Morgunblaðið - 26.06.1962, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 26.06.1962, Blaðsíða 10
10 MORGVNBLAÐIB Þriðjudagur 26. júní 1962 IMa “*■ *"• **■“ — ------------ p—iin-r ru — - ----------------in — rir n ui -s í i TAUNUS TRANSIT Vandið val sendibifreiða. Verð frá kr. 139 þús. Burðarmagn 830, 1000 og*1250 kg. SUDURLANDSBRAUT 2 • SÍMI 3 53 00 Svo felldum við Farouk 17. JÚNÍ s.l. birtist í Sunday Times Magazine grein eftir Nasser, forseta Egyptalands, þar sem hann skýrir frá upp- vexti sínum, og frá því hvernig byltingin í Egypta- landi var undirbúin og fram- kvæmd. Nú eru liðin nær tíu ár frá því Farouk konungi var steypt af stóli og hann rekinn úr landi, og segir Nasser í grein sinni, að þótt segja megi, að byltingin sé enn að verki, því að margt sé ógert i Egyptalandi, þótt margt hafi þegar áunnizt, þá sé ef til vill tími til kominn að líta um öxl yfir farinn veg. Nasser hefur frásögn sína með því að minnast þess, er hann í fyrsta sinn lenti í kasti við yfirvöldin árið 1933, þá fimmtán ára skóladrengur. Hann lenti í götuuppþoti, sem hann ekki vissi af hverju st>af- aði, en reyndist tilkomið eftir útifund nýfasista. Nasser var elztur átta syst- kina .Faðir hans var póstaf- greiðslumaður og hafði snemma beyg af stjórnmála- hugmyndum sonar síns. Bróð ir hans hafði verið hnepptur i fangelsi fyrir stjórnmála- skoðanir sínar í heimsstyrjöld inni fyrri og hann óskaði þess eins, að fjölskyldan gæti lif- að friðsamlegu, rólegu og ótta lausu l'ífi. Hann reiddist því mjög, er Nasser var rekinn úr skóla vegna stjórnmála- skoðana sinna. Hann var send ur til frænda síns í Kairo og fór þar í •menntaskóla. Hann kom sjaldan heim til Alex- andríu, sambandið við föður- in var stirt, en móðir sína elskaði hann mjög. Það hafði því mikil áihrif á hann, er hún lézt. Honum var ekki sagt frá því, heldur kom hann að heimilinu móðurlausu nokkr- um vikum eftir lát hennar. Hann fór rakleitt aftur til Kairo og sökkti sér niður í nám og stjórnmál. „Á þessum róstusömu ár- um,“ segir Nasser,“ hafði ég áhuga á öllum stjórnmála- flökkum, sem höfðu það að markmiði að vihna frelsi til handa Egypzku þjóðinni. í tvö ár eftir uppþotið í Alexand- ríu var ég meðlimur Misr E1 Fata-flokksins, en varð von- ■ svikinn og hætti, því að þrátt fyrir allt hjal þeirra og mót- mælafundi virtust þeir engu £á til leiðar bómið. Nokkrum sinnum var þess farið á leit við mig, að ég gengi í flok'k kommúnista, en þótt ég kynnti mér af áhuga og sarnúð kenningar Marx og rit Lenins, hnaut ég þar um tvær stórar hindranir, sem ég gerði mér ljóst, að ég myndi aldrei yfirstíga. Ánnars vegar, að kommúnisma fylgir algert trúleysi, og ég hef ávalt verið einlægur múhameðstrúarmað- ur, hef óbifanlega trú á því afli, sem við köllum Guð og sem vakir yfir örlögum dkk- ar. Það er gersamlega útilok- að að vera í senn góður mú- hameðstrúarmaður og góður kommúnisti. Á hinn bóginn gerði ég mér ljóst, að kommúnismi hlýtur að nokkru leyti að lúta stjórn frá Moskvu og stærstu komm únistaflokkunum — og þá stað reynd gæti ég aldrei béygt mig undir. Ég og mínir stuðn- ingsmenn háðum langa og erf iða baráttu til þess að losa þjóð okkar við óstjórn og hrista af okkur erlend yfir- ráð, öðlast hið langþráða frelsi til handa þjóðinni. Og meðan ég fæ nokkru um ráð ið mun ég berjast gegn því, Nasser hendur og hættu í hernum en aðrir reyndu að beita þeim áhrifum, sem þeir höfðu, til þess að berjast gegn áhuga- leysi og spillingu. Þegar svo Nasser var fluttur til Alex- andríu ári síðar kynntist hann A'bdul Hakim Amer, 'byltingarmanninum, sem nú er yfirmaður egypska hers- ins. Nasser