og hvern annan guð, sem hefði gert Rory það sem hann var — sem einskonar ofurmenni, sem hefði skapað framtíð okkar. Vafalaust leit hann á mig sem hverja aðra aukapersónu í sambandi 'við Rory, og viðkunnanlega auka- persónu, vonaði ég. En í dag var þetta allt öðruvísi. Meðan við neyttum máltíðar, sem tók fram öllu, sem ég hefði getað hugsað mér, og drukkum ágætis vín, fann ég, að ég var farin að gleyma á’hyggjum mínum. Ég hafði fengið álhuga á Leó, og lang aði til-að vita, hvað lægi að baki þessu ránfuglasandliti með hörku svipinn. Við töluðum saman frjálslega og í léttum tón. Ég varð þess vör, að hann hafði ánægju af návist minni sem konu — loksins var ég orðin persóna af eigin ramleik. Ég hafði forðazt að hugsa um Crystal og Rory, og mér hafði tekizt að deyfa þessa innri kvöl mína — rétt eins og manni tekst stundum að deyfa tannpínu. Að vísu veit maður, að sársaukinn kemur aftur, en með- an honum linnir, líður manni dásamlega. En það var Leó, sem hreif mig aftur inn í veruleikann. Þú ert víst ekki hingað komin — Ó, mig dreymdi svo dásamlega. Mér fannst ég vera komin til Feneyja. vegna míns félagsskapar ein- göngu, sagði hann blátt áfram. Þú vilt sjálfsagt, að ég gefi þér nánari upplýsingar um Crystal og Rory. Ég fékk fyrir hjartað, þegar hann nefndi þannig nöfn þeirra í sömu andránni. Ég er ekki einusinni viss um, að ég vilji neitt tala um þau. Þú vilt kannske heldur fara heim og stinga höfðinu í sand- inn? sagði hann meinfýsnislega. Nei. Mér er vel Ijóst, að eitt- hvað verður að gera. Er það mjög alvarlegt, Leó?- , Það er bágt að segja. Rory hef ur ekki gert mig að trúnaðar- manni sínum. Nú, hefur hann það ekki? Jæja, það var að minnsta kosti nokkur huggun. En þú hlýtur að gera þér einhverjar hugmyndir um það? Hann yppti öxlum kaldrana- lega. Þetta er alltaf að koma fyr- ir, og þyrfti ekki að vera neitt alvarlegt. Það er mest undir þér komið. Hvernig það? Hvað get ég gert? Þú getur verið meira með Rory. Verið svo mikið þar sem hann er, að hann geti alls ekki sinnt Crystal. Já, þetta er nokkurnveginn það sama og Vandy var að segja. En ef til vill hef ég dregið þetta oflengi. Það er eitthvað milli þeirra, sem ég er hrædd við. Þú þekkir hana vel, er það ekki? Hvernig manneskja er hún. eigin- lega, þessi Crystal? Það er nú dúkka í lagi! Ég man eftir henni í gamla Rottuiholu- klúbbnum — þá var hún klaufa- legur. háfættur krakki, klædd í alltof sterka liti. En eitthvað er nú við hana. Og hún var ekki engi að læra helztu brögðin. Hún krækti í einn, næstum milljón- ara, Bernard Usher, manstu? Manninn hennar ? Já, hann var mannsaldri eldri en hún. En það fór ekki sem verst Hann dó fyrir hálfu öðru ári, og arfleiddi hana að auð- æfum. Hversvegna er hún þá að vinna? Hún vissi ekki, hvað hún átti af sér að gera. Og hún á sér metnað sem leikkona Hún spurði mig, hvort ég gæti útvegað sér eitthvað. Og svo jókst þetta tírð af orði. Hún er nú engin Vivien Leigh, en hún fellur prýðilega i þetta litla hlutverk sitt í „Sól- bruna og Sælu“. Geturðu ekki komið henni það- an burt, Leó? Komið henni í eitthvað annað? spurði ég eins og bjáni. Ég vissi prýðilega vel, að hann myndi aldrei láta nein persónuleg tillit hafa áhrif á ráðstafanir sínar í starfinu. En mér til furðu, kvað hann ebki þessa tillögu mína niður. Það er engiim hægðarleikur, en ég myndi gera það samt, ef ég héldi að það gæti gert enda á þessu sambandi þeirra. Rory hef- ur ekkert gott af henni'. Hún er óstöðug í sér og taugaveikluð. Þau tvö myndu eyða hvort öðru, og starfið hans myndi