Morgunblaðið - 22.05.1963, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 22.05.1963, Blaðsíða 6
22 iuonrrrvRr j niB Miðvikudagur 22. maí 1963 Moldrok frá Laugalandi Sigurður A. Magnússon, svarar séra Benjamin Kristjánssyni ÞAÐ er óneitanlega dálítið spaugilegt, að séra Benjamín Kristjánsson á Laugalandi skuli verja til þess 9-dálka langloku að svara skrifum, sem hann tel- ur ekki vera annað en „skvald- ur“ og „útmálun á sömu fjar- stæðum, sem áður var búið að hrekja.“ Verður tæpast önnur ályktun af því dregin en sú, að klerkurinn sé annað tveggja hald inn ólæknandi ritæði eða telji „skvaldrið" á einhvern hátt sér og sínum „heilaga málstað“ hættulegt — nema hvort tveggja feomi til. Hver svo sem ástæðan er, þá er það augljóst mál, að „Skvaldrið" hefiur feomið svo mjög við kaunin á klerki, að hann missir taumhald á skapi sinu, hugsun og penna með þeim hryggilegu eftirköstum, sem blöstu við lesendum Morgun- blaðsins á sunnudaginn. Séra Benjamín telur sig geta rakið fjöldamargar hugsunar- villur í grein minni hér í blaðinu 1«. aprlí, og er sú fyrst, að ég mundi ekki hafa stokkið meo „f!ávizku“ m/ína í blöð, ef ég hefði ekki áhuga á að troða skoð unum mínum upp á hann (ég til- tók hann einan í greininni). Ég ætlast að sjálfsögðu til að mark sé tekið á því, sem ég læt á þrykk, en hef aldrei látið mér trl hugar koma, að það kæmist ébrenglað inn í heilabú séra Benjamíns, enda hefur hann sjálfur eftirminnilega staðfest það með skrifum sínum. Ég hef I enga löngun til að sannfæra hann um eitt né neitt, en þykist hafa heimild til að túlka skoðanir miínar opinberlega og vila efeki fyrir mér að gera það, jafnvel þó menn með „kristilegu hugar- íari“ séra Benjamíns væni mig um heimsku, helvítistrú og dá- læti á pyndingum hvítvoðunga og vesalinga. Einfaldar spurningar. I>að er hreinn hugarburður hjá klerkinum, og ber grautarhugs- un hans fagurt vitni, að hann hafi sýnt mér fram á vanþekk- ingu mína í sambandi við um- mæli mín um nokkra íslenzka presta (ég talaði hvergi um prestastéttina í heild, enda væri það frekleg móðgun við stéttina að líta á séra Benjamin sem tals- mann hennar). Sannleikurinn er nefnilega sá, að hann kemur hvergi nólægt kjarna málsins í öllum sínum skrifum, heldur veð ur elginn um allt milli himins og jarðar, sennilega í þeirri barnalegu trú að hann geti fal- ið staðreyndirnar, sem hann vill ekki ræða, í orðareyk og holta- þokuvaðli. Spurningar mínar voru ofur- einfaldar, og er næstum hjákát- legt að þurfa enn einu sinni að ítreka þær: 1) Er kristin trú eitthvað annað en t.d. Hindúa- siður eða Múhameðstrú? 2) Hef- ur þjónum kristinnar kirkju ver- ið falið að flytja einhvern til- tekinn boðskap? — Mér skilst að klerkurinn vilji svara báðum þessum spurningum neitandi, en samt er eins og hann veigri sér við að segja það afdráttarlaust. Málflutningur prestsins. Gott dæmi um alkunnan mál- flutning séra Benjamins er klaus an um skilningsleysi mitt á sjálf um mér. Hann telur það hreina goðgá, að ég skuli væna hann uan hugtakaruglimjg. N0 skulum við líta á dæmin til að glöggva okkur á hugsunarskerpu pra^e- ins. » í fyrri grein sinni sagði séra Benjamín: „Allir miklir spámenn hafa verið svarnir fjandmenn bókstafs trúar. Spámenn Gamla testament isins börðust gegn blóðfórnum iogmálstrúarinnar, Kristur gegn bókstafstrú Farísea, Páll gegn íhaldssemi gyðingkristinna, Lút- her gegn páfadómnum. Hvar sem reynt hefur verið að þrælbinda menn við gömuil trúarfonm, deyr trúin og ekki verður annað eftir en siður, sem smám saman missir vald sitt yfir hugunum.