Morgunblaðið - 01.02.1963, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 01.02.1963, Blaðsíða 6
6 MORGVNBLAÐIÐ Fostudagur 1. febrúar 1963 Hærra kaupgjald, en at- vinnuvegirnir gátu boriö Á FUNDI efri deildar Alþingis í gser gerði Ingólfur Jónsson raf- orkun'.ílaráðherra grein fyrir frumvarpi um virkjun Sogsins, en það hefur verið samþykkt í neðri deild og þá gert grein fyr- ir þvi hér í blaðinu .Þá urðu nokkrar umræður um frumvarp um söluskatt og var báðum frum vörpunum vísað til 2. umræðu og nefndar. Niðurfelling söluskatts Björn Jónsson (K) mælti fyrir frumvarpi sínu um að fella nið ur söluskatta af nokkrum nauð- synjavörum í þeim tilgangi að lækka vöruverð og framfærslu- kostnað. Veik hann í því sam- bandi að því, að efnaihagsráðstaf- anir ríkisstjóm- arinnar hefðu orðið til að lækka vöruverð og nefndi em- stök dæmi máli sínu til stuðn- ings. f»á kvað hann það og við- gengna reglu, að af kauphækk- unum afstöðnum væri heimilað að velta þeim yfir á verðlagið, jafnvel þótt hagur fyrirtækj- anna væri svo góður, að þau gætu borið uppi kauphækkanirn ar. Vantar botninn I frumvarpið Ólafur B. Björnsson (S) kvað flest það, sem BJ sagði oft hafa verið ræfct í sambandi við efna- hags og skattamál, og mundi hann því ekki víkja að þvi að þessu sinni, þótt hann hins veg- ar gæti ekki stillt sig um að leiðrétta nokkur atriði, er fram hefðu komið. Út af fyrir sig væri ekki ágreining- ur um, að æski- legt væri að lækka verðlagið og bæta lifskjör in; hins vegar kvaðst hann ekki geta fallizt á, að efnahagsráð- stafanir ríkisstjórnarinnar væri meginorsök kjaraskerðingarinn- ar. Eins og fram hefði komið, hefðu aðstæður verið á þann veg vegna fráskilnaðar vinstri stjórn arinnar, að óhjákvæmilegt var að gera ráðstafanir, er leiddu af sér kjaraskerðingu, og hefði hún sízt orðið meiri, heldur en reiknað hafði verið með. Til þess bentu m.a. afchuganir um kaupmátt verkamanna, sjómanna og iðnað armanna, sem leiddu í ljós, að kaupmáttur hafði minnkað um 1—2%. Hitt væri auðvelt að finna háar og villandi tölur í þessu efni, en til þess að ná rétt um samanburði yrði að miða við vísitöluna alla en ekki hluta af henni eða einstaka vöruflokka. í»á kvað han-n hækkun verðlags ins meiri að undanförnu, en æski legt hefði verið. En þær ættu ekki nema að litlu leyti rót sína að rekja til efnahagsráðstafan- anna, heldur ylli þar mestu, að samið hefur verið um hærra kaup gjald en atvinnuvegimir gátu staðið undir. Þá kvað hann það misskilming hjá BJ. að verðlags nefnd hefði ávallt fallizt á, að kauphækkununum yrði velt á verðlagið. Kvaðst hann sjálfur a/iga sæti i verðlagsnefnd og vita f jölda dæmi þess, að afcvinnu greinarnar hafi verið látnar bera kauphækkanirnar, ef þær hafa verið taldar geta það; hefði hins vegar verið auglýst, að annars mundi reksturinn stöðvast, þýddi lítið að berja höfðinu við stein- inn, enda verkalýðnum ekki í hag að tækin stöðvuðust. Loks kvaðst hann sakna þess, að ekki er gerð grein fyrir því í frumvarpinu, hvernig bæta eigi ríkissjóði þann tekjumissi, sem hann yrði fyrir, ef frumvarpið yrði samþykkt. bað væri rétt, að frumvarp . þetta gengi skemmra en sams konar frum, varp, sem flutt var fyrir jól. Þá var því svarað til, að eftir væri að afgreiða fjárlög og þá mætti bæta ríkissjóði mismuninn. Nú eru fjárlög afgreidd og engar til lögur komnar fram um nýjan tekjustofn eða sparnað, svo neinu nemi. Ef skera á niður svo veru legan tekjustofn, án þess að ann ar komi í staðinn, yrði tekju- halli á fjárlögum, svo að ríkis- sjóður yrði að taka lán í bönk- unum, sem hefði í för með sér aukna dýrtíð. Allan botn virtist því vanta í þetta frumvarp. Má hnika til tollskránni Björn