Morgunblaðið - 26.06.1962, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 26.06.1962, Blaðsíða 24
Fiéttasímar Mbl — eftir iokun — Erler.dar fréttir: 2-24-85 Inniendar fréttir: 2-24-84 SVEFN LYFIÐ Sjá blaðsíðu 13. 141. tbl. udagur 2ijúní 1962 Banaslys í Dýrafirði Drengur datt af steini Þingeyri, 26. júní. ÞAÐ slys varð hér í gær að 11 ára gamall drengur úr Kópa- vogi, ólafur Gíslason, sem var í sveit hjá ættingjum á Núpi í Dýrafirði, féll af steini og beið bana á leið til læknis. Börnin voru að reka kýrnar um morguninn fram Núpsdal- inn. Er þau voru komin að eyðibýlinu Kotnúpur, fóru þau að leika sér við stóran stein, sem stendur við troðninginn og börn hafa leikið sér við í alda- raðir. Klifraði ólafur upp á steininn, en datt niður af hon- um. Hann kom ekki á höfuðið niður, en mun hafa slegið höfðinu við steininn í fallinu. Sá lítið á honum, var hann að- eins hruflaður. Gekk drengur- inn heim á leið. Er hann kom að skrúðgarðinum Skrúði, var einn kennarinn frá Núpi að vinnu í garðinum. Bað dreng- urinn hann um áð aka sér heim. Er heim kom, var drengur- inn háttaður ofan í rúm. Hús- móðirin náði sambandi við læknirinn í Súgandafirði, því þessa stundina er læknislaust "á Flateyri og Þingeyri. Taláðist þeim svo til, að ekki væri þetta alvarlegt og óþarfi að Árckstur á Akur- AKUREYRI, 25. júní — Seint í gærkvöldi kom jeppabifreið neð an Tryggvagötu, en stór bifreið norðan að. Skár.ust leiðir þeirra. Jeppabifreiðin vallt við árekst- urinn og skemmdist allmikið. Enn maður var í bifreiðinni, 'bfreiðastjórinn og meiddist hann furðu Mtið, marðist og skarst smévegis. — st.a.sig. Fyrirlestur í Háskólanum Dr. JOSEPH CREMONA, kenn- ari við Cambridgeháskóla^ flytur fyrirlestur í boði Háskóla íslands miðvikudaginn 27. júní kl. 17.30. í I. kennslustofu háskólans. Dr. Cremona er málfræðingur og faefir sérstaklega fengizt við rannsóknir í rómönskum mólum. Fyrirlestur sá, er Dr. Cremona flytur nefnist „Britisih Universit ies bo-day.“ Verður hann fluttur á enáku, og er öllum heimill að- gangur. hann kæmi. En er konan kom niður aftur, hafði drengnum versnað og var að missa með- vitund. Reyndi hún þá að ná í lækninn aftur, en tókst ekki. Hringdi hún til ísafjarðar og læknirinn þar vildi að komið yrði strax með drenginn í bíl og lagði sjálfur af stað á mótd þeim. Er þetta 1—1% tíma akstur. Er komið var fram í Breiða- dal, mætti læknirinn fólkinu með sjúklinginn. Var ólafur þá örendur í bílnum. — Mun hafa blætt inn á heilann. Ólafur heitinn var sonur Val- borgar ólafsdóttur og Gísla Guðmundssonar að Kópavogs- braut 37 í Kópavogi. — Frétta- ritari. Viggó Bjerg í Lanðakots- spítala í gær. (Ljósm.: Ól. K. M.) Víxlar Helga Ben fil innheimtu Sendi báta sína á síld BIAÐINU hefur borizt frá Helga Benediktssyni í Vestmannaeyjum afrit af bréfi, er hann hef- ur sent Landssamib. ísl. útvegs- manna, en það er svar við skeyti til hanum um að vixlar að upp- hæð sex hundruð þús. krónur séu fallnir í gjalddaga og óskist greiddir. Kveðst Helgi ekiki skulda LÍÚ neitt. Hann hafi sagt upp þvi umboði, er hann gaf LÍÚ til sam stöðu um uppsögn síldarsamn- inga