“ Við þetta gerði ég eftirfar- andi athugasemd: „Séra Benjamín kallar spá- menn Gamla testamentis, Krist, Pál postula og Lúther til liðs við sig í baráttunni við „bók- stafinn“, en sést ekki fyrir og kaffærir sjálfan sig í hugtaka- ruglingi. f>essir menn andæfðu vissulega dauðum trúarformum, en það eru bara alls ekki formin sem hér eru til umræðu, heldur innihaldið, sjálft ínntak trúar- innar. Játningar kirkjunnar eru alls ekki form (helgisiðir eru form), heldur skilgreining á eðli og innjtaiki þeirra trúarbragða sem kenna sig við Krist. Allt hjal um dauð form í sambandi við játningar kirkjunnar er því hrein og óafsakanleg fölsun á staðreyndum hjá prestinum." Við þesisu segir svo séra Benja- m.ín: „S.A.M. kallar það hugtaka- rugling, að Jesús, Páll og Lúther hafi barizt gegn bókstafsþræl- dómi, því að þeir hafi aðeins barizt gegn gömlum trúarform- um, ekki gegn inntaki trúarinn- ar. Er þá bókstafurinn bara form, er honum ekki ætlað að fela í sér einhverja hugsun?" Skilji þeir sem skilið fá! Sæll í sinni trú! Klerkurinn þykist bregða birtu yfir „trúarlíf“ mitt með því að rekja á hinn fjarstæðasta hátt ýmis atriði kristinnar kenn- ingar. Hann telur sig vita miklu betur en ég sjálfur, hverju ég trúi og trúi ekki, og má hann mín vegna lifa og deyja í þeirri trú, ef það er honum einhver fróun. Hins vegar mætti svo há- lærðum og víðsýnum manni vera ljós sú einfalda staðreynd, að menn geta gert sér skýra grein fyrir því, hvað kristin trú er og boðar, án þess þeir telji sig vera kristna — á sarna hátt og menn geta gert sér grein fyrir inntaki og kenningum kommúnismans án þess að ganga honum á hönd. Bíræfnar rangfærslur. í>að mætti æra óstöðugan að elita ólar við allar þær rang- færslur og þann guðfræðilega þvætting, sem presturinn ber á borð, bæði um Krist, Pál postula, Ágsborgarjátninguna, rómversk- kaþólska og lútherska kirkju og margt fleira. Vegna þeirra, sem kynnu að taka mark á skrifum hans, verður samt ekki hjá því komizt að benda á örfáar megin staðreyndir. Klerkurinn heldur því fram, að bæði Kristur og Páll postuli hafi verið andvígir endurlausn- arkennngunni, sem er þó grund- völlur kristinnar trúar. Með hvers konar gleraugum hefur maðurinn eiginlega lesið Nýja testam.entið? Hér eru ein um- mæli Krists: „Því að manns-son- urinn er ekki heldur kominn til þess að láta þjóna sér, heldur til þess að þjóna og til þess að gefa líf sitt til lausnargjalds fyrir marga“ (Mark. 10:45 — sbr. einnig Matt. 20:28). Ennfremur væri prestinum hollt að rifja upp 3. kapítula Jóhannesar-guð- spjal'ls, að ég nú ekki tali urn bréf Páls postula til Rómverja. Til dæmis þessi ummæli postul- ans: „En nú hefir réttlæti Guðs, sem vitnað er um af lögmálinu