Morgunblaðið - 01.02.1963, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 01.02.1963, Blaðsíða 8
8 U 1 íi r ' i 7, H . MORCUNBLAÐIB Föstudagur 1. febrúar 1963 Magnús Einarsson rdðunautiir NÝBYRJAÐ ár, ungur maður í blóma lífsins, mundi ekki það tvennt í vitund okkar boða mik- il fyrirheit. Víst er svo. Þó er gangan aðeins nýhafin, hið nýja ár aðeins nokkurra nátta, þegar banaboði breytir öllum hinum björtu vonum í sárustu sorg. Fráfall Magnúsar Einarssonar, svo skyndiiegt og hörmulegt, er öllum, sem til hans þekktu mikið sorgarefni. Hann hafði aðeins nýlokið margra ára námsferli og var að hefjast handa, þar sem óþrjótandi verkefni biðu hins unga og vel menntaða manns. Það mun vera fremur fátítt, að ungir menn, sem alizt hafa upp í borgarþys Reykjavíkur, velji sér búnaðarfræði sem námsgrein og hyggist síðan gera störf í þágu búvísinda að aðalstarfi. En þó að ég þekkti Magnús aðeins hin síðustu ár, virtist mér hann um margt óvenjulegur maður. Leiðir okkar lágu saman í Karlakórnum Fóstbræðrum. Ég man vel, þegar Magnús kom til okkar og æskti inngöngu í kór- inn, ásamt félaga sínum. Báðir stóðust auðveldlega þær próf- anir, sem þeir þurftu að gangast undir. Og þaðan í frá varð Magnús einn af kórsins beztu fé- lögum. Glaðlyndi hans og alveg sérstaklega prúðmanniegt og elskulegt viðmót átti vel heima í söngvarafélagsskap. Það er al- veg öruggt, að vandfundinn væri ungur maður, sem betur bæri hina beztu eðliskosti æskumanns ins en Magnús heitinn gerði. Öllum leið vel 1 návist hans og það var bjartara og betra, þar sem hann var. Magnús ólst upp í stórum systkinahópi á fyrirmyndarheim- ili, og hann bar því fagurt vitni. Foreldrar hans eru hjónin Jakobína Þórðardóttir og Einar Ásmundsson forstjóri í Sindra. Fæddxu- var Magnús 15. sept. 1938. Hann varð búfræðingur frá bændaskólanum á Hvanneyri 1956 og lauk kandidatsprófi frá sama skóla 1959. Að því loknu stundaði hann framhaldsnám, m.a. í Skotlandi við búnaðar- háskólann í Glasgow í um það bil tvö ár, og var sérgrein hans þar ræktun alifugla. Að námi loknu varð Magnús ráðunautur Búnaðarsambands Kjalarnes- þings. Jafnframt ráðunautsstarf- inu hóf hann ásamt skólabróður sínum, alifuglarækt í Krísuvík á síðastliðnu hausti. Hann var fé- lagi í Knattspyrnufélagi Reykja- víkur. Þess var áður getið, að Magn- ús var óvenjulega heilsteyptur ungur maður. Og mér finnst sem val hans á lífsstarfi beri því vott. Móðir náttúra, hið iðandi líf, sem fara þarf um mjúkum og betr- andi höndum, hefur áreiðanlega verið verkefni fyrir mann með eðliskosti Magnúsar. Það eru hörð örlög að verða nú að sjá þessum ágæta unga manni á bak. Hann var vissulega líklegur til mikilla afreka og hefði hvarvetna ljáð góðum mál- um lið. Bændastéttin hefur misst menntaðan leiðbeinanda, þjóðin gjörfulegan son. Ég votta for- eldrum og systkinum Magnúsar innilega samúð. Þeirra er missir- inn mestur og sárust þeirra sorg. Fölskvalaus og hrein sonar- og bróðurmynd verður þeim nú hinn dýrmæti fjársjóður. Skáldið Matthías Jochumsson kvað yfir moldum dóttur sinn- ar m. a.: „Hér þótt lífíð endi, rís það upp í drottins dýrðar hendi.