líða við það ef þau tækju sarhan fyrir al- vöru. Ég gat ekki annað en brosað að þessu. Leó var vinna Rorys meira í mun en hjónabandið okkar, sem færi út um þúfur. Þú vilt þá ekki ráðleggja mér að skilja við hann? Það væri klára vitleysa, svar- aði hann rólega. Þessi orðrómur um hann og Crystal skaðar hann nægilega, en hjónaskilnaður myndi algjörlega eyðileggja framtíð hans, á tveimur árum eða svo. Þetta e»u nú ýkjur hjá þér. Hjónaskilnaðir eru svo algengir nú á dögum. Rory mundi að minnsta kosti ekki hafa neitt gott af honum. Hann hefur mikið áhrifavald hjá ungu fólki og er beinlínis hjáguð barna. Það myndi alveg eyða þessari mynd, sem æskulýðurinn á af honum, sem ómótstæðilegum gamanleikara og jafnframt ham- ingjusömum fjölskyldumanni með konu og börn. Hann er þá sjálfur að eyði- leggja þessa mynd, sagði ég með beizkju. Þú ættir að sigrast á þessu fyr ir fullt og allt og það strax, Rosaleen. Þú hefur öll trompin á ’hendinni. Þú getur náð honum aftur frá Crystal ef þú hefst eitt- hvað að tafarlaust, því að raun- verulega þykir Rory vænst um þig og börnin og sýnir ykkur hollustu. Hollustu! Ég varð bálvond. Ög þarf nú meira en hollustuna eina. Ég er engin meinlaus lítil kona, sem láti mér nægja. að vikið sé vingjarnlega að mér einstöku sinnum. Ég ætla ekki að fara að eiga manninn minn í félagi við aðra. Ef hann vill mig ekki, vil ég hann heldur ekki. Það var eins og honum værl skemmt. Hann lagði höndina á mína hönd. Rosaleen: Hann nefndi nafnið með ofurlít illi aðkenningu af útlendum ihreim, sem gerði þetta ennþá dularfyllra. Mikill asni getur Rory verið að vera að hugsa um Crystal, þegar hann hefur þig. Hálflukt augu hans mættu mínum og röddin var lág. Hann lét mér finnast ég vera eftirsóknarverð •— það var ofur- lítil uppörvun, eins og á stóð. Þetta er allt í þinni hendi. Þú getur sjálf ákveðið, hvort þú vilt berjast við Crystal eða skilja við Rory, en ég held, að ef þú gerir það, gerir þú honum óbæt- anlegt tjón. Hann þarfnast þín og þú ert óaðskiljanlegur hluti af lífi hans. Hann hélt enn í hönd mína og horfði í augu mín. En svo er þriðja leiðin, sem þú getur farið, svo að lítið bæri á. Og hvað gæti það verið? Stríða honum. Fara meira út. J Finna þér einhvern félaga — það ætti ekki að verða erfitt. Láta 1 Rory verða hræddan um þig. * Þú ert að reyna að gefa mér flugur að gleypa. Er það? Betur að svo væri! Hann brosti ekki. Ég fann einkennilegan titring fara um mig. Hann sleppti höndinni á mér og ég áttaði mig aftur. Þegar við fórum úr veitinga- húsinu, bauð hann mér að aka mér, þar sem bíllinn hans væri þarna rétt hjá, en ég neitaði því. Ég sagðist ætla að fara dálítið í búðir. SHlItvarpiö Sunnudagur 21. janúar. 8:30 Létt morgunlög. — 9:00 Fréttir. — 9:10 Veðurfregnir. 9:20 Morgunhugleiðing um músík: -• ..Tónlist á 20. öld" eftir Eric Blom (Árni Kristjánsson þýðir og les). 9:40 Morguntónleikar: 1 a) Konsert fyrir fiðlu og hljóm-* sveit eftir Alban Berg (Ivry Gitlis og Pro Musica sinfóníu- hljómsveitin í Vínarborg leika; William Stickland stj.), b) Peter Pears syngur lög eftir enska samtíðarhöfunda; Benja min Britten leikur undir_ c) Sinfónía nr. 4 1 a-moll op. 63 eftir Sibelius (Hljómsveitin Philharmonia í Lundúnum; von Karajan stjórnar). 11:00 Mpssa í Fríkirkjunni í Reykja- vík (Prestur: Séra I>orsteinn Björnsson. Organleikari: Sigurð ur ísólfsson). 12:15 Hádegisútvarp. 13:15 Erindi: Tímamót I sögu lslenrkr- ar kirkju (Jóhann Hannesson þrófessor). 