Morgunblaðið - 01.02.1963, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 01.02.1963, Blaðsíða 20
20 r MORGVNBLAÐIÐ Föstudagur 1. feb'rúar 1963 PATRICIA WENTWORTH: MAUD SILVER _______ KEMUR í HEIMSÓKN ósagt látið, og svo þagnirnar á milli, þegar enginn gat fundið neitt til að segja — allt þetta þekkti hún gjörla. Sjálf gat hún alltaf fundið eitthvað að segja og þannig komið samræðunum í gang, en hún gerði það samt ekki alltaf. Henni þótti heppi- legra að athuga sjálf, hvernig fólk hagaði sér undir þessu oki þagnarinnar. í dag hugsaði hún aðallega um það, að ungfrú Cray borðaði eitthvað, og það tókst henni að lokum. f>að var haeg- ara að borða eitthvcð, heldur en afþakka mat í sífellu, og eftir nokkra munnbita fann Rietta, að hún hafði verið orðin matar- þurfi. Við athugun á Carr Robertson, gat ungfrú Silver fljótt séð, að hann leit á þetta allt með fullri vanþóknun. Karlmenn áttu svo bágt með að dylja tilfinningar sínar, hugsaði hún. Allt frá því fyrsta sýndu þeir skap sitt og hugsanir á einhvem hátt, sem var nógu barnalegur til þess að vera aðlaðandi. Hún var í eng- um vafa um, að Carr leit á hana sem hverja aðra slettireku. Hann minnti hana á strák, sem skoðaði það móðgun við sig að þurfa að vera í kennslutímum með systur sinni. En hún tók þessu með umburðarlyndi. En handa Fancy Bell í eld- rauða kjólnum átti hún ekki nema vingjarnlegt bros. Þetta var hrekklaus stúlka og eins og epin bók fyrir æfðum rannsókn- ara. Hún var í engum vafa um, að ef Fancy vissi nokkuð um málið, yrði hún sjálf búin að fá að vita það, innan stundar. En hvað hr. Carr snerti, þá átti hún ekki fyrst og fremst erindi við hann — ekki strax. 1 augum Riettu leið tíminn hvort tveggja í senn of fljótt og seint. Úr því að Carr og Fancy höfðu boðizt til að þvo upp, gat hún ekki treyst á frekari frest en orðið var. Hún settist inn í setustofuna með ungfrú Silver, sem virtist vera þar alveg eins og hedma hjá sér. Hún hafði tek- ið af sér loðkragann og farið úr kápunni, en undir henni var hún í grænleitum ullarkjól með ofur- litlum útsaumi í að framan. Uppáhaldsnælan hennar með út- skorinni rós og ískri perlu í miðjunni lokaði kraganum að framan. Mjó gullkeðja, sem hékk í lykkju vinstra megin, var í nefklemmu-gleraugunum hennar, sem hún notaði ef hún þurfti að lesa smátt letur, eða ef birtan var léleg. Stóra og rúmgóða svarta handtaskan stóð opin á gólfinu við hlið hennar og geymdi hnykil úr Ijósbláu ullar- gami, en úr honum var hún að prjóna jakka og buxur handa henni Jósefínu litlu, dóttur henn 28 ar Ethel Burkett, frænku henn- ar. Hún hélt höndunum lágt yfir kjöltunni og hélt prjónunum „á meginlandsvísú1, eins og þeim Ceciliu hafði verið kennt af þýzku kennslukonunni, Frau- lein Stein, þegar þser voru í skól anum. Þetta hefur þann kost, að þá er hér um bil óhugsandi að fella lykkju, og óþarfi að horfa á hendurnar á sér eða prjón- ana. Ungfrú Silver horfði sjaldn ast á prjónana, sem smullu í ákafa, og heldur ekki á bláu röndina, sem lengdist óðum. — Hún leit rólega á húsmóðurina og sagði: — Áður en þér segið mér nokkuð, vil ég vita, á hvaða hátt þér haldið mig geta hjálpað yður. Rietta fann kuldahröllinn, sem hún hafði verið að kvíða fyrir, og heyrði sjálfa sig segja, örvæntingarfullri rödd: — Eg veit ekki .... Og síðan bætti hún við: — Eg var að vona .... Ungfrú Silver sagði alvöru- gefin: — Eg vil, að þér vitið það