Jónsson (K) kvaðst ekki vilja rseða viðskilnað vinstri stjórnarinnar, en allt sem hann hefði sagt stæði óhaggað. Vel mætti þó vera, að í öllum tilvik um hefði verðhækkun ekki ver- ið leyfð, það væri þó meginregl an og vitnaði til verðhækkana í nóv. sl. Viðvíkjandi því, að botn inn vantaði í frumvarpið, mætti benda á, að fyrir þingið komi ný tollskrá og kvaðst hann enga goðgá telja þótt þar væri ein- hverju hnikað til, ef það þætti óhjákvæmilegt. Hélt, að skattalækkun hefði vak- að fyrir þingmanninum Ólafur B. Björnsson (S) upp- lýsti, að í nóv. sl. hefðu almenn ar verðhækkanir ekki verið leyfð ar; hins vegar 'hefði nokkrum iðn fyrirtækjum, sem báru að öllu leyti uppi kauphækkanirnar 1961, verið heimilað að velta að nokkru leyti kauphækkunum 1962 yfir á verðlagið, enda með ó líkindum að þau gætu borið að óbreyttu verðlagi 20—25% kaup hækkun. Kvað hann afchugavert, að BJ benti á, að þegar nýja tollskráin kæmi til meðferðar, mætti hnika þar til, svo að ríkissjóður fengi uppi borna þessa tekjuskerðingu Kvað hann það auðvitað lauk- rétt, að hægt væri að bæta rikis sjóði upp tekjuskerðinguna með því að hækka aðra skatta í stað inn, hins vegar hefði hann hald ið, að almenn skattalækkun hefði vakað fyrir BJ. Vantar skýrslur m lengd vinnutíma og tekjur launastétta Á FUNDI neðri deildar Alþing is í gær gerði Bjarni Benedikts- son dómsmálaráðherra, grein fyr- ir frumvörpum um Landsdóm og ráðherraábyrgðarlög, sem bæði hafa verið samþykkt í efri deild og áður hefur verið sagt frá. Frumvarp um veitingasölu, gisti- staðahald o.fl., var samþykkt við 2. umræðu, en Benedikt Gröndal gerði grein fyrir því fyrir hönd nefndar. Loks héldu áfram um- ræður um Áætlunarráð ríkisins, en frumvarp þar að lútandi hafði verið tekið til meðferðar á nokkr um fundum fyrir jól. Tókst enn ekki að ljúka umræðunni og var henni frestað í miðri ræðu Ein- ars Olgeirssonar. EINAB FELLDI VINSTRI STJÓBNINA Þórarinn Þórarinsson (F) beindi mjög máli sínu til Al- þýðuflokksins, og sagði, að GÞG hefði rifjað upp harmsögu Al- þýðuflokksins, síðast er málið var til umræðu, og viljað kenna kommúnistum um allar ófarir hans. Ekki væri það þó komm- únistum að kenna, að Alþýðu- flokkurinn hefði tapað 2000 at- kvæðum við síðustu borgar- stjórnarkosningar í Reykjavík. Sannleikurinn væri sá, að ógæfa Alþýðuflokksins stafaði af því, að hann hefði brugðizt öllum sínum baráttumálum, svo sem eins og hugmyndinni um 8 stunda vinnudag, en það hefði komið glögglega í ljós í umræðunum fyrir jól, að GÞG væri hæst- ánægður með, að þjóðin ynni 11—12 stundir fyrir brauði sínu. Síðan réðist hann á þá ráð- stöfun, að Einar Olgeirsson hefði verið kosinn í Norður- landaráð og í Sogsstjórnina fyr- ir atbeina Sjálfstæðisflokksins og kvað það tvímælalaust, að EO hefði unnið að því með forystu- mönnum Sjálfstæðisflokksins að fella vinstri stjórnina. Gylfi Þ. Gíslason, viðskipta- málaráðherra, NEITAÐI þeirri staðhæfingu ÞÞ, að Alþýðuflokk- urinn væri bú- inn að gefa upp á bátinn barátt- l',- >ú|una fyrir 8 M s t u n d a vinnu- degi. Þ á k v a 5 hann þann sam- anburð alrang- an, er miðaður væri við lægsta texta Dagsbrún- ar, þar sem sá hópur manna væri síminnkandi, er ynni samkvæmt honum, enda gerðust hinar raun- verulegu kjarabætur verkalýðs- ins ekki sízt með því, að menn væru færðir milli launaflokka og ákvæðisvinna tekin upp. Vitnaði hann síðan í athugan- ir, sem fram hafa farið á kaup- mætti kvæntra sjómanna, verka- manna og iðnaðarmanna, en þær leiddu í ijós, að kaupmáttur launa er nú 10% hærri en 1958. Lengd vinnutíma hefði verið svipaður bæði þessi ár og bæði árin meiri eftirspurn eftir vinnu- afli en hægt var að fullnægja. Hins vegar kvað