“ Mig hafði hlakkað til að eiga Magnús Einarsson að vini og sam ferðamanni. En með trú sálma- skáldsins vildi ég kveðja hann nú, úr því forlögin hafa skilið að leiðir og lengra verður til endurfunda en mig áður uggði. Sig. E. Haraldsson. MAGNÚS Einarsson ráðunautur var skyndilega frá okkur tekinn hinn 24. f. m. Vegir almættisins eru órannsakanlegir, en þetta sýnir, hve örskammt er yfir landamærin. f lífsblómanum ertu brottnuminn frá okkur, vinur minn, Ijúfur og kátur, sem þó aldrei gleymdir alvörunni og hlutverki þínu meðal okkar bændanna. Magnús heitinn hóf störf sem ráðunautur í Kjalarnesþingi á sl. vori, eftir að hafa menntað sig vel til slíkra starfa. Hann var fæddur og uppalinn Reyk- víkingur frá skínandi góðu heim- ( ili, enda bar framgangan öll og kurteisi þess ljósan vott. Þessi ungi maður sór sig í ættina, hug- djarfur og víllaus vann hann ís- lenzkum landbúnaði trúnaðar- eiða. Sandill Piltur eða stúlka óskast hálfan eða allan daginn. Bókaverzlun ísafoldar GABOOIM — fyrirliggjandi — Stærðir: 4x8 fet. — Þykktir: 16 og 19 mm. Sendum gegn póstkröfu um allt land. KRISXÁN SIGGEIRSSON H.F. Laugavegi 13. — Sími 13879. Nýkomið í miklu úrvali. mjög ódýr mokkastell og mokkabollar. Verzlun B. H. BJARNASON H.F. Aðalstræti 7, Reykjavík Sími 13022). Þar var verkefnið stærst og þörfin mest, en um leið kjörin verst. Sá, sem hefur trú og hug- rekki, lætur ekki slíkt sem þetta aftra sér. Að loknu kandidats- prófi á Hvanneyri 1959 stundaði Magnús heitinn framhaldsnám við háskólann í Glasgow í grasa- og beitarrækt, en grasið er undirstaða íslenzks landbún- aðar. Einnig í alifuglarækt, sem er vaxandi atvinnuvegur bænda, en framfarir eru mjög hraðar í þeirri grein og þörfin mikil fyr- ir sérmenntaða leiðbeinendur. Nú, þegar starfið hér var rétt hafið, sá hann enn betur, hvílík nauðsyn var að leggja alifugla- ræktinni það lið, sem hann mátti. í því sambandi var hann að koma á fót alifuglabúi með all-nýstárlegu sniði. Þar skyldi sannprófa málstaðinn, því skoð- un hans var, að bókin væri góð, en ekki næg án hinnar prakt- ísku reynslu. Þarna skyldi ekk- ert til sparað af vinnu, vökum og áhættu til að þetta takmark mætti nást. Hinar nákvæmu rekstraráætlanir voru gerðar með félögunum og með þakk- læti og ánægju minnist ég þeirra stunda, er þessi mál voru á dag- skrá í minni viðurvist og mér boðið að dæma. Skyndilega er öllu lokið, og við samferðamennirnir stöndum slegnir og höggdofa, drjúpum höfði og þökkum samverustund- irnar, sem því miður voru svo fáar. Elskulegum foreldrum og systkinahópi votta ég djúpa samúð. Megi minningin um góð- an dreng vera þeim styrkur í þessum þungbæru raunum. J. H. G. ★ FÁMENNA stétt hjá lítilli þjóð munar mikið um einn mann. Og þegar sá maður er ungur að ár- um, hefur búið sig undir göfugt verkefni, býr yfir mikilli orku og vinnugleði og er að hefja lífs- starf sitt, þá verður missirinn mjög mikill. Magnús Einarsson var barn sveitarinnar. Hann kynntist landbúnaðarstörfum á myndar- legu heimili í Borgarfirði, lauk síðan prófi frá Bændaskólanum á Hvanneyri og úr framhalds- deildinni þar. Magnús var geðþekkur og góður nemandi. Hann var að vísu ungur að árum þegar hann