Morgunblaðið - 07.06.1962, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 07.06.1962, Blaðsíða 15
Fimmtudagur 7. júnl 1962 MORGVNBTAÐIÐ 15 Um sniðuga vél HÁLFT ár er umliðið siðan ég Bkrifaði Rogalandsbréf um að aka skarni á hóla. Það var að búast snemma við vorinu, en nú er það á næsta leiti, raunar geng ið í garð hér á Jaðri, og þykir engum of snemma, naeturfrost ihéldust til 1S. april og vorannir á ökrum og túnum töfðust veru lega. Nú leggja menn nótt með degi að koma korni í jörð, og igulrótabeðin þakin plasti blasa við 'hér og þar, þegar um veg er farið. Farið er að planta út káli, og er það nær mánuði seinna en í fyrra. En hér er langt sumar í vændum og engin hætta á ferð um þótt vorannir tefjist nokkuð frá því sem bezt er. Um mánaða mótin verður lokið við að setja fcartöflur og gripir komast i foeit. Snemmvöxnu kartöflurnar eru raunar komnar í jörð víða fyrir nokkru, þær verða sam- ferða gulrótasáningunni. Pistillinn um að aka skarni á foóla var, eins og nafnið bendir til, um tæki og tækni til þess að koma mykjunni á völi og í flög á sem fljótvirkastan og hand- (hægastan hátt. Ég nefndi þá fleiri gerðir af mykjudreifum. Erindið nú er að bæta einum Við, ekki af því að hann gleymd ist í haust, heldur af því að þá Var dreifir sá er nú skal nefnd- ur enn eigi „samkvæmishæfur“ til umtals. Þetta er hinn svokall- aði Garborg-dreifir, hugsaður og smíðaður af bóndamanninum Rögnvaldi Garborg í Time á Jaðri. Ég hefi verið spurður um vél þessa að heiman, og vil reyna að svara nokkru. Eins og myndin sýnir er þetta trog-dreifir gerður til að festa á lyftitæki traktorsins. Að aðal- hugmynd er þetta eins og mykju berinn Ring-Land, og Dreifi- berinn B.A.A.S. sem ég ræddi um í fyrri grein minni. Ring- Land er bara beri, notaður til að koma hlassi á völl, en hefir þann mikla kost að hann fyllir sig sjálfur, þegar traktor er ek- ið aftur á bak að og í mykju- stæðuna. Dreifi-berinn A.A.A.S. vinnur á sama hátt en hefir það fram yfir að hann dreifir hlass- inu, en ekki breiðar en sem nemur breidd vélarinnar og traktorsins. Garborg-dreyfirinn er drjúgt spor í áttina til full- komnari vinnubragða. Hann læt ur sér ekki nægja að dreifa beint aftur fyrir, á honum er þeytiskrúfa sem dreifir 5—6 metra breitt, á svipaðan hátt eins og á hinum stóra mykju- dreifi Doffen (og Guffen) sem ég hefi ott ritað um, og sem nú er arið að nota á nokkrum stöð- um. Hvað er svo að segja um þennan mykjudreifi? Þetta er óneitanlega nokkuð sniðug vél, og leysir hlutverk sitt vel af hendi. Geri ráð fyrir að hún verði vinsæl af mörgum. Hinisvegar er vélin nokkuð marg brotin að gerð og því dýr í smíði. Verð hennar hlýtur því að verða nokkuð hátt. Er það slæmur galli á einyrkjavél, en þetta er einmitt vél af því tagi. Víst er vélin þess verð að hún sé reynd heima. Nokkra æfingu mun þurfa til þess að stilla vél- ina rétt og vinna vel með henni, því má ekki gleyma, og ekki má gefast upp við þótt miður vel gangi fyrsta sprettinn. Svo er raunar um fleiri tæki. Ég get ekaki látið vera að minnast á traktorvögurnar (eða vélvög- urnar) — tek mér ekki í munn flatmælið „heygreip“ sem ég sé að menn nota —, já traktorvög- urnar, það góða tæki hefir aldrei náð þeim vinsældum sem það á