Morgunblaðið - 23.10.1962, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 23.10.1962, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 23. október 1962 M O R G l N rt L 4 Ð IÐ 3 SmSTEINAR Hver fær of míkið? Framsóknarmenn staglast stöð- ugt á því að viðreisnarstefnan hafi í för með sér „misskiptingu þjóðarteknanna.“ Þeirri fyrirspurn hefur hvað eftir annað verið beint til mál- gagna Framsóknarflokksins, í hverju þessi misskipting sé fólg- in, hverjir það séu, sem fái of mikið í hiiiu islenzka þjóðfélagi í dag? En Framsóknarmenn fást aldrei til þess að svara þessu og geta það raunar ekki. Sann- leikurinn er nefnilega sá að við- reisnarstefnan og afleiðingar hennar, blómlegt atvinnulíf og varanleg og mikii atvinna, hafa haft í för með sér tekjuaukn- ingu hjá ölium stéttum þjóðfé- lagsins. Almenningur á íslandi býr nú við jafnari og betri lífs- kjör en nokkru sinni. Heimilin geta veitt sér meira en áður, fieira fólk leitar sér menntunar og æskan hefur fjölbreyttari tækifæri en nokkru sinni fyrr. Á LAUGARDAGINN brugðu fréttamenn blaðsins sér út í rigninguna og Sveinn Þor- móðsson ók nokkrar ógætar haustmyndir og af þeim komu tvær í blaðinu ó sunnudag- inn. — En fréttamennirnir gerðu víðreistara um borg- ina. Úti við Tjörn sóum við ungan pilt, sem var að reyna að hefja sig til flugs í storm- inum og rigningunni, eins og álftirnar og endurnar á Tjörn- inni. Hann' sagðist heita Eiður ||i: Örn Eiðsson og vera í skólan- um á daginn. Það var miklu betra en vera úti í rigning- unni, því nú var eiginlega ekkert hægt að leika sér. — Myndin af Eiði er hér neðst á síðunni. ★ Uppi í Hlíðum hittum við Gunnar, Árna Hauk og Sigga litla þar sem þeir voru að efna sér í hús. — Þeir bóru hurð á milli s veitti af í kuldanum næðisvandræðunum að flýta sér að ljúka við bygginguna. Myndin af snáðunum er á síðunni. n. Ekki - og hús-®**5™ Nú var haldið vestur í bæ og þar hittum við Jóhann litla á Framnesveginum, þar sem hann var sem óðast að hreinsa rennusteinana. — Það þýðir ekkert annað. Það kemur svo mikið af laufi í rennusteinana núna. Og svo stíflast allt, því vatnið getur ekki runnið. Jóhann sést hér á háu myndinni efst á síð- unni. ★ Loks sáum við þá bræðurna Gunnar og Magnús Magnús- syni hendast eftir Seljavegin- um á fleygiferð í bílnum sín- um. Magnús sat við stýrið en Gunnar ýtti, eins og stærri bróður bar. Hér á miðri síð- unni t. v. sjást þeir bræður með vagninn sinn. Magnús hefur fengið nokkrar aur- slettur framan í sig, því það eru engin bretti á bílnum. Það er smíðisgalli, sem kem- ur sér illa í haustrigningunni. T olleringar leyfðar í MR í GÆRMORGUN var haldinn kennarafundur í Menntaskól- anum í Reykjavík. Á fundin- um voru lagðar fraim nýjar tillögur nemenda í sjötta bekk varðandi „tolleringar“ þriðju bekkinga, sem kennarafundur álkvað fyrir skemimstu að legigja bæri niður. í tillögum þessum var gert ráð fyrir að eftirleiðis skuli kennarar vera viðs'taddir í stofum þriðju- bekkinga er „tollerinigar“ fara fram, og verða ekfci aðrir „tolleraðir" en þeir, sem sam- þyikki sitt gefa til þess. Kenn- arafundiurinn í gærmorgun samiþykkti að verða við ósk- um nemenda í þessum efnum, og verða því þriðjubekkingar „tolleraðir". b.e.a-s. þeir. sem „þora.“ Nátltröll hins »yja Ungur bóndi af Vestfjörðum, er hitti blaðið nýlega að máli komst m. a. að orði á þessa leið: ,1 minni sveit verður sú skoð- un stöðugt almennari að Fram- sóknarflokkurinn sé nokkurs konar nátttröll hins nýja tíma. Alltaf þegar stórra átaka er þörf í þágu framtíðarinnar stendur hann þversum í vegi fyrir þeim. Hann snerist gegn hinni miklu atvinnulífsuppbyggingu nýsköp- arstjórnarinnar í lok heimsstyrj- aldarinnar. Hann gerði allt sem hann gat til þess að hindra það að bændur tækju þátt í nýsköp- uninni, fylgdust með tímanum og eignuðust ný og fullkomin tæki til þess að reka bú sín. Ef bænd- ur hefðu fylgt ráðum Framsókn- armanna á þeim árum hefði illa farið. Þá hefði hvorki ræktun né uppbyggingu á býlunum æygt eins fram og raun ber dtni. Nú hefur Framsóknarflokkur- inn gengið í bandalag við komm únista til þess að berjast gegn hinni nauðsynlegu viðreisnar- stefnu núverandi ríkisstjórnar. Rétt áður hafði Framsóknar- flokkurinn myndað ríkisstjórn með kommúnistum, vinstri stjórnina, sem lifði ekki nema hálft kjörtím.bil, en hellti óða- verðbólgu yfir þjóðina. Nú reyna Framsóknarmenn og kommúnistar eftir fremsta megni að brjóta niður alla varn- armúra gegn nýrri verðbólgu- öldu. Það er sannarlega ekki að furða, sagði ungi bóndinn, að traust hugsandi manna á Fram- sóknarflokknum fari mjög minnkandi um þessar mundir. I þágu friðarins Umboðsmenn Moskvuvaldsins hér á íslandi þykjast vera mikl- ir friðarsinnar. Þeir hafa efnt til alls konar samtaka sem kenna sig við frið. Ekkert kvak hefur ennþá heyrzt frá þessum sam- tökum, sem þó eru yfirleitt ó- spör á yfirlýsingar, vegna árás- ar kínverskra kommúnista á Indland. Kommúnistablaðið seg- ir aðeins sl. sunnudag að „bar- dagar hafi blossað upþ í Hima- layja“. Ennfremur segir komm- únistablaðið sl. sunnudag: „Beitt er í bardögunum flug- vélum og þungum vopnum og mannfall er sagt mikið.“ Síðan talar Moskvumálgagnið um það að „Indverskar hersveit- ir hefðu hafið ákafar árásir á stöðvar Kínverja, bæði austan til og vestan til á landamærum ríkjanna.“ Ekki er að sökum að spyrja. Það eru auðvitað Indverj ar sem hafa ráðizt á vesalings Sovét-Kina!!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.