kveðst fyrsf hafa komizt í kynni við brezka her menn rétt eftir byrjun heims styrjaldarinnar síðari, er hann va.r sendur til E1 Alamein í mánaðartíma. Um áhrif sín af þeim, segir hann m.a. — Ég varð hrifinn af Bretum, bæði sem hermönrfum og ein- staklingum. Þeir voru vin- gjamlegir, hæfir menn og reyndust afar góðir kennarar. Agj þeirra var fyrsta flokks Gamal Abdel Nasser, forseti Egyptalands rifjar upp gang byltingarinnor sem gerð var fyrir nálega tíu árum að þjóð mín og land komist á ný undir yfirráð annars ríkis eða ríkjaheilda, hvort heldur er úr vestri — eða austri. Nasser átti mikil samskipti við forystumenn Bræðralags múhameðstrúarmanna, þótt aldrei væri hann skráður fé- lagi þar. Leiðtogi þeirra Has- san al Banna, sem var mað- ur öfgafullur, hafði á hann mi'kil áhrif, en hann kveðst hafa sannfærzt æ betur um það, af þessum kynnum, að jafnslæmt væri að þjóðin byggi við trúaröfgar og trú- leysi. Hann óskaði að sjá um burðarlyndi í trúmálum ríkj andj í því nýja frjálsa Egypta landi, sem byggt skyldi upp í framtíðinni. Eftir sérstaka samningsgerð milli Egypta og Breta árið 1936 var herskólinn í Kairo opnaður ungum mönnum, án tillits til stéttar þeirra eða efnahags. Nasser og nokkrir félagar hans voru meðal hinna fyrstu, sem nutu góðs af þess ari ráðstöfun, og upp frá því fóru framtíðaráætlanir hans að taka á sig skírari mynd. Hann hafði byrjað á laga- námi, en vegna sundurþykk- isins við föður sinn varð hann að sjá fyrir sér sjálfur. Það öryggi, sem herinn veitti, opn aði nýja leið, er honum fannst ákjósanleg. Tveim árum síð- ar, 1938, útskrifaðist hann sem liðsforúngi og þá um leið tveir vinir hans, sem siðar komu mjög við sögu bylting- ariinnar, þeir hétu Zakaria Muhi Ud-Din og Mohamed Anwar El-Sadat. Nasser segir, að til þessa hafi egypzki herinn verið langt frá því góður og hafi Bretar talið sér hag í að halda honum í því horfinu. En upp úr 1938 hafi komið fram á sjjónarsviðið margir liðsfor- ingjar, sem aðeins litu á dvö1 sína í hernum sem undirbún- ing meirháttar frelsisbaráttu fyrir þjóð sína. í fyrstu var Nasser sendur til Assiut og voru hann og félagar hans fullir áhuga. En þeir urðu fyrir miklum vonbrigðum; komust að raun um að meiri hluti hinna eldri liðsforingja voru alls óhæfir menn og á- hugalausir. Sumum féllust og sem stríðsmenn voru þeir það lí'ka. Sú staðreynd, að mér líkaði svo sérlega vel við marga þeirra og virti þá sem hermenn braut ekki á nokk- urn hátt í bága við þá ein- dregnu sannfæringu mina, að binda bæri endi á yfirráð og áhrif Breta í Egyptalandi. Annars vegar voru persónu- legar tilfinningar, hinsvegar grundvallarsjónarmið og þessi tvö hugtök geta verið alls ó- skyld. Byltingarhugmyndin hafði nú tekið sér fastan sess í huga mínum. Hversu hún skyldi fram'kvæmd var þó enn óráð ið og ég hélt áfram að þreifa fyrir mér. Ég hef aldrei mynd að stjórnmálaflokk, hef ekki trú á stjórnmálaflokkum. En ég reyndi að safna kringum mig öllum þeim stjórnmála- mönnum, sem ég taldi víst að bæru hag þjóðarinnar fyrir brjósti — síðan gæti ég reynt að móta þá með tilliti til þessa sameiginlega markmiðs byltingarinnar. En það vant- aði eitthvað, sem gerði okkur öllum ljóst, hve nauðsynleg og aðkallandi bylting væri. Og það voru Bretarnir, sem sáu okkur fyrir því. Árið 1942 áttu 'þeir í miklum erfiðleikt um vegna \dgstöðunnar í Af- ríku. Þeir vildu þá umfram allt fá til valda í Egyptalandi stjórn, sem þeir væru vissir um að styddi þá algerlega. Sendi'herrann Sir Miles Lamp son, gekk á fund Farouks kon ungs í Abdin höllinni í Kairo, sem áður hafði verið um- kringd brezkum skriðdrek- um. Þar