Morgunblaðið - 07.06.1962, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 07.06.1962, Blaðsíða 3
I Fimmtudagur 7. júní 1&62 MORGUNBLAÐIÐ 3 Vopnfirðingar búa sig undir síldarsumar VOPNAFlRi>I, 28. maí. — Unnið er nú ötullega að því að undirbúa Síldarverksmiðj una undir sumarvertíðina. Sl. miánuð hafa nær fjörutíu manns unnið að því verki í 12 klst. á dag. Einnig er unnið af fullum krafti við lengingu á lönd- unarbryggju verksmiðjunnar. mikil kafaravinna við bryggju smíðina. Það verk framkvsem ir Jöhann Gauti Gestsson, kaf ari frá Akureyri. Bryggju- smiður er Jón Grímsson, smið ur í Vopnafirði. Á stærri myndinni sjást kerin þrjú, en á minni mynd inni er GaiJíi kafari að fara niður. Jón Grímsson bryggju smiður stendur á bryggjunni. — Slgurjón. Gerð verður 22 m viðbót við 19 m langa bryggju, sem fyr ir var. Verður þá hsegt að koma fyrir öðru löndunar- taeki, til þess að flýta fyrir af greiðslu síldarskipanna, en þess hefur verið mikil þörf undafarin sumur. Bryggjan er lengd með fjór um 3xS m steinkerum, sem sökkt er á fimm metra bili, og síðan er sett trédekk á milli keranna. Vegna halla á botni hafn- arinnar þarf að hlaða miklu undir hvert ker, og því er Þetta sýnir nauðsynina á því, að Slgnal innihaldi hvort tveggja í senn ríkulegt magn hreinsunar- og rotvarnarefna í hverju rauðu striki Ferskur og hreinn andardráttur er hverjum manni nauðsynlegur. Það er þess vegna, að Signal tannkremið inniheldur hreinsandi munnskol- unarefni—sem gerir munn yðar hreinan. Munnskolunarefnið er í hinum rauðu rákum Signals — rákum, sem innihalda Hexachloro- phene hreihsunarefni. Signal gerir meira en að halda tönnum yðar mjallahvítum, þaÖ heldur einnig munni yÖar hreinum. Signal heldur munni yóar hreinum X-SIG •/IC-644S 17 laxar veiddust í Norðurá fyrsta daginn LAXVEIÐITÍMINN er nú genginn í garð, en eins og kunnugt er eru árnar flestar opnaðar til veiða 1. júní. Sum ar eru að vísu ekki opnaðar fyrr en 5., 10., 15., 20. júní og einstaka á ekki fyrr en 1. júlí. Mbl. átti í gær tal við Guð- mund J. Kristjánsson, for- mann Landssambands stanga- veiðimanna. Sagði hann að Norðurá hefði verið opnuð 1. j'úní, og hefði stjórn Stanga- veiðifélags Reykjavikur að venju opnað ána. Þennan fyrsta dag veiddust 17 laxar í Norðurá, 10—14 pund. — Stærsta laxinn, 14 pund, fékk Óli J. Ólason, formaður stangaveiðifélagsins, fyrir neð an Laxfoss. Taldi stjórnin að talsverður lax væri genginn í Norðurá og jafnvel upp fyrir Laxfoss. Vatnshæð er góð í Norðurá og hitastig rúmar 7 gráður. — Guðmundur sagði að Laxá í iCjós hefði einnig verið opnuð 1. júní. Að kvöldi annars dags höfðu 12 laxar Atta laxar fyrsta daginn Valdastöðum, 3. jún. LAXVEIÐIN í Laxá, byrjaði 1. þ. m., eins og undanfarin ár. Fyrsta daginn veiddust 8 laxar, og annan daginn fengust 4. Má þetta heita allgóð byrjun, enda sumt af þessu ágætir fiskar. Búið er að setja niður 3000 plöntur á vegum skógræktarfé- lagsins hér. Var allt sett á einn stað, að Grjóteyri. Auk þess verður sett niður á ýmsum stöð- um, nokkuð á annað þúsund plöntur, bæði við skólann og hjá nokkrum einstaklingum. Gróðri fer nú töluvert fram. Hafin er vinna í kálgörðum. veiðzt í ánni og töldu menn, sem þar voru að veiðum, að vel liti út með laxveiði þar í sumar. 63 konur á híismæðraviku HIN ÁRLEGA Húsmæðravika Sambands íslenzkra samvinnu- manna og kaupfélaga landsins stóð yfir í Bifröst í Borgarfirði dagana 13.—19. maí sl. Vikuna sóttu 63 húsmæður úr öllum landsfjórðungum. Páll H. Jónsson, forstöðumaður Fræðslu deildar stjórnaði vikunni og réði dagskrá. Voru þar flutt 16 erindi um margvísleg efni og fylgdu þeim nokkrum skugga- myndir og kvikmyndir. Húsmæð ur fóru í skemmtiferð um Borg arfjörð og heimsóttu ýmsa staði. — xxx — Húsmæðrafræðsla Fræðslu- deildar SÍS hófst árið 1957 og veitti ungfrú Olga Ágústsdóttir starfseminni forstöðu og voru haldnir húsmæðrafundir um allt land. Húsmæðrafræðslan féll nið ur í fyrrasumar, en frá 1. júní sl. hefur Bryndís Steinlþórsdóttir kennari verið ráðin til að annast þessa starfsemi í sumar. Sukarno erfiður DJAKARTA, 5. júní (NTB/AP) — Sukarno forseti Indónesíu, svaraði í dag málaleitan U Thants framkvæmdastjóra Sam- einuðu þjóðanna til Indónesa og Hollendinga um að þeir leggi sig fram um að binda endi á deiluna um Vestur-Nýju-Gíneu. f svarinu segir forsetinn, að sáralítil lík- indi séu á friðsamlegri lausn deil- unnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.