og spámönmunum, opinberast án lögmáls, það er: réttlæti Guðs fyrir trú á Jesúm Krist öllum þeim til handa, sem trúa; því að ekki er greinarmunur; því að allir hafa syndgað og sfeortir Guðs dýrð, og þeir réttlætast án verðskuldunar af náð hans fyrir endurlausnina, sem er í Kristi Je$ú“ (Róm. 3,21-24). Skyldu aðrir hafa komizt af- dráttarlausar að orði um þessi efni en einmitt Páll postuli? Ekki tekur betra við þegar klerkurinn ræðir kenningar Nýja testamentis og kristinnar kirkju um guðdóm Krists. Hann segir blákalt, að Kristur hafi aldrei gert kröfu til að vera sonur Guðs í einstæðum skilningi. Samt eru þessi orð höfð eftir Kristi: „Allt er mér falið af föður mínum, og enginn gjörþekkir soninn nema faðirinn, og eigi heldur gjörþekk- ir nokkur föðurinn nema sonur- inn og sá sem sonurinn vill opin- bera han»“ (Matt. 11:27 — sbr. einnjg Lúk. 10:22). Og á öðrum stað segir hann: „Ég og faðirinn erum eitt“ (Jóh. 10:30). Ummæli Krists í Jóhannesar-guðspjalli um sjálfan sig og guðdómlegt hlutverk sitt eru svo mýmörg, að það stappar nærri ofdirfsku af presti í kristnu landi að koma fram með þær fjarstæður, sem klerkurinn lætur sér sæma að gera. fvitnanir séra Benjamíns í Pál postuia eru þeim mun glórulaus- ari sem hann rangfærir allar meginkenningar postulans, og geta menn t.d. hæglega kynnt sér sjónarmið hans varðandi upprisutrúna með því að lesa I .Kor. 15:34-49. Sama er að segja um Ágsborgarjátninguna: þar rangtúlkar hann prentaðar heim- ildir, sem flestum fslendingum eru tiltækar, af svo yfirgengi- legri bíræfni, að hann virðist helzt telja lesendur sína hálf- læsa og óhugsandi hrímþursa! Heppilegri vettvangur. Séra Benjamín hefur með skrifum sínum staðfest, svo efeki þarf framar vitna við, að hann afneitar öllum höfuðkenningum kristinnar trúar, eins og ég hafði bent á, að spíritistar uim heim allan gerðu. Ég hef ekkert við það að athuga, að menn boði það sem þeir vita sannast, en geti menn ekki samvizku sinnar vegna boðað það sem Nýja testa- mentið, játningaritin og kirkjan hafa fram að færa, eiga þeir að finna sér annan vettvang en pré- dikunarstóla kristinnar kirkju. Klerkurinn má mín vegna halda því fram, að kirkjan hafi í 1900 ár misskilið boðskap Krists, en þá ætti hann sóma síns vegna ekki að ganga fram undir merkj- um hennar. Það vantar ekki, að nóg sé til af trúflokkum, sem skilið hafa Krist og boðskap hans öðrum skilningi en kirkj- an. Hann hefur t.d. verið tekinn í guðatölu í Hindúasið og er einn af meiriháttar spámönnum Mú- hameðstrúar. Ég er alls ekki frá því, að þessi trúarbrögð væru heppilegri vettvangur fyrir menn með sannfæringar séra Benjamíns. Spíritisminn eldri en kristin trú. Ég sagði i fyrri grein minni, að spíritisminn hefði efeki að ráði þrengt sér inn í aðrar kirkjur en þá íslenzku, og stend við það, þó vitanlega megi finna í öðrum kirkjum einstakar sálir, sem að hætti séra Benjamíns og trú- bræðra hans telja spíritismann hið „nýja fagnaðarerindi“, og eru prestarnir, sem hann nefnir, satt að segja heldur óheppileg dæmi um ítök spíritismans í erlendum kirkjudeildum. Ég þykist hvergi hafa amazt við rannsóknum á „dularfullum fyrir brigðum", spíritisma né öðru slíku, þó ég hafi fordæmt þann hátt ýmissa íslenzkra presta að blanda þessum hlutum saman við kristna trú. Spíritismi var kunnur löngu fyrir daga Krists (sbr. spákonuna í Endór), en hann varð aldrei þáttur í kenn- ingum Krists eða trúarboðskap kristinnar kirkju. Minnir á Dungal. Hvaðan klerki er komin sú vitneskja, að ég telji helvítisvist búna flestum mönnum, veit ég ekki, en það er eftir öðru í grein- um hans að eigna andstæðingum sínum alla þá óhæfu sem hið frjóa ímyndunarafl hans fær upp hugsað. Það er partur af mold- viðrinu sem hann reynir að fela staðreyndirnar í. Málflutningur séra Benjaimíns minnir óþyrmi- iega á skrif Dungals í bók sinni „Blekking og þekking“, þar sem hann hugðist ganga af kristnum dómi dauðum með því að rekja í þaula allar vammir og skamm- ir, hindurvitni og hégiljur „krist- inna manna“ á liðnum öldum. Benjamiín gengur að vísu ekki alveg jafnlangt í fáránleikanum, en markið er hið sama: kristin trú, eins og hún hefur verið boðuð frá öndverðu, skal lögð að velli. í staðinn vill klerkur koma á einhvers konar trúarlegum ó- skapnaði, sem hefur hvorki haus né hala, heldur svífur í lausu lofti yfir hausamótum þeirra „frjálsiyndu andans jöfra“, sem telja hverja hugdettu sina guð- lega opinberun og eilíf sannindi. Meginstoðir kirkjunnar. Ég hef hvergi neitað því að hægt sé að skilja sömu orð og atburði á mismunandi vegu, enda fátt eðlilegra, en séra Benjamin mun reynast erfitt að sanna, að til séu krístnar kirkjudeildir (únitarar teljast ekki kristin kirkjudeild), sem ekki byggi á hinni postullegu trúarjátningu. Ég sé ekkert óeðlilegt við það, að játningar kirkjunnar séu sprottnar úr deilum guðfræð- inga. Þær fela í sér viðleitni kirkjunnar við að varðveita kjarna kristinnar trúar, hvað sem leið mismunandi helgisiðum og ólíkri túlkun á veigaminni atr- iðum. J>ær hafa verið hinni kristnu kenningu nauðsynleg vörn, þegar svipað var ástatt og nú er innan íslenzku kirkj- unnar (oig er hún þó meðlimiur Dútheraka heimssambandisins, sem gerir skýlausa kröfu um trúnað við Kristin játningar- rit). Mér er ekki kunnugt um neina kristna kirkju, sem ekki byggi boðun sína og tilveru á þeim þremur meginstoðum, að Kristur hafi verið eingetinn son- ur Guðs, að hann hafi lagt líf sitt í sölurnar til friðþægingar fyrir mannkynið, og að hann hafi risið úr gröf sinni á páskadag. Hvort þessar kenningar sam- rým,ast nútíðarvísindum, er mál út af fyrir sig, en skyldi ekki sjálf hugmyndin um almættið, 'hiimnartJki og framihaldsWf þykja nokkuð andstæð þeim vísindum sem nú eru efst á baugi? Að trú- arstooðanir séra Benjamíns séu nú tímalegri eða vísindalegri en þau atriði kristinnar trúar sem hann hafnar, er að sjálfsögðu hlægileg bábilja og jaðar við hlægileg bábilja og jaðrar við oÆ- læti. Séra Benjamín fer lofsamleg- um orðum um „andann frá Worms“ og telur Lúther það til gildis, „að hann hafði andiegan dug til að hugsa fyrir sjálfan sig.