afhenti sendiherra konungj skjal, þar sem stóð, að annað hvort yrði konung- ur að skipa Mustafa Nahas, forsætisráðherra, eða hann yrði sviptur konungdómi. Far ouk lét undan möglunar- laust. Þetta var 4. febrúar og „upp frá þeim degi var allt breytt", segir Nasser. „Þá var skömm Egypta fullkomnuð. En jafnframt jók það mörg- um dug, hristi slenið af fólk- inu og sýndi því að til væru þau verðmæti, sem væru þess virði að vera varin, hvað sem það kostaði." Endir og upphaf styrjaldar. Árið 1945 varð í augum Nasser og félaga hans bæði endir og upphaf styrjaldar, endir heimsstyrjaldarinnar og upþhaf byltingarinnar. Næstu árin var haldið áfram að vinna stuðning fleiri manna sem höfðu sömu mark mið og nægilegan dug og ein- beittni til þess að berjast að þeim. Nasser las mikið, mót- aði sína sósíalísku lífsskoðun, las m.a. ritverk Laskis, Ne- hrus og Aneurins Bevans. Þar til árið 1948, er Bretar gáfu upp Palestinu og styrjöld Ar- aba og ísraelsmanna hófst. Nasser fór til fundar við hinn mikla mufti af Jerúsalem, sem þá var flúinn til Sýr- lands, og bauð sig og félaga sína fram sem sjálfboðaliða — en þá gaf egypska stjórnin fyrirmæli um þátttöku í styrj öldinni. Nasser er þeirrar skoðun- ar, að sú ákvörðun hafi verið réttilega tekin, því að Arahar hafi allir talið mannkyninu búna mikla hættu af ísraels- ríki. En hann segir jafnframt að skipulagningu herja Araba hafi verði geysilega ábóta- vant. Engin samvinna hafi verið geysilega ábótavant. Engin samvinna hafi verið þeirra í milli og yfirstjórnir herjanna aðeins leitast við að vinna sem allra mesta land af ísraelsmönnum, án þess að láta sig skipta hvort þau land svæði vei'ktu eða styrktu stöðu Arabaherjanna al- mennt. Ennnfremur segir hann, að margir egypskir stjórnmálamenn hafi hagnazt vel á því að selja hernum léleg vopn. Sjálfur kveðst Nasser hafa verið særður tvisvar og í síð- ara skiptið fékk hann kúlu nokkra sentímetra neðan við hjartað. — „Og þar sem ég lá í sjúkrahúsinu, segir hann, velti ég því fyrir mér hvort lífi mínu hefði verið þyrmt í ákveðnu augnamiði." Enn héldu þeir félagar, sem nú kölluðu sig Frjálsa liðs- foringja, áfram að by"~-a upp 'byltinguna og beiltu tíl skærúhemaði. En Nasser kveðst hafa verið þess full- viss, að engin stórátök skyldu gerð, fyrr en allt væri vel undirhúið. Hann hafði hugsað sér, að byltingin skyldi gerð árið 1955, en atvikin flýttu fyrir henni og þegar látið var skríða til skarar árið 1952 höfðu þeir aðeins viku fyrir- vara. Síðan segir Nasser: — Hinir frjálsu liðsforingjar tóku þá ákvörðun að myrða forystu- menn stjórnarinnar, einkum konunginn og Sirri Amir, yfir mann hersins ,sem svo mjög var hataður. Hann hafði átt mikinn þátt í vopnabraski í str’ðinu. Ég var á þeirri skoðun, að við værum hvorki nægilega fjölmennir eða nægilega sterk ir. til þess að framkvæma þessa stefnu með fullum ár- angri og perónulega var ég hennj andvígur. Engu að síð- ur var mér falið að stjórna fyrstu morðárásinni á Sirri Amír. Þeirri nótt mun ég aldrei gleyma. Við vorum faldir i kjarrinu umhverfis einbýlis- hús hershöfðingjans. Þegar hann sté út úr bifreið sinni 'hófum við skothríð og þegar við hlupum á brott til þess að forða okkur fylgdu okkur skelfingaróp konu og barns. Mér var^ ekki svefnsamt þessa nótt og bað þess, að hann hefði ekki dáið. Það var því eigi lítill léttir að sjé í morgunblöðunum að við höfðum ekki einu sinni hæft hann. Þetta var fyrsta og síð- asta morðtilraun mín og fé- lagar mínir féllust á treglega þó, að frá þessari stefnu skyldi horfið. (Frátnhald í blaðinu á morgun).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.