til breytinga á síldveiði- kjörum á þeim skipum, sem nota til veiðanna fyllstu nútíma tæki í búnaði og veiðarfærum, og þar með átt að fá til baka þá trygg ingarvígsla er hann gaf. Ástæð- una fyrir uppsögninni telur hann rangar forsendur eða upplýsing- ar um samningsgerðina fyrir- fram, þar eð ekiki hafi öll út- gerðarsamtök um land allt stað ið að þessu þegar til kom. Sendi hann uppsagnarbréfið 6. þ.m. til LÍÚ. Umboðið óafturkallanlegt. Blaðið fékk þær upplýsingar hjá LÍÚ, að umboðið hafi verið fullt og óafturkallanlegt. Hafi samtökin sent Helga Benedikts- syni skeyti þar að lútandi, er þeim barst bréfið fró 6. þ.m., en hann hafi neitað að taka við þvL Væri það því brot á skuld- bindingum er Helgi sendi skip sín á síldveiðar meðan samning ar stóðu yfir, og væri víxillinn í innheimtu, ásamt víxlum fleiri sem brotið hefðu skuldibind ingu sína. „Það varð már til lífs, að ég fleygði stólnum I rúðuna“ MBL. ÁTTI í gær tal við Viggó Bjerg, sem vopnaður maður rændi sl. föstudags- kvöld. Viggó er enn í Landa- kostsspítala, þar sem hann er að ná sér eftir árásina. Viggó býr í kjallaraherbergi að Njálsgötu 49. Herbergið snýr út „ð garði, og er gengið í það eftir gangi, sem liggur frá götudyrum. Kunningi Viggós hafði ver- ið í heimsókn, og fór hann um kl. hálfníu. Fylgdi Viggó hon um til dyra. Þegar hann var á leið aftur til herbergis síns, kemur maður skyndilega aft- an að honum. Otar hnífi að baki hans og segir honum að láta sig hafa alla peninga, sem hann eigi, annars verði hann drepinn. „Við gengum að dyrunum", segir Viggó, en í sama mund heyri ég, að maður sem býr uppi, gengur niður og að úti- dyrunum. Eg kallaði á hjálp, en því miður heyrði maður- inn það ekki. Árásarmaður- inn rak hnífinn þá fast í brjóst mér, skipaði mér að þegja og flýta mér inn. Ann- ars yrði ég drepinn á stund- inni. Gekk hann síðan á eftir mér inn og hafði hnífsoddinn á bringu mér. Eg sagðist fyrst enga pen- inga eiga, en hann særði mig þá með hnífnum og hótaði mér enn lífláti. Greip ég þá til veskisins, en í því munu hafa verið um 800 krónur. — Hirti hann peningana, en heimtaði síðan meira. Mér fannst árásarmaðurinn til alls vís, enda hélt hann áfram að rispa mig með hnífnum. Sagð ist ég e.t.v. eiga eitthvað í skrifborðsskúffu, og hirti hann þar 35 krónur. Enn heimtaði ræninginn meira fé, en ég sagðist alls ekki eiga meira. Sló hann þá til mín, svo að bæði augun eru sokkin í bólgu, og særði mig með hnífsbakinu á ann- ari augabrún. Einnig tók hann með annarri hendi fyrir kverkar mér, meðan hann rak hnífinn í bringuna með hinni, hótaði mér lífláti og heimt- aði meiri peninga. Að lyktum tók hann flösku og braut hana á höfðinu á mér. Þá greip ég stól með vinstri hendi og kast aði honum í gluggarúðu, sem brotnaði, í þeirri von, að ein hverjir heyrðu hávaðann og kæmu mér til hjálpar. Síðan man ég ekki meira. Eg er viss um, að það varð mér til lífs, að ég skýldi fleygja stólnum í rúðuna, þvi að við það mun árásanmaður- inn hafa orðið skelkaður og lagt á flótta. Eg mun svo hafa legið þarna meðvitundarlaus í rúman klukkutíma. Á ellefta tímanum rankaði