Morgunblaðið - 22.05.1963, Side 8

Morgunblaðið - 22.05.1963, Side 8
24 MonnrwniiDtB MiðvíTmdagur 22. maí 1963 Ásmundur Sveinsson ÞAB var ætlun mín að sencja Ásmundi kveðju á þessu merka afmæli, og ég vona að þó þessi kveðja berist ekki -á réttum tíma, þá sé betra seint en aldrei. Stundum er sagt að verkin lýsi höfundinum og líkist honum, en hvað Ásmundi viðkemur finnst mér þetta hæpin kenning. Hann er ljúfur maður, tillitssamur og hógvær. Verk hans eru aftur á móti stórbrotin, stundum trölls- leg. Þau bera oft með sér tillits- leysi gagnvart smekk annarra, hvort heldur kann að vera all- ur fjöldinn sem í hlut á, lærðir prófessorar, eða þá viðurkennd- ir fagurfræðingar, sem vita upp á hár, hvernig listinni ber að vera á hverjum tíma. Stórhug- ur Ásmundar hefir hrifið mig, áræði hans, og gleðin yfir að glíma við erfiðleika — jafnvel ofurefli. — Þegar ég var lítill man ég eftir stórum strákum — sterkum — en rögum, sem lumbruðu á smælingjum án nokk urs tilefnis, en það voru líka til litlir strákar, sem reyndu kraft- ana við þá stóru. Þeir gengu sjaldan með sigur af hólmi en þeirra var samt manndómurinn. Ég minnist þess nú, að eitt sinn er ég kom forðum daga í Unu- hús til Erlendar Guðmundsson- ar, var hann að skoða bók með listaverkum. „Hefir þú“, sagði hann við mig, „tekið eftir því hvað listin er ljót. Listamenn vilja ekki líta á fegurðina. Þeir sækjast eftir sterkum áhrifum hvað sem það kostar.“ Mér fyr- ir mitt leyti finnst mikill sann- leikur í þessum orðum. Því list- in kemst sjaldan langan veg, á fagurfræðinni og góðum smekk eingöngu. Það er atburður sem grópast inn í vitund manns að standa andspænis kirkjulist mið- aldanna með hina hvítglóandi ástríðu sorgar og þjáninga. Þess- ar myndir eru sízt af öllu falleg- ar í þeim venjulega skilningi þess orðs, en þær eiga einhvern þann mátt mannlegs anda, sem hrífur mann, ef ekki viljugan þá nauðugan. Ásmundur gefur mér eitthvað af því sama í myndum sínum, og mér fellur það vel, þó það geti stundum verið óþægilegt. Það er ekki meining mín að skilgreina hér hvað er list og hvað ekki, en mér finnst erfitt að minnast á einhvern lista- mann — sama hver er — nema að nefna listina sjálfa og eðli hennar um leið. Ég sé Ásmund fyrir mér í dag, þar sem hann stendur einn með- al sinna mörgu verka. Hann verður svo lítill, verkin svo stór; og mér fyrir mitt leyti finnst fara vel á því. — Og svo að síð- ustu: Kæri Ásmundur! Mikið skil ég það vel núna á afmælinu þínu, að þú vilt ekki að listasafn ís- lands verði byggt í Tjarnarkrik- anum. Með innilegri hamingju- ósk á sjötugsafmælinu. Gunnlaugur Scheving. Gunnar Eyjólfsson og kona hans, Katrín Arason, með verðlauna- gripinn. Silfurlampinn afhentur Félag íslenzkra leikdómenda efndi til fagnaðar í Þjóðleikhús kjallaranum á mánudagskvöld vegna afhendingar Silfurlamp- ans, og var það fjölsótt. Hófinu stýrði varaformaður félagsins, Sigurður A. Magnússon, í fjar- veru formannsins, Sigurðar Grímssonar. Við atkvæðagreiðslu leikdómenda hlaut Gunnar Eyj- ólfsson 875 stig af 900 möguleg- um, fyrir beztan leik á liðnum vetri í „Pétri Gaut“ og „And- orra“. Næst kom Regína Þórðar- dóttir með 225 stig fyrir leik sinn í „Eðlisfræðingunum“, og þriðji varð Brynjólfur Jóhannes- son með 150 stig fyrir hlutverk sitt í „Hart í bak.“ Odidur Björnsson ávarpaði Gunnar Eyjólfsson fyrir hönd leikdómenda, og þakkaði hann fyrir sig. Einnig hélt Haraldur Björnsson ræðu, sem góður róm- ur var gerður að. Að lokum flutti Karl Guðmundsson nýjan gamanþátt, sem saminn var sér- staklega fyrir Lampahátíðina. Að loknu borðhaldi var stiginn dans fram til kl. 1 Ekki var vitað hve víðtækar bilanír höfðu orðið á sjálf- stýringu geimskipsins Cooper var látinn yfirfara öll tæki um borð til að kanna hve alvarleg bilunin væri. Virtist sjálfstýrisútbúnaður- inn hafa farið að einhverju leyti úr sambandi, svo búizt var við að geimfarinn yrði sjálfur að stýra skipinu til jarðar. í 22. og síðustu hringferð- inni kom í ljós að enn var sjálfstýringin biluð, svo Coop- er yrði sjálfur að kveikja á hemlaflaugunum á botni skips ins til að draga úr ferðinni og stjórna skipinu algjörlega á leiðinni niður í gufuhvolfið. Mikil spenna ríkti á Canaveral höfða, því ekki var ljóst um hve víðtækar bilanir væri að ræða. Hugsanlegt var að bil- unin væri það umfangsmikil að ekki yrði unnt að kveikja á hemlaflaugunum. SAMBANDIÐ ROFNAÐI Um borð í einu leitarskip- anna, sem biðu við Midway eyju á Kyrrahafi, var John Glenn ofursti, fyrsti Banda- ríkjamaðurinn, sem fór hring- ferð um jörðu úti í geimnum. Var hann í stöðugu sambandi við Cooper síðustu mínúturn- ar áður en lendingin hófst. Skömmu eftir kl. 1(1 á fimmtu dagskvöldið fékk Cooper fyrir mæli um að kveikja á hemla- flaugunum, og tókst það mjög vel. Á niðurleiðinni rofnaði allt samband við geimskipið vegna þess gífurlega hita, sem Ljósmynd þessa tók Gordon Cooper í 8. hringferðinni ut um Lagt af stað frá Canaveral- glugga geimskipsins, og sýnir hún skýjamyndanir yfir Florida. höfða.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.