kom fyrst til okkar að Hvann- eyri. En þá strax kom það ber- lega í ljós, að hann vildi helga landbúnaðinum krafta sina alla og mun sá áhugi hans hafa verið foreldrum hans einkar geðþekk ur. Magnús var vaxandi maður í starfi. Sæti hans er því ekki aðeins autt á heimili hans og hjá öðrum aðstandendum, held- ur einnig meðal íslenzkra bú- fræðikandidata og ráðunauta Við söknum hans allir, sem þekktum hann. Við kveðjum hann í blóma lífsins vitandi það, að hefði honum enzt aldur til, þá hefði margt gott starf verið af hendi leyst fyrir íslenzkan landbúnað. Fyrir hönd Bændaskólans á Hvanneyri og Hvanneyringa allra votta ég samúð foreldrum hans og aðstandendum öllum með þökk fyrir allt það góða, sem ávallt kom fram í námi hans og starfi. Sem Hvanneyr- ingur var hann skóla sínum til sóma. Guðm. Jónsson. Þ A Ð er oft skammt milli lífs og dauða, ljóss og skugga. Þetta hefur sannazt áþreifanlega og átakanlega við fráfall Magnúsar Einarssonar, búfræðikandidats. Ungur maður í blóma lífsins er kvaddur héðan, einmitt þegar hann hefur lokið undirbúningi ævistarfs síns og glæsileg fram- tíð blasir við. Slíkir atburðir koma sem reið- arslag yfir ástvini og ættingja. Svo var einnig um okkur, vini Magnúsar og Fóstbræður. Við erum vart búnir að átta okkur á því enn, að sætið hans í kórn- um er nú autt og verður ekki skipað. Þessi lífsglaði og bjarti Fóstbróðir mun ekki framar syngja með okkur. Magnús heitinn kom í kórinn haustið 1960 og starfaði með okk ur af miklum áhuga og krafti til dauðadags. Hann fór eina söng- för til útlanda með kórnum til Ráðstjórnarríkjanna síðari hluta sumars árið 1961. Það duldist engum, sem kynnt- ist Magnúsi, að þar fór óvenju- lega vel gerður ungur maður. Stærstu hugðarefni hans voru bú vísindin, ævistarf hans, sem hann hafði búið sig undir af mikilli kostgæfni, bæði hér á landi og erlendis. Var þegar sýnt, að búast mátti við glæsi- legum afrekum á því sviði frá honum, ef honum hefði enzt aldur. Söngurinn var honum einnig mikið áhugaefni, og varð það til þess, að hann gerðist félagi í Fóstbræðrum. Þar átti Magnús margar ánægjustundir og vann skjótt hugi okkar allra. Hann var hinn bezti félagi og hvers manns hugljúfi í kórnum. Glað- lyndur var hann og prúður og færði með sér líf og yl, hvar sem hann fór. Hann var mjög félagslyndur maður og ljúfur í umgengni, og ósjálfrátt varð hver maður snortinn af lífsgleði hans og þrótti. Við söknum nú góðs vinar úr hópnum, en eftir lifir minning- in um góðan dreng. Við hugsum til Magnúsar með söknuði í huga og þakklæti í hjarta fyrir liðnar samverustundir. Guð blessi minningu hans. Við sendum foreldrum og systkinum Magnúsar innilegar samúðarkveðjur og biðjum góð- an Guð að hugga þau í þessari þungu sorg. Hjalti Guðmundsson. ÉG kynntist fjölskyldunni á Hverfisgötu 42 bezt þegar ég var á svipuðu aldursskeiði og Magn- ús Einarsson, þegar hann lézt. Það voru ár þeirrar glaðværðar og lífsþróttar, sem yngri synir Jakobínu og Einars áttu eftir að framlengja á þvi heimili, sem mér er einna minnisstæðast frá námsárunum. , , ~i Magnús hafði nú lokið námi og í samræmi við þann anda, sem hann ólst upp við, lagði hann