hann mjög bagalegt, að ekki skuli hér á landi samdar skýrslur um lengd vinnutíma og tekjur launastétt- anna, svo að almenningur ætti betur með að átta sig á þessum hlutum. INDÆLT AÐ STABFA MED FBAMSÓKN Einar Olgeirsson (K) marg- ítrekaði í ræðu sinni, að Fram- sóknarflokkurinn væri ákaflega g ó ð u r og rót- tækur flokkur „ n ú n a , meðan II hann væri í stjórnarand- stöðu, o g ynd- ælt með honum a ð starfa. Hins vegar væri það undraverð h r æ s n i , sem lýsti sér í því, að ÞÞ skyldi tala um það með vandlætingu að Al- þýðuflokkurinn og Sósíalista- flokkurinn skyldi fara í nýsköp- unarstjórnina með Sjálfstæðis- flokknum, þar sem Framsóknar- flokkurinn hafði þá boðið Sjálf- stæðisflokknum upp á stjórnar- samvinnu til að koma á aftur- haldssamri kauplækkunarstjórn, en því verið neitað. Þá kvað hann kauplækkunarkröfur Fram sóknarflokksins hafa verið ó- svífnar, þegar Framsókn stökk Framh. á bls. 23 • Skemmtilegur útvarpsþáttur Oftar er það að Velvakanda berast bréf og orðsendingar um þetta eða hitt megi að dagskrá útvarpsins finna. Það er því gleðilegt að geta skýrt frá því er ánægjuraddir berast honum til eyrna um þsetti þessarar menningarstofnunar. Þáttur Baldurs Pálmasonar „í ljóði“ hefir vakið verðskuld- aða athygli Og er mörgum til mikillar ánægju. Þar eru flutt ljóð bæði gamalla meistara og frumsmiðir ungra skálda og er þar öllum stefnum ljóðlistar gert jafnt undir höfðL Þótt margir telji að lítil fram för hafi á síðari árum orðið i ljóðagerð okkar eru íslendingar enn ljóðelskir. Hitt er svo annað mál að þeir eru ekki sérleg ljóð- fróðir og er því vel að útvarpið skuli hafa efnt til þessa ljóða- lesturs. • Vill heldur fara í Lídó en á bíó Ungur piltur úr Hafnarfirði hringdi til Velvakanda og bað að komið yrði á framfæri þakk- læti til stjórnenda skemmtistað- arins Lidó fyrir að hafa búið þann stað sérstaklega fyrir ungl inga, sem skemmta vilja sér á fyrsta flokks skemmtistað án áfengis. Hann kvaðst mjög harma það ef svo illa tækist til að loka þyrfti staðnum fyrir þá sök að hann bæri sig ekki fjárhagslega. Hann kvaðst heldur vilja sleppa bíóferðum alla vikuna til þess að komast á dansleik í Lídó eitt kvöld vikunnar þótt það kostaði nokkurt fé. Við vonum að svo fari að hinn ungi Hafnfirðingur geti notið hollra skemmtana á góð- um skemmtistað og hið opin- bera komi til móts við eigendur staðarins svo unglingum gefist kostur að sækja þangað með viðráðanlegum kostnaði. » Gift og tveggja barna móðir en fær ekki aðgang að skemmti- stöðum Úr því að við erum farnir að ræða um skemmtistaði og ungt fólk vill Velvakandi láta þess getið að hann átti fyrir nokkru tal við unga húsmóður hér í bæ, sem sagði farir sínar ekki sléttar í sambandi við skemmtistaði borgarinnar. Hún er tvítug að aldri, gift og tveggja barna móðir. Maður hennar er farmaður og því ekki heima nema sjaldan. Langar þau hjón þá gjarna til að skreppa út og gera sér dagamun. Hvorki neytir þessi kona áfengis né tóbaks, en hef- ir eigi að síður gaman af að „vera með“. Maður hennar er 27 ára að aldri. Húsmóðirin unga sagði að það hefði tvisvar komið fyrir að henni hefði verið synjað um aðgang að skemmtistað hér 1 bæ og því borið við að hún væri of ung. Var hún þó í fylgd með manni sínum og í annað skiptið einnig með foreldrum sínum. En allt kom fyrir ekki. Þau urðu frá að hverfa. Hér var þó aðeins um einn skemmtistað að ræða. Ungu frúna langar til að vita hvers hún eigi að gjalda, hvort það geti verið rétt að heimilt sé að neita henni um aðgang að almennum skemmti- stöðum. Okkur finnst þetta væg ast sagt bæði furðulegt og ein- stætt, svo ekki sé meira sagt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.