Morgunblaðið - 07.06.1962, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 07.06.1962, Blaðsíða 2
2 MORGVNBLAÐIÐ Fimmtuda^ur 7. júnf 1962 f.unnar Bjarnason með nen&endum sínum í hestatamningum. Hann var frumkvöðull þess að tmningar voru teknar v.rp við Bændaskótana. Skólaslit bændaskólans að Hólum: „Far vel Hólar fyr og síð“ HINN 13. maí sl. var bænda- skólanum að Hólum í Hjalta dal slitið. Athöfnin hófst með því að nemendur, kenn- arar og gestir hlýddu guðs- þjónustu prófastsins, séra Björns Björnssonar. — Séra Björn helgaði ræðuna fyrst og fremst nemendum, sem voru að brautskrást frá skólanum. Var ræðan hvatn- ing til þeirra að setja ekki ljós sitt undir mæliker, held- ur nota það til að lýsa öðr- um og að ávaxta sitt pund, en grafa það ekki í jörðu. — Að lokinni guðsþjónustu var gengið til skóla og skólaslit hófust. Gunnar Bjarnason, skóla- stjóri, lýsti störfum skólans á vetrinum, ■ nemendaskiptingu og árangri. Af 18 nemendum, sem hófu nám í skólanum, komu 12 frá bæjum og þorpum, en 6 úr sveit. Breytt kennslufyrirkomulag Að loknu jólaleyfi hefði kom- ið upp ágreiníngur milli nem- enda og kennara um kennslu- fyrirkomulag verknáms og leiddi það til þess að 7 nem- endur gengu úr skóla, en einn kom aftur eftir nokkra dvöl heima hjá sér. 11 nemendur gengu því til prófs nú í vor og stóðust það. Þá gat skólastjóri nýjunga í skólastarfinu, sem hefðu verið stundaðar allan veturinn. Þær fólust í smíðum í verkstæði, landmælingum og kortagerð, vélaviðgerðum, færslu búreikninga, fjárhirð- ingu, búfjárdómum og hesta- tamningu. í smíðaverkstæði voru smíðaðir 54 munir af nem- endum og er verðmæti þeirra metið á 60 þús. kr. Þá gat skólastjóri kennaraliðs og til- breytinga í skólalífinu, sem fól- ust í heimsókn að kvennaskól- anurn að Löngumýri og þrem- ur námsferðum um veturinn. Gunnlaugs Björnssonar minnzt Þessu næst minntist skóla- Stjóri Gunnlaugs Björnssonar í Brimnesi, en hann var um skeið kennari við skólann, auk þess sem hann ritaði tvær bæk- ur um Hólastað. Gunnlaugur hafði látizt á miðjum vetri sl. og vottuðu nemendur og gestir minningu hans virðingu sína með því að rísa úr sætum. Þá voru afhent prófskírteini og verðlaun. Verðlaun hlutu Jóhannes Þengilsson frá ólafs- firði, úr verðlaunasjóði bænda- skólanna, búfjárfræðiverðlaun SÍS hlaut Kristján Björnsson frá Grófarseli í Norður-Múla- sýslu, verðlaun Morgunblaðsins fyrir hestatamningu hlaut Þor- valdur Gestsson frá Neðra- Hálsi í Kjós, verðlaun Dráttar- véia hf. fyrir beztan árangur í vólfræði hlaut Oddur Gunnars- son frá Dagverðareyri, verð- laun Morgunblaðsins fyrir bezt- an árangur í smíðum hlaut Guðmundur Þorsteinsson frá Finnbogastöðum í Strandasýslu og verðlaun fyrir beztan árang- ur í leikfimi og íþróttum úr verðlaunasjóði Tómasar Jó- hannessonar hlaut Halldór Sig- urðsson frá Reykjavík. Kveðjuorð skólastjóra Að síðustu flutti skólastjóri kveðjuorð, sem hljóða svo: „Kveðjustund og skólaslit að vordegi á Hólum í Hjaltadal er enginn hversdagslegur viðburð- ur á íslandi. Æskumenn hafa frá því á öndverðri 12. öld kvatt þennan skólastað og kenn ara sína og lagt leiðir sínar út um dreifðar byggðir landsins, orðið þar frumkvöðlar góðra mála og forvígismenn, skapað sögu og lifað ævintýri lífsins. Heitið „Hólasveinn“ er hert í eldi langrar sögu og erfðavenja. Ég vona, að þið nemendur mín- ir, sem útskrifist héðan frá Hólurn í dag, munið starfa og lifa með þeim hætti, að enn verði Hólasveinar metnir og virtir af íslenzku þjóðinni. Hvað er mikilvægast í lífi mannsins? Svörin við spurningu þessari geta verið margvísleg. Og hafið hana ætið hugstæða. Hið algilda svar er torfundið, en spurningin hvetur til leitar að réttum viðbrögðum og við- horfum í lífsbaráttunni, og svörin munu breytast frá ári Ul árs með aukinni lífsreynslu og vaxandi þroska. í dag vil ég leyfa mér að gefa þessari óræðu spurningu svar, sem ég tek úr kvæðinu „Hauga- eldur" eftir Einar Benediktsson, leinkeinnum forfeðra okkar á þar sem hann lýsir lyndis- | landnámsöld. Þar segir: eir heiðruðu rétt, en þeir hötuðu valdið; æðri stétt, t, sem ofar var sett, í eðlið var baldið ð ofstopa en ekki með prett‘% Cg álít ykkur hollt að hefjai aguna út í störf og stríð lífs- með svarinu, sem felst 1 ssum ljóðlínum, en það er her öt til baráttu fyrir réttlæti I iðfélaginu. Kæfið ekki arf- igan ofstopa eðlis okkar svo reyk siðfágunar, að þið látið iglæti afskiptalaust! Virðið Idsmenn réttlætis og hlífið im, en hlífið í engu valds- innum ranglætis og brigð- elgi. Virðið og metið þær ttir, sem bjóða frið og sann- ni, en standið gegn hinum, n berjast gegn ágirnd og ó- ;ti. Réttlætiskrafan er mikilvæg- ;a leið til góðs samfélaga mna, en fyrsta skilyrðið er, hver þegn krefji sjálfan sig í réttlæti og hafi vitsmuni og aska til að skilja eðli þess og pistöðu. A.ð þessu mæltu segi ég mdaskólanum að Hólum slit- ið. Starfi mínu hér er að ljúka. Nýr skólastjóri tekur við Hóla- stað 1. júní. Megi honum vel vegna. Megi staðurinn blómgast og njóta guðs blessunar um aldur og ævi. Ég kveð stað og hérað með vísunni alkunnu: „Far vel Hólar, fyr og síð; far vel sþrund og halur; far vel Rafta — fögur hlíð; far vel Hjaltadalur“.“ Að síðustu sátu nemendur, kennarar og gestir kaffiboð 1 matsal skólans. njóíid vaxandi álltsT.. þegarþér n Blá Gillette Extra rakblöu Þér getið verið vissir um óaðíinnanlegt útlit yðar, pegar feér notið Blá Gillette Extra blöð, undrablöðin, sem pér finnið ekki fyrir. Pó skeggrótin sé hörð eða húðin viðkvæm, þá finnið þér ekki fyrir blaðinu ef notuð eru Blá Giilette Extra. 5 a*eins Kr-20-50- Gillette ^ er eina leiðin til sómasamlegs raksturs ® Gillette er vörumarK).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.