skilið. Traktorvögurnar ættu að vera notaðar meira og minna, við að aka heyi í garð, á nær hverju byggðu bóli á ís- landi, þar sem fengizt er við heysfcap. Það sem hefir dvalið Orminn langa, er blátt áfram að margir sem reynt hafa, hafa ekki komizt upp á aff nota tækið rétt og vel, og allar leiðbeining- ar þar að lútandi hefir skort. — Látið það e'kki fara eins með Garborg-dreifinn, þegar farið verður að taka hann í notkun. Ég nefndi dreifinn einyrkja vél. Meiri hluti bænda eru ein- yrkjar, en fleiri ráð eru til en Viff fyllingu er trogiff látiff síga niður, um leiff og ekiff er aftur á bak. Lokiff lyftist og trogið ýtist inn í hauginn. Um leiff og troginu er lyft, fullu, feliur lokiff aftur. að þeir kaupi sér einyrkjavélar, að stærð og verði. Ég las iBún‘ aðarblaðinu, 3. töiubl. 1962 að búnaðarfélagið í Reykholtsdal hafi keypt sér Doffen mykju- dreifi og noti hann í félagi. Doffen er mikilvirk og góðvirk vél. Þetta held ég að sé rétta leiðin, þegar um er að ræða bú- vélar, sem ekki þarf að nota nema 1-2-3 daga á ári á býli hverju. Enruþá betra að einn bóndi eigi vélina og beri ábyrgð á henni, en samkomulag sé um að hann vinni fyrir svo og svo marga nágranna sína með félags lega skipulögðum tökum. Þann- ig hygg ég aff Doffen sé sú gerff mykjudreifa sem nú á mestan rétt á sér og ætti aff ná mestri útbreiffslu. Hinsvegar hygg ég að Garborg dreifirinn verði mörgum bændum, sem vilja vera „út af fyrir sig“ um véla- eign, gott úrræði, en hann er varla nógu mikilvirkur til þess að notast við umferðavinnu bæ frá bæ, samt ættu 2—3 bændur með minni bú auðveldlega að geta verið saman um eina Gar- borg-vél. — En fyrst er nú að reyna þann dreifi. Samkvæmt eðli málsins geri ég ekki ráð fyrir að hægt sé að nota Garborg-dreifinn til þess að dreifa sauðataði, hugsanlegt 'þó að hann geti mokað i sig og dreift blautu taffi úr grindahús- um, en þetta með sauðataðið er mikið atriði er velja skal mykju dreifi. Svo ósfca ég öllum bændum góðra voranna og gleðilegs sum- ars. Jaðri, á sumarmótum 1962. Washington, 1. júni, (AP). TALIÐ er sennilegt aff nýjar viff- ræffur Hollendinga og Indónesa um Nýju Guineu hefjist innan viku effa 10 daga í nánd viff Washington. Garhorg-myrkjudreifir aff verki. Þeyiskrúfa eys mykjunni 5—6 metra breitt. Telpnkápnr Nýkonmar telpukápur úr skozkum, urvals ullarefnum. Aðalstræti 9 — Sími 18860. Til margra hluta nytsamlegur er rafall okkar af gerðinni DMK .../.. R, en þeim rafal er auðvelt að koma fyrir og nota til margvís- legs reksturs. Smiði rafalsins er þannig að hægt er að tengja hann við ýmiskonar vél- ar, án þess að breytinga sé þörf, þar eð hann er búinn alhliða bygg- ingarmálum. Rafal þennan getum við afgreitt með brcytilegum snúningshraða í 4 mis- munandi stig. Gjörið svo véi að skrfia okkur og látii vita hvaða viðfangsefni þér þurf ið að leysa. Við erjim fúsir að veita yður ráðleggingar og munum áreið- anlega geta selt yður einmitt þann raíai sem þér leitið eftir. Beinið fyrirspurnum yðar til: * VEM ELEKTROMASCHINENWERK Deutscher Innen- und Aussenhandel der Dautschen Demokratischen Eleklrotechnik Republik Berlin N 4 Umboðsmenn: K. Þorsteinsson & Co., Tryggvag. 10 Reyk.iavík — Sími 19340

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.