ó- trauður til fangbragða við mikil- væg verkefni. Framtíðin blasti við, þegar sorgarfregnin barst. — Sumutn er ætlað að lifa stutt. Ef til vill koma þeir aðeins í heiminn til að göfga lif annarra. Magnúsi var meinað að leysa af hendi það ætlunarverk, sem hann hafði kjörið sér. En hið skamma líf hans lætur eftir sig ljúfar minningar, sem lækna munu sorgir móður, föður, syst- kina og svo margra annarra, sem nógu lánsamir voru til að kynnast Magnúsi. Ey. Kon. Jónsson. Kristín Hafliðadóttir í DAG verður til moldar borin, Kristín Hafliðadóttir, eða Æja eins og hún var kölluð af börn- um sem í æsku léku sér í návist hennar. Við sem í bernsku nut- um hjartahlýju hennar, getum ekki kvatt hana án þess að minn ast þessarar nafngiftar, því í minningunni gengur hún alltaf undir þessu heiti. Kristín var fædd að Hrauni í Grindavík, annan júní 1889. Fjöll lágu að baki, blá i fjarskanum, dökk og gróðurlaus í nálægð- inni, en fyrir framan sleikti sjór- inn nakta klettana. Festi gengur þverhnípt í sjó fram, dulúðugur forneskjugripur, ævintýrafjall, en í hraunið verpa kríurnar dröfnóttum eggjum á vorin. í fjalli bjó tröllkona, en Ægir skol aði á land fágætum munum frá fjörrum ströndum. Þessar voru æskustöðvar Krist ínar, gáfu henni ímyndunarafl, tengdu hana við náttúruna. Hún hvarf úr föðurgarði 34 ára að aldri Og giftist þá eftir- lifandi eiginmanni sínum, Gísla Narfasyni. Þegar ég man fyrst eftir þeim hjónunum, bjuggu þau á efri hæðinni í húsinu þar sem ég á heima. Þá var oft stungið góð- gæti að litlum krökkum, sem voru á hlaupum upp og niður stigana. Ekki taldi hún þó sjálf að hún væri að bjóða okkur eitthvert gómsæti, því oftast gaf hún okkur eitthvað, sem hún sagði að væri hálfgert óæti, þótt okkur þætti það furðu gott á bragðið. Aldrei fannst henni nógu margir þiggja góðgerðir hjá sér, þótt margir kæmu, og færu pakksaddir af „vondu“ kaffi og „óboðlegu“ bakkelsi. Flestir komu oftar en einu sinni, fæstir þó eingöngu vegna ágætra veit- inga heldur í og með, til þess að fá hlutdeild í léttu skapi og frá- sagnargleði þeirra hjónanna. í augum fjöldans verður hún varla talin meðal þeirra s-em unnu frægan sigur í lífsbarátt- unni og hennar verður tæplega .minnzt á spjöldum sögunnar. Vinátta hennar var hljóðlát og fyrirferðarlítil. Þannig hugsum við til hennar, þannig viljum v'ð muna hana. Líf kviknar, líf sloknar, hverja mínútu er fortjaldinu svipt til hliðar. straumar kynslóðanna fara um hliðið. Sumir eru á inn- leið aðrir á útleið. Og manns- hjörtun bifast. Sum af fögnuði, önnur af söknuði. Við sem þekktum Kristínu kveðjum hana hinztu kveðju. Hún átti sér von bak við tíma og rúm. Við vonum að hún hafi þegar rætzt. Gísli Kristinn Sigurkarlsson. Þyrilvængjur til landhelgisgæzlu HANNIBAL Valdimarsson hefur lagt fram á Alþingi tillögu til þingsályktunar um, að fest verði kaup á tveimur þyrilvængjum til aðstoðar við landhelgisgæzl- una og skuli önnur þeirra stað- sett á Vestfjörðum en hin á Austfjörðum og annast þar far- þegaflug, póstflutninga og sjúkra flug, að svo miklu leyti sem það getur samrýmzt landhelgisgæzl- unni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.