14:00 Miðdegistónleikar: I>ættlr úr óper unni „Dalibor“ eftir Smetana — (Flytjendur: Einsöngvarar, kór og hljómsveit l>jóðleikhússins I Prag. Stjórnandi: Jaroslav Krombholc. — Þorsteinn Hannes* son kynnir verkið). 15:30 Kaffitíminn: — (16:00 Veðurfr ). a) Magnús Pétursson og félagar hans leika. b) Josef Gabor Kozák og híjóm sveit hans leika sígaunalög, 16:15 Endurtekið efni: Sinfóníuhljóm- sveit íslands, söngsveit-in Fíl- harmonia og einsöngvavarnir Hanna Bjamadóttir og Guðmund ur Jónsson flytja Þýzka sáiu- messu op. 45 eftir Johannea Brahms. Stjórnandi: Dr. Róbert A. Ottósson. (Áður útv. 29. nóv. s.l.). 17:30 Barnatfmi (Anna Snorradóttir) • a) Framhaldssaga litlu barnannaf „Pip fer á flakk“, V. b) Leikrit „Milljónasnáðinn** (áð ur útv. fyrir tveimur árurn); fyrsti þáttur — Leikstjóri; Jónas Jónasson. c) Ævintýraskálldið frá Óðinsvé- um, níunda kynningí'Bryniolf ur Jóhannesson les eitt af ævintýrum Andersens. 18:20 Veðurfregnir. 18:30 „Eg man þig“: Gömlu lögin sung in og leikin. 19:10 Tilkynningar — 19:30 Fréttir og íþróttaspjall. 20:00 „Sylvia“, ballettónlist eftir Deli- bes (ColonneHhljómsveitin í Par- ís leikur; Pierre Dervaux stj.). 20:15 Erindi: Sjónvarpsstarfsemi «• (Séra Emil Björnsson). 20:40 Fiðlutónleikar: David Oistrakh leikur létt lög. 21:00 Hratt flýgur stund: Jónas Jónas- son stendur fyrir útvarpskabarett með Akureyringum. 22:00 Fréttir og veðurfregnir. 22:10 Danslög. — 23:30 Dagskrárlok. f •— Ef til vill var það ekki Pétur, sem fleygði gassprengju að ykkur, Geisli höfuðsmaður. Eg sá alls eng-. an. — Jú. Það var Pétur. Hann er í leynum hér einhvers staðar nálægt. (Eg hef það á tilfinningunni að það sé einhver felustaður hér í herberg- inu, sem ég hef ekki fundið). Mánudagur 22. janúar. 8:00 Morgunútvarp (Bæn: Séra Bragi Friðriksson. — 8:05 Morgunleik- fimi: Valdimar Örnólfsson stj. og Magnús Pétursson leikur undlir. — 8:15 Tónleikar — 8:30 Fréttir. — 8:35 Tónleikar. — 9:10 Veðurfr, — 9:20 Tónleikar). 12:00 Hádegisútvarp (Tónl. — 12.25 Fréttir og tilkynningar). 13:15 Búnaðarþáttur: Guðmundur Gisla son læknir talar um þurramæði- varnir. 1 u 13:30 „Við vinnuna'*: Tónleikar. 14:30 Útvarp frá athöfn í í>jóðleikhús- inu, er opnað verður nýtt sæ- símasamband við útlönd: Ingólf ur Jónsson símamálaráðherra og Gunnlaugur Briem póst- og síma málastjóri tala. 15:00 Síðdegisútvarp (Fréttir og tilk. — Tónleikar. — 16:00 Veðurfr. — Tónl. -- 17:00 Fréttir). 17:05 Tónlist á atómöld (Þorkell Sig urbjörnsson). 18:00 í góðu tómi: Erna Aradóttir tal ar við unga hlustendur. 18:20 Veðurfregnir. — 18:30 Þjóðlög frá Balkanskaga. 19:00 Tilkynningar. — 19:30 Fréttir. 20:00 Daglegt mál (Bjarni Einarssoit cand. mag.). 20:05 Um Daginn og veginn, eftir Jón Sigurðsson bónda í Yztafelli — (Páll H. Jónsson frá Laugum flyt ur). 20:25 Einsöngur: Erlingur Vigfússon syngur; Fritz Weisshappel leik- ur undir á píanó. . a) „Ave María" eftir Sigurð Þórðarson. b) „Fögur sem forðum’* efth* Árna Thorsteinson. c) „Lífið hún sá í ljóma þeim** eftir Inga T. Lárusson. d) „Bikarinn'* eftir Eyþór Stefánsson. e) „Dicitencello vuie** eftir Falvo. f) „Tu ca na ohiange" eftir de Curtis. 20:45 Úr kvikmyndaheiminum (Stefán G. Asbjörnsson). 21:05 Tónleikar: Konsert fyrir óbó og litla hljómsveit eftir Richard Strauss (Erich Ertel og sinfóníu hljómsveit útvarpsins 1 Berlín leika; Arthur Rother stj.). 21:30 Útvarpssagan: „Seiður Satúrnus- ar“ eftir J. B. Priestley; VI. —• (Guðjón Guðjónsson). 22:00 Fréttir og veðurfregnir. 22:10 Hljómplötusafnið (Gunnar Gu8* mundsson). 23:00 Dagskrárlok«

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.