ég eittfavað við mér, komst út og náði í lögregluna, en var þá enn mjög ringlaður eftir höfuð- höggið og þessa atburði. Eg hef hlotið nokkur sár á höfði, mikla bólgu við aug un, og skrámur á baki og bringu, en tel mig þó eftir at vikum hafa sloppið vel miðað við ofsa mannsins. Fötin eru alblóðug og gegnumstungin af hrjíflögum. Maðurinn gætti þess að láta mig sem minnst sjá framan í sig, stóð ýmist fyrir aftan mig eða á hlið við mig og hélt mér bognum. Þó held ég, að hann hafi verið 35—40 ára gamall, ríflega meðalmaður á hæð, grannur, dökkhærður, skegglaus og fremur fríður en ófríður, en annars á ég bágt með að fullyrða nokkuð um þetta. Ekki gat ég merkt vín á honum“. -- XXX ---- Rannsóknarlögreglan vann að rannsókn málsins í gær. Eldhaf i Oran Átta olíugeymar sprengdir i loft upp — fleiri i hættu Oran og Algeirsborg, 25. júnL (NTB og Associated Press) ÁTTA stórir olíugeymar með milljónum lítra af olíu og benzíni sprungu í loft upp við höfnina í Oran síðdegis á mánudag. Er borgin í mik- illi hættu vegna brennandi olíunnar og flýja íbúarnir hópum saman óttaslegnir. — Talið er að eldsúlurnar nái 400 metra upp í loftið. Tólf olíugeymar í nágrenninu eyðilögðust ekki í fyrstu sprengingunum, en slökkvi- lið borgarinnar, sem skipað er aðeins 40 mönnum, stend- ur máttvana í viðureigninni við eldinn — og eru því allt eins Iíkur á að eldurinn ber- ist til geyma þessara líka. — Það voru skemmdar- verkamenn OAS-hreyfingar- innar, sem komu sprenging- unum af stað. Skip, sem lágu við festar í höfninni í Oran, nálægt olíu- geymunum, lögðu þegar frá landi, þar á meðal frönsku far- þegaskipin „Jean Labordegs" og „E1 Mensour“, sem biðu þess ekki einu sinni, að drátt- arbátar kæmu til að aðstoða þau. — Allt starfsfólk í suð- austurhluta hafnarinnar var flutt á brott í miklum flýti. Er ekki kunnugt um að manntjón hafi orðið. — Svo hagar til, að borgin stendur ofar en höfnin og breytir það miklu. Hótanir Dufour OAS-leiðtoginn Paul Dufour krafðist þess í útvarpssendingu □--------------------□ , í nótt Samkvæmt útvarpsfréttum kl. 2 í nótt, hafði eldurinn þá náð til 10 olíugeyma í Oran. Gfur- legur eldur logaði enn í borg- inni. Einn fréttamanna komst svo að orði, að eldurinn í gas- stöðinni, sem sprend var í loft upp skammt fyrir utan Oran á dögunum, hefði verið eins og kertaljós — í samanburði við eld hafið nú. □--------------------□ um leynistöð samtakanna á sunnudagskvöld, að allt ev- rópskt fólk í Oran yrði á brott Framhald á bLs. 23. Sáttafundur í tog- aradeilunni í GÆRKVÖLDI boðaði Torfi Hjartarson, sáttasemjarL deilu- aðila í togaradeilunni á sátta- fund. Hófst fundiurinn kl. 9. Var skipuð undirnefnd til að atfauga deiluatriði. Eru í henni tveir fulltrúar frá hvorum aðila. Tryggvi Helgason og Hilmar Jónsson frá sjómönnum og Ingi mar Einarsson og Kristinn Gunn arsson frá útgerðarmönnum. — Fundinum lauk kl. rúmlega 11. í bændaför austur um land HOFSÓSI, 23. júní — í dag lögðu 120 Skagfirðingar upp í bænda- för austur um land til Horna- fjarðar. Áætluð er 8 daga ferð. — Björn Bæ.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.