fyrir fram, að ég tek ekki að mér neitt mál, nema í þeim til- gangi einum að komast að sann- leikanum. Eg get ekki tekið að mér að sanna nokkum mann saklausan .... ekki fremur en ég vildi takast á hendur að sanna neinn sekan. Eg vil að þetta sé fyrirfram ljóst væntan- legum skjólstæðing mínum. Ef Nú er rétti tíminn að panta 20ára reynsla hérlendis SIM111400 EGGERT KRISTJANSSON &CO HF til vill vilduð þér fá lengri frest til að hugsa málið. Skjálftinn og tregðan hjá Riettu var horfið. Hún hafði þeg ar stungið sér í kalda vatnið. Hún horfði fast á ungfrú Silver og sagði: — Nei, ég óska einskis annars en þess, að sannleikurinn komi í Ijós. Það heyrðust smellir í prjón- unum og bláa röndin hreyfðist. — Þá ættuð þér, ungfrú Cray, að segja mér hvað gerðist í gærkvöldi. Rietta ýtti stólnum sínum ofur lítið aftur á bak. — Eg veit varla á hverju ég á að byrja .... James Lessiter var gamall vinur minn — og einusinni vorum við trúlofuð. Eg sleit þeirri trúlofun og sá hann svo ekki í tuttugu og þrjú ár, fyrr en hann kom heim í fyrradag. Þá hitti ég hann um kvöldið eftir mat, hjá Katrínu Welby —hún á heima í Hlið- húsinu, rétt við hliðið að Mell- ing-húsinu. James var fullkom- lega blátt áfram og vingjarnleg- ur. Hann gekk svo heim með mér og við töluðum um nokkur atriði, sem hann hélt, að ég vissi, hvað móðir hans hefði haft í hyggju um. Eg gat nú ekki upp- lýst hann um það, en samtal okkar var fullkomlega eðlilegt og vingjarnlegt. Svö í gærkvöldi Hún þagnaði, þvi að nú varð hún að hætta að tala um sjálfa sig og fara að tala um Carr. Ef hún sleppti honum, gat hún eins vel sieppt allri sögunni. En ef hún færi á annað borð að tala um hann, hvernig var hún þá viss um, að hún stefndi hon- um ekki I vanda og hættu? Svar ið við þeirri spurningu kom kalt og ákveðið: — Þú getur ekki sleppt hon- um. Ungfrú Silver, sem sá hugar- stríð hennar, sagði í uppörvun- artón: — Haldið þér áfram, ungfrú Cray. Hún hélt því áfram í stuttum setningum eins og: — Séra Ain- ger kom hingað með myndablöð .... þegar hann var farinn, fór ég í símann .... Þegar ég kom aftur, fór Carr út .... Nei, þetta dugði ekki. Hún vissi, að það var ekkert gagn í þessu. Ungfrú Silver sagði hóglega: — Þér þurfið nauðsynlega að segja mér, hvers vegna hann fór úí. Svo bætti hún við, eftir nokkra þögn: — Ungfrú Cray, þér verðið að ráða það við yður, hvort þér ætlið að treysta mér eöa ekki. Hér dugar ekkert hálf- kák. Það er eins og Tennyson lávarður segir: „Treystu mér COlPtR — Ha, ha, ha, heldurðu að ég hafi ekki látið tannkremstúbuna j í kassann með skóáburðinum. fullkomlega eða alls ekki“. — Eg er ekki að hugsa um sjálfa mig .... Ungfrú Silver sagði: — Athug ið, hvað þér segið Þér getið sagt mér frá hugsunum yðar og til- gangi, af því að þér vitið yður saklausa. En um hr. Carr eruð þér ekki eins viss, eða hvað? Rietta rak upp óp. Það fylgdu því engin orð, en það bar í sér sársauka og andmæli. Ungfrú Silver sagði með ró- semi og myndugleik. — Þér verðið að ákveða yður. Það varð þögn. Rietta stóð upp Og gekk út að glugganum. Þar stóð hún og sneri baki inn i stofuna, og sagði: — Þegar eitthvað er sagt, er það ekki aftur tekið. Hann gerði það ekki. Það er ekki rétt að segja, að ég sé viss um það, en hins vegar er hægt að sýna fram á, að hann hafði ástæðu til þess. Ungfrú Silver hélt áfram að prjóna. Eftir nokkra þögn, sagði hún: — Komið þér og setjist