“ Þakka skyldi honum! Hinu gleymir klerkur, að Lúther taldi samvizku sína bundna af text- um Heilagrar ritningar, og svo kórónar presturinn allt saman með skilgreiningu sinni á lút- herskri kirkju og guðfræði. „Það voru kreddur þær, sem Dana- konungar tróðu upp á Xslend- inga fyrir mörgum öldum. Hvernig urðu þær kreddur til? Þær voru settar saman af mönn- um, sem engin ástæða er til að ætla að hafi verið á nokkurn hátt vitrari en menn gerast nú, en margfalt fáfróðari." Þetta er út af fyrir sig skemmtilegt dæmi um sam- kvæmni og andlega yfirsýn kvæmi og andlega yfirsýn hann vera farinn að ryðga í kirkjusögunni, blessaður, ef hann kann ekki önnur skil á siðbót Lúthers en þessi. Yfirburðir Laugalandsklerks. Séra Benjamín þykir það „guð fræðileg meinloka, sem furðu- legt er að nokkur menntaður maður skuli geta látist trúa á þessari öld“, að Guð hafi opin- berað sannleikann með einstæð- um hætti í eitt skipti fyrir ölL Sú er nú samt skoðun dr. Pauls Hutohinsons, sem klerkurinn fer viðurkenningarorðum um í fyrri grein sinni, og allra þeirra krist- inna guðfræðinga nútímans, rómversk-kaþólskra, lútherskra og kalvínskra, sem nokkurt mark er tekið á. Laugalands- klerkur hreykir sér nokkuð hátt, þegar hann afgreiðir sam- anlagða guðfræði nútímans með þessum hætti, og er það kannski órækastur vottur um andlegt á- sigkomulag hins trénaða sveita- klerks, sem enn veifar kenning- um þeim og „frjálslyndis“-kredd um, er voru í tízku hér upp úr aldamótum og fram yfir fyrri heimsstyrjöld. Hverjir fæla frá kirkjunni? Að ýmis trúarbrögð önnur en kristin trú geri kröfu til að vera talin hin fullkomnasta opinber- un, þarf ekki endilega að ógilda trúarvissu kristinna manna. Með- an ekki er fyrir hendi neinn algildur eða óskeikull mæli- kvarði á sannleiksgildi trúar- bragða, verða þau hver fyrir sig að hafa heimild til að ala á þeirri trú, að þau boði sannleik- ann. Trú getur hvort eð er aldrei byggzt á sönnunum eða verið vís- indalegt fræðikerfi. Hún er innri reynsla eða sannfæring, sem hlýtur að vera veruleiiki í aug- um þess sem trúir, hvaða trú sem hann játar. Ég skal ekki fara út í þá sálma, hvérjir fæli mest frá kirkjunni, en kirkjusókn á Íslandi eftir ára- tuga boðun spíritisma og „ný- guðfræði" talar skýrara máli ea margt annað. Merkilegt rannsóknarefni. Séra Bjarni Jónsson, vígslu- biskup, sagði við mig á. dögun- um: „Það er merkilegt með marga íslenzka presta. Þeir eru heldur hliðhollir réttritun, réttri hugsun, réttu bókhaldi og jafn- vel réttri breytni, en ef þeir heyra minnzt á rétta trú, ætla þeir bókstaflega að ærast!" Að endingu þetta: Séra Benja- að þetta væri merkilegt rann- sóknarefni! Að endingu þetta: Séra Benja- mín kveðst sjá eftir pappírnum sem hann eyðir í moldviðrisgrein ar sínar um trúmál. Væri þá ekki ráð, að hann færi að dæmi þeirra Sókratesar og Jesú, sem hann kallar þjáningarbræður sína i þjónustu sannleikans, og léti sér í framtíðinni nægja að mæla af munni frarn þá guðinnblásnu speki sem hann kveðst hafa o>rð- ið aðnjótandi? Sigurður A. Magnússon. MAIMM VAMTAR Á SMURSTÖÐINA, Sætúni 4. Sími 16-6-27. Upplýsingar á föstudag og laugardag. Afgreiðsludama óskast hálfan daginn í verzlun í miðbænum. Upplýsingar í síma 18950 frá kl. 4—6 í dag.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.