niður. Tilfinningasemi ruglar bara fyr- ir manni. Við þurfum að vera rólegar og skýrar í hugsun. Hér er eitt atriði, sem ég vildi gjarna, að þér athuguðuð. Ef ungfrú Bell var viðstödd þegar hr. Carr fór út svo snögglega, þá hlýtur hún að vita, ekki síður en þér, ástæð una til þess, að hann fór út. — Já. — Hve lengi haldið þér, að hún gæti staðizt þaulaspurningar? Þér þekkið hana betur en ég. Rietta sagði. — Þetta er rétt Jhjá yður .... það er réttara, að ég segi yður það. Carr sá mynd- ina af James Lessiter, og þekkti þá samstundis manninn, sem hafði dregið konuna hans á tál- ar og því næst yfirgefið hana. Þér hafið sjálfsagt heyrt þá sögu. — Já. — Eg held nú næstum, að Ja- mes hafi haft nokkrar málsbæt- ur. Að minnsta kosti segir hann sjálfur, að hún hafi yfirgefið hann og tekið saman við annan karlmann. Og það er ekki nema trúlegt. En það vissi Carr ekki. Hann þaut út og ég flýtti mér upp í Melling-húsið, til að vara James við. Síðan sagði hún það, sem eftir var sögunnar. stuttort og greinilega. Hann hafði verið að brenna bréfin frá henni. —. Hann hafði sýnt henni gömlu erfðaskrána sem hann hafði sam ið, þegar þau voru trúlofuð. Hún hafði rispað á sér únliðinn á leiðinni og það hafði blætt tals- vert úr rispunni og atað ermina á kápunni. James hafði léð henni vasaklútinn sinn til að stöðva blóðrásina .... Nei, hún hafði ekki tekið hann með sér. Og hún hafði heldur ekki tekið regn kápuna. Hún hafði farið úr henni, þegar hún kom inn, en svo gleymt henni þegar hún fór. Maud Silver hlustaði með mik- illi eftirtekt Þegar hér var kom ið sögurmi, hóstaði hún. iHtltvarpiö Föstudagur 1. febrúar. 8.00 Morgunútvarp. 12.00 Hádegisútvarp. 13.15 Lesin dagskrá næstu viku. 12.25 „Við vinnuna": Tónleikar. 14.40 „Við sem heima sitjum": Jó- hanna Norðfjörð les úr ævi- minningum Gretu Garbo (13) 15.00 Síðdegisútvarp. 17.40 Framburðarkennsla í esper- anto og spænsku. 18.00 „Þeir gerðu garðinn frægan": Guðmundur M. Þorláksson talar um Eggert Ólafsson skáld og náttúrufræðing. 18.20 Veðurfregnir. 18.30 Þingfréttir . 18.50 Tilkynningar. 19.30 Fréttir. 20.00 Dagskrá Sambands bindindis- félaga í skólum: a) Ávarp. b) Þáttur úr félagslífi nem- enda Samvinnuskólans í Bif- röst. 21.00 í ljóði: „Móðir, kona, meyja", Baldur Pálmason sér um þáttinn. 21.20 Gítartónleikar: Andrés Ség- ovia leikur lög eftir Bach. 21.30 Útvarpssagan: „fslenzkur að- all“ eftir Þórberg Þórðar- son; II. (Höfundur les). 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Efst á baugi (Björgvin GuS- mundsson og Tómas Karls- son). 22.40 Á síðkvöldi: Létt-klassísk tónlist. 23.15 Dagskrárlok. KALLI KUREKI - -X * Teiknari: Fred Harman — Kalli, Newton sýslumaður var að reyna að ná í þig, og hann biður þig um að hringja strax til sín. — Hvað er á ferðum? —- Hann Davíð sýslumaður var skotinn til bana, stuttu eftir að þú fórst. Morðinginn komst undan. og þótt ég skyti nokkrum skotum á eftir honum er ég afar hræddur um, að hann sé sloppinn okkur úr greipum. — Hvað er um að vera, Kalli? — Einn vina Newtons hefur verið myrtur og ég verð að fara niður í borgina í skyndi. Mig grunar, hver hinn seki er. — Ég veit, að þú þarfnast fylgdar- manns, og ég ætla að koma með þér. 16250 VINNINGARI Fjórði hver miði yinnur að meðaltali! Hæstu vinningar 1/2 milljón krónur. Lægstu 1000 krónur. Dregið 5. bvers mánaðar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.